Þjóðviljinn - 24.12.1985, Síða 7
A JOLUM
Ragnheiöur: Égkveiðdálítiðfyrirþvíaðþurfaaðvinnayfirjólinífyrraenþaövar alls ekki svo slæmt. Ljósm. Sig.
Ragnheiður Bachmann
hjúkrunarfrœðingur
Allir í
jólaskapi
Ég byrja mína vakt klukkan ell-
efu á aðfangadagskvöld og er
búin klukkan hálfníu á jóladags-
morgun, sagöi Ragnheiöur
Bachmann hjúkrunarfræðingur á
gjörgæsludeild Landspítalans.
Jólavaktirnar eru ekki verstu
vaktirnar. Yfir jólin er reynt aö
halda sjúklingafjölda í lágmarki
og aliir sem mögulega geta fá að
fara heim yfir jólin þó ekki sé
nema tvo þrjá tíma á aðfanga-
dagskvöld.
A gjörgæsludeild þar sem ég
vinn er mikið um sjúklinga sem
eru nýkomnir úr aðgerð en á að-
fangadag eru ekki gerðar neinar
aðgerðirné heldurá jóladag. iJað
þarf svo margt fólk í kringum
eina aðgerð. Gjörgæsludeildin
tekur líka við sjúklingum af öðr-
um deildum sjúkrahússins sem
eru mjög mikið veikir. í ár er
Landspítalinn ekki með slysavakt
á aðfangadag, en þá er meira að
gera og fleiri verða að vera á vakt
en venjulega.
Við erum tveir hjúkrunarfræð-
ingar á vakt á jólanótt og tveir
sjúkraliðar. Yfir blánóttina höf-
um við líka bakvakt sem við þá
hringjum út ef eitthvað kemur
uppá.
Við reynum að halda jól þó að
við séunt að vinna. Við hittumst
fyrir jólin og skreytum þá allar
deildirnar svo umhverfið er mjög
ólíkt því sem það er venjulega.
Starfsfólkið kemur líka með
kökur með sér að heirnan og á
aðfangadagskvöld er liægt að fá
jólamat. Stemmningin er öðru-
vísi en venjulega og allir í jóla-
skapi. Deildirnar skiptast á jóla-
kortum og í fyrra fengu deildirnar
ávaxtakörfu og konfekt frá spítal-
anum en ég veit ekki hvort það er
árviss viðburður. Þeir sjúklingar
sem verða að liggja inni yfir jólin
fá yfirleitt smápakka frá spítalan-
um.
í ár vinn ég líka á þorláks-
messu, bæði morgunvakt og næt-
urvakt svo allur aðfangadagur fer
í að hvíla sig og sofa fyrir næstu
vakt. Jólaundirbúningur verður
að vera búinn í tæka tíð þó það sé
kannski minnsta málið. Það er
alltaf mikill spenningur þegar
verið er að raða niður á vaktirn-
ar. Það er leiðinlegt að þurfa að
velja milli þess að vinna yfir jólin
eða vinna yfir nýárið. Auðvitað
vill rnaður lielst eiga frí yfir báðar
hátíðirnar en þar sem ég er barn-
laus er hálft i hvoru ætlast til að ég
velji jólin. Ég kveið dálítið fyrir
því að þurfa að vinna yfir jólin í
fyrra en þaö var alls ekki svo
slæmt. Þaö var viss hátíðleiki yfir
öllu en þaö er alltaf erfitt aö þurfa
að fara frá fjölskyldunni á að-
fangadagskvöld. Ég hugsa að ef
ég ætti börn myndi ég reyna að
vera heima yfir jólin. Og þetta er
einmitt það sem er verst viö vakt-
avinnuna að eiga ekki frí þegar
aðrir eiga frí.
-aró
Kristinn E. Guomundsson, veituvirki:
Höldum
jól
Hér ganga menn á vakt allan
sólarhringinn og það er hægt aö
hringja hvenær sem er, tilkynna
bilanir og fá allar nauösynlegar
upplýsingar, sagöi Kristinn E.
Guðmundsson starfsmaöur Raf-
magnsveitu Reykjavíkur.
Kristinn er meðal þeirra starfs-
manna Rafveitunnar sem eru á
vakt yfir jólin til að tryggja það að
við hin getum notið jólasteikur
og annars sem jólunum tilheyrir.
Ég er búinn að vinna hjá Raf-
veitunni í 42 ár ög þau eru orðin
mörg jólin sem maður hefur verið
úti. Auðvitað er alltaf gaman að
vera heima hjá sér yfir jólahátíð-
ina en ég hef ekki fundið til þess
að vera að vinna. Maður gleðst
bara með fólkinu og það er gam-
an aö geta hjálpað ef eitthvað fer
úrskeiðis.
her
Við erum hér til að þjónusta
fólk, það er mikið hringt og það
sem hægt er leysum við gegnum
síma eða sendum fólk af vaktinni
til að gera við. Þær eru margar
frúrnar sem við höfum gert að
rafvirkjum og kennst þeim til
dæmis að skipta um öryggi eftir
leiðbeiningum í gegnum síma.
Við tökum líka við öllum
skömmum á fyrirtækið. Það er
oft að fólk æsir sig en við erum
hér til að þjónusta fólkð, og ég
tek aldrei á móti kúnnanum
öðruvísi en hann standi á réttu.
Á aðfangadag höfum við vakt-
bt'la úti, tvo menn í hverjum bíl,
víðs vegar um bæinn meðan
mesta álagið er yfir eldunartím-
ann. Það er mikið öryggi í því og
ólíkt styttra að þjóta á milli húsa.
Á jólanótt eru svo nokkrir rnenn
hér á vakt í húsinu. Við reynum
Kristinn: Þau eru orðin mörg jólin sem maður hefur verið úti. Ljósm. Sig.
að halda okkar jól hér, fáum mat
og öl og kaffi og það er á allan
hátt dekrað við okkur.
Yfir jólin erum við líka með
brunaeftirlit og veröum að fylgj-
ast með öllu sem skeður en við
erum svo lánsamir að við þurfum
ekki út til að framfylgja öllu
þessu eftirliti. Við erum í tal-
stöðvarsambandi við Vélamið-
stöð Reykjavíkur en þar eru
vaktmenn frá vatns- og hitaveitu.
Ég er veituvirki og þegar ég
byrjaði var unnið á strengjum. Þá
tók maður bara jarðstreng beint
úr götu, tók hann upp með fullum
straum og bætti við og lagaði. Nú
er kerfið öðruvísi, og jarðstreng-
irnir tengdir uppí kassa, einn
kassi fyrir nokkuð mörg hús og
öryggin eru í kössunum líka. Það
er einnig niikiö nteira gert fyrir
mannskapinn núna hvað varðar
fatnað og annað. Það er óhætt að
segja þaö að allur aðbúnaður
starfsmanna rafmagnsveitunnar,
er til fyrirmyndar.
Og svo óskum við bara öllurn
gleðilegra jóla, sagði Kristinn.
-aró
Þriðjudagur 24. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7