Þjóðviljinn - 11.12.1985, Síða 2

Þjóðviljinn - 11.12.1985, Síða 2
Byggung FRETTIR Skuldar 10 miljónir í Útvegsbankanum Árni Þór Arnason: Byggung skuldar aukþess 25 miljónir í erlendum lánum. Utvegsbankinn hafði milligöngu. Byggung stendur vel eignalega miðað við veltu Matador - þeim hefði verið nær að halda sig í sand- kassanum Álskattar Páll með sérálit Byggung skuldar 10 miljónir króna í Útvegsbanka íslands og er þar um að ræða yfirdrátt gagnvart bankanum. Þá skuldar fyrirtækið 25 miljónir króna í er- lendum lánum sem Útvegsbank- inn hafði milligöngu um. Auk þess hefur bankinn sem aðalvið- skiptabanki Byggung með hönd- um innheimtu á skuldabréfum byggjenda og nema þau í dag um 90 miljónum króna. „Stærsta vandamál Byggung í dag er hve húsnæðislánakerfið er stirt í vöfum og um leið hve geta húsbyggjenda til að standa í byggingaframkvæmdum er tak- mörkuð. Við áttum að fá 21 milj- ón króna í húsnæðislán fyrir ára- mót nú en fáum aðeins 8 miljónir. Vanskil okkar byggjenda eru meiri nú en áður og nema um 5 miljónum króna í dag. Eins og stefnir á húsnæðismarkaðnum mun Byggung ekki geta starfað áfram eins og hingað til og ég geri fastlega ráð fyrir að hlutverki Byggung ljúki um leið og við skilum af okkur þeim íbúðum sem þegar er byrjað á,“ sagði Árni Þór Árnason stjórnarmaður í Byggung í gær. - tn hvernig stendur Byggung rekstrarlega í dag? „Eins og ég sagði skortir víða peninga og það lendir auðvitað á okkur eins og öðrum. Staða fyrir- tækisins er hins vegar góð eigna- lega því við eigum um 94 miljónir króna í óseldu húsnæði og ýmsum tækjum. Miðað við veltu tel ég því ekki neitt óeðlilegt að skulda þessar fjárhæðir í Utvegsbankan- um. Veltan fyrstu 10 mánuði var 220 miljónir króna og hún verður líklega um 250 miljónir í árslok“. -v. Páll Pétursson formaður iðn- aðarnefndar neðri deildar mun leggja fram sérálit í dag á Alþingi um frumvarp um nýtt skattakerfi ÍSALS. Stj órnarflokkarnir standa því ekki sameiginlega að nefndaráliti. Páll sagði í gær að hann styddi samninginn en hann gæti ekki skrifað undir allar þær forsendur sem Sjálfstæðismenn gæfu sér um kosti hins nýja samnings. -lg. Hafskipl Útvegsbankinn í biðsal dauðans Erufjölmörg stórfyrirtœki aðfara sömu leið og Hafskip? Fjölmörg önnur fyrirtæki eru í biðsal dauðans; Arnarflug sem Þjóðviljinn skýrði frá í gaer, Víðir, Sjöstjarnan, Olís og Út- vegsbankinn sjálfur riðar til falls, sagði Ólafur Ragnar Grímsson m.a. í utandagskrárumræðu á al- þingi í gær. Hann kvað nauðsynlegt að al- menningur í iandinu fengi að vita alla þætti þessa fjármálahneyksl- is, því það væri fólkið sem borg- aði. Hann minnti m.a. á að Bygg- ung hefði farið í viðskipti til Ut- vegsbankans eftir að Albert Guð- mundsson tók þar við banka- ráðsformennsku. Ólafur Ragnar spurði hvort það gæti verið rétt að allt fjármálakerfið riðaði til falls. —óg Nóg ao gert Matthías Bjarnason banka- málaráðherra greindi frá því á alþingi í gær, að ríkisstjórnin hygðist skipa sérstaka þriggja manna rannsóknarnefnd til að Hreinsanir Albert ekki fórnað Sjálfstœðisflokkurinn getur ekki hreinsað sig með þvíað fórna Albert Það er kannske of í lagt að segja að Albert Guðmundsson hafi ver- ið peð á þessu taflborði, en hann hefur varla verið meira en hrókur í þessu tafli, sagði Ólafur Ragnar í þinginu og bar það af sér að hafa ákært Albert. Ólafur varaði Sjálfstæðisflokk- inn við því að hann komist upp með það að hreinsa sig með því að fórna Albert. Það dygði ekki í þessu máli, þarsem fjöldi kunnra forystumanna Sjálfstæðisflokks- ins kæmi við sögu flestra þátta málsins. -óg. kanna sérstaklega þau atriði er lúta að viðskiptalegum þáttum Hafskipsmálsins, sem ekki eru til umfjöllunar annars staðar. Matthías sagði frá lagabreyt- ingu tíl að auðvelda skiptaráð- anda starfið og að ríkisstjórnin myndi leita heimildar til að fela Hæstarétti að tilnefna þessa nefnd. Viðskiptaráðherra kvað nóg að gert með þessum og því- umlíkum ráðstöfunum. Steingrímur Hermannsson tók undir með viðskiptaráðherra en stjórnarandstöðuþingmenn sögðu að hvergi væri nóg að gert með skipun þessarar nefndar. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að það væri ekki hlutverk fram- kvæmdavaldsins að rannsaka sjálft sig og því væri alls ekki treystandi til þess. Það ætti að vera verkefni Alþingis að tryggja að nýtt Hafskipsævintýri endur- tæki sig ekki innan bankakerfis- ins. Jón sagði ennfremur að Al- bert Guðmundson ætti að segja af sér ráðherradómi, sömuleiðis ætti formaður bankaráðs Útvegs- bankans að segja af sér og Matt- hías Á. Mathiesen fyrrv. við- skiptaráðherra ætti ekki að fara inn í stjórnina í stað Alberts. -óg/-lg Lúxus Ekki ég Þeir hafa velt sér uppúr lúxus og til dæmis hafa þeir haldið íburðarmiklar veislur, þarsem þeir hafa boðið helstu forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins uppá herlegheitin, sagði Ólafur Ragnar. Þá gall við í Guðmundi H. Garðarssyni „Ég hef ekki ver- ið þar“. Og Ólafur Ragnar benti á að aðeins einn þingmaður Sjálf- stæðisflokksins hefði lýst því yfir að hafa ekki tekið þátt í lúxus- veislunum. Síðar í umræðunum sagði Matthías Bjarnason að hann hefði ekki þegið svo mikið sem molasopa hjá þeim Haf- skipssforstjórunum. -óg- Matthías Á. Mathiesen Almenningur verður að fá að vita um alla þætti þessa fjármálahneykslis, sagði Ólafur Ragnar í umræðunni um Hafskipsmálið á þingi í gær. Mynd - E.ÓI. Albert Ábyrgðin er bankaráðs Matthías Á. Mathiesen fyrrv. viðskiptaráðherra bar af sér allar ásakanir um að hafa farið rangt með staðreyndir varðandi stöðu Hafskipa á alþingi í sumar og jafnframt að hann hafi ekki sinnt þeirri embættisskyldu sinni að láta taka til alvarlegrar athugunar stöðu Hafskipa í Utvegsbankan- um. Matthías sagðist hafa á Alþingi vitnað í athugasemdir frá banka- stjórum Útvegsbankans en ekki lagt neitt mat á það sjálfur hvort bankinn ætti veð fyrir öllum lán- um Hafskips. Skýrsla bankaeftir- lits um fjárhagsstöðu Hafskips hefði ekki borist fyrr en eftir að þingi lauk og hann hefði sérstak- lega óskað eftir að þessi mál yrðu könnuð nánar. Ábyrgðin er bankaráðs, sagði Matthías, „en ég gerði það sem ég taldi ráðlegast og efni gáfu til- efni til.“ /-lg. Bankaráðsformaour fyrir tilstyrk AB Albert Guðmundsson varð for- maður bankaráðs Útvegs- bankans m.a. fyrir tilstilli Al- þýðubandalagsins, sagði Matthí- as Bjarnason í utandagskrárum- ræðunni á alþingi í gær. Matthías kvaðst vilja minna á, að Albert hefði verið stjórnarfor- maður Hafskips þegar þáverandi ríkisstjórn lagði til að hann yrði formaður bankaráðsins. Matthí- as kvaðst hafa það eftir Albert að hann hefði verið þrábeðinn um að taka við þessum starfa og hann myndi ekki betur en málshefj- andi (Ólafur Ragnar Grímsson) hefði eggjað hann til þess arna. Matthías kvað þannig Alþýðu- bandalagið, Framsóknarflokkinn og þann hluta Sjálfstæðisflokkins sem verið hefði í ríkisstjórninni bera öðrum fremur ábyrgð á þeim meinta hagsmunaárekstri sem Albert hefði lent í . -ó[ 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.