Þjóðviljinn - 24.12.1985, Side 20

Þjóðviljinn - 24.12.1985, Side 20
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663. DJÚÐVILJINN Þriðjudagur 24. desember 1985 297. tölublað 50. órgangur. Ráðherrabílar 875 þúsund á mánuði í rekstuMQ bíla! Hver ráðherra úti að aka fyrir sexföld dagvinnulaun verkamanns. Jóhanna Sigurðardóttir: Burtu með þessi fríðindi! Af'yrstu 4 mánuðum ársins nam bif'reiðakostnaður ríkissjóðs vegna tíu ráðherrabíla 3,5 milj- ónum króna eða 875 þúsund krónum á mánuði. Hcildarkostn- aður við þennan bílaflota í fyrra nam 8,5 miljónum á verðlani þessa árs. Þetta kemur fram í svari for- sætisráðherra við fyrirspurnum Jóhönnu Sif>urðardóttur um bíla- fríðindi og bílakostnað ráðherra. Meðalkostnaður á mánuði (janú- ar til loka apríl 1985) er sem hér segir: Halldór Ásgrímsson, 138 þúsund, Geir Hallgrímsson, 108 þúsund, Steingrímur Hermanns- son, 100 þúsund, Alexander Stef- ánsson, Sverrir Hermannsson og Matthías Bjarnason 85 þúsund hver, Matthías Á. Mathiesen 78 þúsund, Albert Guðmundsson 65 þúsund, Jón Helgason 64 þúsund og Ragnhildur Helgadóttir 60 þúsund, samtals 875 þúsund á mánuði. Jóhanna Sigurðardóttir hefur iagt fram þingsályktunartillögu í framhaldi af þessu svari um að fella úr gildi ákvæði um bifreiða- fríðindi ráðherra og segir það m.a. leið til þess að koma í veg fyrir að bankastjórar njóti þess sama en tillaga þar unr liggur fyrir í a.m.k. einum ríkisbankanum sem er Landsbankinn. Jóhanna segir nauðsynlegt að alþingi lýsi því yfir að það telji óeðlilegt að ráðherrar eða embættismenn ríkisstofnana hafi sérstök bifr- eiðahlunnindi umfram það sem almennt gildir og það hljóti að þurfa athugunar við ef mánaðar- legur rekstrarkostnaður ráðherr- abíls geti numið allt að 6 mánaða dagvinnulaunum verkafólks. - ÁI. Námslán Gefst námsfólk upp? Olafur Sigurðssonfulltrúi vinstri manna í HÍ: Líklegt að niðurskurðurinn geri námsmönnum ókleift að halda áfram námi erlendis Pað er Ijóst að nú blasir við 30% niðurskurður á náms- lánum sem þýðir að fólk verður að hætta námi hundruðum sant- ait, sagði Ólafur Sigurðsson for- maður Framkvæmdaráðs F'élags vinstri ntanna í Háskóla Islands. Ólafur sagði ennfremur að nú væri það spurning hvort náms- menn þeir sem eru erlendis við nám og koma heim í jólaleyfi hafi nokkuð með það að gera að fara erlendis aftur. „Það er ekki ólík- legt að þessi fyrirhugaði niður- skurður geri fólki ókleift að stunda nám erlendis", sagði Ólafur. „Það er svipað ástand nú og var á sama tíma í fyrra. Þá kom fram í Stúdentaráði Háskóla íslands sú tillaga frá hægri mönnum að opna lögin um námslán, þ.e. taka þau til endurskoðunar. Þá var hún felld með atkvæðum vinstri- manna og Umbótasinna. Nú í haust kom þessi tillaga aftur fram frá hægrimönnum og þá var hún samþykkt vegna þess að Umbar samþykktu hana. Að þessu sinni var tillagan borin upp undir því yfirskini að endurskoða þyrfti af- greiðslumáta sjóðsins. Til að fólk skilji í nvaða farvegi lánamál námsmanna eru stödd um þessar mundir má benda á að á frægu SUS-þingi (Ungir sjálf- stæðismenn) sem haldið var fyrir skömmu komu fram ýmsar til- lögur sem beinast að því að skerða hag LÍN. Og það voru fjórir aðilar sem voru á SUS- þinginu sem nú eiga sæti í nefnd þeirri sem menntamálaneytið hefur sett á stofn til að „athuga“ málefni LÍN. Þar á meðal er full- trúi stúdenta í stjórn LÍN. Ég vil hvetja stúdenta til að halda vöku sinni í þessum mál- um. Það má búast við því að ást- andið fari versnandi, það hefur sýnt sig í yfirlýsingum ráðamanna undanfarið", sagði Ólafur að lok- um. - IH. Suður-Afríka Winnie Mandela handtekin Um helgina var einn helsti leið- togi blökkumanna í Suður- Afríku, Winnie Mandela, eigin- kona Nelson Mandela, hand- tekin fyrir að hundsa bann yfir- valda við að hún búi í Soweto, útborg Jóhannesarborgar. Winn- ie hefur á undanförnum vikum risið til mikilla áhrifa meðal blökkumanna sem berjast gegn aðskilnaðarstefnunni og yfirvöld hafa hikað í tvo mánuði við að handtaka hana þótt hún hafi haft að engu bann þeirra við því að hafa afskipti af stjórnmálum og ræða við fréttamenn. Sjá bls. 2

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.