Þjóðviljinn - 10.12.1985, Blaðsíða 13
HEIMURINN
Suður-Afríka
Andófsmenn sýknaðir
Pietermaritzburg — Það óvænta
gerðist í réttarhöldum yfir 16
andófsmönnum í Suður-Afríku
í gær að 12 þeirra voru sýknað-
ir af ákærum um landráð og
þeim sleppt. Er talið að með
þessu vilji stjórn hvíta minni-
hlutans friða gagnrýnendur er-
lendis.
Meðal þeirra 12 sem sleppt var
í gær eru ýmsir helstu leiðtogar
Lýðræðisfylkingarinnar, UDF,
en hún hefur verið í fararbroddi
baráttunnar gegn aðskilnaðar-
stefnunni undanfarna mánuði.
Mennirnir 16 voru handteknir í
sumar eftir að herlög tóku gildi á
nokkrum stöðum í landinu. Fjór-
Guatemala
Þrjátíu
herveldi
ara
lýkur
Guatemalaborg - Ég er forseti
landsins, sagði Vinicio Cereso
í gær eftir að allar töivuspár
bentu til stórsigurs hans á
mótframbjóðandanum úr hópi
hægri flokks.
Cerezo er fyrsti lýðkjörni for-
seti landsins í 30 ár, en þann tíma
hefur herinn stjórnað Guatemala
í náinni samvinnu við bandarísk
stórfyrirtæki og leyniþjónustu
hins vesturheimska stórveldis,
CIA.
í kosningum fyrr á árinu vann
Cerezo líka sigur, en fékk þó ekki
þá tvo þriðju hluta atkvæða sem
tilskildir eru. Til kosninganna, og
væntanlegs lýðræðisstjórnarfars í
landinu, var boðað í og með til að
Fimm ár
Fyrir
John
New York/London...- Þess var
víða minnst á sunnudag að þá
voru fimm ár frá því John
Lennon var skotinn tii bana
fyrir utan heimili sitt, Dakota-
húsið 1 West 72nd Street, á
Manhattan í New York. Tugir
manna stóðu dagpart utanvið
húsið og hundruð heimsóttu
minningarsvæði um Lennon,
„Strawsberry fields“ í einum
helsta garði borgarinnar,
Central Park, sem er hinu-
megin götunnar.
„Fyrir John“ sagði einn gesta,
Steve Paskell, sem ekið hafði um
80 kíómetra leið til að heimsækja
dánarstað Lennons, „bara til að
votta virðingu okkar.“
í Moskvu hleypti óeinkennis-
klædd lögregla upp nokkrum
tugum manna sem komið höfðu
saman við ferðamannastaðinn
Lenín-hæðir og hlustuðu á
Lennon-lög af segulbandi. Eftir
fimm mínútur var þolinmæði lög-
reglu lokið við Bítlalagið Back in
the USSR/ Aftur í Sovét. Meðal
handtekinna voru fjórir félagar
úr óopinberum friðarhópi í borg-
inni.
í útvarpsviðtali í London í gær
sagði samstarfsmaður Lennons,
Paul McCartney, að hann væri
enn ekki farinn að átta sig á
dauða Lennons. „Þetta hrelldi
mig meira en flesta aðra,“ sagði
Páll, „ég syrgði hann mjög, - per-
sónulega, ég hef aldrei verið
laginn við opinbera sorg.“ Þegar
Bítlarnir hættu árið 1970 var
ástæðan talin fyrst og fremst
ósætti þeirra Lennons og
McCartneys, og skiptust þeir á
ýmsum sendingum næstu árin.
En, þrátt fyrir allt: „Ég held að ég
hafi verið meðal tíu efstu á lista
yfir þá sem John þótti vænst um“
segir McCartney, „dauði hans
var of mikið áfall.“:
/
-m
reyna að hífa upp ímynd landsins
og gera ríkinu kleift að létta á
grfðarlegri skuldabyrði. Mann-
réttindi hafa verið fótumtroðnari
í Guatemala en annarsstaðar í
Suður-Ameríku, og síðari ár hef-
ur ríkt þar borgarastyrjöld
öflugra skæruliðasveita gegn
bandarískþjálfuðum stjórnarher.
Vinicio Cerezo er úr flokki
kristilegra demókrata, en slíkir
hafa ögn annað stefnuinnihald í
Suður-Afríku en hér í álfunni.
Hann hefur í kosningabaráttunni
þrumað gegn spillingu og ofbeld-
isstjórn og sækir mjög fylgi sitt til
indjána sem eru meira en helm-
ingur landsmanna. Hinn nýi for-
seti er 42 ára, og segist hafa ásett
sér stjórnmálabrautina tólf ára
gamall, þegar herinn og CIA
steyptu umbótaforsetanum Jaco-
bo Arbenz árið 1954.
um sakbominganna var haldið
áfram en þeir eru allir leiðtogar
verkalýðsfélags blökkumanna. í
Jóhannesarborg standa yfir rétt-
arhöld yfir öðmm 22 leiðtogum
andófsmanna sem einnig eru
ákærðir fyrir landráð og samsæri
um að steypa stjórn landsins.
Þrýstingur á stjórnvöld eykst
dag frá degi og öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna krafðist þess
fyrir skömmu að hópnum í Piet-
ermaritzburg yrði sleppt og sak-
argiftir látnar niður falla. Alls
hafa yfir 950 manns fallið í
óeirðum í landinu sl. 21 mánuð,
þar af fjórir aðfararnótt mánu-
dags.
Mikill fögnuður varð úti fyrir
réttarsalnum í Pietermaritzburg
eftir að tólfmenningunum var
sleppt.
Stallone hlaut ekki blíðari viðtökur hjá
blaðakonunum í Los Angeles en í
Víetnam þegar hann vann stríðið fyrir
Reagan — eftir á.
Verðlaun
Stallone fékk
Súra eplið
Los Angeles — Hjá klúbbi
biaðakvenna í Los Angeles í
Bandaríkjunum ríkir sú hefð
að veita á ári hverju ýmiss kon-
ar verðlaun til handa kvik-
myndastjörnum. í ár fékk hetj-
an úr myndunum um Rocky og
Rambó, Sylvester Stallone,
verðlaun sem nefnast „Súra
eplið“ fyrirað vera „ómerkileg-
asta og óaðgengilegasta“
kvikmyndastjarna ársins.
Clint Eastwood og gamla brýn-
ið Elizabeth Taylor fengu hins
vegar nafnbótina „fréttnæmustu"
kvikmyndastjörnurnar. Breska
leikkonan Emma Samms og kan-
adíski leikarinn Michael J. Fox
þóttu gleðilegustu uppgötvanir
ársins í kvikmyndabransanum.
Kýpur - kosningar
Urslitin styrkja forsetann
Nicosia—Úrslit þingkosninga á
hinum gríska hluta Kýpur í gær
þykja styrkja forseta eyjarinn-
ar, Spyros Kyprianou. Að töld-
um 85% atkvæða var Lýðræð-
isflokkur forsetans með um 27
prósent, en fékk í síðustu
kosningum rúm 19.
Kosningarnar voru haldnar
fyrir tilstilli taktísks bandalags
hægriflokksins Rally og komm-
únistaflokksins Akel. Þessir
flokkar höfðu vonast til að fá
saman tvo þriðju hluta þingsæta
og knúið þannig fram forseta-
kosningar sem annars yrðu ekki
haldnar fyrren 1988. Forsetinn er
ekki háður þingmeirihluta í
landsstjórninni, og stóðu kosn-
ingarnar ekki síst um það efni.
Hægri flokkurinn vann örlítið á
ERLENDAR
FRÉTTIR
haraldsson/R EUIER
í kosningunum, fékk 34%, en
Akelflokkurinn tapaði um 6%,
fékk 27%, og hefur bandalaginu
því ekki orðið að vilja sínum.
Forsetinn var í kosningabarátt-
unni einkum gagnrýndur fyrir að
hafa ekki tekist að stíga nein
skref til sameiningar Kýpur. Ríki
tyrkneskumælenda stendur enn
föstum fótum á suðvesturhluta
eyjarinnar, stutt 18 þúsund
manna tyrkneskum her, - en enn
ekki viðurkennt af neinni ríkis-
stjórn nema hinni tyrknesku.
-m
Halastjarna
Grætt á stjömufræðinni
Amerískur bisnissmaður hefur einkaleyfi á vörumerkinu „Halastjarn-
an Halley “ og hyggstþéna vel á þessum sjaldséða gesti
Washington — Það hefur varla
farið framhjá neinum að hai-
astjarnan Halley nálgast nú
jörðu á reglulegu hringsóli
sínu um veraldartómið. Þeir
eru fáir sem eiga sama láni að
fagna og Brynjólfur Bjarna-
son, að sjá þennan fágæta
gest tvisvar á ævinni þvi hal-
astjarnan kemur aðeins inn í
sjónsvið okkar á 76 ára fresti.
Og vitanlega kunna þeir í Am-
eríkunni að búa til pening úr
því.
Halastjarnan geysist áfram 188
þúsund km hraða á klukkustund
og dregur á eftir sér 50 þúsund
km langan slóða. Verður hún æ
skýrari fram í janúar er hún
hverfur á bak sólu. Hún birtist
svo aftur í mars og þann 11. apríl
verður hún næst jörðu. Að sögn
stjörnufræðinga verður hali
hennar þá líkastur nokkrum
tunglum í röð.
Fulltrúi Halley
Þann dag vill bandaríski
bíssnissmaðurinn Owen Ryan
helga halastjörnunni og friði og
eindrægni á jörðinni. Ryan var
svo klókur að ná sér í einkaleyfi á
að nota vörumerkið „Halleys Co-
met“ á fjölmarga vöruflokka.
Þeir sem hyggjast græða á fyrir-
bærinu verða því nauðugir viljug-
ir að fá leyfi hjá Ryan. Hann
sagðist hafa fengið hugmyndina
þegar Ólympíuleikarnir voru
haldnir í Los Angeles í fyrra. Þá
auglýstu mörg fyrirtæki að þeirra
vara væri „hin opinbera skyrta
eða buxur ólympíuleikanna“.
„Ég fékk þá hugmynd að verða
opinber fulltrúi Halley hala-
Að frátöldum sjónaukum af þessari stærð eru venjulegir handsjónaukar taldir
bestir til að virða fyrir sér halastjörnuna sem kennd er við Halley (borið fram
með a-i en ekki o-i).
stjörnunnar,“ segir Ryan og
hlær.
Sjálfur hyggst Ryan og sam-
starfsmenn hans setja ýmsar
vörur á markað undir vörumerki
sínu. Þar má nefna vísindatæki
fyrir almenning, skyrtur, náttföt,
krossgátubækur, skartgripi,
myntir, dúkkur, úr og plast-
hjálma sem verja menn gegn
loftsteinum sem halastjarnan
kann að senda til jarðar. Hann
hefur samið við fyrirtæki sem
rekur keðju skyndibitastaða um
að umbúðir þeirra verðir merktar
með vörumerkinu og hann hyggst
selja kokkteilglös með merkinu
og vitaskuld verður blandaður
sérstakur kokkteill til að drekka
úr þeim meðan menn virða fyrir
sér stjörnuna.
Roksala
í sjónglerjum
Það eru fleiri en Owen Ryan
sem ætla sér að þéna á halastjörn-
unni. Fyrirtæki sem selja sjóngler
sjá fram á gleðitíð. Fyrirtækið
Tasco í Miami sem framleiðir
stjörnukíkja segist aldrei hafa
haft eins mikið að gera. Óttast
eigendur þess mest að geta ekki
annað eftirspurninni sem rís nú
talsvert hærra en fyrir tíu árum
þegar halastjarnan Kohoutek átti
leið hjá. Að sjálfsögðu verða
Ryan og félagar með fingurna í
þessum bransa og bjóða upp á
sérstakan „Halleyscope“ stjörn-
ukíki sem kostar 7.500 krónur.
Reyndar er sagt að venjulegur
sjónauki sé betur til þess fallinn
að virða stjörnuna fyrir sér því
sjónsvið hans er víðara en stjörn-
ukíkisins og stjarnan breiðir
mjög úr sér,
Stjörnufræðingar segja að
bestu skilyrðin til að skoða Hall-
ey séu á suðurhveli jarðar og
veldur því möndulsnúningur
jarðar. Þetta hafa ferðaskrifstof-
ur hagnýtt sér og bjóða nú alls
konar ferðir suður á bóginn og
eins upp á fjöll.
Á ferðamarkaðnum er úr ýmsu
að velja. Ensk ferðaskrifstofa
býður upp á 8 daga ferð frá New
York um London til Botswana og
Rwanda í Afríku. Stjörnufræð-
ingar verða með í för og túrinn
kostar 160 þúsund krónur. Þeir
sem kjósa sjóferð geta farið með
skemmtiferðaskipum frá Flórída
til óshólma Amazon eða eyðim-
erkurinnar í miðhluta Ástralíu en
þar verða einnig samankomnar
þúsundir ferðamanna frá Japan
og stjörnufræðiáhugamenn víðs-
vegar að. Sú ferð kostar uþb.
kvartmiljón. Þeir sem ekki hafa
ráð á þessum lúxusferðum geta
brugðið sér í næturflug frá Lund-
únum fyrir 4.000 krónur og er þá
innifalið glas af kampavíni.
Pillur
og gasgrímur
Sagt er að svipað hafi verið
uppi á teningnum árið 1910 þegar
halastjarnan átti hér síðast leið
um. Þá voru spekúlantar öllu
óprúttnari og hagnýttu sér marg-
víslega hjá trú og vanþekkingu
almennings. í New York bauð
framtakssamur náungi til sölu
gasgrímur til varnar gegn eitur-
gufum sem halastjarnan átti að
gefa frá sér og í París voru til sölu
pillur til varnar samskonar
eiturgasi. Þar var hjátrúin svo
mögnuð að fjöldi manns varpaði
sér í ána Signu til að forðast
bruna af völdum geimryks sem
fólkið hélt að félli til jarðar ná-
kvæmlega þar sem það stóð.
Þriðjudagur 10. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17