Þjóðviljinn - 24.12.1985, Síða 9

Þjóðviljinn - 24.12.1985, Síða 9
ájólumleIKHÚS Þjóðleikhúsið Villihunang Tsékovs Áannan íjólumfrumsýnir Þjóðleikhúsiö gamanleikinn Villihunang eftir Anton Tsjékov, í nýrri leikgerð eftir Michael Frayn. Þýðinguna gerði Árni Bergmann, leik- stjóri er Þórhildur Þorleifsdótt- ir, leikmynd og búningagerir Alexander Vassiliev og lýs- ingu annast Páll Ragnarsson. Með helstu hlutverk fara: Arn- ar Jónsson, Helga E. Jónsdóttir, Guðbjörg Thoroddsen, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Pétur Einarsson, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Bessi Bjarna- son, Steinunn Jóhannesdóttir, Hákon Waage og Þorsteinn Ö. Stephensen. Tveir höfundar eru skrifaðir fyrir Villihunangi, sem fjallar um Platonov, gjálífshetjuna harmrænu, sem er eins konar nýrri gerð af Don Juan og hefur óumræðilega sterk áhrif á allar konurnarsem hann umgengst, en er jafnframt of veikgeðja til að hafa stjórn á sér eða axla ábyrgð. Það er auðvitað fyrst og fremst rússneska leikskáldið Anton Tsjékov sem á heiðurinn að verk- inu, en hann var einungis tvítugur þegar hann samdi þetta mikla verk sem upphaflega var svo langt að nánast ógjörningur var að sýna það óstytt. Það hefði út- heimt sex til sjö klukkutíma setu í leikhúsinu, enda lagði hann verk- ið til hliðar - þessa fyrstu tilraun sína til að semja leikrit - og hand- ritið fannst ekki fyrr en árið 1920 eða 16 árum eftir dauða höfund- ar. A síðustu 30 árum eða svo hefur þetta verk, sem jafnan gengur undir nafninu Platonov, eins og aðalpersónan, verið sýnt víða í ýmsum styttri gerðum. Sú leikgerð sem hér er lögð til grundvallar er eftir breska verð- launahöfundinn Michael Frayn, sem er einn helsti þýðandi Tsjék- ovs í Bretlandi. Frayn er annars þekktur hér á landi sem höfundur gamanleiksins Skvaldur sem Þjóðleikhúsið sýndi við gífur- legar vinsældir fyrir tveimur árum. Villihunang Tsékovs verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í þýðingu Árna Berg- manns 26. desember. Iðnó Sexið í LR Áðuren Leikfélag Reykjavík- ur ræðst til atlögu við Svart- fugl Gunnars Gunnarssonar, sem fer í æfingu um áramót, ætlar það að slá á léttari strengi og frumsýnir milli jóla og nýárs sprellfjörugan bresk- an farsa Sex í sama rúmi (Move Over Mrs. Markham) eftir Ray Cooney og John Chapman í þýðingu Karls Guðmundssonar leikara. Leikmyndog búningagerir Jón Þórisson og leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson en Jón hefur leikstýrt mörgum af vinsælustu leiksýningum Leikfélagsins á undanförnum árum m.a. Flóáskinni, Skjaldhömrum, Þiðmunið hann Jörund, Rommíog Hassinu hennarmömmu. Metsölufarsinn Sex í sama rúmi er á fjölum Iðnó eftir jólin. Valgerður Dan og Kjartan Bjargmundsson í hlutverk- um sínum. Níu leikarar fara með hlutverk í leikritinu: Hjónin tvenn leika Valgcrður Dan og Þorsteinn Gunnarsson; Kjartan Ragnars- son og Hanna María Karlsdóttir. Kjartan Bjargmundsson leikur fjöllyndan innanhúsarkitekt og Margrét Ólafsdóttir fer með hlut- verk barnabókahöfundarins sið- vanda. Lilja Þórisdóttir leikur vinnustúlku innflutta frá megin- landinu og fólk, sem til er í fram- hjáhald leika þau Sigurður Karlsson og Rósa Þórsdóttir. Þetta er fyrsta hlutverk Rósu hjá Leikfélaginu að loknu námi en hún lauk prófi frá Leiklistarskóla íslands í vor. Hún lék í fyrravetur hlutverk Helenu í Draumi á Jónsmessunótt í sameiginlegri sýningu LR og Nemenda- leikhússins. Frumsýningin á Sex i sama rúmi verður laugardagskvöldið 28. desember, 2. sýning sunnu- dagskvöldið 29. og síðan verður leikritið sýnt samhliða söng- leiknum Land míns föður eftir áramót. Á þriðja í jólum hefjast sýningar á Reykjavíkursögum Ástu á ný. Sýn- ingar verða á þriðja í jólum, laugar- dag, sunnudag og mánudag. Miða- salan að Vesturgötu 3 opnar annan i jólum frá 4-6, miðapantanir eru í síma 19560. Kardemommubœrinn Þessir náungar fara aftur á stjá um jólin, en þeir eru nú samt ekki venjulegir jóla- sveinar. Þetta eru þeir Kasp- er, Jesper og Jónatan, ræn- ingjarnir í Kardimommubæn- um, en hann verðurtekinn upp í Þjóðleikhúsinu að nýju á millijólaog nýjárs. ífyrra sáuyfir 30.000 manns sýninguna og verður 58. sýning áverkinu laugar- daginn 28. desember. Leik- stjóri er Klemens Jónsson en auk þeirra Randvers Þorláks- sonar, Pálma Gestssonar og Arnar Árnasonar í hlutverkum ræningjanna leika stór hlut- verk þau Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Róbert Arnfinns- son og Baldvin Halldórsson að ógleymdum fjölda barna. Þekkja ekki alllr þessa kumpána? Islenska operan Leðurblakan með Kristjáni Hátíðarsýningar milli jóla og nýárs. Kristinn Sigmundsson og Ólafurtrá Mosfelli veröa með á Nýársgleði. Sú sígilda óperetta Leður- blakan eftir Johann Strauss verðursýnd um hátíðarnarog í byrjun næstaárs. Sérstakur gestur í sýningum milli jóla og nýárs verður Kristján Jó- hannsson, sem syngur lög að eigin vali. Gestirá Nýársgleði verða Kristinn Sigmundsson og ÓlafurfráMosfelli. í óperuhúsum víða um heim er það gamall siður - og þykir góður - að flytja Leðurblökuna um ára- mót. Það er ekki að ósekju, því söguþráður óperettunnar spinnst um stórkostlega veislu í höllu Orlofskís nokkurs, fursta. Veisluglaumur Leðurblökunnar er vel til þess fallinn að koma fólki í hátíðaskap; tónlistin er smitandi fjörug, söguefnið glettið og grátbroslegt, búningarog ann- ar umbúnaður glæsilegur. Óper- an veitir kampavín í báðum hléum á öllum sýningum. Sumum kann að þykja þetta ærið, en auk þessa bauð Óperan til sín sérstökum gesti, Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara, sem kemur fram og syngur á öllum sýningum milli jóla og nýárs. Kristján tók boðinu, eins og hans var von og vísa og mun syngja endurgjaldslaust, Óperunni til stuðnings. Á nýársdag og laugardaginn 4. jan. verða gestir Óperunnar Kristinn Sigmundsson og Ólafur frá Mosfelli. Kóngarnir fjórir - allt valinkunnir söngvarar verða leynigestir á nokkrum sýningum. Hljómsveitarstjóri Leðurblöku- nnar er Garðar Cortes. Leðurblakan eftir Strauss kemur aftur á fjalir Islensku óperunnar eftir jólin og verður sýnd fram á næsta ár. Sér- stakur gestur á hátíðarsýningunum milli jóla og nýárs verður Kristinn Sig- mundsson. Þriðjudagur 24. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.