Þjóðviljinn - 11.12.1985, Síða 5

Þjóðviljinn - 11.12.1985, Síða 5
—------------------------------------------------------------- Sverrir Hermannsson sagði við undirritun skattsamningsins s.l. sumar að betri samningur hefði ekki verið gerður við Alusuisse. 1 umræðunum á alþingi nú hefur hann látið sig hverfa. Álið Lágmarksskatturinn lækkar um helming! • Albert Guðmundsson viðurkennir að lágmarksskattur Alusuisse hafi rýrnað um 43% á s. I. lOárum en skatturinn skal standa óbreyttur til ársins 1994. • Útreikningar Hjörleifs Guttormssonar sem sýna skattalœkkun álversins skv. nýja samningnum teknir inn ífrumvarp ráðherra í dag fer væntanlega fram á al- þingi önnur umræða um nýjan skattasamning milli íslenska ríkisins og Alusuisse en iðnaðar- nefnd neðri deildar lauk umfjöll- un sinni um samninginn í gær. Á mánudag var samningurinn lagður fyrir þingið í nýjum bún- ingi þ.e. iðnaðarráðherra lét endurprenta útreikninga Hjör- leifs Guttormssonar um skatt- greiðslur Alusuisse inn í sitt frum- varp. Vitlausu útreikningunum sem sýndu hversu „hagstæður“ þessi samningur átti að vera var þar með kippt út! Búast má við talsverðum deilum um samninginn á alþingi og í gær var ekki vitað hvernig kratar og Bandalag jafnaðar- manna brygðust við honum, en þessir flokkar eiga ekki sæti í iðn- aðarnefnd. Fulltrúar Alþýðu- bandalags og Kvennalista í nefndinni eru á móti samningn- um og Framsókn tregðaðist við í gær að skrifa uppá meirihlutaálit með Sjálfstæðisflokknum. Var samt búist við að þeir rynnu á rassinn með það andóf eins og annað. En eitt er það atriði sem enginn þingmaður hefur treyst sér til að verja í þessum samningi: Lág- marksskattur Alusuisse sem er ákveðið gjald af hverju fram- leiddu tonni af áli, er samkvæmt honum óbreyttur og engar verð- eða gengistryggingar settar gegn rýrnandi raungildi hans. Þessi lágmarksskattur var ákveðinn 20$ á tonn í skattasamningunum 1975, en jafngildir aðeins 11,45$ í dag. Hann hefur því rýrnað um nálega hclming á 10 árum og verður óbreyttur samkvæmt samningnum fram til ársins 1994. Hjörleifur Guttormsson gagn- rýndi þetta harðlega þegar nýi samningurinn var kynntur á al- þingi og spurði hvernig á því stæði að lágmarksskatturinn væri óverðtryggður og hvert raungildi hans væri nú miðað við 20$ á ár- inu 1975. Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra svaraði því til að ekki hefði náðst fram nein breyting í samningaviðræðunum að þessu sinni, þrátt fyrir að reynt hefði verið að tengja þennan skatt ál- verði eða verðtryggja hann. Næsta tækifæri til að leiðrétta þetta væri ekki fyrr en 1994. Þá upplýsti hann að 20$ árið 1975 jafngiltu nú 11,45$! -ÁI Rannsóknamefnd sett á okrið 1955 Nú þegar ríkisstjórnin þorir ekki að láta þingmenn úr öllum flokkum rannsaka Hafskipsmálið er ekki úr vegi að rifja upp frægt fordæmi fyrir skipun rannsóknarnefndar aiþingis. Eftir því sem næst verður komist er aðeins eitt fordæmi fyrir þvf að aiþingi skipi rannsóknarnefnd skv. 39. grein stjórnarskrárinnar „til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. Þingdeildin getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrsiur munnlegar og bréflegar bæði af embættis- mönnum og einstökum mönnum,“ segir í stjórnar- skránni. Þessu ákvæði var beitt 1955 og málið sem svo mikilvægt var talið á þeim tíma er enn í brennidepli 30 árum síðar. Það var okur. En þó ekki finnist í fljótu bragði fleiri fordæmi um skipun rannsóknarnefndar skv. 39. grein stjórnarskrárinnar hafa tillögur þar um margsinnis verið fluttar. Síðasta tillagan þess efnis mun vera tillaga Vilmundar heitins Gylfasonar á þinginu 1978-19J9 um rannsókn á málefnum fs- lenskra aðalverktaka. Vilmund- ur lagði til að tillögunni yrði vísað í allsherjarnefnd en hermangs- flokkarnir sendu hana í utanríkis- málanefnd. Framsókn og Sjálfstæðisflokk- ur lögðu síðan til að málinu yrði vísað frá og var það samþykkt með nafnakalli. 72% ársvextir En aftur í okrið. Það var 24. mars 1955 að neðri deild alþingis samþykkti tillögu þeirra Einars Olgeirssonar, Lúðvíks Jóseps- sonar og Gunnars M. Magnúss þingmanna Sósíalistaflokksins um að kjósa 5 manna nefnd til að rannsaka „að hve miklu leyti og með hvaða móti okur viðgengst nú, fyrst og fremst í Reykjavík.“ í greinargerð er bent á að slíkt sé nú okrið með fé í bænum að árs- vextir nemi 60-72% (sem ekki þykir mikið í dag). Þá voru í gildi okurlög frá 1933 og 1952 og sam- kvæmt þeim var óheimilt að taka hærri vexti en 8%. Allt sem hærra var flokkaðist undir okur. Töldu flutningsmenn nauðsynlegt að „á alþingi væru þessi mál krufin til merjar og athugað hvort finna megi aðferðir til að koma í veg fyrir að almenningur og atvinnu- fyrirtæki landsmanna sé féflett- ur“ með þessum hætti. Tillagan var flutt í kjölfar mikilla um- ræðna og sögusagna um okur ým- issa einstaklinga og jafnvel bank- astofnana. f nefndina voru kjörnir þing- mennirnir Björn Ólafsson, Einar Ingimundarson, Gylfi Þ. Gísla- son, Karl Guðjónsson og Skúli Guðmundsson. Var nefndin venjulega kennd við Björn. 10. júní var rannsóknin komin vel af stað og þá réði nefndin sér lög- fræðing til aðstoðar, Friðjón Sig- urðsson, síðar skrifstofustjóra al- þingis. Auglýst eftir fórnarlömbunum Rannsóknarnefndin auglýsti , tvisvar í blöðum bæjarins eftir ' upplýsingum frá þeim sem tekið hefðu fé að láni með okurkjörum og voru nefndarmenn til viðtals einu sinni í viku í þinghúsinu auk þess sem þeim bárust mörg bréf. Fjölmargir sneru sér til nefndar- innar og eins kallaði hún fyrir sig milli 30 og 40 manns sem bendl- aðir voru við okurlánaviðskipti eða voru taldir kunnugir þeim. 11. nóvember 1955 sendi nefndin greinargerð til dóms- málaráðherra um lánveitingar sjö nafngreindra manna og lagði til að framkvæmd yrði réttarrann- sókn á lánastarfsemi þeirra. Taldi nefndin sig skorta heimildir til þess að kveða upp nauðsynlega úrskurði, skylda menn til að mæta og framkvæma húsrann- sóknir eins og nauðsynlegt væri. Dómsmálaráðherra fól embætti sakadómara í Reykjavík að fram- kvæma rannsóknina og fór m.a. fram húsrannsókn hjá umrædd- um mönnum í lok nóvembermán- aðar. 107 vitni leidd Rannsóknarnefndin, sem hélt 50 fundi, skilaði alþingi skýrslu um störf sín 7. febrúar 1956, en réttarrannsókninni lauk í byrjun mars það ár. Þórður Björnsson ríkissaksóknari, sem þá var full- trúi Valdimars Stefánssonar sak- adómara, annaðist rannsóknina sem var hin umfangsmesta til þess tíma. 107 vitni voru leidd fyrir dóminn og fjallað var um víxla sem samtals námu 6.6 milj- ónum króna auk margra trygg- ingabréfa. Þórður hélt blaða- mannafund í byrjun mars og skýrði frá niðurstöðum rannsóknarinnar sem voru ein- faldlega þær að staðhæfing stóð gegn staðhæfingu: lántakendur kváðust hafa greitt 30-76% árs- vexti en sjömenningarnir neituðu öllum sakargiftum. Þessar niðurstöður voru send- ar dómsmálaráðherra sem þá fór með ákæruvaldið í landinu. Ákærur voru gefnar út á fjóra þessara manna og voru þeir allir sakfelldir fyrir brot á okurlögun- um, tveir í undirrétti og tveir í hæstarétti. Hæstaréttardómarnir voru kveðnir upp 1959, þannig að 4 ár liðu frá því alþingi kaus rann- sóknarnefndina þar til þessum umfangsmiklu dómsmálum lauk. -ÁI Ml&vlkudagur 11. desember 1985 ÞJOÐVILJINN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.