Þjóðviljinn - 22.12.1985, Qupperneq 6
Hlýr og vandaður mokkafatnaður með
rúskinns- og leðuráferð.
5% staðgreiðsluafsláttur,
greiðslukjör.
Frakkastíg 12
• Blikkiðjan
lönbúð 3, Garöabæ
Önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar biikksmiði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 46711
Hún er komin, drottning héraðsins er komin (Helga Jónsdóttir, Arnar Jónsson og Sigurður Skúlason).
Fram hjá vanda og
upp undir pilsin
Villihunang í Pjóðleikhúsinu - Spjallað við Arnar Jónsson,
sem leikur Platonof
Þú barðist við Sevastopol, karl minn? (Bessi Bjarnason og Þorsteinn Ö
Stephensen).
Annan í jólum frumsýnir Þjóö-
leikhúsið gamanleikinn Villihun-
ang eftir Anton Tsjekhof í leik-
gerö Michaels Freyn. Hér er um
að ræöa ófullgert æskuverk hins
rússneska meistara, sem fannst
reyndar ekki fyrr en sextán árum
eftir dauöa hans. Þaö hefur síðan
verið sýnt í ýmsum útgáfum og sú
leikgerð sem Bretinn Michael
Freyn samdi hefur hlotnast verö-
ugt lof fyrir að þar er farið djarf-
lega með efniviðinn - án þess að
bregðast trúnaði við Anton Tsjek-
hof.
Arnar Jónsson fer með stærsta
hlutverkið í leiknum (en kannski
eru þar engin lítil hlutverk, þegar
að er gáð). Hann leikur Platonof
þann, sem leikgerðir verksins
hafa einatt verið kenndar við -
manninn sem fyrir skömmu var
svo gáfaöur og efnilegur, en er nú
skólastjóri í litlu þropi, lífs-
þreyttur fyrir aldur fram, en lifir
enn á því að vera allt í senn, póli-
tískur siðameistari, samkvæmis-
trúður og flagari.
Nú beygjum við hjá
í stuttu spjalli spurðum við
Arnar Jónsson hver honum fynd-
ist Platonof vera.
Hann er nokkuð margir menn,
þegar grannt er skoðað. Kannski
er hann einna helst sá sem er
alltaf að beygja hjá erfiðleikum
og andstreymi, fela sig fyrir þeim.
Minnir að nokkru á Pétur Gaut
reyndar. Altént þekkjum við
kauða, göngum með hann í okk-
ur að hluta til. Upplagið er það
sama í okkur öllum - hvort held-
ur við svo beygjum hjá eða náum
því, að komast í einhvern sæmi-
legan farveg, fyrir tilviljun eða
með tilstilli viljastyrks. Og kom-
umst þá hjá þeim óskaplegu
hrellingum sem yfir Platonof
dynja.
Hrellingum, sem eru sjálfskap-
arvíti auk þess sem allskonar
rammar aðstæður hjálpa til.
Og svo er Platonof settur í þessi
flóknu kvennamál. Ég held það
sé vegna þess að Tsjekhof var
spaugari og líklega fannst honum
sniðugt að nota þessa léttu
skrýtlu sem uppistöðu í leikinn,
því hún er sígild. Og það versta
sem ósjálfstæður karlmaður
lendir í - það er að fara upp undir
of mörg pils í einu! Það þarf
skratti mikla snerpu í það.
Að mölva og smíða
leikmynd
Sjálfur hefi ég aðeins leikið í
einu Tsjekhofverki áður, segir
Arnar. Það var í einþáttungnum
Björninn á fyrstu árum Sjón-
varpsins. Ég lék Bangsa þennan á
móti Þóru Friðriksdóttur og
undir lokin átti ég að leggja húsið
Hvers vegna varð ekki meira úr þér
Þlatonof? (Guðbjörg Thoroddsen).
í rúst - þ.e.a.s. brjóta leikmynd-
ina í mask og mél. Það gat því
ekki verið um nema eina töku að
ræða og það tókst, sem betur fer.
En því miður - annað hefi ég
ekki leikið eftir Tsjékhof. Og
kannski höfum við verið alltof
ódugleg við að færa upp þennan
yndislega höfund.
Það er Þórhildur Þorleifsdóttir
sem leikstýrir Villihunangi en
leikmyndina gerir rússneskur
listamaður, Alexander Vasfléf.
Það fer ekki á milli mála, sagði
Arnar, að hann þekkir vel Rúss-
land og tímabilið, það er allt í
réttu horfi, bæði í búningum og
leikmynd. Ég held að það hafi
verið tvímælalaust fengur að fá
hann til að gera þessa fallegu og
„rússnesku“ umgerð um verk-
ið...
Konur Platonofs leika þær
Helga Jónsdóttir, Guðbjörg
Thoroddsen, Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir og Steinunn Jóhann-
esdóttir. Önnur hlutverk eru í
höndum Péturs Einarssonar, Ró-
berts Arnfinnssonar, Bessa
Bjarnasonar, Rúriks Haralds-
sonar, Sigurðar Skúlasonar,
Hákons Waage og Þorsteins Ö.
Stephensens. Þýðinguna gerði
Árni Bergmann.
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. desember 1985