Þjóðviljinn - 22.12.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.12.1985, Blaðsíða 16
Michel Platini tryggir Juventus Evrópumeistaratitilinn - skorar sigurmarkið gegn Liverpool, 1 -0, i hinum harmþrungna úrslitaleik á Heysel-leikvanginum í Brussel sl. vor. Michel Platini FyEDDUR SIGURVEGARI Strdkurinn með útstœðu eyrun frá litla námabœnum í Frakklandi hefur 17,4 miljónir króna í grunnlaun á ári. Hefur verið kjörinn knattspyrnumaður Evrópu tvisvar og besti knattspyrnu- knattspyrnutímaritum maður heims tvö síðustu árin af tveimur virtum Michel Platini er fæddur sigur- vegari. Að mati margra er hann besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir og saga hans er glæstum sigrum stráð. Sér- staklega síðustu þrjú árin — hann hefurorðiðmarkakóngurít- ölsku 1 .deildarinnar þrjú ár í röð, Evrópumeistari með Frökkum 1984 og var þá langmarkahæsti leikmaður úrslitakeppninnar, hann hefurverið valinn „besti knattspyrnumaður heims“ sl. tvö áraftveimurafvirtustu knatt- spyrnutímaritum sem gefin eru út, World Soccerog France Foot- ball. Michel Platini fæddist í Joeuf, litlum námubæ í hinu sögufræga Lorraine-héraði í austurhluta Frakklands. Afi hans og amma voru ítölsk og faðir hans var stærðfræðikennari sem var með knattspyrnu á heilanum og þjálf- aði lið staðarins. Aldo, faðir hans, náði aldrei lengra en að leika með áhuga- mannaliði Lorraine. En hann var fljótur að átta sig á hæfileikum sonarins. —Hvenær áttaðir þú þig á að þú værir gæddur sérstökum knattspyrnuhæfileikum? „Þessi spurning felur í sér alltof stór orð. Ég fékk mitt fyrsta leik- leyfi — samkvæmt kerfinu í Frakklandi — þegar ég var 10 ára. Það er ekkert óvenjulegt, á þeim aldri ganga flestir drengir til liðs við félög. Síðan þegar ég var 17 ára vildu fjögur atvinnulið fá mig til sín. Þá fyrst áttaði ég mig á að ég gæti átt framtíð fyrir mér í íþróttinni. Ég get ekki dæmt sjálfur um hvort ég hafi einhverja sérstaka hæfileika. Ef þjálfarar og íþróttafréttamenn eru á þeirri skoðun er ég að sjálfsögðu upp með mér en ég get ekki farið að fullyrða neitt slíkt sjálfur“ Platini hóf að leika með Nancy-Lorraine árið 1972. Faðir hans þjálfaði hjá félaginu og hafði ásamt móður hans umsjón með skrifstofum þess. Platini var ekki fastamaður fyrstu tvö árin en á þriðja árinu, þegar Nancy hafði fallið í 2.deild, vann hann sér fast sæti og skoraði 17 mörk í 32 leikjum. Nancy fór beint upp á ný og næsta keppnistímabil, 1975-76, var fyrsta alvöru keppn- istímabil Platinis í l.deild. Hann lék alla 38 leikina og skoraði 22 mörk og þann 27.mars 1976 lék hann sinn fyrsta A-landsleik, gegn Tékkóslóvakíu — 21 árs að aldri. Og hann hélt uppá það með því að skora mark með snúnings- skoti úr aukaspyrnu — vöru- merki sínu í dag. Þar með hafði Platini leikið fyrir Frakklands hönd með A- landsliði, 21-árs landsliði, ung- lingalandsliði, liði franska hers- ins og einnig með áhugamanna- landsliðinu sem lék á Ólympíu- leikunum 1976. Árið 1976 var hann kjörinn íþróttamaður árs- ins í Frakklandi. Stórliðin fóru að fylgjast með þessum ört vaxandi knattspyrnu- manni. Valencia og Inter Milano höfðu samband við Nancy en miljón punda kaupverð fældi þau frá. Loks gekk hann til liðs við Saint-Etienne eftir að hafa skorað 98 mörk í 175 deilda- leikjum fyrir Nancy. —Afhverju St.Etienne; „Það var einfaldlega besta lið Frakklands. Sjö meistaratitlar og fimm bikarsigrar á 12 árum og lék til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða 1976. Allir franskir piltar vildu leika með Saint- Etienne." Platini lék með St.Etienne frá 1979-1982. Liðið varð franskur meistari í lO.sinn árið 1981 en síð- an tók að halla undan fæti. Næsta keppnistímabil var það versta hjá Platini, þó hann skoraði 22 mörk í 36 leikjum. Saint-Etienne var slegið út í l.umferð Evrópu- keppninnar og missti af meistaratitlinum til Monaco á einu stigi, —Varstu þarna tilbúinn að fara til Ítalíu? „ftalir höfðu aflétt banni á er- lenda leikmenn árið 1980. En þá var ég samningsbundinn Saint- Etienne sem hafði engan áhuga á að láta mig fara og hafði engar áhyggjur af fjármálunum. ítalir leyfðu aðeins einn erlendan leik- mann á lið til að byrja með. En árið 1982 fjölguðu þeir þeim í tvo og þá var einmitt samningur minn við Saint Etienne útrunninn. Eftir lokakeppni HM á Spáni gekk ég til liðs við Juventus.. Margir hafa sagt að ég hafi tekið stöðu Liams Brady, jafnvel rutt honum til hliðar, en það er mikil einföldun. Juventus hafði Brady en vildi bæði mig og Pól- verjann Zbigniew Boniek. Það var ekki pláss fyrir okkur alla þrjá svo Brady fór til Sampdoria." —Hver voru viðbrigðin að fara úr frönsku knattspyrnunni yfir í þá ítölsku? „Þau mestu voru satt best að segja þau að ítalir leggja höfuðá- herslu á góðan varnarleik. Mottóið er að ef lið fær ekki á sig mark er það öruggt með a.m.k. eitt stig. Urslitin skipta öllu máli. Og þegar ítalir tala um „úrslit“ eiga þeir við jafntefli eða sigur. Tap flokkast ekki undir úrslit — það er stórslys." —Hvað með áhorfendur? Að- sókn er meiri á Ítalíu en í Frakk- iandi og ítalir hampa hetjum sín- um meira. „Ég neita því ekki að aðsóknin í Torino er betri en í Frakklandi. En ég tel að ég hafi verið heppinn meðan ég lék heima því aðdáend- ur Nancy og Saint-Etienne eru jafn stórkostlegir og aðdáendur Juventus." Meðal hinna nýkrýndu ítölsku heimsmeistara og erlendu stjarna nutu hæfileikar Platinis sín betur en nokkru sinni fyrr. Hann varð markakóngur deildarinnar þrjú ár í röð, fékk Gullboltann og Gullskóinn fyrir að vera besti og markahæsti leikmaður úrslita Evrópukeppninnar í Frakklandi 1984. Hann var kjörinn knatt- spyrnumaður ársins í Evrópu bæði 1983 og 1984. Platini er orðinn auðugur mað- ur. Hann er þó aðeins talinn ní- undi tekjuhæsti knattspyrnumað- ur landsins með 17,4 miljónir fs- lenskra króna í grunnlaun en öfugt við hina átta sem meira þéna fær hann að halda óskertum öllum auglýsingatekjum. Hann stjórnar knattspyrnuskóla og er kynnir í sjónvarpsþættinum Tele Monte Carlo sem fjallar um knattspyrnu. Gömlu skólafélag- arnir sem áður stríddu honum á útstæðum eyrunum sitja nú stjarfir vikð sjónvarpið þegar snilli hans ber þar fyrir augu. —Hvernig er að leika með Ju- ventus? „Það er stórkostleg reynsla, einhver sú stórkostlegasta sem nokkur getur upplifað. Allir leikir eru mikilvægir. Þú ert að leika á toppnum. Juventus er geysilega metnaðargjarnt félag, þrátt fyrir allt sem unnist hefur, og það smitar útfrá sér til allra sem því tengjast. Þetta er líka sanngjarnt og örlátt félag. Andinn meðal leikmanna er mjög góður og árangurinn und- anfarin ár talar sínu máli.“ —Þið hafði þó ekki unnið allt — hvað fór úrskeiðis í úrslitaleik Evrópukeppninnar gegn Ham- burger í Aþenu árið 1983? „Urslitalið í jafn sterkri keppni hljóta alltaf að vera svipuð að styrkleika. Þeir sem töldu okkur örugga sigurvegara litu ekki raunsæjum augum á málið, þeir vanmátu Hamburger. Fyrirliði þeirra, Felix Magath, skoraði snemma leiks og þar með höfðu þeir undirtökin. Hamburger vörðust vel, voru vel skipulagðir og ákveðnir í að halda fengnum hlut. Við gátum enganveginn brotið þá niður.“ —Og að lokum, hvað svo þegar Evrópumeistaratitillinn vannst loksins, i Brussel? „Þeim degi vil ég gleyma. Við unnum leikinn en hvaða máli skipti það? Við í Juventus ætlum okkur að verða Evrópumeistarar aftur í vetur til að sýna að við verðskuldum þann titil. En harm- leiknum í Brussel...honum gleymi ég aldrei. Ég vil ekki ræða hann, þá rifjast of mikið upp.“ —VS (þýtt og endursagt) 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.