Þjóðviljinn - 11.12.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.12.1985, Blaðsíða 10
BÆKUR Djasssaga handa íslendingum DJASS eftir Jón Múla Áfnason Félag íslenskra hljómlistarmanna/ Iðnskólaútgáfan 1985. DJASS er að langmestu leyti almenn djasssaga og(þess vegna er eðiilegt að bera hlana saman við hliðstæðar bækur, á öðrum málum; hefur hún eitjhvað sem þær hafa ekki? Hefði kannski verið gáfulegra að þýða JAZZ eftir Joachim E. Berendt, ýtar- legustu bókina um þessa tónlist- arstefnu? Hundruðir manna hafa skrifað um Duke Ellington af drjúgu viti - menn úti á íslandi verða að vera dálítið sterkir á svellinu þegar þeir fara að frum- semja eiíthvað um svoleiðis mann. Og þannig áfram. Jón Múli Ámason þekkir al- þjóðlegar djassbókmenntir ágæt- lega og vitnar í þær eftir þörfum, þótt hann hirði kannski lítt um sagnfræðilega nákvæmni. Tón- listin er auðvitað númer eitt, tvö og þrjú, en þjóðfélagslegum bak- grunni eru gerð góð skil, hæfileg skil - hið logandi ljós marxískrar söguskoðunar lúrir á bak við, en treður sér hvergi fram. Ekki þarf að fjölyrða um tónlistarþekkingu Jóns og músíkalska þefvísi - al- mennt músíkalítet hefur hann fyrir löngu sannað á sig. Allt eru þetta nauðsynlegar forsendur. Það sem þó skiptir sköpum er að Jón hefur persónulega sýn á djasssöguna (og fær ekki í hnén andspænis kanónum djassbók- menntanna). Hann kann þá list að karakterísera, komast að kjarna málsins í fáum og velvöld- um orðum; „Chet Baker var af Miles Davisskólanum, en blés af enn meiri varúð og stundum svo mikilli hlédrægni að hélt við að -músík hans væri að vera algjört einkamál eða leyndarmál sem enginn mætti komast að.“ Jón Múli í blásarahópi. Stíll mannsins er hann sjálfur segir á einum stað. Sé það rétt má Jón Múli vel við una. Djasshöf- undar eru margir hverjir prýði- lega ritfærir, en tvennt er það sem þeir Berendt, Feather, Gleason og Hentoff þekkja ekki eins vel og Jón Múli Árnason: knappan stfl Njáluhöfundar og hina lax- nesku ósvífni. Um áhersluatriði Eins og segir í eftirmála var bókin upphaflega hugsuð sem kennsluhandbók í djassdeild Tónlistarskóla FÍH. Þar hefur höfundur kennt og brugðið á fón- inn tóndæmum. Sama var að sjálfsögðu uppi á tengingnum í djasssöguþáttunum í útvarpinu. Jón Múli hefur kosið að halda tóndæmunum inni í aðaltexta bókarinnar og nefna til þá sem spila í viðkomandi lögum frekar en að hafa plötulista fyrir aftan hvern kafla. Þessi ráðstöfun ork- TÓMAS EINARSSON ar tvimælis. Þorri lesenda á þess tæpast kost að hlusta á tóndæmin og í annan stað heftir þetta stund- um rennsli frásagnarinnar. Um áhersluatriði og það hverra ber að geta í svona bók má endalaust deila; margir telja Sun Ra síst minni spámann en Stan Kenton og Hampton Hawes merkilegri píanista en Dave Bru- beck og væri hægt að halda lengi áfram með slíkar prívatmeining- ar. Slíkt er þó ástæðulaust, hvorttveggja er að menn rífast ekki um smekk og í tónlistarsögu verður ekki eingöngu stuðst við fagurfræðilegt mat - vinsældir og áhrif setja einnig sín spor eins og dæmin sanna með kollegana She- aring og Brubeck, djasspoppara 6. áratugarins. f djasssögunni er oft erfitt að festa hendur á heimildum þegar frá er talin tónlist á plötum og böndum. Oft verða menn að velja á milli tveggja eða fleiri þjóðsagna - hin munnlega geymd er allsráðandi. Þannig telur Jón Múli (eins og fleiri djassfræðing- ar) að heróínið hafi ráðið ör- lögum Charlies Parkers. Chan Parker, ein sambýliskona hans, segir aftur á móti í viðtali nýverið að það hafi verið viskíið. Enginn munur á kúki og skít kynnu sumir að segja, en þó er þetta dæmi um jtúlkunarvanda þeirra sem skrifa djasssögu. Vel skipuð setnlng „Ellington hélt tónleika með sveit sinni á hverjum degi alla hátíðina út og sótti að honum að- dáendaskari í pásunum til að segja hæ og hó og svoleiðis - fyrir nú utan alls konar fjölmiðlafólk. Það var ekki hlaupið að því að fá ádíens. Duke hafði vandvirkan dyravörð sem svaraði öllum á sama veg: The Duke is relaxing. - Lengra komst enginn að sinni, en þegar loksins tókst að ná tali af Ellington fyrir atbeina yfirvalda, mátti Útvarp Reykjavík sín lítils í þröng amerískra fjölmiðlara sem ekki sjást fyrir í starfi. Þó tókst að fá almennt orðaða yfirlýsingu um hug djassmeistarans til íslensku þjóðarinnar. -1 love you all mad- ly, sagði Ellington“. Frásagnargáfa og persónu- legur stfll eru höfuðeinkenni þessarar bókar. Jón Múli er alltaf að segja sögu. Þar fylgir hann kannski meira vinnubrögðum rit- Spáðu bara í speglasal Stefanía Þorgrímsdóttir: Nótt í lífi Klöru Sig. Skáldsaga Forlagið 1985 Stór hluti borgarálegra bók- mennta er árás á viðtakendur sína, framleiðendur dg lesendur, borgarastéttina sem hefur alltaf verið áhugasöm um árásir á sig vegna inngróinnar sektarkennd- ar yfir því að græða peninga. Oft voru það yngri synirnir í stór- borgarafjölskyldum sem tóku að sér að skrifa sögu ættarinnar með þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að allt væri þetta óþarft fólk en ansi kúltíverað. Þetta gildir um evrópskar bókmenntir á fyrri hluta aldarinnar, en íslensk borg- arastétt er aðeins að litlum hluta gróin, vel menntuð eða yfirleitt læs og lesendahópur íslenskra rit- höfunda er sennilega að stærstum hluta fólk úr millistétt sem virðist ekki síður en evrópska borgara- stéttin á árum áður, taka fagn- andi verkum sem sýna fram á fán- ýti eigin stéttar. Aðeins lágstétt- inni finnst ekkert skemmtilegt að láta afhjúpa sig. Eldhúsmellur, Búrið, Vatn á mvllu Kölska og margar aðrar bækur nýraunsæisins gamla áttu það sameiginlegt að þar var teflt fram gegn fráfræði, fordómum og borgaralegri innrætingu ein- hverjum upplýstum fulltrúa nýrr- ar sóknar framsækinna viðhorfa, sem stundum var ung kona sem þorði vildi og gat. Þetta var málp- ípa höfundanna. Talaði beint til lesenda og setti atburði í sitt rétta samhengi, beindi jafnvel kúguð- um inn á sigurbraut vitundar- vakningarinnar. Þessar bækur voru lesnar af menntaðri milli- stétt og upplýstum háskólaborg- urum sem þótti eins og vonlegt var viðfelldin mynd dregin upp af sjálfum sér. Ólafur Haukur Símonarson sneri svo við blaðinu í Vík milli vina og hóf árásir á menntalýðinn og féll það ekki síður í góðan jarðveg. Hann skildi eftir örlitla glætu í kvenlýs- ingum; Stefanía Þorgrímsdóttir tekur þann þráð upp. Klara Sig. gæti verið dönsku- sletta. Orðaleikur með frasann „að klára sig á einhverju“. Nafn- ið gæti líka vísað til þess að hér fari kona með allt á hreinu, Klara klára. Hvernig sem nafnið er togað er ljóst að það er íronískt eins og raunar allur frásagnar- háttur sögunnar. Sögumaður sýnist nefnilega allur á bandi Klöru, ýmist fullur aðdáunar eða mælskur fyrir hennar hönd eða harmi sleginn yfir sorg hennar. En eins og oft vill verða í írónísk- um bókmenntum stendur kulda- legur söguhöfundur að baki og tætir alit í sig sem sögumaður er að fimbulfamba með því að láta einskæra atburðarásina vera í æp- andi mótsögn við það sem sagt er; í sjálfum frásagnarhætti bókar- innar er misræmi milli orða og gerða, og það er þetta misræmi sem líf Klöru kjarnast um. Hún er t.d. stödd á kvennaklósetti á balli barmafull af systralagi og kvennamóð, en hikar við að rétta fulltri stelpu hjálparhönd því hún hefur eiginlega um annað að hugsa. Á því sama klósetti horfir hún lengi í spegilinn og reynir að sjá sig eins og annað fólk - karl- menn - myndi gera en þegar hún vakir ein og sér sig í spéspeglum sálarinnar veit hún að allt er þetta lygi, ekkert er rétt. Þessi fulltrúi menntunar og upplýsingar hefur heim með sér fávísan bensínaf- greiðslumann af ballinu og kaf- færir hann í öllum réttu skoðun- unum en í rauninni skilur hún ekkert um hvað líf hans snýst, hefur engu að miðla nema hrok- anum. Þessu er þveröfugt farið með bensínafgreiðslumanninn. Hann hefur allar vitlausu skoðanirnar en er hjartahreinn og hógvær og mun því landið erfa. Þetta fólk sem raunverulega stendur upp úr og er stillt upp til mótvægis við óheilindi Klöru er utansviðs, lesandi kynnist því að- eins í óbeinni frásögn viðmælend- anna tveggja. Þannig sniðgengur höfundurinn snoturlega margan vanda sem af lýsingu fyrir- myndarfólks getur hlotist. En allt snýst vitanlega um Klöru Sig. sem aldrei hefur sjálf klárað sig á neinu heldur látið aðra sjá fyrir sér og taka afdrifa- ríkustu ákvarðanirnar. Hún vinn- ur að vísu úti en skýrt er undir- strikað að sú vinna skiptir ekki máli í samanburði við stórkostleg arkitektaafrek Þrastar. Á yfir- borðinu er hún bæði sæt og klár og svo er hún stíf og stressuð að þegar bensínsalinn er sofnaður og hún vakir ein, þá gætir hún „/.../þess að líkami hennar liggi rétt í rúminu, að sængurklæðin séu eins og vera ber; gæti r þess að aflaga ekkert það sem gerir hana að Klöru". (70). Þetta gerir hún, því í dagrenningu „/.../ mun hún sjá sjálfa sig í augum mannsins, og sú mynd verður að vera heil“ (70). Nafnið og persónan Klara Sig. er bara plat, hillingar þess speglasalar sem umlykur hana; hún er fugl í búri og gæti alveg eins heitið Finka Jóns. Umvafin ástúð og skilningi kærleiksríks eiginmanns sem flýgur þegar hann lystir, dúsir hún í fagurlega innréttuðu búri. Til þess að skerpa þetta er ketti fylgt hér og þar í bókinni, hann étur af diski mannsins og fer síð- an út til að breima eða hvað ann- að sem hann kann að fýsa. Dýr merkunarinnar. Stefanía fer vel með efni sitt. Hún undirstrikar blekkinguna í lífi Klöru með fyrrnefndum klofningi milli sögumanns og söguhöfundar og hún fer sparlega með myndmál en það er ná- kvæmt. Henni lætur vel að lýsa ytri atvikum, hún hefur gott auga. í samtölum er einhver vandræðagangur, sem að vísu má rökstyðja eftir lögmálum verks- ins: Klara og bensínafgreiðslu- maðurinn eru í dálítið neyðar- legum aðstæðum og Klara er áka- flega gjörn á að viðra skoðanir sínar, upp úr henni renna kjalla- ragreinarnar. Samtölin eru ann- ars vegar slík skoðanaskipti og hins vegar frásögn bensínmanns- ins af lífi sínu sem Klara heldur gangandi með ágengum spurn- ingum. En sökum þess hve meyr hann er og bljúgur skortir nokkra spennu í samtölin, það er ekkert að gerast á milli þessara einstak- linga og þannig deyr margt á síð- unum. Eins orkar tíð notkun á punktalínum og „hérna sko ég meina“-talmálsáhrifsbrögðum einhvern veginn eins og þessu sé nánast dritað í röklegan textann hipsumhaps án þess maður sjá nauðsynina á slíkum talmálsstæl- ingum. Bókmenntir eru ekki einföld spegilmynd veruleikans. Þær eru margbrotinn speglasalur þar sem fyrirbæri úr veruleikan- um eiga að fá að taka á sig alls kyns myndir, nýjar myndir. höfunda en sagnfræðinga. Vel skipuð setning og rétt byggð frá- sögn er góðum sögumanni meira virði en skráning smáatriða. Út um lönd er til nóg af mönnum sem skjalfesta smotteríið. Tómas R. Einarsson Fjörug amma ý,. BftlAN HÍ.KINÚTON cBlómmáþakinu I SICuRDVRI XtlTik Blómin á þakinu Ingibjörg Sigurðardóttir Brian Pilkington Mál og menning Blómin á þakinu er nýstárleg myndabók fyrir yngstu kynslóð- ina. Hún er skrifuð af Ingibjörgu Sigurðardóttur, sem skrifar hér sína fyrstu bók. Hún vinnur reyndar við aðrar listir, þ.e. leirkerasmíð og einhver hvíslaði því að mér að hún fengist eitthvað við myndvefnað. Mynd- irnar, sem eru ómissandi hluti af bókinni, teiknaði Brian Pilking- ton. Hann er mönnum orðinn að góðu kunnur fyrir skemmtilegar teikningar sínar og er ekki hægt að segja annað en honum takist vel upp hér sem endranær. Sagan er sjálf líka vel þess virði að vera myndskreytt af góðum lista- manni. Gunnjóna býr í sveit og flytur allt í einu í bæinn. Hún er fjörug og hugmyndarík og kemur fólki á óvart eins og kemur í ljós strax á fyrstu síðu. Hún er með hvert uppátækið á fætur öðru vini sín- um og lesandanum til mikillar skemmtunar. Það er ekki á hverj- um degi sem einhver reynir að búa í sveit og borg samtímis, en það er einmitt það sem hún Gunnjóna gerir með hjálp vinar síns, lítils drenghnokka, sem einnig er sögumaður. Þessi litli drengur er heppnasti maðurinn í blokkinni og þó víða væri leitað því fáir eru þeirra forréttinda að- njótandi að hafa kindur og hænur í næstu íbúð og þar að auki blóm á þakinu. Ingibjörgu Sigurðardóttur hef- ur tekist að skapa skemmtilega ævintýrapersónu sem hlýtur að heilla hvert barn sem verður þess aðnjótandi að lesa eða hlýða á þessa sögu. Þessi bók hentar einkar vel til upplestrar fyrir yngri kynslóðina frá þriggja og allt upp í tíu ára. Þetta er tví- mælalaust ein af þessum bókum sem börn hafa gaman af að heyra og skoða aftur og aftur. Þeim hjónum Brian og Ingi- björgu hefur tekist samvinnan vel og á þessi bók eflaust eftir að prýða og skemmta mörgum heimilum um jólin. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. desember 1985 I Glaðbeittir næturhrafnar, Hörður Sigurðarson framkvæmdastjóri Nætur (tv.) og Gunnar Steinn Pálsson meðeigandi hans. Mynd: Sig. Útgáfa Viljum vera alvöru forlag Hörður Sigurðarson og Gunnar Steinn Pálsson hafa stofnað for- lagið Nótt sem fer af stað með fjórar þýddar bœkur í miðju skammdeginu fæddist í Reykjavík nýtt bókaforlag sem hlaut nafnið Nótt. Eigendur þess eru Gunnar Steinn Pálsson og HörðurSigurðarson. Eins og vera ber fara þeir helst ekki á kreik fyrr en fer að dimma og í Ijósaskiptunum síðdegis í síð- ustu viku litu þeir næturhrafnar inná Þjóðviljanum. Útgáfubækur nýja forlagsins eru í fyrstu lotu fjórar, allar þýddar. Árni Ibsen hefur þýtt ársgamla bók eftir Norman Mailer sem er eitt þekktasta og umdeildasta skáld Bandaríkj- anna, Hörkutól stíga ekki dans heitir hún. Hjörtur Pálsson þýðir bókina Minningar einnar sem eftir lifði eftir Doris Lessing sem verður gestur Listahátíðar næsta ár. Hyorugur þessara höfunda hafa verid þýddir áður á íslensku. Hrossakaup nefnist spennusaga eftir Dick Francis sem Þuríður Baxter hefur þýtt og loks gefa þeir félagar út unglingabók, Merki samúræjans, eftir Katherine Paterson, einnig í þýðingu Þuríðar. Það lá beint við að spyrja þá félaga hvort það væri stefna hjá nýja for- laginu að gefa einungis út þýddar bækur. „Nei, ástæðan fyrir því að við gef- um eingöngu út þýddar bækur núna er sú að við fengum hugmyndina að stofnun forlagsins ekki fyrr en í sum- ar og þess vegna gafst ekki tími til að gefa út bækur sem eru seinunnar. Við urðum að hafa hröð handtök. Við viljum og ætlum að vinna með íslenskum höfundum, verða alvöru útgáfa sem tekur þátt í uppbyggingu íslenskrar bókmenningar. Það má segja að við setjum okkur þrjú markmið með stofnun forlags- ins. í fyrsta lagi viljum við vinna með fslenskum höfundum. í öðru lagi viljum við gefa út bækur eftir virta erlenda höfunda og það sem er ekki minna um vert að fá til liðs við okkur góða þýðendur eins og við gerum fyrir þessi jól. í þriðja lagi dreymir okkur um að stofna bókaklúbb, Næt- urklúbbinn, sem gæti td. gefið út bækur fyrir sérstaka áhugahópa, svo sem þá sem hafa áhuga á góðum reyfurum.“ — Hver var kveikjan að stofnun forlagsins? „Hún var sú að við sátum saman í sumar og töluðum um hvað það væri gaman að eiga heitan pott í garðinum og hvernig afla mætti fjár til að koma honum upp. Við erum búnir að fá okkur heita pottinn og hann hefur nýst okkur vel í starfinu. Það hafa kviknað margar góðar hugmyndir í honum, það má segja að hann sé lífsneistinn í fyrirtækinu. Það sýnir líka bjartsýnina að við skulum vera búnir að kaupa hann.“ — Þið eruð ekkert smeykir við samkeppnina? „Við vitum að samkeppnin er hörð í bókaútgáfu og höfum hugsað okkur að mæta henni með því að gefa út góðar bækur á lágu verði. Bókin hefur verið í lægð en er nú aftur í sókn og það kom í lj.ós í fyrra að það er grundvöllur fyrir útgáfu góðra bóka. Við reynum að halda verðinu niðri með því að gefa bæk- urnar út bæði bundnar og í kilju- formi. Við höfum líka lagt mikla rækt við markaðssetningu bókanna, hún getur skipt sköpum fyrir afkomu forlagsins. Þess vegna höfum við lagt mikið í útlit bókanna." Allt sviðið undir — Ykkur hefur ekki dottið íhug að sérhæfa ykkur í útgáfu ákveðinnar tegundar af bókum? „Nei, markaðurinn er svo lítill hér á landi að það er ekki grundvöllur fyrir sérhæfð forlög. Við hefðum vitaskuld getað valið þann kost að gefa eingöngu út pottþéttar sölubæk- ur en við viljurn það ekki. Við viljum gefa út bækur sem skipta máli fyrir menninguna og þá er maður kominn með allt sviðið undir.“ Hvorugur þeirra hefur unnið áður að bókaútgáfu ef frá er talin útgáfa Gunnars Steins á Söngbók Framtíð- arinnar meðan hann var í menntó. Gunnar rekur Auglýsingaþjónust- una og Hörður hefur unnið hjá hon- um við textagerð ofl. „Svo það má segja að við höfum kynnst faginu í gegnum auglýsingarnar. Auk þess er Hörður menntaður í bókmenntum og gefst með þessu færi á að vinna að sínu fagi,“ segja þeir félagar glað- beittir og eru svo horfnir út í myrkrið að keyra bækur út í bókabúðir. —ÞH Saga Gerlach batt vonir við Vísi Annað bindið ístríðsárasögu Þórs Whitehead komið út ogfjallar um undirbúning þjóðverja að hernámi íslands Stríð fyrir ströndum heitir nýút- komin bók eftir Þór Whitehead sagnfræðing, sem Almenna bókafélagið gefur út. Þetta er önnur bókin í bókaflokki sem höf- undur nefnir ísland í síðari heimsstyrjöld. Sú fyrri hétófriður í aðsigi og segir frá aðdraganda stríðsins. Nú ræðst Þór í að skýra frá tilraunum þjóðverja til að ná fótfestu hér á landi rétt fyrir stríð og fram að hernámi breta. Eins og í fyrri bókinni er aðals- merki þessarar mikil heimildasöfnun og fékk Þór ma. aðgang að öllum þeim pappírum sem breska her- námsliðið tók í sína vörslu þegar ræðismaður þjóðverja á fslandi, Werner Gerlach, var handtekinn. Á blaðamannafundi sem haldinn var vegna útkomu bókarinnar sagð- ist höfundur hafa alist upp við þær hugmyndir að þjóðverjar hefðu snemma fengið áhuga á íslandi. Það hefði verið gert samsæri í Berlín um hernám íslands og njósnanet verið lagt út hér á landi til undirbúnings. I upphafi rannsókna gerðist Þór af- huga þessari hugmynd, „en nú er ég eiginlega kominn í hring. Niðurstaða mín er sú að þjóðverjar fengu mjög snemma augastað á íslandi og að, árið 1939 hefðu þeir sent Gerladí hingað í því skyni að undirbúa jarð- veginn og kanna aðstæður. Gerlach var nákominn Himmler, Göring og Ribbentrop, þrem helstu máttarstólpum þýska nasismans, og hann virðist hafa reynt eftir jafnt venjulegum sem óvenjulegum leiðum að ná pólitískum og efna- hagslegum ítökum hér,“ sagði Þór. Hann sagði hins vegar að kenning- in um að þjóðverjar hefðu komið sér upp víðtæku kerfi hér á landi fengi ekki staðist. „Gerlach er fyrsti raun- verulegi fulltrúi þýskrar yfirráða- stefnu hér á landi og þarf að byrja á núlli. Honum er gert að byggja upp þýskan nasistaflokk hér á landi. Hann leitaði uppi þjóðverja sem bjuggu hér á landi og beitti þá bæði góðu og hörðu til þátttöku. Og þótt hann væri ekki hér á landi nema í rétt ár var flokkurinn allt annar og betri frá sjónarmiði nasista meðan hans naut við. Hann virðist hafa verið feikilega duglegur og komið mörgu í verk,“ sagði Þór. í bókinni greinir einnig frá því hvernig Gerlach reyndi að koma sér í mjúkinn hjá blöðunum. „Hann batt miklar vonir við Vísi og ætlaði ma. að koma blaðinu í fjarritasamband við Berlín. En hann virðist hafa orð- ið fyrir miklum vonbrigðum,“ sagði Þór. Þó tókst Gerlach að hafa tölu- verð áhrif á blaðaskrif eftir að stríðið hófst því hann mótmælti stöðugt öllum skrifum sem ekki þjónuðu hagsmunum þjóðverja. Bókin Stríð fyrir ströndum skiptist í tvo meginkafla, Gerlach leggur net sín og í upphafi ófriðar. Hún er 360 bls. prýdd fjölda mynda og teikninga og unnin í Odda. —ÞH I I I I Þúsund og einn dagur t Iffi Haiidórs Guðbrandssonar menntaskólanema Miðvikudagur 11. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.