Þjóðviljinn - 24.12.1985, Side 3

Þjóðviljinn - 24.12.1985, Side 3
FRETTIR Jólatrésfagnað ur Alþýðubandalagið Lœknafélags Reykjavíkur og lyfjafrœðingafélags Islands verður í DOMUS MEDICA föstudaginn 27. desember kl. 15-17. Jólasveinarnir. Fjársöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar gengur framar vonum enda á færi flestra aö leggja góðum málstað lið mitt í jólakauptíðinni. Ljósm. E. 01. Hjálparstofnunin Met söfnun Líkur á að söfnunin verði á!5. miljón hjá Hjálparstofnun kirkjunnar Alaugardagskvöld höfðu um 13 miljónir króna safnast á veg- um Hjálparstofnunar kirkjunn- ar. A sunnudag var svo safnað í kirkjum landsins og lá ekki fyrir í gær hvc mikið safnaðist þar, þó var Ijóst að í seðlum og ávísunum söfnuðust 350 þúsund krónur en myntina átti að telja í Sparisjóði Reykjavíkur eftir lokun í gær. Síðan var safnað víða í gærdag og má gera ráð fyrir að heildarsöfn- unin nálgist 15 miljónir króna þegar upp verður staðið. Þjóðviljinn fékk þessar upplýs- ingar hjá Gunnlaugi Stcfánssyni starfsmanni Hjálparstofnunar- innar um miðjan dag í gær. Það verður því um metsöfnun að ræða hjá stofnuninni, en sem kunnugt cr fer söfnunarfcð til matarkaupa handa hungruðum heimi. -S.dór Eg er þeirrar skoðunar að þingflokkurinn hefði átt að haga kosningu í bankaráð í sam- ræmi við stefnumótun frarn- kvæmdastjórnar flokksins um þessi mál og endurkjósa ekki það er hins vegar útbreiddur mis- skilningur. l’að er bankastjórnin (bankastjórar) senr hefur alfarið með þau mál að gera. Ef þing- flokkurinn hefði sett Garðar út úr bankaráðinu hefði t'alist í því þungur áfellisdómur um störf hans í ráðinu. Sá dómur hefði verið í hæsta máta óeðlilegur og ósanngjarn", sagði Ragnar. Varðandi kosningu Helga Selj- an sem varamanns í bankaráð Búnaðarbankans vildi Ragnar taka það fram að í tilviki sem þessu er gert ráð fyrir undantekn- ingum og sagt að endurnýjunar- regluna skuli framkvæma „eftir því sem fært þykir og aðstæður leyfa". Við kusurn ágæta konu í bankaráð Búnaðarbankans en ' hún býr úti á landi og það þótti heppilegt að varamaður hennar þekkti vel tii innan bankans og ætti auðvelt með að mæta í hugs- anlegum forföllum hennar sagði Ragnar að lokum. Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins vildi ekki tjá sig um málið þegar Þjóðviljinn leitaði til hans í gær. Guðrún llelgadóttir aiþingis- maður sagði í samtali við blaðið í gær að hún vildi ítreka þá skoðun sína að Alþýðubandalagið ætti alls ekki að kjósa í bankaráð meðan enn ríktu lög um banka- leynd. Hún sagði einnig að hún hefði engan þátt átt í kosningu þingflokksins um helgina. „Það hefði verið allt í lagi að hlusta á hvað framkvæmdastjórn hefur unr þetta að segja". sagði Guð- rún. AB Tillaga Svavars bankaráð Útvegsbankans. Það hefði verið best fyrir bankann, al- þingi og tvímælalaust best fyrir flokkinn, sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður fram- kvæmdastjórnar Alþýðuhanda- lagsins þegar hann var inntur álits á kosningu þingllokks Al- þýðubandalagsins í bankraáð um helgina. Framkvæmdastjórn samþykkti nýlega tillögur þar sem segir m.a. að bankaráð Útvegsbankans skuli ekki endurkjörið og því beint til þingflokksins að hann til- nefni ekki þingmenn í bankraráð ríkisbankanna. „Framkvæmda- stjórn hefur mótað ákveðna stefnu í þessum málum og ég hefði talið það sterkara fyrir Al- þýðubandalagið að þingfiokkur- inn hefði tekið mið af þeirri stefnumótun. En væntanlega mun þingflokkurinn gera grein fyrir þessari afstöðu sinni með einhverjum formlegum hætti", ■iagði Ólafur. Hann sagði einnig að það hefði komið honum á óvart að Helgi Seljan skyldi hafa verið kosinn varamaður Þórunn- ar Egilssdóttur í bankaráð Bún- aðarbankans þar senr virtist vera ótvírætt brot á 35. grein laga Al- þýðubandalagsins þar sem fjallaö er um kosningar í ráð og nefndir á vegum flokksins. „Garðar ber enga ábyrgð“ Það er rétt að þingflokkurinn tók ekki mið af samþykkt fram- kvæmdastjórnar", sagði Ragnar Arnalds formaður þingflokksins í gær. „Það er viðurkennt af öllum að kosningar á alþingi eru í verkahring þingflokksins en ekki verkefni framkvæmdastjórnar. Varðandi kosningu í bankaráð Útvegsbankans verð ég að benda á að Garðar Sigurðsson ber enga ábyrgð á lánveitingum bankans til Hafskips eða þeim tryggingum sem bankinn tók. Bankaráð fjalla alls ekki um lánveitingar banka. Formaður Alþýðubandalags- ins, Svavar Gestsson, hefur að gefnu tilcfni óskað eftir því að blaðið birti eftirfarandi tillögu sem hann lagði fram í fram- kvæmdastjórn Alþýðubandalags- ins þann 16. desember síð- astliðinn. Afgreiðslu tillögunnar var frestað, þannig að hún liggur enn fyrir framkvæmdastjórninni. Útgáfustjórn Þjóðviljans hefur hins vegar fjallað um málið og afgreitt það af sinni hálfu með til- lögu sem birt var í Þjóðviljanum fyrir helgi. „Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins mun hér eftir sem hingað til leggja áherslu á útgáfu Þjóðviljans og telur ekki að til greina komi að leggja blaðið nið- ur, enda aldrei meiri þörf en nú á öflugu baráttutæki sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóð- frelsis. Framkvæmdastjórnin telur hins vegar eðlilegt að taka þátt í umræðum við fulltrúa NT og Al- þýðublaðsins um útgáfumál dag- blaða vegna sameiginlegra yfir- ráða þessara blaða og Þjóðviljans yfir Blaðaprenti hf. og vegna þess ægivalds sent íhaldsöflin hafa nú með útgáfu DV og Morgunblaðs- ins og yfirráðum hægri aflanna yfir ríkisútvarpinu. Framkvæmd- astjórnin leggur fyrir sitt leyti áherslu á nauðsyn þess að skapa á blaðamarkaði mótvægi við ein- okun íhaldsaflanna og telur eðli- legt að kanna til þrautar hvort unnt er að skapa slíkt mólvægi með nýju fjölmiðlunarfyrirtæki. Bendir framkvæmdastjórnin einnig á það í þessu sambandi að eðlilegt væri að Alþingi sam- þykkti ráðstafanir til þess að tryggja lýðræði á blaðainarkaöi og í skoðanamyndun í þjóðfé- laginu með opinberum ráðstöf- unum eins og tíðkast hafa um ár- atugaskeið í grannlöndum okk- ar.“ Blaðastyrkir DV fær sitt DVfœr andvirði 250 eintaka daglega eins og hin dagblöðin Blaðastyrkur sá sem dagblöðin fá frá ríkinu er sá að ríkið kaupir fyrir stofnanir sínar 250 eintök af hverju dagblaðanna daglega. DV tönnlast á því sí og æ að það, eitt dagblaðanna, fái eng- an styrk frá ríkinu. En DV fær greitt eins og hin blöðin fyrir þau 250 eintök sem ríkið kaupir. Styrkir þeir sem þingflokkarnir fá til sinnar starfsemi, þar á með- al til útgáfu héraðsblaða, kemur dagblöðunum ekkert við, nema ef þingflokkarnir taka þá ákvörð- un að láta hluta af þessu fé renna til dagblaðanna. Ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákveður að láta DV hafa einhvern hlut af því fé sem flokkurinn fær, þá varðar enga aðra um þá ákvörðun. En greiðslu fyrir 250 eintök fær DV eins og önnur blöð. -S.dór Kosning Garðars umdeild Þingflokkurinn kaus í bankaráð gegn vilja framkvæmda- stjórnar. Ólafur Ragnar: Hefði ekki áttað endurkjósa bankaráðið. Ragnar Arnalds: Garðar ber enga ábyrgð. Þriðjudagur 24. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.