Þjóðviljinn - 10.01.1986, Síða 15
1
Knattspyrna
Magnea og Brynja
leika með Val
Eru enn ekki lausarfrá Öxaback
Bikarmeistarar Vals í kvenna-
flokki fengu góðan liðsstyrk í gær
er landsliðskonurnar Magnea
Magnúsdóttir og Brynja Guð-
jónsdóttir tilkynntu félagaskipti
yfir í Hlíðarendafélagið.
Mál þeirra eru þó enn ekki á
hreinu. Þær léku með Öxaback í
sænsku 1. deildinni 1984 og fram-
anaf ári 1985. Síðan komu þær
heim og skiptu yfir í Breiðablik
en fengu síðan ekki leikheimild
frá Öxaback, félagið neitaði þeim
um hana fyrr en keppnistímabil-
inu lyki. Þær hafa enn ekki fengið
staðfestingu frá Öxaback um að
þær megi leika hér á landi en KSÍ
vinnur nú að því að leysa málið.
Magnea og Brynja léku einn
leik með Breiðabliki sl. sumar,
fengu bráðabirgðaheimild til þess
frá KSÍ uns neitunin barst frá Sví-
þjóð. Magnea lék með Breiða-
bliki áður en hún fór út en Brynja
með Víkingi. Með þær innan-
borðs er Valsliðið líklegt til af-
reka næsta sumar.
—VS
ÍÞRÓTTIR
Knattspyrna
Magnús
austur
Magnús Jónsson, sem hefur leikið
með Víkingi og KR í 1. deildinni und-
anfarin ár, þjálfar að öllum lfkindum
lið Þróttar í Neskaupstað í 3. deild
næsta sumar og leikur með því.
Magnús er ekki ókunnugur í Nes-
kaupstað því hann lék í tvö sumur
með Þrótturum í 2. deildinni fyrir
nokkrum árum. Hann hefur leikið
með Víkingi síðustu tvö árin — öflug-
ur miðju- eða varnarmaður og lék á
sínum tíma með drengja- og ungling-
alandsliðum. Þróttarar hafa endur-
heimt markaskorarann Sigurð
Friðjónsson sem lék í Færeyjum í
fyrra og báðir unglingalandsliðsmenn
liðsins, Ólafur Viggósson og Þor-
steinn Halldórsson, hafa ákveðið að
vera um kyrrt fyrir austan þrátt fyrir
áhuga sunnanliða á þeim.
—VS
Knattspyrna
Gústaf þjálfar KS
Gústaf Björnsson, fyrrum leik-
maður með Fram, hefur verið
ráðinn þjálfari 2. deildarliðs KS á
Siglufírði. Hann mun jafnframt
leika með liðinu og tekur við af
Englendingnum Bill Hodgson
sem þjálfað hefur liðið sl. fjögur
ár. Gústaf þjálfaði ÍR sl. tvö ár og
liðið varð 4. deildarmeistari 1985
undir hans stjórn en áður lék
hann með Tindastóli á Sauðár-
króki og Fram.
Siglfirðingar sjá að öllum lík-
indum á bak Mark Duffield yfir
til Víðis í Garði og Baldur Ben-
ónýsson hefur gengið til liðs við
ÍBV. Þá hættir Hörður Júlíusson,
framherjinn snjalli, þannig að
nokkrar breytingar eru fyrir-
sjáanlegar á liði KS sem varð í 4.
sæti 2. deildar í fyrra.
—VS
3.deild
Fylkir steinlá!
ÍBK vann Árbœinga meb 13 mörkum
Handbolti
Lokaumferðin um helgina
Víkingi dugar jafntefli. Tvísýnt um annað sœtið
Pálmi Jónsson.
Knattspyrna
Pálmi
ÍFH
Pálmi Jónsson leikur nær ör-
ugglega með FH-ingum á ný
næsta sumar. Hann er FH-ingur
frá fornu fari en spilaði með
Vasalund í sænsku 1. dcildinni sl.
keppnistímabil. Það er kærkomið
fyrir FH að endurheimta Pálma
því liðið hefur séð á bak þremur
af burðarásum sínum frá því í
fyrra: Jóni Erling Ragnarssyni til
Viking í Noregi, Janusi Guð-
laugssyni til Lugano í Sviss og
Dýra Guðmundssyni sem er hætt-
ur. FH hefur hinsvegar fengið
Ólaf Jóhannesson til liðs við sig.
Ólafur hefur verið þjálfari og
leikmaður hjá Skallagrími í Borg-
arnesi sl. fjögur ár en lék áður
lengi með Haukum.
—VS
Knattspyrna
Guðjón á
Reyðarfirði
Guðjón Ólafsson frá Sandgerði
hefur verið endurráðinn þjálfari
3. deildarliðs Vals á Reyðarfirði.
Mikill hugur er í Reyðfirðingum
um að ná góðum árangri næsta
sumar og þeir eru að svipast um
eftir sterkum leikmönnum fyrir
slaginn.
—VS
Handbolti
20 marka
Framsigur
Fram mun hafa sigrað Hauka
29-9 í 1. deild kvenna sl. sunnu-
dag. Fjölmiðlar voru ekki látnir
vita af því að ieikurinn ætti að
fara fram þá og því hefur ekki
frést af honum fyrr.
Víkingar eiga alla möguleika á
að tryggja sér Islandsmeistaratit-
ilinn í 1. deild karla á sunnudag-
inn. Þá leika þeir við KR-inga í
Laugardalshöllinni kl. 14 og dug-
ir jafntefli til að endurheimta titil-
inn sem þeir unnu síðast árið
1983.
KR-ingar verða þá án efa
fallnir í 2. deild þar sem Fram
Nú eru liðin 30 ár síðan íþrótta-
maður ársins var kjörinn í fyrsta
skipti. Vilhjálmur Einarsson
varð fyrstur að hljóta þennan eft-
irsótta titil árið 1956 og síðan hef-
ur kjörið farið fram árlega. I dag
fer 30. útnefningin fram og af-
hentur verður sami glæsilegi
verðlaunagripurinn og undanfar-
in þrjátíu ár.
Eftirtaldir hafa verið kjörnir
íþróttamenn ársins frá upphafi:
1956: Vilhjálmur Einarsson
1957: Vilhjálmur Einarsson
1958: Vilhjálmur Einarsson
dugir jafntefli gegn Þrótti kl. 14 á
laugardaginn til að tryggja sína
stöðu. Reyndar fá KR og Þróttur
tækifæri í aukakeppni til að
endurheimta 1. deildarsætin þar
sem til stendur að fjölga liðum úr
átta í tíu í deildinni. Tapi Víking-
ar gegn KR eiga Valsmenn
möguleika á að fá við þá aukaleik
um titilinn — til þess þurfa þeir
að sigra Stjörnuna í síðasta leik
1959: Valbjörn Þorláksson
1960: Vilhjálmur Einarsson
1961: Vilhjálmur Einarsson
1962: Guðmundur Gíslason
1963: Jón Þ. Ólatsson
1964: Sigríður Sigurðardóttir
1965: Valbjörn Þorláksson
1966: Kolbeinn Pálsson
1967: Guðmundur Hermannsson
1968: Geir Hallsteinsson
1969: Guðmundur Gíslason
1970: Erlendur Valdimarsson
1971: Hjalti Einarsson
1972: Guðjón Guðmundsson
1973: Guðni Kjartansson
1974: Ásgeir Sigurvinsson
1975: Jóhannes Eðvaldsson
1976: Hreinn Halldórsson
1977: Hreinn Halldórsson
deildarinnar sem hefst í Höllinni
kl.15.15. Annars verður það úr-
slitaleikur um 2. sætið og jafn-
framt Evrópusæti. Val dugar
jafntefli, liðið hefur 20 stig gegn
18 hjá Stjörnunni. Vinni Garð-
bæingar ná þeir öðru sætinu á
betri útkomu úr innbyrðis
leikjunum við Val og komast í
Evrópukeppni í fyrsta sinn.
1978: Skúli Óskarsson
1979: Hreinn Halldórsson
1980: Skúli Óskarsson
1981: Jón Páll Sigmarsson
1982: Óskar Jakobsson
1983: Einar Vilhjálmsson
1984: Ásgeir Sigurvinsson
1985: ??????????
Mörg góð íþróttaafrek voru
unnin á árinu 1985. Margir eru
tilnefndir en aðeins einn útnefnd-
ur og í dag kemur í ljós hver
hreppir þessi æðstu verðlaun í
íþróttum hér á landi.
—VS
ÍBK vann stórsigur á Fylki, 27-14, í
3.deildinni í handknattleik er félögin
mættust í Keflavík í gærkvöldi. Þessir
yfirburðir Keflvíkinga koma nokkuð á
óvart, Fylkir er nýbúinn að leggja
Reyni að velli og hefði með sigri
blandað sér í baráttuna um efstu sætin.
Staðan í 3.deild eftir leikina í þessari
viku er þannig
Jýr 14 12 0 2 371-271 24
IBK 14 12 0 2 382-265 24
IA 14 9 3 2 352-293 21
ReynirS 14 8 3 3 334-299 19
Þór A 13 7 2 4 296-266 16
Fylkir 14 7 1 6 303-280 15
Selfoss 13 5 3 5 290-290 13
UMFN 14 4 3 7 354-348 11
ÍH 13 5 0 8 306-356 10
Völsungur .13 4 1 8 304-317 9
Hveragerði .14 4 1 9 331-391 9
Skallagrimur 13 2 1 10 270-338 5
Ögri 13 0 0 13 182-371 0
í kvöld leika Ögri-Skallagrím-
ur, Þór-Selfoss, Völsung-
ur-Hveragerði og Týr-UMFN, á
morgun Þór-Hveragerði, og
Völsungur-Selfoss og á sunnu-
daginn Reynir-ÍBK og ögri-ÍA.
-VS
Evrópukeppni
Uerdingen
mætir
Dresden
Barcelona leikur
við Juventus
Lárus og Atli og félagar í Bayer
Uerdingen í Vestur-Þýskalandi
eiga fremur stutt ferðalag fyrir
höndum í mars þegar Evrópumót
félagsliða hefjast á ný. í gær var
dregið til 8-liða úrslita í mótunum
þremur og dróst Uerdingen gcgn
hinu sterka austur-þýska liði
Dynamo Dresden í Evrópukeppni
bikarhafa.
Annars drógust eftirtalin félög
saman:
Evrópukeppni meistaraliða:
Bayern Munchen (V.Þýsk)-
Anderlecht (Belgíu)
Steaua (Rúm.)-Lathi (Finnlandi)
Aberdeen (Skotl.)-Gautaborg (Sví.)
Barcelona (Spáni)-Juventus (Italiuj
Evrópukeppni bikarhafa:
Rapid Vl/ien (Austurr.)-Kiev (Sovét)
Dukla Prag (Tékk)-Benfica (Port.)
Dynamo Dresden-Bayer Uerdingen
Rauða Stj.(Júg)-Atl.Madrid (Spáni)
UEFA-bikarinn:
Köln (V.Þýsk)-Sporting (Port.)
Real Madrid (Spáni)-Neuchatel (Sviss)
Hajduk (Júg.)-Waregem (Belgíu)
Inter Milano (It.)-Nantes (Frakk.j
Stórleikur Evrópumótanna er
að sjálfsögðu viðureign spænsku
meistaranna Barcelona og ít-
ölsku meistaranna Juventus.
Bernd Schuster, Steve Archibald
og félagar gegn Michel Platini,
Michael Laudrup og öllum hin-
um í Evrópumeistaraliði Juvent-
us. Leikirnir fara fram 5. og 19.
mars.
—VS/Reuter
—VS
Verðlaunagripurinn glæsilegi hefur verið til sýnis í stórmarkaðnum Miklagarði að undanförnu og hefur vakið mikla athyqli
að vonum. Mynd: E.ÓI.
íþróttamaður ársins
Utnefndur í dag
Kjöriðfer núfram íþrítugasta skipti
Föstudagur 10. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15