Þjóðviljinn - 01.12.1985, Page 16

Þjóðviljinn - 01.12.1985, Page 16
BÓKMENNTIR Æmera aldarháttur Antti Tuuri: Dagur í Austurbotni. Skáldsaga. Njörður P. Njarðvík íslenskaði. Setberg 1985. Sagan snýst einkum um tvennt: andstæður ólíkra lífsviðhorfa og gilda - sveit gegn bæ, nýjar bú- greinar eða hefðbundinn bú- skapur, gamalt andspænis nýju, karlar á móti konum - og um leið fer fram athugun á manntegund sem hefur átt allerfitt uppdráttar í bókmenntum norðurálfu um nokkurt skeið, svolanum of- stopafulla; karlmennskuímyndin sem honum tengist er afhjúpuð. Þetta tvennt - tvennir tímar og upplausn goðsagnar - er tengt með þeim hætti að fjórir bræður koma saman til að skipta með sér arfi eftir afa sinn sem fór á sínum tíma til Ameríku, sá arfur reynist snautlegur og skiptir ekki máli; meiru varðar hinn arfurinn sem bræðurnir hafa fengið eftir for- feður sína í Austurbotni, hug- myndin um karldýrið sem drekk- ur sinn landa þegar honum þókn- ast, mundar hnífa og byssur af' fimi og liggur hverja þá konu sem hann fýsir. Bókin leiðir í ljós hversu verulegur sá arfur er og gæfulegur til ávöxtunar. Bræðurnir fjórir eru í for- grunni, aftar standa konurnar sem tengjast þeim og ýmislegar aukapersónur. Yngsti bróðirinn segir frá.Hann er á þönum frá morgni til kvölds og hittir ýmsa sem koma nokkuð við sögu, flest- ir þó aðeins stutta stund. Fyrir vikið fær lesandi nokkra tilfinn- ingu fyrir mannlífi í bókinni, ein- hvers konar samfélagi, sem svo aftur verður til þess að hvessa öf- gar bræðranna. Þarna er íhugull lögreglustjóri, slóttugur svind- lari, samviskusamur barnakenn- ari sem hittir í mark með skamm- byssunni sinni og vinnusamur bóndi sem nýtir þurrkinn til hey- skapar en ekki fíflaláta. Bræð- urnir eru ábyrgðarlausir og hrekklausir funar sem eyða sól- ríkum degi í að þvælast fullir með vélbyssu föður síns, án þess að sýna umtalsverða leikni í með- ferð hennar. Þessar aukaper- sónur eru haglega gerðar og leyna á sér. Þær varpa ljósi á bræðurna og þau ólíku gildi sem togast á í bókinni, en eru þó gæddar einstaklingseinkennum í það ríkum mæli að skemmtilegt er að velta þeim sjálfum fyrir sér. Arfurinn Sagan fjallar um arf. Brennur þá kvölin sem nísti föðurinn í son- arins blóði? - svo gripið sé til Þor- steins Erlingssonar. Má vera, en ekki þó með sama hætti og Þor- steinn Erlingsson hafði í huga - hann var að yrkja um kúgaðan öreigann en hér er á ferð nokkuð annað fólk. Finnar hafa að vísu mátt búa við kúgun grannríkja í aldanna rás. Lengst af lutu þeir Svíum og fengu orð á sig fyrir fræknlega framgöngu í Þrjátíu ára stríðinu þar sem þeir börðust fyrir Svía. Rússar náðu landinu af Svíum í byrjun 19. aldar og það var ekki fyrr en 1918 að Finnar hlutu sjálf- stæði fyrir tilverknað Bolsévika. Þá hófst borgarastyrjöld í landinu milli rauðra og hvítra sem lyktaði með sigri þeirra síðarnefndu sem áttu ekki síst mikil ítök í Austur- botni. Hægri sinnaðir valdhafar, andúð á Rússum og Svíum og þjóðernisstefna á villigötum - allt þetta varð til þess að Finnar hölluðu sér í utanríkismálum að Þjóðverjum og álpuðust tvisvar í stríð við Rússa, fyrst 1939-40 og aftur 1941. í kringum 1930 tekur að vaða uppi í sveitum landsins nokkuð kyndug hreyfing, Lappó- hreyfingin, sem var fasísk bænda- hreyfing og var býsna fyrirferðar- mikil í Austurbotni. Hún virðist sumpart hafa líkst íslenskri þjóð- ernishreyfingu fyrir daga nasism- ans: yfir henni var ungmenna- félagsyfirbragð og hún var sterk í lýðháskólum og annars staðar meðal ungrasveitamanna. Henni var stjórnað af hreinlífum ofsa- trúarmönnum og kvensömum fyllibyttum og var hvorki jafn ög- uð eða skipulögð og fasistahreyf- ingar hinna stærri landa. Þessi hreyfing og hennar hálf bjálfalega vopnaskak myndar sögulegan bakgrunn bókarinnar. Þeir forfeður sem bræðurnir eru að reyna að máta sig við virðast hafa verið ofstækisfullir hægri menn og jafnan fúsir að standa í fremstu víglínu. Erfið lífsskilyrði móta jafnan mjög eindregnar manngerðir - við eigum okkar sjómannstýpu til dæmis - yfir öllu og allt um kring sveimar einhver almenn hugmynd um karl í krap- inu sem flestir reyna að ganga inn í með harla misjöfnum árangri. Þessi hugmynd getur átt misvel við tíð og ástand; mannshugsjón Austurbotninga miðast við stöðugan ófrið og er fráleit á friðartímum. Sá sem ræktar með sér eiginleika stríðshetjunnar verður að landeyðu þegar reynir á raunverulega hæfileika í dag- legu lífi. Hnífar og byssur Um þetta eru margar sögur til og nægir að minna á Grettis sögu. En Antti Tuuri gengur feti lengra. Hann dregur í efa þau gildi sem fylgja þessari mannshugsjón; segir sögur úr stríðinu sem vitna ekki um karl- mennsku áa heldur fyllerí og flaustur yfirmanna og óvitaskap óbreyttra. Hann teflir fram kon- unum til að rústa þessari karl- hetjuímynd og línurnar verða skýrar: annars vegar eru mont- sögur, alls konar óraunsæi og dellugangur - hins vegar jarð- bundið raunsæi kvennanna sem halda öllu gangandi og köllunum finnast óþolandi djöfuls kellingar vegna þess að þær þurfa ævinlega að minna á staðreyndir málsins hvellri röddu þegar þeir eru að raupa. Ekki verður sagt að þetta sé stórkostleg uppgötvun Antti Tuuri - hitt er athyglisvert að þótt konunumtengistölljákvæð gildi bókarinnar - viðhald lífsins, ábyrgðartilfinning og svo fram- vegis - eru einstaklingarnir af tegundinni svona og svona. Ein gargar of mikið, önnur er alltaf volandi, hin þriðja er svikul, ætt- móðirin er ær orðin og sú sem kemur úr borg er snobbuð. í Antti Tuuri. kvenlýsingunum skarast þannig ýms viðfangsefni bókarinnar: ást- in, kynslóðirnar og sveitin gegn borginni. Heimildir segja að Austur- botningar séu frægir um allt Finn- land fyrir fyllerí og kvennafar, hnífa og byssur. Frásögnin er byggð upp í kringum þetta og verður ýmis voði af þeim völdum að Austurbotningar kunna ekk- ert með þetta að fara. Fylleríið er undirrót ófaranna, kvennafarið birtist í því að yngsti bróðirinn | lætur gifta konu teyma sig á asna- j eyrunum þangað til eiginmaður- I inn birtist, alkunnur glímukappi - af hnífamöndli hlýst slys og öll skothríðin í bókinni er í bókstaf- iegum skilningi út í loftið. Antti Tuuri afdramatiserar. Chekov sagði að ef menn hefðu byssu hangandi á vegg í fyrsta þætti yrði eitthvað að gerast með þá byssu í þriðja þætti, en Tuuri skellir skollaeyrum við þessu boðorði. Hann notar byssurnar til að skapa eftirvæntingu með lesanda aðeins til að sú eftir- vænting fjari út. í bókinni gerist tvennt sem heita má sögulegt - einn missir auga, annar deyr úr hjartaslagi, en hvort tveggja fer þetta fram utansviðs. Þessi til- hneiging Tuuri veldur því að sam- anburður sem sést hefur við ís- lendingasögurnar er sennilega út í hött; sú hlutlægni sem er í frá- sögninni þarf ekki að eiga meira skylt við fslendingasögurnar en til dæmis bækur Raymonds Chandlers. íslendingasögurnar stefna að óumflýjanlegum há- punkti og höfundar þeirra beita allri sinni snilld við að lýsa þeim hápunkti þegar að honum kemur - Tuuri forðast þennan hápunkt. íslendingasögurnar eru 'breiðar, gerast á mörgum stöðum á löngum tíma, þessi saga er þröng. Stíll íslendingasagna miðast að því að efla með okkur aðdáun á söguhetjum því sögurnar fjalla um raunverulega sæmd - per- sónur Tuuris skiptast á skætingi. Og síðast en ekki síst: frásögn Tu- uris er öll - nema fyrsta setning bókarinnar - í óbeinni ræðu og hefur á sér persónulegan svip sögumanns sem er flæktur í at- burði. Þessi frásöguháttur hlýtur að vera vandasamur í þýðingu því íslenski viðtengingarhátturinn getur reynst feiknarlega erfiður viðureignar, um hann gilda los- aralegar reglur og reynir því mjög á málkennd þýðanda. Nirði hefur tekist að ljá þýðingu sinni heildarsvip, hún virkar lipur og óþvinguð, nema ég er ósáttur við samsetningar eins og „konu sína“, „maður hennar" og „mink- um sínum" - hér þætti mér fara betur á viðskeyttum greini. önnur aðfyndni er óþörf því Nirði hefur lánast það sem mest er um vert, að setja á stíl og mál sannfærandi íslenskt svipmót. Frá Sjúkraliðaskóla íslands Umsóknareyðublöð fyrir skólavist 1986 liggja frammi á skrifstofu skólans að Suðurlandsbraut 6, 4. hæð frá kl. 10-12. Umsóknarfrestur er til 20. desember n.k. Skólastjóri Útibússtjóri Starf útibússtjóra á Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, Neskaupsstað er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólapróf í verkfræði, efna- fræði eða matvælafræði. Starfið felst í ráðgjöf og rannsóknaþjónustu við útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á Austurlandi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist stofnuninni, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík fyrir 15. des. n.k. Grímur Valdimarsson LAUSAR STÖÐURHJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Staða forstöðumanns við Sundhöll Reykjavíkur er laus til umsóknar. Upplýsingar veitir framkvæmdastjori íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur og íþróttafulltrúi, Fríkirkjuvegi 11,sími 15937 og 21769. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16:00, þriðjudaginn 10. desember 1985. Rfkismat sjávarafuröa Ríkismat sjávarafurða vantar framtaksamt og drífandi fólk í eftirfarandi ábyrgðar- og stjórnunarstörf: Rekstrarstjóra. Forstöðumann afurðadeildar. Forstöðumann ferskfiskdeildar. Forstöðumann gagnavinnslu- og upplýsinga- sviðs. Hreinlætissérfræðing. Þeir sem ráðast í þessi störf munu vinna náið saman og með forstöðumanni stofnunarinnar við daglega stjórn og mótun starfshátta. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 13866, 16858 eða 27533. Umsóknirskulu berast Ríkismati sjávaraf- urða, Nóatúni 17, 105 Reykjavík fyrir 10. desember n.k. Hlutverk Ríkismats sjávarafuröa er aö stuðla aö bættum hráefnis- og vörugæöum íslenskra sjávarafuröa. Stofnunln mun vinna nálö með fyrirtækjum ( sjávarútvegl. Rfklsmat sjávarafuröa mun fyigjast með stööu fslenskra sjávarafurða á mörkuðum erlendis með það aö mark- mlöi aö tryggja sem bestan oröstfr þeirra. 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.