Þjóðviljinn - 01.12.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.12.1985, Blaðsíða 12
Sjónvarps VAÐALI VI Brfet Héðinsdóttir skrifar Beðið um liðveislu annarra nöldrara og meðlima Gribbu- og brussufélagsins Barnafólk kvartar undan því, hversu illa útsendingartími barnaefnis á virkum dögum komi niður á venjulegu fjölskyldulífi: heimilisfólk hittist iðulega ekki nema á kvöldmatartíma og barnasjónvarp milli 7 og 8 hindri eðlileg samskipti foreldra og barna. Spurt er, hvort ekki sé hægt að flytja þessa barnatíma aftur um einn klukkutíma, þ.e. til kl. 6. í beinu framhaldi af þessu, skal hér enn kvartað undan því, hversu nánasarlegt sjónvarpið er í framleiðslu íslensks barnaefnis. Einnig skal ítrekað, að löngu er orðið tímabært, að ráðamenn sjónvarps geri okkur, eigendum þess, einhverja grein fyrir því hvernig þeirri fjárveitingu, sem sjónvarpið hefur til ráðstöfunar, er skipt milli efnisflokka. Ekkert mælir gegn því, að sjónvarpið geri sjálft sig að umræðuefni í ítarlegum þætti. Slíkt er líka al- vanalegt í hljóðvarpi. Ættu ekki ráðamenn, dagskrárstjórar og sjálft útvarpsráð að fagna tæki- færi til að standa fyrir máli sínu? Hver veit nema þeim tækist að eyða margvíslegum misskilningi og gefa eðlilegar skýringar á því, sem okkur virðist fáránlegt órétt- læti? - svo sem þessari hundrað- ogelleftu meðferð þeirra á börn- um og unglingum, skorti á ís- lensku fræðslu- og skemmtiefni og óskiljanlegum forréttindum íþróttaáhugamanna - sem fá í sinn hlut nánast hvern einasta laugardagseftirmiðdag sem guð gefur, allt árið um kring, auk sér- stakra kvöldþátta vikulega og ítarlegrar úttektar í öllum frétta- tímum. Vil ég nú heita á aðra nöldrara að veita mér fulltingi hvar og hvenær sem þeir koma því við að rella um slíkan þátt um efnis-val og -skipan í sjónvarp- inu. Varðandi forréttindahópinn meðal áhorfenda, get ég ekki karlstýrðu samfélagi liggur fyrir óskrifuð samþykkt um, að allt, sem við kvinnor höfum gaman af, sé nauðaómerkilegt dund og dútl, en fótboltaspark sé hins vegar samboðið vitsmunaverum. stillt mig um að nefna, að ég hef aldrei, bókstaflega aldrei á ævi minni, kynnst konu, sem fylgist með fótbolta af áhuga. Með því er ég auðvitað ekki að gefa í skyn, að þær séu ekki til, en fullyrði, að þær muni fáar. Við það má bæta, að ég þekki mökk af karlmönn- um, sem líta heldur ekki við slíku efni. Enn má nefna, að smá- krakkar gera það heldur ekki - og er ekki ástæða til að nota laugar- dagana til að glæða áhuga þeirra á einhverju fleiru en íþróttum? (Ath. hér stendur fleiru en ekki öðru). Auðvelt er að benda á fjölda áhugamála annarra stórra hópa í samfélaginu, og liggur beint við að nefna eitt, sem nán- ast helmingur þjóðarinnar sam- einast um: Vandfundin mun sú kona,semfæstekki, a.m.k. áein- hverju skeiði ævinnar, við ein- hvers konar handavinnu. Auðvit- að er þetta áhugamál stundað með margvíslegasta móti: hjá sumum situr sparnaðar- og nyt- semdarsjónarmið í fyrirrúmi, meðal útivinnandi kvenna mun þetta einkum hagnýtt tómstunda- gaman, sem þær ná mismikilli leikni í, og enn aðrar verða bein- línis listamenn á þessu sviði, þótt lágtfari. Aldreihefursjónvarpið, mér vitanlega, látið svo lítið að gefa þessu áhugamáli minnsta gaum. Ástæðan liggur auðvitað á borðinu: í karlstýrðu samfélagi liggur fyrir óskrifuð samþykkt um, að allt, sem vi kvinnor höfum gaman að, sé nauðaómerkilegt dund og dútl, en fótboltaspark sé hins vegar samboðið vitsmuna- verum. Líklega þarf að ganga í Gribbu- og brussufélagið til að þora að mótmæla þessu, sem svo mörgu öðru. Eða hversvegna sitj- um við þegjandi undir þeim róg- burði, að ásókn í „dönsku blöð- in” svokölluðu (samheiti fyrir „kvennablöð” úr ýmsum áttum) verði eingöngu skýrð með lág- kúrulegum bókmenntasmekk kvenna, þegar vitað er, að þang- að sækja konur fyrst og fremst hugmyndir og leiðbeiningar um alls konar handavinnu? Viku- legur sjónvarpsþáttur (t.d. á laugardögum) um þetta efni gæti orðið æði fjölbreyttur í umsjón hugmyndaríkrar manneskju: veitt tilsögn bæði skussum og lengra komnum, gefið hagnýtar upplýsingar um efnisöflun, verð- lag o.fl. og dregið fram í dagsljós- ið ótal margt fallegt, sem konur vinna í heimahúsum. Ekki þyrfti að efa að slíkur þáttur næði vin- sældum. Skömmu fyrir Genfarfundinn, var ég víst eitthvað að fara fram á, að sjónvarpið gæfi okkur kost á að fylgjast sem best með þeim atburði. f miðvikudagsblaði Pjóðviljans sé ég, að Víkverji Moggans hefur verið sama sinnis. En Arna Bergmann, í hlutverki klippara, verður hins vegar ekki skotaskuld úr því að sýna fram á, hversu barnaleg þessi ósk sé. Yerst er, hvað málflutningur Árna er sannfærandi, ekki síst eftir að hafa horft á umfjöllun þessa efnis í Kastljósi s.l. þriðju- dagskvöld. Þar varð sjálfskip- aður fulltrúi hæstvirts almenn- ings litlu nær. En samkvæmt Árna er þar ekki um að kenna lélegri þáttarstjórn, heldur er þetta angi af miklu stærra máli: vanmætti fjölmiðla yfirleitt, til að segja okkur satt frá því, sem raunverulega er að gerast. Ann- að merkilegt efni var á dagskrá í sama Kastljósi: menningarstofn- un Sameinuðu þjóðanna, sem mun nú mjög umdeild og jafnvel í ráði að leggja niður, eftir að ann- að risaveldanna hefur snúið við henni baki. En í þáttarlok stóðu aðeins eftir fullyrðingar gegn full- yrðingum. Fyrirfram hneigist maður til að halda, að eftirsjón muni að þessari stofnun og snýst fiví ósjálfrátt á sveif með Andra sakssyni, sem er heimamaður á þeim bæ. En Jónasi Kristjánssyni gafst heldur ekkert tækifæri til að vísa í heimildir sínar og gefa for- sendur fyrir ásökunum sínum um fjármála- og hugsjónaspillingu stofnunarinnar. Hefði ekki verið nær að stefna þeim Andra og Jón- asi saman, svo að við hefðum get- að hlýtt á þá reyna að hrekja mál- flutning hvor annars með rökum? En kannski er líka vonlaust fyrir fjölmiðla að veita innsýn í mál af þessu tagi? Hvað er þá til ráða, Árni? Loks eitt enn: Víst veit ég, að tíminn til frétta á táknmáli er naumt skammtaður. En geta um- sjónarmenn ekki séð af hálfri mínútu í lokin, til að kenna okkur hinum, með hjálp prentaðs texta, á hverju kvöldi, eitt tákn í senn af þessu fallega tjáningarmáli. Bæði börn og fullorðnir gætu haft ánægju af. BH æ Fóstrur - starfsfólk Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar. A) Skóladagheimili við Ástún: Heimilið tekur til starfa í byrjun árs 1986: Fóstrur; Starfsmaður við uppeldisstörf. Umsóknarfrestur til 16. des. n.k. Nánari upplýsingar um störfin veitir dagvistarfulltrúi í síma 41570. B) Dagheimilið Grænatún: Fóstra í fullt starf á dagheimilisdeild; Fóstra í hálft starf á leikskóladeild. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 46580. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmála- stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Félagsmálastofnun Kópavogs. Frá Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð Innritun nýnema á vorönn fer fram þriðjudaginn 3. desember og fimmtudaginn 5. desember og hefst með kynningu á starfi skólans báða dagana kl. 17.00. Rektor. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN) Sunnudagur 1. desember 1985 Útvarps RISS VI Inoólfur Hjörleifsson skrlfar Að nálgast hlustendur Ríkisútvarpið okkar er ekki af baki dottið. Það er að bæta við rás. Rás 3. Ekki þó fyrir allt landið, aðeins fyrir suðvestur- hornið, Reykjavík og nágrenni heitir það víst. Dagskráin verður aðeins klukkustund á hverjum virkum degi, frá 17 til 18. Það er úrvalsútvarpsmaður, Sverrir Gauti Diego, sem kemur til með að sjá um þessa þætti og þeir munu eiga að vera fréttatengdir hvað efni varðar. Pað er nokkuð víð skilgreining sem er bara ágætt. Svona magasínþættir þurfa víða skilgreiningu. Og mið- að við Síðdegisútvarpið sem Sverrir hefur séð um þarf engu að kvíða. Pað má hins vegar setja spurn- ingarmerki við það hvort mest nauðsyn sé til þess að setja upp svæðisútvarp hér á suðvestur- horninu. Það er komið svæðisút- varp fyrir Akureyri og nágrenni og stendur til að auka við það bráðlega. Liggur þá ekki beinast við að fara strax út í það að koma upp svæðisbundnu útvarpi á Austurlandi t.d. Einhvern veginn finnst manni að það hljóti að vera meiri þörf fyrir að bæta efni ann- ars staðar hjá Ríkisútvarpinu en að bæta við rás á Reykjavíkur- svæðinu. Stærstu fjölmiðlarnir eru allir á Reykjavíkursvæðinu og fjalla að mestu leyti um efni tengt því. Af þessum sökum hlýtur þörfin fyrir staðbundið út- varpsefni að vera mest utan höfuðborgarsvæðisins. Pað ganga nú fjöllum hærra sögur um að von sé á Austurlandsútvarpi í einhverri mynd. Við skulum vona að Rás 3 verði ekki til að seinka þeim áætlunum, ef ein- hverjar eru. Það væri synd að segja að menningarefni séu ekki gerð sæmileg skil í útvarpinu þessa dagana. Tónlist og bókmenntir ber þar auðvitað hæst. Tónlist af augljósum orsökum og bók- menntir vegna þess að bókaflóð- ið alræmda er að skella yfir. Gamla, góða Bókaþingið er auðvitað á sínum stað, það væri áfall fyrir marga ef sá þáttur dytti út. Hann hefur verið í útvarpinu svo lengi sem ég man eftir mér og stendur alltaf fyrir sínu, enda hafa í gegnum tíðina ætíð verið úrvalslesarar til taks. Annar þáttur í útvarpinu um bækur er Bókaþáttur Njarðar P. Njarðvík á miðvikudagskvöld- um. Njörður tekur auðvitað um þessar mundir fyrir nýjar bækur og gerir það ágætlega. Hann ræðir við höfunda og lætur þá lesa úr verkum sínum. Það er við- kunnanlegur og rólegur blær yfir þessum þáttum Njarðar enda eru þeir á dagskrá seint að kveldi, búa mann undir svefninn. Það er góð hugmynd að fá Þorstein frá Hamri til að lesa þýðingar sínar á Dæmisögum Esóps og ekki er ljóðagetraunin síðri hugmynd, hlustandinn verður þátttakandi. Að því hljóta auðvitaz allir góðir útvarpsmenn að stefna. Slíkt hefur þeim Margréti Rún Guðmundsdóttur og Magdalenu Schram tekist með ágætum í sín- um þætti, Betursjá augu en auga. Þær hvetja fólk til að lesa ákveðið skáldverk, sjá ákveðið leikrit o.s.frv. Fá síðan ákveðna aðila sem slíkt hafa gert til að mæta í þáttinn og ræða viðkomandi efni. Þátturinn er hálfsmánaðarlega þannig að hlustendur/þátttak- endur hafa góðan tíma til að velta hlutunum fyrir sér. Síðan má skeggræða, hvort sem er á heimil- um eða í útvarpssal. í þeim þátt- um, sem ég hef heyrt, hafa sex manna umræður gengið býsna vel og verið skemmtilegar. Eitt er það sem gerir þennan þátt þeirra Margrétar og Magdalenu svo skemmtilegan; þær eru ekki að trana sér fram sem stjórnendur. Þær eru bara tvær í hópnum og samræðurnar verða því óþving- aðar. „Hvað vilt þú segja um mál- ið“ stíllinn er ekki til staðar og mættu fleiri taka sér til fyrir- myndar þessa aðferð þeirra Mar- grétar og Magdalenu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.