Þjóðviljinn - 10.01.1986, Síða 7
Hann áafmæli ídag...Rod Stewarttekur lagið á Broadway ífyrra. Ljósm.E.ÓI.. Elvis Presley lést 16. ágúst 1977 Rokkskáldið og gítaristinn Chuch Berry er faeddur 18. október 1931 og leggur
(fæddur 8. janúar 1935). Þessar enn stund á rokk.
myndir eru teknar með rúmlega 5 ára
millibili.
Rokksaga í hljóðritröð
í fyrrasumar tók Almenna
bókafélagið upp á því að
stofna hljómplötuklúbb og
koma í gegnum hann áfram-
færi hljóðritröðinni The Hist-
ory of Rock. Nú eru viðskipt-
avinir klúbbsins búnir að fá
fjögurfyrstu plötuhefti Rokk-
sögunnar, eða 7 hljómplötur
alls, þar sem hér er um tvöföld
plötualbúm að ræða, nema
það fyrsta, og hafa borgað
1828 krónur fyrir þessa hei-
lögu tölu. Þetta eru heilmikil
kjarakaup og mikill fengur að
þessari útgáfu fyrir þásem
áhuga hafa á sögu rokksins
og tónlist þeirra sem mestan
svip hafa sett á rokksöguna
sem ekki telst nema rétt lið-
Iega30 áragömul.
Fyrsta hefti Rokksögunnar
hefur að geyma elstu og bestu lög
rokkkóngsins Elvisar Presley og
fá ungir músíkpælarar, sem ekki
hafa heyrt þau áður, eflaust ann-
að og meira álit á honum, sem var
orðinn feitur, latur og sjúkur
maður er hann lést fyrir tæpum
níu árum.
Annað heftið inniheldur perlur
rokkarans Bills Haley sem hefur
gert nafn sitt ódauðlegt með
Rock around the clock en hann
lést fyrir fáum árum; Buddy Holly
fórst 22 ára að aldri í flugslysi, en
þrátt fyrir stuttan starfsaldur
gerði hann marga perluna sem
telst til klassíkur í rokkinu (Peggy
Sue og That’Il be the day t.d.) og
Elvis Costello er ekkert að fela að
Holly er fyrirmynd hans; hin
heftin í öðru heftinu er feitlagni
söngvarinn og píanóleikarinn
skemmtilegi Fats Domino, sem er
8 barna faðir í New Orleans og
skemmtir af og til með gömlu lög-
un.um sínum;... og svo Little Ric-
hard, sem er sko bráðlifandi og
skemmtandi enn þann dag í dag.
og mælir gjarnan með sér sjálfur,
bæði hvað músíkhæfileikum og
útliti við víkur. Lont tall Sally er
líklega þekktasta útgáfa Bítlanna
af því lagi. Auk þess að vera sér-
stakur söngvari þykir Richard
litli, sem verður 54 ára næsta að-
fangadag, vera hinn besti orgel-
leikari.
í 3. og 4. hefti rokksögunnar
eru söngvar þriggja látinna lista-
manna: „sól‘"söngvarans Sam
Cooke sem skotinn var til bana
tæplega þrítugur að aldri í des-
ember 1964. Þekktasta lag þessa
ljúfrómaða manns er Only six-
teen; Vinirnir Eddy Cochran og
Gene Vincent eiga sína plötusíð-
una hvor og ber auðvitað hæst lög
þeirra Summertime Blues sem
hljómsveitin Who gerði að vöru-
merki sínu í minningu Cochrans
og svo hið glæsilega ekkóhlaðna
lag Vincents, Be-Bop-A-Lula. Sá
fyrrnefndi lést í bílslysi 1960 sem
sá síðarnefndi slapp lifandi úr en
náði sér aldrei að fullu. Hann lést
svo í október 1971, á 37. aldurs-
ári, og hafði þá átt langt samneyti
við Bakkus sem reyndist honum
vondur meðreiðarsveinn og kom
í veg fyrir áframhaldandi frama
hans. Aðrir í 3. og 4. hefti eru
Chuck Berry, sem nefndur hefur
verið faðir gítarleikaranna og
hefur sett saman ótrúlegan fjölda
laga og texta sem er algjör klassík
í rokkinu: Sweet little sixteen,
Memphis, Johhny B. Goode
o.s.frv. o.s.frv....; Söngsveitin
Platters, bræðradúettinn Everly
Brothers sem hvað þekktastir eru
fyrir Wake up little Susie, hinn
óstýriláti rokkari og píanisti, þótt
rúmlega fimmtugur sé, Jerry Lee
Lewis (Whole lotta shaking’ goin’
on), og svo kántrýrokkarinn Carl
Perkins sem samdi lagið sem
Presley gerði frægt, Blue suede
shoes.
Frá þessum gömlu brautryðj-
endum í rokkinu, sem margir
hverjir eru enn að þrátt fyrir tölu-
vert mannfall í þessari atvinnu-
grein, mun svo rokksagan halda
þræðinum fram á vora daga, þótt
líklega verði farið fljótar yfir sögu
þegar nær nútímanum dregur...
En, sem sagt, þessar gömlu klass-
ísku upptökur eru ómetanlegar í
safni áhugamanna um rokksögu-
na, sem er reyndar ekki „bara“
saga rokksins, heldur þjóðfélags-
lýsing hvers tíma þegar best
lætur. Þess má líta geta að undir
sama heiti The History of Rock,
hafa verið gefnir út bæklingar og
fengist hér í bókabúðum, a.m.k. í
Eymundsson.
Hvað plötukúbb AB varðar er
hægt að ganga inn í hann hvenær
sem er, en ef fólk vill fá plöturnar
frá byrjun þarf að geta þess sér-
staklega.
Svona í lokin má kannski geta
þess að einn ágætur rokkari, sem
mun eiga lög í safni þessu, er 41
árs í dag: Rod Stewart, sem heim-
sótti okkur í fyrra. Minna þekktir
rokkarar deila með honum af-
mælisdegi, Donny Hathaway
(fæddur 1945 eins og Rod) sem
sungið hefur ljúflega með Ro-
bertu Flack, Ronnie Hawkins
sem hefur verið í slagtogi með
The Band og Bob Dylan og kom
fram í myndinni frá kveðjuhljóm-
leikum The Band, The Last
Waltz (fæddur 1935), og Jim
Croce (fæddur 1943) sem fórst í
flugslysi 1973 (Bad bad Leroy
Brown líklega hans þekktasta
lag). ... og þar með er sleginn
botn í þessa ábendingu um gott
innlegg til rokksögunnar.
A
Vinsældalistar Þjóðviljans
Fellahellir (1) 1. Hjálpum þeim - íslenska hjálparsveitin (2) 2. Say You Say Me - Lionel Ritchie (-) 3. Broken wings - Mister Mister (2) 4. You’re a woman -Bad Boys Blues (5) 5. In the heat of the night - Sandra (7) 6. Samurai - Michael Credu (-) 7. Sentimental eyes - Rickshaw (3) 8. Don’t mess with Doctor Dream - Thompson Twins (10) 9.1’m your man - Wham! (4) 10. Pretty young girl - Bad Boys Blues Grammið (1) 1. Holidays in Europe - Kukl (3) 2. Frankenchrist - Dead Kennedys (-) 3. Easy pieces - Lioyd Cole and the Commotions (-) 4. Can your pussy eat the dog? - Cramps (-) 5. Slave to the rythm - Grace Jones (6) 6. Cut the crap - Clash (-) 7. Wishfull thinking - Propaganda (7) 8. Terminal tower - Pere Ubu (-) 9. Nail - Scrappin’ Poetus of the Wheel (-) 10. The evening visits -The Apartments Rás2 (1) 1. Hjálpum þeim - íslenska hjálparsveitin (5) 2. Allur lurkum laminn - Bubbi Morthens (2) 3. In the heat of the night - Sandra (4) 4. Gaggó-Vest — Eiríkur Hauksson, Gunnar Þóröarson o.íl. (3) 5. Fegurðardrottning - Ragnhildur Helgadóttir (10) 6. Segðu mér satt - Stuðmenn (7) 7. Sentimental eyes - Riskshaw (11) 8. Saving all my love for you - Withney Houston (20) 9. Brothers in arms - Dire Straits (9) 10.1’m your man - Wham!
Föstudagur 10. januar 1986 ÞJÓÐViLJINN