Þjóðviljinn - 01.12.1985, Side 17

Þjóðviljinn - 01.12.1985, Side 17
Sagg Hvernig dó Mata Hari Danmerkur? Umdeild aftaka á danska gagnnjósnaranum Jane Horney á stríðsárunum er enn til umrœðu. Sjónvarpsþœttir gerðir um feril hennar en ekki eru allir á eitt sáttir um sannleiksgildi þeirra Um síðustu helgi sýndi danska sjónvarpið sjötta og síðasta hluta sjónvarps- myndar sem það lét gera um Jane Horney sem var drepin á miðju Eyrar- sundi í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þar voru að verki félagar úrdönsku andspyrnuhreyfingunni sem töldu fullsannað að Jane stundaði njósnirfyrir þýskahernámsliðið. Þettavarein af fjölmörgum ámóta „hreinsunum“ sem danska andspyrnuhreyfingin stóð að en jafnramt sú umdeildasta og langlíf- asta í umræðum manna á meðal í Danmörku og Svíþjóð og jafnvel víðar. Danska blaðið Information birtir um síð- ustu helgi ítarlega grein um Jane Horney eftir Erik Nörgaard blaðamann en hann hefur fjallað mikið um hina pólitísku neð- anjarðarhreyfingu í Danmörku bæði fyrir stríð og á stríðsárunum. Hann virðist hafa öðlast fullan trúnað þeirra sem voru í innsta hring andspyrnuhreyfingarinnar því hann hefur oft ritað greinar sem sýna að hann hefur aðgang að heimildum sem aðrir hafa ekki. Og hann er mjög ósáttur við þá mynd sem danska sjónvarpið dreg- ur upp af örlögum Jane Horney. Nörgaard telur upp ýmis smáatriði í sjónvarpsmyndinni sem ekki fáist staðið en segir þó að alvarlegasta yfirsjón leikstjórans, svíans Stellan Olsson sem einnig samdi handritið, sé sú að misskilja eðli þess ágreinings sem upp kom milli Jane og andspyrnuhreyfingarinnar. Síðan rekur hann söguþráðinn eins og hann veit hann réttastan. Réttu nafni hét hún Ebba Charlotte Horney en tók sér nafnið Jane. Hún fædd- ist árið 1918 og giftist ung sænskum blaða- manni sem var fréttaritari Aftonbladet í Berlín. Þar dvaldist Jane með honum á árunum 1941-43 og komst þá í kynni við fjölda háttsettra þjóðverja en þau kynni ræktaði hún síðan í starfi sínu sem virðist hafa verið fólgið í gagnnjósnum. En þessi kynni komu henni líka í dauðann því það voru þau sem vöktu grunsemdir and- spyrnunnar. Hún skildi við mann sinn árið 1943 og var eftir það jöfnum höndum í Berlín, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. í Höfn tók hún upp ástarsamband við Horst Gil- bert, þjóðverja sem veitti forstöðu Skand- inavísku fréttastofunni en var reyndar for- ingi í SS og yfirmaður þeirrar deildar þýsku leyniþjónustunnar í Danmörku sem njósnaði um erlenda ríkisborgara. Samhliða átti hún í ýmsum ævintýrum en hér verður aðeins eitt þeirra tilfært. Einhvern tímann bað Gilbert hana um að útvega sér ákveðnar upplýsingar frá íslensku sendinefndinni í Stokkhólmi. Vilhjálmur Finsen sendiherra hefur greint frá því að hún hafi verið á höttunum eftir upplýsingum um bandarísku herstöðv- arnar á Islandi. „Þetta verkefni leiddi til þess — að sögn Jane sjálfrar — að hún eyddi einni nótt með íslenskum sendiráðs- manni. Því sambandi sleit hún þó hið snarasta því íslendingurinn gerði mjög sérstæðar kröfur í bólinu," segir Nörgaard í grein sinni. Grunuð af öllum Af grein Nörgaard má ráða að Jane hafi verið starfandi sem þýskur njósnari lengst af árinu 1944. Þær upplýsingar sem hún gaf þjóðverjum virðast þó aðallega vera hernaðarlegar, svo sem um liðsafla sæn- ska hersins við landamæri Noregs og á Kattegat. Ekki er að sjá að hún hafi gefið þeim neinar upplýsingar um andspyrnu- fólk. Jafnframt þessum njósnum tók hún að sér verkefni fyrir sænsku leyniþjón- ustuna og beitti ma. áhrifum sínum á æðstu stöðum í Berlín til að frelsa gyðinga sem sátu í útrýmingarbúðum nasista. Þjóðverjar grunuðu Jane hins vegar um að starfa fyrir englendinga en Nörgaard dregur mjög í efa að svo hafi verið. Hann bendir á að eitt þeirra verkefna sem hún tók að sér fyrir Gilbert hafi verið að út- vega honum stefnumót við blaðafulltrúa sovéska sendiráðsins í Stokkhólmi. Þá og síðar á fundum Gilberts og Alexöndru Kollontaj sendiherra mun Gilbert hafa viðrað hugmyndir um sérstaka friðar- samninga þjóðverja og sovétmanna. Þetta var í ársbyrjun 1944 og englend- ingar höfðu allar ástæður til að taka slík- um hugmyndum af mikilli varúð. Herir þjóðverja áttu í kröggum á austurvíg- stöðvunum. Ef þeir losuðu sig úr þeim gætu þeir beitt sér af fullum krafti á vest- urvígstöðvunum og sú tilhugsun geðjaðist bretum skiljanlega illa. Grunsemdir dönsku andspyrnu- hreyfingarinnar og leyniþjónustu dönsku lögreglunnar í Svíþjóð jukust að mun þeg- ar Jane tók upp náið samband við Gestapo-manninn Axel Feldtmann í Kaupmannahöfn. Menn óttuðust að hún gæfi honum upplýsingar um flóttaleiðirn- ar yfir Eyrarsund sem voru jafnt dönskum andspyrnumönnum sem sænsku og ensku leyniþjónustunni afar mikilvægar, bæði til að smygla flóttamönnum og upplýsingum út úr Danmörku og til að smygla vopnum og öðrum gögnum til Danmerkur. Jane var síðar yfirheyrð um þetta samband af sænsku leyniþjónustunni og sagðist hún hafa ætlað að notfæra sér kynnin við Feldtmann til að frelsa vin sinn, danska andspyrnumanninn Jörgen Winkel, úr fangabúðum nasista í Horseröd á Sjá- landi. Reyndar fékk hún því framgengt um jólaleytið 1944 að Winkel var sleppt en það var of seint til að bjarga lífi Jane. Tilboð um bátsferð í ágúst 1944 ákvað danska andspyrnu- hreyfingin að láta til skarar skríða og naut í þeirri ákvörðun fyllsta stuðnings ensku ogsænsku leyniþjónustunnar. Einn félagi hreyfingarinnar var sendur með byssu til Stokkhólms til að taka Jane af lífi. Ekkert varð þó úr því og heldur ekki í öðrum tilraunum sem gerðar voru um haustið. Loks var ákveðið að breyta þyrfti áætlun- um um aftöku Jane því ekki þótti ráðlegt að hún ætti sér stað á sænsku yfirráða- svæði. Þegar leið á haustið og veturinn varð Jane það ljóst að hún væri ekki beinlínis vinsæl meðal dönsku andspyrnunnar og gerði hún nokkrar tilraunir til að vinna sig í álit en þær báru ekki árangur. Hún átti td. fund með yfirmanni leyniþjónustu danskra stúdenta, Arne Sejr, þar sem til tals kom að Jane reyndi að fá nokkrum dönskum föngum í þýskum útrýmingar- búðum sleppt. Einn af þeim var bróðir Arne. Arne spurði hvers hún krefðist í staðinn og greip Jane þá servíettu og skrif- aði á hana að hún vildi fá nákvæmar upplýsingar um það hvar og hvenær þýsku eldflaugarnar V-1 og V-2 spryngju í London. Þessar upplýsingar átti að senda í ákveðið pósthólf í Stokkhólmi sem við nánari eftirgrennslan kom í ljós að til- heyrði þýska sendiráðinu. Jane varð ljóst að hún beinlínis varð að sannfæra andspyrnuhreyfinguna um sak- leysi sitt og að hún hefði tekið sinna- skiptum. Nú vildi hún vinna fyrir and- spyrnuhreyfinguna gegn þjóðverjum. Þess vegna tók hún feginshendi tilboði um leynilega bátsferð yfir Eyrarsund frá Málmey til Hafnar í janúar 1945. Þetta tilboð var hins vegar liður í áætlunum um að drepa hana. Þegar leið á haustið 1944 fóru englend- ingar að reka á eftir því að eitthvað yrði gert í málum Jane Horney og sú krafa mætti fullum skilningi hjá dönum og sví- um. Þess vegna var búin til ný áætlun sem gekk út á að fá Jane með í bátsferð yfir sundið og taka hana af lífi á miðri leið. Ýmsar ástæður urðu svo til þess að þessi áætlun komst ekki til framkvæmda fyrr en í janúar 1945. Skot í hnakkann í byrjun janúar var Jane í Stokkhólmi í slagtogi með tveimur dönskum and- spyrnumönnum sem gegndu nöfnunum Litlibjörn og Stóribjörn. Þau ástunduðu hið ljúfa líf af miklum eldmóði og fengu til liðs við sig danska konu að nafni Bodil Frederiksen en hún vissi þá þegar hvað til stóð í málum Jane. Þann 18. janúar komu þau fjögur til Málmeyjar í því skyni að fara með leynd til Danmerkur. Karlmennirnir tveir vissu ekkert af líflátsdóminum yfir Jane og dönsku útsendararnir í Málmey komu því þannig fyrir að þeir urðu viðskila við Jane og Bodil. Aðfararnótt þess 19. stigu þær Bodil og Jane ásamt dönskum andspyrnu- manni sem nefndur var Jens um borð í fiskibát sem danskur fiskimaður gerði út frá smábænum Höganes norðan við Hels- ingjaborg. Þaðan var lagt af stað til Dan- merkur í haugasjó og var Jane sagt að samkvæmt venju kæmi danskur fiskibátur til móts við þau á miðri leið og flytti þau til Danmerkur. Eftir tveggja tíma stím kom hásetinn sem einnig var dani niður í lúkar og til- kynnti að danski báturinn væri kominn. Jane fór fyrst upp á dekk og hélt sér í mastrið til að detta ekki útbyrðis í velt- ingnum. Jens kom á eftir og hélt á byss- unni. Hann skaut Jane í hnakkann og lést hún samstundis en til öryggis skaut hann öðru skoti. Jens og Bodil fóru aftur niður í lúkar en bátsverjar bundu þung lóð við líkið af Jane og sökktu því í Eyrarsund. Þannig gekk aftaka Jane Horney og að- dragandi hennar fyrir sig í stuttu máli. Að mati dönsku andspyrnuhreyfingarinnar var þetta einungis ein af fjölmörgum af- tökum sem nauðsynlegar reyndust í bar- áttunni gegn þýska hernámsliðinu. Það voru margir danir reiðubúnir til að að- stoða þjóðverja á alla lund, ekki síst með því að njósna um félaga andspyrnu- hreyfingarinnar. Þeir sem stóðu í andóf- inu vissu sem var að ef upp um þá kæmist byði þeirra ekkert nema pyntingar og svo dauðinn. Þess vegna áttu þeir ekki annars úrkosti en að drepa eða vera drepinn. Jane Horney var bara eitt fórnarlamb þessa grimmilega hugarfars sem stríðið fóstraði. Þegar stríðinu lauk gerði andspyrnu- hreyfingin samning við yfirvöld um að öll voðaverk sem unnin voru í stríðinu skyldu liggja í þagnargildi fram til ársins 2005. Leiðtogar hennar vonuðust til þess að þessi verk myndu gleymast og enginn reyna að ýfa upp sárin. Sú varð líka reyndin um flest það sem gerðist í stríðinu. En sagan af Jane Horney fékk hins veg- ar vængi og löngu eftir lát hennar voru menn að sj á hana 1 j óslifandi hér og þar um heiminn. Vegna leyndarinnar sem hvfldi yfir máli hennar fengu alls kyns sögusagn- ir byr og lengst af reyndi enginn að leiðrétta þær. Það var svo ætlun danska sjónvarpsins að segja sögu Jane Horney eins og hún var í veruleikanum og greina hismið frá kjarnanum í öllum gróusögun- um. Erik Nörgaard harmar það hins vegar að ekki skyldi leitað til þeirra sem gerst vissu áður en lagt var út í þær „sögufals- anir sem kostuðu miljónir" eins og Nör- gaard nefnir sjónvarpsþættina. „Afar heillandi..." Það er hins vegar lítill vafi á því hvers vegna þessi mikli áhugi hefur ríkt á máli Jane Horney umfram önnur fórnarlömb stríðsins í Danmörku. Jane Horney hefur verið nefnd Mata Hari Danmerkur og allt bendir til þess að hún hafi staðið undir því nafni. Hún var glæsileg og vel gefin kona sem notfærði sér útlitið og þau áhrif sem það hafði á karlmenn til hins ýtrasta. Sam- anber hennar eigin orð um samband hennar við íslenska sendiráðsmanninn og þýska Gestapo-manninn. í viðvöruninni sem gefin var út í Stokk- hólmi í júlí 1944 og birtist í blaðinu Frjáls- ir danir en því var dreift ólöglega í Dan- mörku er Jane Horney lýst’þannig: „Hún er hávaxin, grönn, rauðhærð, mjög heillandi, vergjörn...Jane Horney er talin vera njósnari á alþjóðlegan mæli- kvarða...“ Það er engin furða þótt ýmsar fiski- sögur komist á loft um slíka konu. —ÞH endursagði Sunnudagur 1. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.