Þjóðviljinn - 01.12.1985, Side 9

Þjóðviljinn - 01.12.1985, Side 9
Verklýðshreyfingin Byrjaði snemma í baráttunni Spjallað við Harald Steinþórsson sem stendur á tímamótum í dag I. desember. Á sextugsafmœli og hœttir sem framkvœmdastjóri BSRB Blessaðurvertu, ég varekki nema barn þegar ég hóf af- skipti af þessari stéttabaráttu, sagði HaraldurSteinþórsson forystumaður í íslenskri verk- lýðshreyfingu í margaáratugi. Haraldurersextugurídag, 1. desember, og læturaf störf- um sem framkvæmdastjóri BSRB. Haraldur hló góðlátlega þegar ég sýndi honum úrklippu úr Þjóð- viljanum frá tvítugsafmæli hans 1945, en þess var getið á forsíðu blaðsins ásamt með afmælisfregn um föður hans Steinþór Guð- mundsson. Haraldur var þá orð- inn forseti Æskulýðsfylkingar- innar, Steinþór faðir hans var borgarfulltrúi, síðar varaformað- ur Sósíalistaflokksins með meiru. - Stjórnmálaskoðanir mínar og afstaða í stéttabaráttu mótuðust meira í þeim miklu átökum sem voru þá ríkjandi í þjóðfélaginu heldur en heima hjá mér, þótt báðir foreldrar mínir hafi haft brennandi áhuga á þjóðfélags- málum. Ég man til dæmis eftir að það hafði gífurleg áhrif á okkur nokkra kunningja sem vorum að byrja í menntaskóla, að heimsækja dreifibréfsmennina í fangelsið á Skólavörðustíg í árs- byrjun 1941. Það voru kappamir Eðvarð Sigurðsson, Hallgrímur Haligrímsson, Ásgeir Pétursson og Eggert Þorbjarnarson. Ég gekk svo í Dagsbrún 1941 og vann m.a. í kjördeild í kosning- unum fyrir Sigurð Guðnason og Eðvarð er þeir sigmðu 1942, - þá voru nær ævinlega harðar pólit- ískar kosningar í stéttarfélögun- um. - Ég var í leshring í mennta- skóla, sem var haldinn heima hjá Birni Th. undir handleiðslu Ein- ars Olgeirssonar. Þar vom margir knáir baráttumenn, t.d. Guð- mundur Árnason, Skúli Norð- dahl, Ingvar Hallgrímsson og margir fleiri. Pólitísku andstæð- ingarnir voru ekki af verri enda- num, menn einsog Geir Hall- grímsson og slíkir. Annars vom þetta allt marklaus bernskubrek. í víking vestur - Ég gekk í Æskulýðsfylking- una þegar ég var 14 ára og var formaður Æskulýðsfylkingarinn- ar í Reykjavík 17 ára. Og tæplega 19 ára varð ég forseti Æskulýðs- fylkingarinnar. Á sumrin vann ég í verkamannavinnu sem til féll. Þegar ég var 17 ára lenti ég í því með öðmm að gera fyrsta kjara- samninginn, en ekki þann síðasta á lífsleiðinni. Við vorum í 50 manna vinnuflokki við að leggja hitaveituna frá Reykjum til Reykjavíkur og vomm óánægðir með okkar kjör. Þetta var sumar- ið 1943 og samningum um bónus- greiðslur lyktaði með því að við fengum kjarabætur sem námu milli 60% og 70%. Ég var þá strax kominn á kaf í félagsmálin. - Ég var nokkuð óráðinn að afloknu stúdentsprófi hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur og byrjaði af rælni í lögfræðinni. En sinnti náminu illa, var á kafi í alls konar félagsmálum og tók loks boði um að gerast starfsmaður bæjarins og sjúkrahúsforstöðu- maður vestur á ísafirði 1946. Þar hafði Alþýðuflokkurinn verið af- skaplega voldugur og einráður um langa hríð. Sósíalistaflokkur- inn hafði myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum 1946. Ég kunni strax vel við mig fyrir vest- an. Hins vegar gerist það þó, að ég er kallaður suður til að gerast starfsmaður Landnemans, tíma- ritsins sem Æskulýðsfylkingin gaf út undir ritstjórn Jónasar Árna- sonar. En ég kunni aldrei vel við mig í landspólitíkinni og sótti því um kennarastöðu vestur á Isa- firði 1948 og var ráðinn þrátt fyrir andstöðu skólastjórans, Hanni- bals Valdimarssonar. - Kratamir vom miður sín á þessum ámm fyrir vestan, - af því að þeir voru að missa tökin í póli- tíkinni. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn voru þá stóm flokkarnir á ísafirði og bæjar- fulltrúi Sósíalistaflokksins í odda- stöðu. Kratamir ætluðu að endurheimta meirihluta sinn í kosningunum 1950 en í þeim kosningum var ég kjörinn bæjarfulltrúi sósíalista. Báðir flokkarnir vildu mynda meiri- hluta með Sósíalistaflokknum. Við ákváðum að halda áfram samstarfinu við Sjálfstæðisflokk- inn, þrátt fyrir ágreining um rekstrarform á togara sem var verið að kaupa til bæjarins. Sá ágreiningur var leystur á þann veg, að atkvæði í bæjarstjórn skyldu ráða, - og reiknuðum við þá með að fá samþykkt með krötunum að bæjarfélagið gerði skipið út. Samstarf við Alþýðuflokkinn - í þann tíð réði forræði atvinnutækjanna mjög miklu, meir en nú er um afstöðu fólks í pólitíkinni. Sj álfstæðisflokkurinn hafði hnekkt pólitísku forræði Alþýðuflokksins yfir atvinnu- tækjunum og hafði þannig styrkt pólitíska stöðu sína í bænum. Þetta voru voldugir menn, sem fóru fyrir Sjálfstæðisflokknum og útgerðinni; Sigurður Bjarnason frá Vigur, Matthías Bjarnason, Ásberg Sigurðsson og Kjartan læknir. - Þegar loks kemur að því að við eigum að fá okkar skip til bæjarins einu og hálfu ári eftir að kosið hafði verið til bæjarstjórn- ar, er komið þetta erfiða stjórn- armynstur í landinu, samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks. Sú stjórn gerir sér lítið fyrir og gerir það að algeru skil- yrði, að togarinn verði gerður út af einkaaðilum og bærinn kæmi þar hvergi nærri. Þessu vildum Teikning af Haraldi eftir Ólaf Pétursson. við ekki una - og hófum við sam- starf við Alþýðuflokkinn þegar hér var komið sögu í bæjarstjórn- inni. Myndaðist þar nýr meiri- hluti og munu þess vera fá dæmi að skipt sé um meirihluta á miðju kjörtímabili í stóru bæjarfélagi. - Þetta samstarf tókst prýðisvel og hefði ugglaust haldið áfram ef ekki hefði viljað svo til að flokkur nokkur bauð fram til bæjar- stjórnar 1954. Það var Framsókn- arflokkurinn sem ekki hafði átt uppá pallborðið til þessa í bæn- um. Við fengum svipað fylgi og í kosningunum 1950 en vegna Framsóknarmannanna misstum við þá oddaaðstöðu sem við höfðum áður haft. - Vestur á ísafirði kynntist ég konunni minni, Þóru S. Þórðar- dóttur og giftum við okkur 1948. Við eigum fjögur börn og átta barnabörn. Annars urðu ísafjarðarárin mér sannkallaður félagslegur há- skóli en þar voru engin próf, svo að ég veit ekki hvaða einkunn ís- firsku félagsmálaprófessoramir Svanur og Ólafur Ragnar hefðu gefið mér fyrir frammistöðuna. Kennarl í aldarfjórðung - Við fluttumst suður 1955, það var aðallega fyrir áeggjan föður míns, sem orðinn var ekkjumaður. Ég kenndi við Gagnfræðaskólann við Vonar- stræti, eingöngu landsprófsdeild- um til 1964. Frá 1964 til 1973 kenndi ég svo við Hagaskólann, þannig að samtals hef ég verið við kennslu í 25 ár. - Ég kunni kennslunni mæta vel, - kenndi stærðfræði sem að- alfag og get litið sáttur á árangur- inn. Jú, það er rétt hjá þér, ég hef kennt fjölmörgum sem seinna hafa orðið hagfræðingar, stærð- fræðingar og þekktir raunvís- indamenn. I guðanna bænum, ekki biðja mig um nöfn, - ég hef nefnilega kennt um þrjú þúsund manns - og flestir voru mér góðir nemendur og verðir þess að ég geti þeirra. Þegar ég kom suður var ég í félagi gagnfræðaskóla- kennara, en á þessum árum sinnti ég einnig öðmm félagsmálum. Þátttaka í íþrótta- hreyfingunni - Jú, ég hef alltaf verið mikill Framari. Ég keppti með yngri flokkunum og þurftum við oft að láta í minni pokann fyrir knatt- spyrnuköppunum einkum í Val og KR. Á þessum ámm man ég vel eftir Álbert, sem var afar snjall strax sem drengur í fót- boltanum. - Á ísafirði tók ég einnig mjög virkan þátt í íþróttahreyfingunni. ísfirðingar vora þá einsog löngum síðar góðir á skíðum og þarna urðu líka til miklir íþrótt- agarpar á öðrum sviðum, - ég nefni til dæmis Guðmund Her- mannsson kúluvarpara. í knatts- pymunni vom tvö félög fyrir vestan, Vestri og Hörður. Það var ánægjuefni að taka þátt í að koma á samstarfi í stað deilna innan ÍBÍ, - íþróttabandalags ísafjarðar, sem síðan hefur keppt út á við í knattspyrnu fyrir ísfirð- inga. Það vom margar gleði- stundirnar í íþróttalífinu, en það var ekki eintóm gleði. - Einhver dapurlegasta lífs- reynsla sem ég hef gengið í gegn- um tengdist einmitt íþróttum. Við höfðum fengið í heimsókn íþróttafélagið Þór frá Akureyri og vomm á leið frá Bolungarvík, þegar við lentum í grjóthrani í hinni illræmdu Óshlíð. Við vor- um í rútu og a.m.k. tveggja faðma bjarg skall á bílnum og sneiddi hreinlega aftan af hon- um. Þeir fómst þar tveir og aðrir tveir stórslösuðust og það var þungt áfall. - Þegar ég flyt suður 1955 varð ég formaður Fram og gegndi þar formennsku allt til ársins 1960. Á 50 ára afmæli félagsins kom það því í minn hlut að taka við núver- andi íþróttasvæði í Safamýri, sem afhent var af Gunnari Thorodd- sen, borgarstjóra. Annars fannst mér alltaf ánægjulegast starfið með yngri flokkunum í Fram, en það var mjög tímafrekt. BSRB - alvöru stéttarsamtök - Við höfðum margir áhuga á því að BSRB yrði alvöru stéttar- samtök, en löngum hafði gengið hægt að sækja mannrétti fyrir samtökin. í aðildarfélögunum vom stundum miklar sviptingar milli hægri og vinstri manna svo- sem í SFR, - frá árinu 1958 vom þar á hverju ári harðar kosningar milli vinstri og hægri manna. - Alþýðuflokksmaðurinn Sig- urður Ingimundarson hafði verið kosinn af vinstri mönnum för- maður BSRB 1956 og 1958 í hörkukosningum á móti Sjálf- stæðismönnum. Hins vegargerist Sjá opnu Sunnudagur 1. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.