Þjóðviljinn - 01.12.1985, Side 20
TEKUR TIL STARFA
Ágæti, nýtt fyrirtæki sem annast mun heildsölu á innlendum og innfluttum
matjurtum hefur starfsemi sína nú um mánaðamótin.
Markmið okkarereinfalt-að auka ágæti og úrval grænmetis á íslenskum markaði!
Með það að leiðarljósi vonumst við til að geta átt gott samstarf viö
framleiðendur, verslunarmenn og neytendur í framtíðinni.
-
HAFÐU ALLTAF ANNAN PAKKA VIÐ HENDINA
ÞVÍ HOLTAKEX HVERFUR EINS OG DÖGG FYRIR SÓLU
!
iSlllftl
;
KEXVERKSMIÐIAN HOLT
REYKJAVÍK SÍMI 81266
Ljóð fundið
sfíir
Shakespeare?
Ungur, bandarískurfræði-
maður, GaryTaylorhefursett
bresku pressuna á annan
enda eftir að hann tilkynnti að
hann hefði fundið áðuróþekkt
Ijóð eftir sjálfan Shakespeare.
Gary þessi þykir einn fremsti
Shakespeare-fræðingur sem
nú er uppi, þótt hann sé ungur
að árum, aðeins 32ja ára
gamall. Hann fann kvæðið,
sem er 9 versa ástarljóð, í
handskrifuðu safni, enskra
Ijóða frá endurreisnartíman-
um og var Ijóðasafni geymt
uppi í hillu á Oxford Bodleian
bókasafninu. Talið er að safn-
ið sé tekið saman um 1630,
tveimuráratugum eftirdauða
Shakespeares.
Það var í seinni hluta nóvem-
ber mánaðar að Taylor þessi
rakst á gamla skruddu í leður-
bandi með bleikum borða bundn-
um yfir, þar sem hann var við
rannsóknir á verkum skáldsins.
Þegar hann fór að blaða í bókinni
fann hann tvö ljóð eftir Shake-
speare. Annað þekkti hann, hitt
hafði hann aldrei heyrt:
„Þegar ég var búin að endur-
rita ljóðið vaknaði grunur minn.
Ég fann það á mér að það var
raunverulega eftir Shakespeare.
En það er auðvelt að sannfæra
sjálfan sig svo ég reyndi allt hvað
ég gat til að afsanna þetta hug-
boð“.
Ekki eru allir sannfærðir um
faðerni ástarljóðsins og sumir
vara ungan mann við að fara nú
ekki of geyst og hætta þannig
fræðimannsheiðri sínum. Ef
hann reynist samt sem áður hafa
rétt fyrir sér, er hér um að ræða
fyrsta ljóðið eftir Shakespeare
sem finnst á þessari öld og senni-
lega það fyrsta frá því á 17. öld.
Og reyndar telja menn líkur á að
fleiri ljóð eftir hann leynist í
ljóðasöfnum ef þetta fæst stað-
fest. Sama er að segja um leikrit-
in. Á s.l. 300 árum hefur verið
reynt að eigna Shakespeare ein
80 leikrit eftir óþekkta höfunda,
en ekkert þeirra hefur verið stað-
fest af fræðimönnum sem verk
hans. Vinir skáldsins komu (að
því er talið var) öllum leikritum
hans á framfæri skömmu eftir
dauða hans utan tveimur, sem
talin eru týnd. Fjöldamargir mál-
vísindamenn og bókmenntafræð-
ingar bíða nú eftir frekari stað-
festingu á höfundi ljóðsins, en til
gamans birtum við hér fyrsta og
síðasta erindið eins og það kemur
frá skáldinu:
Shall I die? Shall I fly
Lover’s baits and deceits,
sorrow breeding?
Shall I fend? Shall I send?
Shall I shew, and not rue
my proceeding?
In all duty her beauty
Binds me her servant for ever.
If she scorn, I mourn,
I retire to despair, joying never.
William Shakespeare.