Þjóðviljinn - 10.12.1985, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 10.12.1985, Qupperneq 8
FLÓAMARKADURINN Atvinnuhúsnæði óskast 27 ára kona með 2 vefstóla óskar eftir atvinnuhúsnæði. Má gjarnan þarfn- ast lagfæringa. Uppl. í síma 44618. Forrit óskast Ég óska eftir að kaupa notuð forrit á Sinclair Spektrum, 48 K tölvum á vægu verði. Uppl. í síma 15016, eftir kl. 19. Veggklukka óskast Gömul góð veggklukka óskast. Uppl. í síma 81250 Olafur. Fataskápur óskast Óska eftir að kaupa fataskáp. Uppl. í síma 32440. Sólbekkur til sölu Ljósasamloka til sölu. Uppl. í síma 34879. Gufukassi Mjög góður vestur-þýskur gufukassi til sölu. Uþpl. í sfma 621643. Til sölu hjónarúm án dýnu. Verð kr. 1.000.- Uppl. í síma 84992. Reglusamur ungur maður óskar eftir herbergi til leigu á rólegum stað í Reykjavík. Tilboð sendist auglýsingad. Þjv, sem fyrst. Nýtt norskt sófasett til sölu. Góður afsláttur. Uppl. í sima 16089. Örbylgjuofn til sölu Mjög góöur örbylgjuofn til sölu, hent- ar vel á skyndibitastað. Hugsanleg skipti á borðstofuborði og 6 stólum kæmi til greina þyrfti að vera vel með farið. Uppl. í síma 671732, eftir há- degi alla daga. Stálvaskar - handlaugar 2 notaðir stálvaskar og 2 notaðar handlaugarog einnig strauborð (eldri gerð). Uppl. í síma 33094. Námsmenn utan af landi bráðvantar herbergi eða einstakl- ingsíbúð til leigu, Hlíðar æskilegar, reglusemi heitið. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Vinsamlegast hafið sam- band í síma 96-41497, frá kl. 13-22. Dúkkurúm Er nú með blómlegu rúmin í þremur stærðum einnig með rúm úr furu. Verð á útimarkaðnum á torginu alla laugardaga fram að jólum. Uppl. i síma 611036, Auður Oddgeirsdóttir. Til sölu símaborð með Ijósi og skáhillu fyrir skrifblokk. Sími 35742. Réttindanám vélstjóra Námskeiö fyrir vélstjóra, sem starfað hafa á unda- nþágum verður haldið við Framhaldsskólann í Vest- mannaeyjum á vorönn 1986, ef næg þátttaka fæst. Umsókn skal fylgja vottorð um minnst 24 mánaða siglingatíma. Skráning fer fram á skrifstofu skólans frá kl. 9 - 12 til 15. desember. Skólameistari Sm RÍKISSPÍTALARNIR ÆÍM Lausar stöður Fóstrur óskast á dagheimili Landspítalans Sólbakka. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilins í síma 29000 - 590. Fóstrur óskast á dagheimili Kópavogshælis, Stubb- asel. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilins í síma 44024. Reykjavík, 6. desember 1985 Athugið Kápa tapaðist í Hollywood s.l. laugar- dag, bláköflótt (stórköflótt) ullar kvenkápa, finnandi hringið í síma 73668. Smóking óskast Óska eftir smóking á háan og grannan mann. Sími 73668 Hver vill losna við sófann sinn? Má gjarnan verða hornsófi, bara að hann sé þægilegur og ekki of dýr. Uppl. í síma 29016. Svalavagn Rúmgóður svalavagn til sölu. Selst ódýrt. Sími 12542. Barnabílstóll óskast Viljum kaupa notaðan banabílstóll. Sími 21072. Stór barnavagn óskast Óska eftir stórum barnavagni til kaups, útlit skiptir ekki höfuðmáli, gegn hæfilegu verði. Uppl. í síma 44882. Hurð óskast Óska eftir að kaupa 60 cm hurð í karmi og klósett með frárennsli í vegg. Uppl. í síma 621731. 2 syntheseizerar (hljóðgerflar) YAMAHA DX 7-SIX-TRACK Til sölu er 1Vz árs gamall Yamaha DX 7 syntheseizer í tösku ásamt 2 pedöl- um (sustain og volume). Yamaha DX 7 kostar nýr 76.900 kr. en þessi selst af sérstökum ástæðum á aðeins kr. 50.000 og pedalarnir fylgja með ókeypis. Einnig er til sölu Six-Track með innbyggðum sequencer, árs- gamall, kostar nýr um 50.000 kr. en selst á 35.000 kr. Loks eru til sölu 2 stór Yamaha hátalarabox með inn- byggðum 100 watta kraftmögnurum. Þarfnast lagfæringar. Seljast ódýrt. Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 36718. Bamaskiptiborð með 3-4 skúffum óskast. Uppl. í síma 40682, e.kl. 16. Húsgögn vantar Sófasett af minni gerð, einnig hjóna- rúm helst 11/2 breidd, fataskápur og skrifborð. Húsgögnin mega gjarnan vera gömul og góð en þurfa að vera á einstöku verði og kostakjörum. Uppl. í síma 42462. Vínrautt sófasett 3+2+1, tilsöluá12þús. Uppl. ísíma 666653, eftir kl. 19. Til sölu tvö unglingarúm með náttborðum og þriggja ára Toshiba plötuspilari, lítið notaður. Selst ódýrt. Uppl. í síma 37745. ÞJÓÐMÁL Frysting kjarnavopna r Allsherjarþing SÞ að störfum. Þar verða væntanlega á fimmtudag greidd atkvæði um frystingartillöguna og spurningin er hvort ísland eitt Norðurlandanna, treystir sér ekki til að styðja hana þar. Fmmskref, ekki lokatakmaik Tillagan sem Geir Hallgrímsson treystir sér ekki til að styðja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Dreift hefur verið á alþingi í íslenskri þýðingu margumræddri tillögu um frystingu kjarnorku- vopna sem Geir Hallgrímsson fyr- irskipaði hjásetu við þegar 1. nefnd allsherjarþingsins fjaliaði um hana fyrir nokkru. Tillagan verður væntanlega til afgreiðslu á allsherjarþinginu sjálfu n.k. fimmtudag. Tillöguna flytja auk Svíþjóðar og Mexíkó: Indónesía, Pakistan, Uruguay og Perú. Hún er svo- hljóðandi: „Allsherjarþingið hvetur enn einu sinni Sovétríkin og Banda- ríkin, sem tvö fremstu kjarnorku- veldin, til að lýsa yfir, annað hvort samtímis með einhliða yfir- lýsingum eða með sameiginlegri yfirlýsingu, tafarlausri frystingu kjarnavopna, sem verða myndi fyrsta skref í átt til allsherjaráætl- unar um afvopnun, er að formi og umfangi yrði sem hér greinir: Hún myndi fela í sér: A. - Allshérjarbann við til- raunum með kjarnavopn og skot- búnað þeirra. - Algera stöðvun framleiðslu kjarnavopna og skotbúnaðar þeirra. - Bann við allri frekari uppsetn- Það er ekki á hverjum degi sem utanríkisráðherrar senda ríkis- stjórnum annarra landa tóninn opinberlega en það gerði Geir Hallgrímsson á alþingi sl. fimmtudag þegar hann ræddi af- stöðu þeirra til frystingar kjarn- orkuvopna. Norðmenn sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar í fyrra eins og Islendingar og árið þar áður sátu 3 Norðurlönd hjá: ís- land, Norcgur og Danmörk. Nú er ísland eitt eftir. í ræðu sinni á alþingi gerði Geir Hallgrímsson sinnaskipti Norð- manna að umræðuefni, en margir þingmenn höfðu látið í ljós þá skoðun að okkur væri ekki vand- ara en þeim að styðja tillöguna. Hann sagði m.a.: „Mig minnir að sumir þingmenn sem nú gagnrýna það að við förum ekki að dæmi Norðmanna hafi verið að prédika að fslendingar ættu að hafa sjálfstæða utanríkisstefnu. Ég er alveg sammála þeim að þessu leyti en hún er ekki fólgin í því að við látum afstöðu Norð- manna ráða atkvæði okkar og ég ingu kjarnavopna og skotbúnað- arþeirra. - Algera stöðvun framleiðslu kjarnakleyfra efna í hernaðar- legum tilgangi. B. Hún yrði háð viðeigandi eftirlitsráðstöfunum og reglum, svo sem þeim er þegar hefur orð- ið samkomulag um í SALT I og SALT II samningunum, svo og þeim sem grundvallarsamstaða hefur náðst um í undirbúnings- viðræðum þríhliðasamninganna um allsherjarbann við tilraunum, sem haldnar eru í Genf. C. Hún yrði í fyrstu miðuð við fimm ára tímabil, með fyrirvara um framlengingu eftir að önnur kjarnavopnaríki gerist þátttak- endur í slíkri frystingu, eins og allsherjarþingið hvetur þau til. í inngangi tillögunnar er minnt á fyrri samþykktir allsherjar- þingsins um afvopnunarmál og þá staðreynd að núverandi birgð- ir kjarnavopna eru meira en nægilegar til að útrýma lífi á jörðu. - Einnig er minnt á nýja yfirlýsingu utanríkisráðherra óháðra ríkja (september 1985) um að endurnýjuð stigmögnun kapphlaupsins á sviði kjamorku- vígbúnaðar, bæði hvað varðar magn og tæknilega fullkomnun er nú alveg undrandi ef þing- mennirnir Guðrún Agnarsdóttir og Hjörleifur Guttormsson eru ánægð með að við greiðum at- kvæði með þessari tillögu Sví- þjóðar og Mexíkó með greinar- gerð eins og Norðmenn gerðu fyrir sínu atkvæði. Því miður álít ég þá greinargerð fyrir neðan virðingu Norðmanna og raunar mundi slík greinargerð vera fyrir neðan vírðingur okkar.” Hjörleifur Guttormsson svar- aði ráðherra og sagði m.a.: „Vegna þess að hann innti eftir því hvort við myndum telja við- unandi að hann gerði fyrirvara á eigin afstöðu þegar ráðið væri at- kvæði íslendinga á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, þá teldi ég það fyllilega réttmætt. Slíkt er mjög algengt þegar ríkisstjórnir taka þar afstöðu, það er spurt þar um já eða nei og skýringar fylgja oft atkvæðum. Ég tel að utan- ríkisráðherra væri fullsæmdur af slíkum fyrirvara eins og norska ríkisstjórnin gerði, vegna afstöðu vopna, svo og traust á kenningum um fælingarmátt kjarnavopna, hafi aukið hættuna á að kjarn- orkustríð brjótist út og hafi ieitt til frekara öryggisleysis og óst- öðugleika í alþjóðamálum. Pá er fagnað viðræðum Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna í Genf og sagt að frysting kjarna- vopna, þótt ekki sé hún lokatak- mark í sjálfri sér, myndi marka árangursríkasta frumskrefið til að koma í veg fyrir áframhald- andi fjölgun og tæknilega þróun núverandi gerða kjarnavopna meðan samningaviðræður standa yfir. -ÁI Stefna íslendinga í af- vopnunarmálum Þann 23. maí sl. samþykkti Al- þingi einróma þingsályktun um „Stefnu íslendinga i afvopnun- armálum”, sem Geir Hallgríms- son reynir nú að bera fyrir sig sem skýringu á hjásetu íslands, eins Norðurlandanna, á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna um frystingartillögu Svíþjóðar, Mex- íkó og fleiri ríkja. Hér fer á eftir sá kafli ályktunarinnar frá í vor, sem fjallar um stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins: „Alþingi fagnar hverju því frumkvæði sem fram kemur og stuðlað getur að því að rjúfa víta- hring vígbúnaðarkapphlaupsins. Alþingi ályktar að beina því til ríkisstjórnarinnar að styðja og stuðla að allsherjarbanni við til- raunum, framleiðslu og upp- setningu kjarnavopna undir traustu eftirliti, svo og stöðvun á framleiðslu kjarnkleyfra efna í hernaðarskyni, jafnframt því að hvetja til alþjóðlegra samninga um að árlega verði reglubundið dregið úr birgðum kjarnavopna. Þessu banni og samningum um niðurskurð kjarnorkuvopna verði framfylgt á gagnkvæman hátt þannig að málsaðilar uni því og treysti enda verði það gert í samvinnu við alþjóðlega eftir- litsstofnun. Leita verður allra leiða til þess að draga úr spennu og tortryggni milli þjóða heims og þá einkum stórveidanna. Telur Alþingi að íslendingar hljóti ætíð og hvar- vetna að leggja slíkri viðleitni lið.” Og svo geta lesendur spreytt sig við að finna hvort og-þá hvar þessi einróma samþykkt alþingis fer þvert á tillögu Svíþjóðar, Mexíkó og fleiri! -ÁI hans í þessu máh. -AI 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 10. desember 1985 Alþingi Geir skammar Norömenn „Greinargerðinfyrir neðan virðinguþeirra”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.