Þjóðviljinn - 11.12.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.12.1985, Blaðsíða 14
BÆKUR Í6*jrfH««OU .■ C**ulh * * Itlcm áflc'M' ð|y*c,,?,«> ÚWflvV »|fttmvlj ’ fnunrjtwttiv Við stöndum í þakkarskuld við Lúðvfk Fjögur bindi komin, aöeins eitt eftir af einhverju stærsta sagnfræðiriti á ís- lensku. þorskhausana, sem útlendingum er hingað komu varð býsna star- sýnt á. Heiti á hinum ýmsu hlutum þeirra telur Lúðvík ekki færri en 361, raunar ekki öll á sama tíma og á sama stað. Þessi nafnafjöldi sýnir best hve mikinn þátt þeir áttu í fæðuöflun þjóðar- innar. En sennilega þætti flestum það rýr atvinna nú á dögum að rífa þá sér til matar eftir að hafa flutt þá dagleiðum saman í búið um torsóttar leiðir. Skreiðarferðirnar eru sérstak- ur þáttur í verslunarsögu landsins og sýnir gjörla hve samgöngu- leysið var þjóðinni mikill fjötur um fót. Það var enginn gaman- leikur fyrir Skagfirðinga, Eyfirð- inga eða Þingeyinga að fara með langar lestir til Suðurlands eða vestur fyrir Jökul. Ferðin tók ekki skemmri tíma en hálfan mánuð ef hún var með öllu áfalla- laus. Víða hefur Lúðvík leitað fanga í þessu bindi ekki síður en í hinum fyrri. Heimildaskráin: prentaðar bækur, handrit, skjöl og frá- sagnamenn, er hvorki meira né minna en fjórtán blaðsíður. Nokkuð á þriðja hundrað ein- staklinga hafa látið höfundi i té munnlega fræðslu um hin ýmsu svið frásagnarinnar í þessu bindi. Fróðleikur þeirra er áreiðanlega ekki síst mikill fengur. Árabáta- útgerðin, sem einu sinni var snar þáttur í bjargræðisvegum þjóðar- innar, er nú horfin inn á svið sög- unnar og komin síðustu forvöð að hitta fyrir menn sem þar lögðu hönd að verki. Fyrir þessi aðföng og bókina í heild stöndum við í mikilli skuld við Lúðvík Krist- jánsson. Bókin er eins og hin fyrri bindi prýðilega gerð af hálfu útgefanda og prentsmiðju. Haraldur Sigurðsson angri, að hann varð síðar einn af nýtustu þingmönnum síns tíma og héraðshöfðingi. í sjóbúð vest- ur á fjörðum tók Sighvatur Borg- firðingur sér fyrir hendur að þýða á íslensku og rita upp á hnjánum bók Jóns Þorkelssonar um Kveð- skap á íslandi á 15. og 16. öld, mikið rit rúmar 500 blaðsíður. Svo er talið að Brynjólfur frá Minna-Núpi hafi lagt undir- stöðurnar að fræðimennsku sinni í verinu. Aðrir afrituðu sögur og rímur. í verum söfnuðust menn safnan víða úr byggðum og mis- munandi að menningu og hugs- unarhætti. Þar mættust straumar úr ýmsum héruðum, sem Iyftu of- urlítið undir þoku hversdagslegs bjásturs einstakra héraða. Víð- sýni og fróðleiksfýsn vaknaði við kynni nýrra hugmynda. Þess voru jafnvel dæmi í sumum verstöðv- um, að kennslu var haldið uppi fyrir sjómennina, þegar frátök urðu til róðra. Lúðvík bendir hér á sérstakan þátt í íslenskri menn- ingu sem lítill eða enginn gaumur hefur verið gefinn. Síðustu þættir bókarinnar fjalla um hagnýtingu fiskifangs- ins, sem var mismunandi eftir tegundum, og skreiðarferðir og fiskifangaverslun. Hér kemur okkur það ef til vill mest á óvart, hve gjörnýting fiskmetisins var algjör ef miðað er við aðstæður og um nytjafiska var að ræða. Allt var matbúið á einn eða ann- an hátt. Langur kafli er um Lúðvík Kristjánsson: íslenskir sjávarhættir IV. Reykjavík, Menningarsjóður 1985. Nýlega er komið út fjórða bindi íslenskra sjávarhátta eftir Lúðvík Kristjánsson, og mun þá aðeins eitt bindi eftir af þessu rit- verki, og er mér sagt að það hafi að geyma könnun á nytjum hvala og sjófugla en að auki registur og aðrar skrár um allt verkið. Þetta verður því eitthvert stærsta sagn- fræðirit, sem skráð hefur verið á íslandi. Sá hluti sem út er kominn er 2032 blaðsíður í stóru broti með 1612 myndum til skýringa. Fyrsti hluti bókarinnar greinir frá beituöflun og hvernig að henni var unnið. Þá segir frá því hvernig unnið varð að beitning- um og öðrum veiðarfærum áður en lagt var í róður. Að veiðiför lokinni er haldið aftur að landi, bátnum brýnt og afli tekinn til skipta og verkunar, sem var tölu- vert mismunandi eftir fiskteg- undum, tímabilum og landshlut- um. ÖIlu er þessu rækilega lýst, en myndir og teikningar til frek- ari skýringar. En hér er fleira feitt á stykkinu. Ekki voru gæftir á hverjum degi, og þá urðu sjómennirnir að taka sér eitthvað fyrir hendur, ekki síst leiki og aflraunir, smíðar og fleira. Það var talinn nokkur frami ungum mönnum að fara í verið, og þótti sú för sópa af þeim hjárænuhætti einangraðra legudagana sér til menningar- auka. Einn þeirra sem þannig var ástatt um náði svo góðum ár- Lúðvík Kristjánsson. heimahaga og rétta þá úr kútn- um. Sumir komu lítt læsir og óskrifandi í verið og notuðu land- HARALDUR SIGURÐSSON®^j 100 ÁRA AFMÆLIÐ eftir Brian Pilking- ton og Þráin Bertelsson. Barnabókin sem sló í gegn á síðasta ári og hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta barnabókin 1984. Þessi bók hefur nú þegar verið þýdd á nokkur tungumál og er komin út í Danmörku. Vönduð bók handa vandlátum lesendum. Veró kr. 385r ÞAÐVAROG.. • Úrval útvarpsþátta Þráins Bertelssonar, sem notið hafa fádæma vinsælda undanfarin ár. I þessum þáttum sem birtast nú á prenti í fyrsta sinn kemu.r Þráinn víða við og fjallar um ýmsar hliðar mannlífsins á sinn einlæga og glettna hátt. Veró kr. 1095r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.