Þjóðviljinn - 11.12.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.12.1985, Blaðsíða 7
Sögurnar mega ekki lokast inni hjá frœðimönnum ÖrnólfurThorsson, einn ritstjóra íslendingasagna: Brúarsmíð milli frœðimanna og almennings Víöa um lönd ríkir nú mikill áhugi á miööldum, jafnt meö- al almennings sem fræöi- manna. Þessi áhugi birtist ma. í þeim viðtökum sem bók ítalans Umberto Eco, Nafn rósarinnar, hefurfengið. Þessi saga sem gerist meðal munka á Italíu á 14. öld hefur selst í miljónaupplögum, jafnt vestanhafs sem austan og komst á lista yfir söluhæstu bækur hér á landi þegar for- lagið Svart á hvítu gaf hana út ífyrra. Samaforlag leitar nú aftur til miðaldabókmennta og að þessu sinni er ekki leitað langt yfir skammt því stærsta útgáf- ubók Svarts á hvítu í ár erfyrra bindi (slendingasagnanna. Síðara bindið er væntanlegt snemma á næsta ári og þá hefur þjóðin eignast lungann úr bókmenntaarfi sínum í að- gengileguformi. Fyrra bindið er nú komið út og er hinn eigulegasti gripur, tæp- lega 1100 blaðsíður og hefur að geyma 14 sögur sem raðað er upp í stafrófsröð eftir heitum sagn- anna. Ritstjórar útgáfunnar erui þeir Bragi Halldórsson, Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson. Sá síð- astnefndi er mættur til viðtals um útgáfuna og við hefjum leikinn á að spyrja hvort hann hafi ein- hverjar skýringar á þessum mikla miðaldaáhuga sem gripið hefur um sig hin síðari ár. Leit að uppruna „Ekki hef ég nú neina einfalda skýringu á þessum mikla áhuga á miðöldum og miðaldabók- menntum en hann hefur reynst bókaútgefendum óvæntur glaðn- ingur. Að einhverju leyti stafar hann sjálfsagt einfaldlega af for- vitni, miðaldir eru í margra huga dularfullt og spennandi tímabil, þá eru skýrar Íínur í veröldinni, hið illa situr um mannskepnuna og dómsdagur á næsta leiti. Á miðöldum er líka mikið um- rót, ríki og samfélagsskipan í mótun og þarna leita evrópu- menn kannski uppruna síns nú á þessum síðustu og verstu dögum tæknihyggju og tölvutrúar. Kannski á þessi miðaldaáhugi eftir að leiða til stóraukins áhuga á íslendingasögunum og þá er ágætt að þær séu til í ódýrum og aðgengilegum útgáfum." Wimmer vísað ó bug — Þegar Halldór Laxness gefur út Njálu með nútímastafsetningu segir hann í eftirmála að hann víki vísvitandi frá þeirri „moldviðris- stafsetningu“ sem tíðkast hafi á út- gáfu sagnanna og kennd er við danska málfrœðinginn Wimmer. Ykkar útgáfa er líka á nútímastaf- setningu. „Nú skulum vér ganga heim að bænum og ganga þröngt." Þannig hljóðar textinn við þessa mynd sem Þorvaldur Skúlason teiknaði af Flosa og brennu- mönnum hans fyrir útgáfu Halldórs Laxness á Brennunjálssögu fyrir 40 árum. Sú útgáfa var á nútímastafsetningu eins og útgáfa Svarts á hvítu og þótti tíðindum sæta á sínum tíma. „Já, en það felur þó ekki í sér að útgáfur með nútímastafsetn- ingu séu einhvers konar þýðingar yfir á nútímamál eða texta sagn- anna sé breytt. Við breytum ekki því forna máli sem er á sögunum. Við höldum þeirri venju sem Jón Helgason lýsir á einum stað í Handritaspjalli, á sögunum „er sá ritháttur sem skrifurum sjálf- um og lesendum þeirra var tam- astur“. Þannig hafa þessar sögur verið ritaðar upp á liðnum öldum, hver notaði þá stafsetn- ingu sem honum var töm og les- endur þekktu. Þá þekkti enginn samræmda stafsetningu forna enda var hún ekki smíðuð fyrr en á 19. öld og í öndverðu ætluð til að greiða fólki leið að forntung- unni, ekki hvað síst átti hún að auðvelda erlendum stúdentum að læra að lesa á fornar bækur. Búningur þessarar samræmdu stafsetningar er oftast miðaður við málstig 13. aldar og hún studd þeim rökum að flestar sögurnar séu samdar þá. Þess ber þó að gæta að ekki er varðveitt neitt handrit íslendingasagna frá 13. öld og raunar eru fá rit varðveitt frá þeim tíma. Þessi samræmda stafsetning á ekkert erindi við ís- lenska nútímalesendur, ekki hvað síst ef það er rétt að sumar sagnanna séu ekki samdar fyrr en seint á 14. öld, Grettla til dæmis. Að prenta þær sögur með sam- ræmdri stafsetningu væri þá jafn óheppileg málfyrning og að prenta bækur Halldórs Laxness með stafsetningu fyrri alda, til dæmis með stafsetningu Eggerts Ólafssonar.“ Ný Njála — Hvaða aðferð beitið þið þá? „í stuttu máli þá er þetta al- menningsútgáfa byggð á fræði- legum, stafréttum útgáfum. Stöku sinnum höfum við flett vaf- aatriðum upp í handritum en undirstaðan er þessar vísindalegu útgáfur. Við skýrum ekki annað en vísur, það verk hafa þeir Krist- ján Eiríksson og Bragi Halldórs- son unnið. Enda er það skoðun okkar að allir læsir íslendingar geti lesið þessa texta sér til ánægju og yndis þó að þeir skilji ekki öll orð í textanum til hlítar. Við prentum líka fleiri en eina gerð sagna og söguhluta þar sem því er til að dreifa, þarna eru bæði Gíslasaga og Bandamannasaga í tveimur gerðum og tvenns konar sögulok Fóstbræðrasögu. Fáeinar sögur eru með áður óbirtum texta. Það á td. við um Grettissögu. Ólafur Halldórsson handritafræðingur á Stofnun Árna Magnússonar heimilaði okkur að nota uppskrift sína af einu aðalhandriti sögunnar en hann beitti sérstökum lampa við lesturinn og tókst að lesa það sem áður sást ekki berum augum. Örnólfur Thorsson - unglingum finnst Islendingasögurnar skemmtilegar og ólíkar öðru sem haldið er að þeim. Mynd: Sig. Egla er hér prentuð með leiðrétt- ingum Bjarna Einarssonar hand- ritafræðings og Jóns Helgasonar, Jónas Kristjánsson prófessor var okkur hollráður um texta Fóst- bræðrasögu og þannig mætti lengi telja. Ég vil nota þetta tæki- færi til að þakka sérfróðum mönnum á Stofnun Árna Magnússonar fyrir góð ráð og velviljaða aðstoð. Þar áttum við innhlaup og reyndar er Sverrir Tómasson miðaldafræðingur starfsmaður þar. Um Njálu er það að segja að við tókum mið af útgáfu Konráðs Gíslasonar sem kom út á árunum 1875-89 en höfðum hliðsjón af nokkrum leiðréttingum Einars Ólafs í hans útgáfu. Konráð leggur annað handrit til grund- vallar en Einar Ólafur og okkur þótti texti hans betri. Nú mega menn ekki skilja orð mín svo að hér séu á ferð spánýjar sögur, ný Njálaeða nýGrettla, alltöðruvísi en þær sögur sem þeir þekkja. Munurinn er umfram allt stíl- legur, knappari stíll eða ítarlegri, annað orðalag. Þess má svo geta að ástæðan fyrir því að við lögðum Konráð til grundvallar var sú að ekki er til vönduð vís- indaleg útgáfa Njálu þar sem tekið er tillit til allra handrita- flokka. Sú útgáfa er vonandi ein- hvers staðar í smíðum.“ í fótspor Laxness — / áðurnefndum eftirmála Halldórs Laxness segir hann eitthvað á þá leið að stafsetning Wimmers hafi myndað óbrúan- lega gjá milli fortíðar og nútíðar í íslenskum bókmenntum. Standið þið í brúarsmíði? „Það er til merkileg útgáfa á íslendingasögunum frá því um aldamótin, kennd við Sigurð Kristjánsson sem kostaði hana en Valdimar Ásmundsson var um- sjónarmaður með henni. Sú út- gáfa opnaði mörgum leið að þess- um sagnaheimi og þegar hún kom út vafðist ekki fyrir neinum að „ok“ þýddi og, „maðr“ maður osfrv. Mönnum þótti jafnvel gott að hafa sögurnar í svolítið ró- mantískri fjarlægð. Þá fyrst held ég að það hafi orðið á allra færi að eignast íslendingasögurnar. Það má kannski segja að við séum að feta í fótspor þeirra Sigurðar og Valdimars. Þeirra útgáfa var ódýr og handhæg, byggð á þeim fræðilegu útgáfum sem þá voru til, ætluð öllum almenningi og fór afar víða. Þegar íslendingar fara að rann- saka sögurnar sjálfir og íslenski skólinn verður til, fara að koma út bækur Hins íslenzka fornrit- afélags og þeirri ritröð er reyndar ekki lokið enn. Sú útgáfa er fyrir margra hluta sakir gagnleg og þörf. Hins vegar hefur staðið í mörgum að lesa sögurnar í þeirri útgáfu. Umbúðirnar utanum textann eru miklar, skýringar út í hörgul, langir formálar, fleiri en eitt textaafbrigði birt samhliða og síðast en ekki síst hefur stafsetn- ingin fælt marga frá. Sumum hef- ur þótt sem bókmenntirnar væru innmúraðar í fræðavirki og þar þyrfti próf til inngöngu. Hvað sem segja má um þá skoðun er víst að Islendingasögurnar þurfa jafnan að vera til í aðgengilegum lestrarútgáfum á nútímastafsetn- ingu. Þær mega ekki lokast inni hjá fræðimönnum. Við erum kannski að reyna að brúa bil í tvennum skilningi. Annars vegar milli fortíðar og nútíðar, auðvelda fólki að nálgast sinn bókmenntaarf. Hins vegar er þessi útgáfa brúarsmíð inilli fræðimanna og almennings, al- menningsútgáfa byggð á traust- um rannsóknum fjölmargra fræðimanna." Ólíkar sögur — Eiga þessar sögur eitthvert erindi við íslendinga núna undir lok 20. aldar? „Já, við teljum okkur ekki ein- ungis vera að gefa út efnivið í til- vitnanir handa ráðamönnum í áramótaræður eða kennsluefni fyrir unglinga heldur lifandi bók- menntir sem eiga erindi við nú- tímalesendur. Þessar sögur eiga sama erindi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.