Þjóðviljinn - 24.12.1985, Side 4

Þjóðviljinn - 24.12.1985, Side 4
LEIÐARI Böm em oss fædd í dag er barn oss fætt, segir á einum stað, og fæðing Jesú minnir kristna menn á hlutskipti allra barna, sem fæðast inní þennan heim. Við erum stöðugt minnt, á að meirihluti þeirra barna sem fæðast inní heiminn eiga ekki annað fyrir höndum en kúgun, hungur, ógnir og skelf- ingar. Það er grimmúðlegt hlutskipti barnanna, sem fæðast á þurrkasvæðum í Afríku, og búa við hungur og örbirgð, hlutskipti barnanna í Afgan- istan sem rekin verða á flótta undan innrásarliði Sovétstjórnar, hlutskipti barnanna í El Salvador og öðrum Suður-Ameríkuríkjum, að lifa við ógn- arstjórnir, hungur og ótta. Og því miður er sá listi langur, yfir þau lönd og ríki, sem ekki geta boðið börnum sínum uppá það sem við köllum sjálf- sögð mannréttindi. Og víða er það eina sem börnin eiga, hrifsað burt áður en vegferð til aldurs og þroska hefst - lífið sjálft. Við sem búum við meira öryggi og nær efnis- legum gæðum eigum stundum erfitt með að gera okkur í hugarlund þetta hlutskipti meiri- hluta barna í heiminum. Á jólum erum við minnt á að öll börn eru fædd oss í dag, - hlutskipti þeirra allra koma okkur við, hlutskipti þeirra er okkar hlutskipti. Við getum ekki skotið okkur undan þeirri ábyrgð, sem fylgir því, að búa við betri skilyrði en margt annað fólk, - við erum öll systkini og gestir á hótel jörð. „Það var eigi rúm fyrir þau á gistihúsinu", segir í Lúkasarguð- spjalli, - og víst telja þeir sem betur mega sín fullbókað í gisthúsinu. En þar eiga allir að hafa jafnan rétt, - þar eiga allir að rúmast. Það er viðfangsefni mannkynsins, - sósíalismans og kristninnar, að gæta þess réttlætis og jöfnuðar. Þó framleidd séu í heiminu matvæli sem nægðu til að halda lífi í öllum börnum sem fæð- ast á jörðinni, búa 2/3 hlutar barna fyrir neðan hungurmörk. Gæðunum er svo misskipt, órétt- lætið er svo mikið, - og verkefnið sem okkur er ætlað er að sama skapi mikilfenglegt. Víst getum við fyllst heilagri reiði og vandlæt- ingu yfir hlutskipti barna víðs vegar um heiminn. En hvernig búum við að okkar börnum á ís- landi? Hvaða hlutskipti er þeim ætlað? í því algeymi neyslunnar, sem oft fylgir þess- ari helgu hátíð, sem nú fer í hönd, gleymist oft að þau gæði, það öryggi sem er máski börnum mikilvægara en leikfangafjöld, er ef til vill ekki að sama skapi innihaldsríkt og það er fjölsk- rúðugt í efninu. Fjöldi barna er með beinum og óbeinum hætti fórnarlömb þess misréttis og ójöfnuðar sem við- gengst í landinu. Börnin verða illilega fyrir barð- inu á vinnuþrælkun foreldra þeirra, þau njóta ekki nægilegrar aðhlynningar vegna skilnings- leysis stjórnvalda gagnvart dagvistarstofnun- um, skólunum og kjörum launafólks. Margt bendir til þess að misrétti af þessum toga hafi farið vaxandi á síðustu misserum. Þeir sem hafa orðið ofaná undir formerkjum „fjálsrar sam- keppni“, skjóta sér þá gjarnan undan þeirri ábyrgð sem þeir bera gagnvart sínum minnstu bræðrum, svo á íslandi sem í Eþíóþíu. Það er hverjum manni hollt að njóta helgi jólanna til lestrar og íhugunar um eilífðarmálin og vort daglega brauð. Og vissulega er rétt að gleðjast með börnunum, og varðveita með sér barnið í brjóstum okkar allra. Við sjálf og þjóðfé- lagið sem við búum í verður dæmt eftir því hvernig það hefur fóstrað börnin. Þjóðviljinn óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla! -óg KUPPT OG SKORIÐ í bókaskapi Fréttir á aðventunni hafa eink- um verið tvennskonar - af góðri bókavertíð og vondri fjármála- vertíð. Eitthvað hafa menn að hugga sig við meðan Hafskip sigla sinn sjó. Talningamenn herma að bóka- útgáfa hafi aukist nokkuð aftur frá því í fyrra, en þá varð um verulegan samdrátt að ræða. Fjölgun titla er reyndar hvorki góð né vond í sjálfu sér. En það getur verið varhugavert ef útge- fendur taka upp á þeirri dæmi- gerðu íslensku hegðun að offjárf- esta um leið og hagnaðarvon skýtur upp kolli - m.ö.o. rjúka til að fjölga titium verulega aftur. Sannleikurinn er sá, að sú fækk- un úr um það bil 500 titlum sem áður komu út á ári hverju í svo- sem 300 í fyrra kom ekki niður á fjölbreytni. Það var helst að sam- an drægist útgáfa á þýddum af- þreyingarbókum - og skal reyndar engan undra það, jafn mikil og notkun er á sama frá- sagnarefni eins og það er fram borið á myndböndum. Á hinn bóginn er það mjög áberandi breyting á bókaútgáfu, að sá þýð- ingarsjóður, sem greiðir fyrir því að sæmilegar erlendar bók- menntir komist á íslensku, er far- inn að hafa drjúg áhrif. Hér á árum áður mátti telj ast gott ef svo sem fimm-sjö nýjar þýðingar á gildum bókmenntaverkum kæmu út á ári, en fyrirgreiðsla þýðingar- sjóðs hefur nú fjölgað þeim veru- iega. Um leið er leitað víðar fanga en áður. Það er undarlegt miðað við aðstæður en satt, að svo virðist nú sem íslenskir lesendur bók- mennta hafi meiri áhuga fyrir rit- höfundum úr Rómönsku Amer- íku en úr hinum engilsaxneska heimi, sem er næstum alráður í kvikmyndaneyslu hér á landi. Og nýir menn og ný lönd bætast við það landnám sem þýðendur stunda - nú síðast fáum við merkilega sögu úr Tyrklandi eftir Kemal þann sem oft er nefndur þegar líður að úthlutun Nóbels- verðlauna. Konur og bækur I viðtah hér í Þjóðviljanum á dögunum við talsmann nýs út- gáfufyrirtækis sem Bríet heitir, að aðstandendur þess hafi talið nauðsyn á að stofna sérstakt kvennaforlag vegna þess að „okkur virðist á útgáfu síðustu ára að konur eigi undir högg að sækja á bókamarkaði“. Nú hefur enginn neitt á móti því að slíkt forlag komist á fæt- urna. En staðhæfing að ofan er sem betur fer hæpin. Útgáfa síð- ustu ára hefur einmitt sýnt, að konur eiga vaxandi þátt í því að setja saman bækur hér á landi - um leið og þýðingum á verkum erlendra kvenrithöfunda hefur fjölgað stórlega. Okkur er satt að segja mjög til efs, að íslensk for- lög hafni frekar handritum kvenna en karla. Gæti eins verið að það dæmi hefði snúist við - einmitt vegna þess að það hefur verið drjúg eftirspurn eftir kvennabókmenntum. i Þessu kynni einhver að svara með því að benda á það, að enn komi færri bækur út eftir karla en konur. En slíkar magntölur segja í sjálfu sér ekki margt umfram það, að karlpeningur hefur haft nokkuð forskot á skeiði því sem á ritvelli er þreytt. Það sem mestu skiptir í þessu sambandi eru gæði bókanna og svo það, hvort nú um stundir eru uppi eða ekki áþreifanlegir fordómar gegn því sem konur skrifa. Grýtum gagn- rýnendur Eins og oft áður á bókavertíð er öðru hvoru minnst á viðkvæmt mál og erfitt: gagnrýni í blöðum. Sumir kvarta yfir því að gagnrýnendur taki sér mikið vald, setjist í dómarasæti og þar fram eftir götum. Aðrir tala svo á hinn veginn: að gagnrýni sé bragðdauf og skoðanalítil og ekki sá vegvísir á góða bækur og við- vörun um vondar sem þeir vilja hafa. Það er erfitt að alhæfa um blaðagagnrýni á íslandi. Líklega eru gagnrýnendur nákvæmlega jafn misjafnir og rithöfundarnir- enda algengt að einn og sami maðurinn hafi komið fram í báð- um hlutverkum. En þann vanda eiga gagnrýnendur sameigin- legan, að bækur koma út á mjög stuttum tíma. Það verður of lítill tími til stefnu. Bókum er dreift á gagnrýnendur sem flestir standa utan blaðs og hafa öðrum störf- um að gegna í kennslu og víðar og það er vitanlega misjafnt hve mikið þeir komast yfir. Of oft kemur það fyrir að menn ætla sér ekki af og geta ekki „skilað fyrir jól“. Og þá er eins og bók sem í því lendir hafi verið msimunað - gott ef ekki af ásettu ráði. Tvennt er hægt að gera til að bæta starfsaðstöðu og þá vonandi afurðir gagnrýnenda. Annars vegar gætu forlög sent frá sér til fjölmiðla, sem við gagnrýni sýsla, hálfunnar bækur, afþrykk af próförkum eða eitthvað þesshátt- ar, svo að hægt sé að koma bókum í lestur allmiklu fyrr en nú er. Með þessu móti er líka auðveldara - ekki síst fyrir hin fáliðaðri blöð - að skipuleggja af skynsemi þá umfjöllun um bækur sem menn vilja reyna að halda uppi. í annan stað eiga menn ekki að láta eins og þjóðin hætti að sinna bókum um leið og jól eru liðin. Það væri líka til bóta ef les- endur sjálfir, sem á sjálfum jólum einatt komast í kynni við þær bækur sem gagnrýnendur hafa verið að sýsla við, séu ófeimnir við að taka þátt í umræðunni - sendi til dæmis inn sína „gagnrýni á gagnrýnina“ ef að þeir komast að annarri niðurstöðu sjálfir en þeir, sem urðu fyrstir til að fjalla um þær opinberlega. En semsagt: við skulum óska öllum þess að þeir eigi sín gleði- legu jól í félagsskap þeirra manna og þeirra bóka sem þeim eru best að skapi. - ÁB. DJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árm Bergman. össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guömundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlóöversson. Blaöamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiöur ingadóttir. Garöar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, LuövikGeirsson, Magnús H. Gísla- son. Möröur Árnason. Sigurdór Sigurdórsson. Víöir Sigurðsson, Þór- unn Siguröardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason. Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Simvarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir. Husmæður: Agústa Þórisdóttir. Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Haröarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiöslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglysingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áðkrift á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 24. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.