Þjóðviljinn - 11.12.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 11.12.1985, Blaðsíða 17
HEIMURINN Nóbelshátíð Tveir fjarverandi Sex Nóbelsverðlaun afhent í Osló og Stokkhólmi Osló — í gær fór Nóbelshátíðin fram í höfuðborgum tveggja Norðurlanda. Mesta athygli vakti hátíðin í Osló þar sem tveir læknar, annar bandarísk- ur, hinn sovéskur, veittu við- töku friðarverðlaunum Nó- bels. Mótmælendur tóku sér stöðu á tröppum háskólans þar sem hátíðin fór fram og innandyra voru amk. tveir sendiherrar fjarverandi. Læknarnir Jevgení Tsjasof og Bernard Lown veittu verð- laununum viðtöku fyrir hönd Samtaka lækna gegn kjarnorku- vá. í þakkarræðu sinni hvatti Lown stórveldin til að koma sér þegar í stað saman um bann við frekari tilraunum með kjarnork- uvopn. „Við mótmælum því grófa siðleysi að hvert og eitt okkar eigi sífellt yfir höfði tortím- ingu,“ sagði Lown. Það var hins vegar sovéskur kollega hans sem laðaði 2-300 mótmælendur á vettvang. Þeir vildu ítreka þau mótmæli sem orðið hafa æ háværari eftir að for- maður Kristilegra demókrata í Vestur-Pýskalandi, Heiner Geissler, sendi norsku Nóbel- nefndinni bréf í siðasta mánuði og fordæmdi þá ákvörðun að veita Tsjasof sem tekið hefði þátt í ofsóknum sovéskra yfirvalda á hendur Andrei Sakharof friðar- verðlaunin. Innandyra birtust mótmælin í því að sendiherrar Vestur-Þýskalands og Bandaríkj- anna voru fjarverandi. Hins veg- ar mættu flestir ráðherrar norsku ríkisstjórnarinnar og sendiherrar allra ríkja Varsjárbandalagsins. Að ógleymdum Ólafi Noregs- konungi. Forseti norsku Nó- belsnefndarinnar, Egil Aarvik, sagði í ræðu sinni við athöfnina, að Samtök lækna gegn kjarnork- uvá hefðu skapað nýjan sam- starfsvettvang og nýja hugsun með því að reyna að brjóta niður pólitísk landamæri og skapa al- heimsvilja fyrir friði. Samtökin telja uþb. 150 þúsund lækna um víða veröld og hefur þeim fjölgað um 10 þúsund síðan tilkynnt var um friðarverðlaunin, hlutfalls- lega mest í Vestur-Pýskalandi. í Stokkhólmi aflienti Carl Gustaf svíakonungur Nóbels- verðlaunin fyrir bókmenntir, læknisfræði, eðlisfræði, efna- fræði og hagfræði. Franski rit- höfundurinn Claude Simon veitti viðtöku bókmenntaverðlaunun- um og vesturþjóðverjinn Klaus von Klitzing tók við verðlaunun- um fyrir eðlisfræðistörf. Hin verðlaunin fóru öll til Bandaríkj- anna. Franco Modigliani hlaut hagfræðiverðlaunin, Michael Brown og Joseph Goldstein læknisfræðiverðlaunin og Her- bert Hauptman og Jerome Karle efnafræðiverðlaunin. Nóbelsverðlaunin í hverri grein nema 230 þúsund dollurum eða tæplega 10 miljónum ís- lenskra króna. ...Danska þingið samþykkti í gær lög sem takmarka rétt flóttamanna sem sækja um pólitískt hæli í Danmörku. Samkvæmt þeim geta flóttamenn átt á hættu að þeim verði vísað úr landi innan tveggja vikna og án þess að dómstólar fjalli um beiðni þeirra ef embættismenn telja beiðni þeirra „greinilega ástæðulausa“. Lögin voru samþykkt með atkvæðum stjórnarflokkanna og jafnaðar- manna... ...Franski látbragðsleikarinn Marcel Marceau var í gær fluttur til Frakk- lands frá Moskvu en þar gekkst hann undir skurðaðgerð vegna blæöandi magasárs. Marceau sem er 62 ára gamall leið út af á sviðinu í miðri sýn- ingu á föstudaginn var... Og þetta líka... ...Söguleg réttarrannsókn átti sér stað nærri Weimar í Þýska alþýðulýð- veldinu þar sem áður stóðu Buchenwald-fangabúðirnar. Réttar- gæslumenn frá báðum þýsku ríkjun- um komu þá saman til að kynna sér aðstæður þar sem talið er að leiðtogi þýskra kommúnista fyrir stríð, Ernst Thalmann, hafi verið tekinn af lífi seint í stríðinu. Var þetta liður í réttar- höldum yfir Wolfgang Otto, 74 ára gömlum fyrrum SS-manni sem ákærðurerfyrir þátttöku í aftökunni... ERLENDAR FRÉTTIR haraldsson/R EUIER ...Franska lögreglan telur sig hafa leyst upp stærsta kókaínhring Frakk- lands þegar hún handtók fjóra kól- umbíumenn og tvo menn frá Norður- Afríku í síðustu viku. Mennirnir voru með 3,3 kíló af kókaíni í fórum sínum við handtökuna en forsprakki þeirra er talinn hafa stjórnað umfangsmiklu kókaínsmygli frá Kólumbíu til Frakk- lands í nokkur ár... Noregur Willoch slapp með skrekkinn Osló — Kaare Willoch slapp með skrekkinn í atkvæða- greiðslu um fjárlög í norska Stórþinginu í gær. Tókst hon- um að fá Framfaraflokkinn ofan af kröfum sínum um aukin framlög til íþróttamála og forðaði stjórn sinni þar með frá falli — í bili. Willoch hefur svarið þess eið að auka ekki ríkisútgjöld en átt í vök að verjast vegna þess að nái vinstriflokkarnir og Framfarafl- okkurinn samstöðu um breyting- artillögur hefur hann ekki meiri- hluta á þinginu. Jafnaðarmenn gerðu harða hríð að fjárlagafr- umvarpi Willochs við fyrri um- ræður og tókst að knýja fram breytingar sem leiddu til 200 milj- ón króna hækkunar ríkisút- gjalda. En þegar frumvarpið kom til lokaafgreiðslu var stjórnin búin að strika þessar breytingar út. Gro Harlem Brundtland leiðtogi jafnaðarmanna varð æf og sakaði Willoch urn að sýna þinginu og lýðræðislegum starfsháttum þess óvirðingu. í næstu viku koma fleiri atriði fjárlagafrumvarpsins til atkvæða- greiðslu og er ekki víst hvort stjórnin lifi það af. Ráðgjafar Willochs telja hann geta beygt Framfaraflokkinn til hlýðni eins og gerðist í gær. En formaður flokksins, Carl Hagen, gaf fylli- lega í skyn eftir atkvæðagreiðsl- una í gær að hann myndi greiða öðruvísi atkvæði í næstu viku. El Salvador Bandaríkin æ flæktari í stríðið Aðstoð Reagans við stjórn Duartes hefur þrefaldast á fimm árum en hernaðaraðstoðin þó mest Frá því var greint í fréttum fyrir nokkrum dögum að El Salvadornefndin á Islandi væri að hefja fjársöfnun til styrktar mannúðar- og heilsugæslu- málum á yfirráðasvæðum frelsisaflanna í El Salvador. Þar í landi hefur geisað stríð í fimm ár og verður sífellt mann- skæðara jafnframt því sem friðsamleg lausn hverfur æ lengra úr sjónmáli. Bandarísk stjórnvöld flækja sig æ fastar í stríðsrekstur stjórnar- innar í E1 Salvador gegn alþýðu landsins enda telur Reagan for- seti að í Mið-Ameríku sé nú tek- ist á um frelsi hins vestræna heims og þess lýðræðisskipulags sem þar er við lýði. Þjóðviljanum hef- ur borist í hendur frásögn út- varpsstöðvarinnar Radio Venc- eremos sem frelsisöflin FMLN- FDR starfrækja af íhlutun Bandaríkjanna og verður efni hennar rakið hér á eftir. Sýndarlýðræði í því skyni að réttlæta afskipti sín af gangi stríðsins í E1 Salvador hefur bandaríska stjórnin komið því til leiðar að haldnar voru tvennar kosningar í landinu. Frelsisöflunum var ekki leyft að taka þátt í þessum kosningum og þess vegna eru þær ekki mark- tækar. Samt sem áður hafa Bandaríkin notað þær óspart til að slá ryki í augu alheimsins, íbúa landsins og síðast en ekki síst þingmanna í Bandaríkjunum. En eins og stjórnir yfirleitt er stjórn Duartes forseta og flokks hans, Kristilegra demókrata, dæmd af verkum sínum. Og þau eru síður en svo til fyrirmyndar. Efnahagsástandið sem verið hef- ur bágborið versnar stöðugt, Á þessu korti af El Salvadorsjást frelsuðu svæðin skyggð. Það er næst landamærum Hondúras og fjærst sjó sem stjórnarherinn hefur reynt að koma upp svonefndum „víggirtum þorpum" að víetnamskri fyrirmynd. mannréttindabrotum fer fjölg- andi, stríðið nær orðið út í hvern kima landsins og friðsamleg lausn hverfur æ lengra úr sjónmáli. Þeir einu sem Reagan hefur tekist að blekkja með kosningun- um virðast vera bandarískir þing- menn. í það minnsta hafa þeir lagt blessun sína yfir þreföldun hernaðar- og efnahagsaðstoðar- innar við E1 Salvador. Aðstoðin hefur aukist úr 150 miljónum dollara árið 1980 í rúmlega 450 miljónir á þessu ári. Þessar tölur segja þó ekki nema hálfa söguna því bein hern- aðaraðstoð hefur aukist talsvert meir en önnur efnahagsaðstoð. Hún nemur í ár 128 miljónum dollara en var 35 miljónir árið 1980. Stærsti pósturinn í aðstoð Bandaríkj anna við E1 Salvador er óbein hernaðaraðstoð. Þar eru 155 miljónir dollara í bein fjár- framlög sem að sjálfsögðu fer að mestu til hernaðarnota. í þessum pósti eru einnig framlög til endur- uppbyggingar mannvirkja sem eyðilagst hafa af völdum stríðsins og brottflutnings íbúa frá átaka- svæðum. Alls fara því þrír af hverjum fjórum dollurum í beina og óbeina hernaðaraðstoð. Þessi hernaðaraðstoð hefur gert stjórnvöldum í E1 Salvador kleift að stórefla hernaðarmátt sinn. Nú eru undir vopnum 41.650 manns en voru aðeins 12.000 í stríðsbyrjun. Og þessir nýju hermenn eru flestir mun betur þjálfaðir en áður. Banda- rískum hernaðarráðgjöfum hefur fjölgað úr 36 í 200 auk þess sem 8 háttsettir herforingjar eru yfir- herráði stjórnarhersins innan handar. Þá hafa þúsundir her- manna frá E1 Salvador hlotið þjálfun í æfingabúðum banda- ríska hersins í Panama og Hond- úras. Herinn stórefldur Stjórnarherinn er líka betur búinn vopnum en fyrr. Ný og öflugri handvopn og sprengju- vörpur hafa leyst eldri vopn af hólmi og flugherinn hefur eflst til mikilla muna. Greinilegt er að mikil áhersla er lögð á að efla flugherinn því hlutdeild hans í hernaðaraðstoðinni hækkaði úr 6% í 22% milli áranna 1983 og 1984. Enda er flughernum ætlað sérstakt hlutverk í stríðsrekstrin- um sem nú verður greint frá. Víggirt þorp Það hefur löngum verið höfuð- verkur þeirra sem stjórna hefð- bundnum herjum í slag við skær- uheri að koma í veg fyrir að skær- uliðum berist aðstoð frá íbúum átakasvæðanna, hvort sem það er matur, aðhlynning eða leynd fyrir stjórnarhernum. f Víetnam var tekin upp sú aðferð að hrekja íbúana í burtu með ógnunum og hótunum en flytja síðan inn íbúa í víggirt þorp sem stjórnarherinn hefur strangar gætur á. Árið 1983 tók stjórnarherinn í E1 Salvador upp þessa tækni og beitti henni í tveim héruðum sem næst liggja frelsuðu svæðunum. Frelsisöflin brugðust við þessu með endur- skipulagningu herja sinna og í byrjun þessa árs var ljóst að áætl- un CONARA var runnin út í sandinn. í febrúarbyrjun var nýrri áætl- un hleypt af stokkunum með við- höfn. í munni stjórnarinnar hét þessi áætlun „félagsleg þróunar- aðstoð“ en í munni alþýðu gengur hún undir nafninu „Áætl- un eittþúsund“. Það nafn er dreg- ið af því markmiði áætlunarinnar að leggja höfuðáherslu á þúsund fátækustu þorpin í tveim héruð- um landsins þar sem frelsisöflin njóta hvað mests stuðnings. Áætlun eittþúsund er að því leyti svipuð CONARA að ráð- gert er að koma upp víggirtum þorpum en nú er ekki látið nægja að flæma fólkið burt með hótun- um heldur eru sprengjuflugvélar látnar „hreinsa til“ á þeim svæð- um sem taka á fyrir hverju sinni. í því skyni hefur stjórnarherinn fengið tvær nýjar vélar af gerð- inni AC-47 og 7 til viðbótar koma á næsta ári. Þessu til viðbótar felur áætlun- in í sér aukinn stuðning við áróður stjórnarinnar og þar sem það dugir ekki til sálfræðilegan hernað, þe. frekari ógnanir. Fólkið mun sigra í frásögn útvarpsstöðvarinnar segir að frelsisöflin hafi verið fær um að mæta öllum þeim hernað- araðgerðum og -aðferðum sem stjórnarherinn og bandarískur bakhjarl hann hefur getað hugs- að upp. „Það eina sem Bandarík- in eiga óreynt er innrás eigin her- sveita. En hversu umfangsmikil sem hún verður mun hún einung- is verða til þess að framlengja líf- daga stjórnar kristilegra demó- krata og auka á þjáningar alþýðu landsins. Reaganstjórnin mun þó vafalaust halda til streitu óbreyttri stefnu og reyna að knýja fram hernaðarsigur. Gagnstætt þeirri stefnu hafa bylt- ingaröflin ávallt reynt að komast að friðsamlegri lausn til að kom- ast hjá enn meiri eyðileggingu og mannfalli. Það merkir þó ekki að FMLN sé ekki fært um að takast á við aukinn stríðsrekstur, öðru nær...“ segir Radio Venceremos og klykkir út með þessum orðum: „Eins og í Víetnam mun alþýð- an fagna sigri að lokum.“ Miðvikudagur 11. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.