Þjóðviljinn - 24.12.1985, Síða 17
Stór-
afmæli
90-85-60
Jón Sigurðsson fyrrum for-
maður, atvinnubílstjóri og tré-
smiður frá Hópi í Grindavík
verður níræður 25. desember.
Kona hans Guðríður Einarsdótt-
ir fyrrum ljósmóðir í Grindavík
varð 85 áraþann 5. septembers.l.
Þau hjónin áttu 65 ára brúð-
kaupsafmæli þann 30. október.
Jón og Guðríður eignuðust 5
börn erkomust upp, barnabörnin
eru 23 og barnabarnabörnin 26.
í>au hjónin búa í eigin íbúð að
Austurbrún 4 í Reykjavík. Þau
munu dvelja á heimili sonar síns í
Heiðarseli 4 á afmælisdegi Jóns.
Friður
um alla
heimsbyggð
Á jólum 1985 er okkur efst í
huga að friður megi ríkja um alla
heimsbyggð.
Á undanförnum árum höfum
við horft upp á ógnvekjandi víg-
búnaðarkapphlaup. Gjöreyðing-
arvopn sem allir vita að aldrei má
nota hrannast upp og nú á að víg-
væða himingeiminn. Þarna eru
að verki þau ríki heims sem búa
yfir mestri tækni og stærstum
auði. Þau verja til vígbúnaðar
milljörðum króna meðan þorri
mannkyns býr við hungur, sjúk-
dóma og neyð. Andspænis þess-
ari átakanlegu þversögn megum
við ekki sitja aðgerðarlaus.
Ábyrgð okkar er mikil.
Vígbúnaðarkapphlaupið
verður að stöðva ef takast á að
forða mannkyni frá tortírningu.
- Því fjármagni sem nú er varið
til vígbúnaðar á að verja til að
seðja hungur sveltandi fólks, til
heilsugæslu og menntunar.
- íslensk stjórnvöld eiga að
taka afdráttarlausa afstöðu gegn
kjarnorkuvopnum á alþjóðavett-
vangi. Ef einhver árangur á að
nást í afvopnunarviðræðum stór-
veldanna þarf að koma til öflugt
almenningsálit gegn kjarnorku-
vá.
- ísland má ekki verða vett-
vangur aukins vígbúnaðar á
norðurslóðum. Við höfnum
kjarnorkuvopnum á landi okkar
og í hafinu umhverfis, hvort sem
er á friðar- eða stríðstímum.
- Sameinuðu þjóðirnar hafa
valið árið 1986 ár friðarins. Þá
verður kjörið tækifæri fyrir hvern
og einn að leggja sitt af mörkum í
þágu friðarins.
- Við viljum frið. Við viljum
heim án gjöreyðingarvopna,
heim réttlætis og virðingar við
lífið.
Friðarhópur fóstra Gleðileg jól
Friðarhreyfing íslenskra kvenna
Friðarsamtök listamanna
Menningar og friðarsamtök ís-
lenskra kvenna
Samtök herstöðvaandstæðinga
Samtök íslenskra eðlisfræðinga
gegn kjarnorkuvá
Samtök lækna gegn kjarnorkuvá
Samtök um kjarnorkuvopnalaust
ísland
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
Frá Vísindasjóði
Vísindasjóður auglýsir styrki ársins 1986 lausa til um-
sóknar. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar.
Umsóknareyðublöð, ásamt upplýsingum, fást hjá |
deidarriturum, menntamálaráðuneytinu og hjá sendi-
ráðum íslands erlendis.
Deildarritrar eru:
Sveinn Ingvarsson konrektor Menntaskólans við
Hamrahlíðfyrir Raunvísindadeild og ÞorleifurJónsson
bókavörður á Landsbókasafni fyrir Hugvísindadeild.
Vísindasjóður.
68Í333mer (($ DJÚÐVILJINN
Laus hverfi:
Seltjarnarnes, Grandar, Fossvogur.
DIÚÐVILJINN
Eiginmaður minn J
Ragnar Sigfús Ólafsson
husgagnabolstrari
Laugavegi 100, Reykjavík '
lést 21. desember á Landakotsspítala.
Fyrir hönd aðstandenda
Helga Jósefsdóttir.