Þjóðviljinn - 10.12.1985, Page 3
FRETTIR
Sjónleikir
Páll rann á rassinn
Stjórnarslitahótun Sjálfstœðisflokksins hræðir Framsókn.
Tilburðir Páls Péturssonar kœfðir á þingflokksfundi ígœr. Ráðherraliðið leggur Sjálfstœðisflokknum lið.
Alþýðubandalagið heldursinni tillögu umafstöðuIslands á vettvangi SÞ til streitu
Páll Pétursson og gervallur
þingflokkur Framsóknar-
flokksins lét undan stjórnarslita-
hótunum Sjáll'stæðisflokksins á
þingflokksfundi í gær eftir mikið
þref. Niðurstaða fundarins var
bræðingur sem flytja skal sem
þingsályktunartillögu almennt
um friðarvilja og afvopnun, en
ekki orði vikið að tillögu þeirri
um frystingu sem Mexíkó og Sví-
þjóð hafa lagt fram á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna.
„Ég kynnti fulltrúum stjórnar-
andstöðunnar og nokkrum þing-
mönnum Framsóknarfloksins að
við Alþýðubandalagsmenn ætl-
uðum að flytja þingsályktunartil-
lögu um afstöðu íslands með
stöðvun kjarnorkuvopnafram-
leiðslu, þ.e. frystingu á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna,“ sagði
Hjörleifur Guttormsson í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Tillaga Alþýðubandalags-
manna var til umræðu á þing-
flokksfundum í gær, - en áður en
fundir hófust hafði það flogið
fyrir, að Páll Pétursson þing-
flokksformaður hygðist sjálfur
flytja tillögu sama efnis og tillaga
Alþýðubandalagsmanna, ásamt
fleiri þingmönnum Framsóknar-
flokksins og stjórnarandstöðu-
þingmönnum.
A löngum þingflokksfundi
Framsóknarflokksins í gær, þar-
sem hótun Sjálfstæðisflokksins
var rædd fyrsta sinni, leitaði Páll
eftir stuðningi við þann málatil-
búnað að Framsóknarmenn
hefðu frumkvæði í þessu máli.
Eggjaði hann þar með lögeggjan
fyrir daufum eyrum og beinni
andstöðu ráðherraliðsins, sam-
kvæmt heimildum Þjóðviljans.
Niðurstaðan varð sú, að sam-
þykkt var að 8 þingmenn Fram-
sóknarflokksins flyttu tillögu til
þingsályktunar, þarsem ekki er
kveðið uppúr um afstöðu íslands
gagnvart tillögu Sviþjóðar á vett-
vangi SÞ.
Alþýðubandalagið beið átekta
meðan á þessum snúningi Fram-
sóknarmanna stóð, en í gær-
kvöldi tjáði Hjörleifur Guttorms-
son Þjóðviljanum, að Alþýðu-
bandalagið myndi flytja sína til-
lögu í upprunalegu formi, þarsem
skýrt væri kveðið á um stuðning
íslands við tillögu Mexíkó og Sví-
þjóðar um frystingu kjarnorku-
vígbúnaðar. - óg
'STRÍÐOG SÖNGUR
Matthías Viöar Sœmundsson
—Hispurslaus frásögn
litríkra listamanna
Sex íslensk skáld lýsa viðhorfum
sínum til lífs og dauða, trúar, ástar og
listar og rekja leið sína til skáldskapar.
Skáldin rekja þá reynslu sem þeim er
minnisstæðust og haft hefur dýpst
áhrif á þroska þeirra og lífsviðhorf.
Þau eru öll fædd milli stríða og tóku
út þroska sinn á miklum umbrota-
tímum í sögu þjóðarinnar. Hér er
margt látið fjúka sem fæstum er áður
kunnugt.
Guörún Helgadóttir Álfrún Gunnlaugsdóttir
Thor Vilhjálmsson Indriöi G. Þorsteinsson
Þorsteinn frá Hamri Matthías Johannessen
Verö kr. 1.280.00.
S£X SKÁLD SEGJA FRA
Spítalarekstur
Ráðherra frestar
á síðustu stundu
Boðað að 15 sjúkrahús fari afdaggjaldakerfi
yfir áfjárlög. Jóhannes Pálmason framkvstj.
Borgarspítala: Veruleg hœtta á aðþjónusta
spítalanna minnki. Ymsum spurningum
ósvarað
Ragnhildur Helgadóttir heil-
brigðisráðherra hefur ákveð-
ið að fresta ákvörðun fyrirrenn-
ara síns Matthíasar Bjarnasonar
um að færa 15 sjúkrahús af dag-
gjaldakerfl yflr á fjárlög.
Landssamband sjúkrahúsá hélt
sérstakan fund um þessa fyrirætl-
an á dögunum þar sem kom fram
hörð gagnrýni á að sjúkrahúsin
yrðu færð yfir á fjárlög, auk þess
sem lýst var vanþóknun á því að
ekkert samráð skyldi haft við for-
ráðamenn sjúkrahúsanna um
þessi mál.
„Það er mín skoðun að veruleg
hætta sé á því að þjónusta spítal-
Iðnráðgjafar
í eitt ár enn
Lagt hefur verið fram stjórnar-
frumvarp um að framlengja lög frá
1981 um iðnráðgjafa um eitt ár, til
ársloka 1986, en lögin áttu sjálfkrafa
að falla úr gildi um næstu áramót. í
greinargerð kemur fram að þriggja
manna nefnd iðnaðarráðherra lagði í
sumar til að lögin yrðu framlengd og
jafnframt lögfestar nokkrar breyting-
ar á þeim m.a. um auknar heimildir til
að greiða skrifstofu- og ferðakostnað
iðnráðgjafa. Ekki hafi náðst sam-
staða um þær breytingar og því sé lagt
til að lögin verði framlengd óbreytt í
eitt ár. A þeim tíma verði þau skoðuð
nánar og nýtt lagafrumvarp lagt fram
í október 1986.
anna minnki ef við verðum færð
yfir á fjárlög. Við höfum þá enga
tryggingu fyrir því að halli á
rekstri verði greiddur," sagði Jó-
hannes Pálmason framkvæmda-
stjóri Borgarspítalans og formað-
ur Landssambands sjúkrahúsa í
samtali við Þjóðviljann.
Á fundinum var gagnrýnt
hvernig heilbrigðisráðuneytið
hefði staðið að þessu máli og að
ekkert samráð hefði verið haft
við eigendur sjúkrahúsanna né
rekstraraðila og menn ekki vitað
af þessari fyrirhuguðu yfirfærslu
á fjárlög fyrr en fyrir nokkrum
vikum.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri og Landskotsspítali voru
flutt af daggjaldakerfi yfir á fjár-
lög árið 1983. Síðan hafa sjúkra-
húsin safnað umtalsverðum
rekstrarskuldum. Skuldir Land-
akots nema nú mili 15-20 miljón-
um fyrir árið 1984-84 og svipaðri
upphæð fyrir þetta ár. Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri er með
rekstrarhalla uppá rúmar 8 milj-
ónir fyrir sömu ár og aðra eins
fjárhæð fyrir árið í ár.
„Því er enn ósvarað hvernig
ákveða eigi rekstrarramma
hverrar stofnunar og ef halli er af
eðlilegum rekstri, hvernig á þá að
taka á málum? Verður það
skuldasöfnun eins og við höfum
dæmi um eða á að skera niður
þjónustu? Þessu þarf að svara,“
sagði Jóhannes Pálmason.
®ac j a pe|A
LAN DSMOÐURIN NAR GÖMLU
Gabriel García Márquez
—Meistaraverk Nóbels-
skáldsins
Makondó — þorpið þar sem menn
þrauka og blða. Þorpið þar sem
grimmdin og niðurlægingin ríkir.
Andrúmsloftið mettað raka — hita-
svækjan óbærileg.
Af meistaralegri íþrótt fléttar skáldiö
saman sögu þjóðar sinnar, kvunn-
dagsleika hennar, kjaftasagnir og goð-
sagnir. Þessi veröld er allt í senn, jarð-
bundin og smámunasöm, full af undr-
um og stórmerkjum.
Þorgeir Þorgeirsson þýðir verkið af
einstakri snilld.
Verð kr.1.087.00 innb.—kr. 850.00 kilja.
ÍSLENSKIR ELSKHUGAR
—viötöl viö ólján karlmenn-
Jóhanna Sveinsdóttir
— Opinská og heiðarleg
Karlmenn á aldrinum 20—75 ára ræða
um ástir sínar og tilfinningamál.
Hreinir sveinar og flekkaðir, skemmti-
staðafolar í ævintýraleit, ráðsettir
margra barna feðpr, Einsi kaldi úr
Eyjunum og Fúll á móti.
í bókinni er að finna einlægar um-
ræður um ástir og tilfinningar karla—
efni sem íslenskir karlmenn ræða
sjaldan ódrukknir nema í tvíræðni og
hálfkæringi.
Verð kr. 1.180.00 innb.—kr. 880.00 kilja.
fSŒlSISKlR ELSKHUGAR