Þjóðviljinn - 18.01.1986, Qupperneq 5
Skattagleði og kjarasamningar
Kröfur verkalýðshreyfingarinnar komnarfram. Atvinnurekendurspyrna viðfótum.
Þorsteinnskattaglaðisendirfrásér nýjar álögur. Nauðsynsamstöðunnar
Einungis samstaða og skilningur á nauðsyn baráttunnar getur knúið varanlegar kjarabætur í gegn á næstu vikum og
mánuðum.
Um þessar mundir eru við-
ræður á milli atvinnurekenda og
samtaka launafólks loksins að
hefjast fyrir alvöru. Samningar
hafa verið lausir frá áramótum,
og innan verkalýðshreyfingarinn-
ar hafa menn setið á rökstólum og
rætt hvernig rétt sé að haga
kröfugerð og komandi baráttu. í
vikunni komu svo fram mótaðar
kröfur, sem í stuttu máli gera ráð
fyrir því að 8 prósent kaupmátt-
araukningu verði náð.
Kröfur ASÍ
Verkalýðshreyfingin hafði
áður samþykkt að vinna að því að
ná fram 8 prósent kaupmáttar-
aukningu, og kröfurnar sem at-
vinnurekendur hafa nú fengið í
hendur eru útfærsla á þeirri sam-
þykkt.
Samkvæmt tillögunum er lagt
til að almennir kauptaxtar hækki
um 10 prósent þann 15. janúar,
og síðan 7 prósent þann 1. maí, 1.
ágúst og 1. nóvember.
Jafnframt er gert ráð fyrir að í
áföngum verði fjórir lægstu
launaflokkarmr'íelldir niður og
nýtt launakerfi verði tekið upp,
þar sem lágmarkslaun verði 20
þúsund krónur á mánuði. í þessu
nýja kerfi vill verkalýðshreyfing-
in að 4 prósent munur verði á
milli flokka og aldurshópa.
Það er auðvitað rétt að minna
á, að áður hafa verið gerðar kröf-
ur og jafnvel samningar um
breytingar á flokkakerfinu, sem
atvinnurekendur hafa nánast
hundsað. Petta gæti auðvitað
gerst aftur, og þessvegna vilja
samningamenn verkalýðshreyf-
ingarinnar skjóta byttu undir
þann leka með því að koma inn
ákvæði þess efnis að verði hið
nýja kerfi ekki komið fyrir 1. ág-
úst næstkomandi, þá skuli tveir
neðstu launaflokkarnir hjá við-
komandi sambandi einfaldlega
falla niður.
Viðbrögð
atvinnurekenda
Viðbrögð forkólfa Vinnuveit-
endasambandsins hafa auðvitað
öll verið á sömu gömlu bókina.
„Einu svör atvinnurekenda er
þessi hefðbundni grátkór um að
afkoma atvinnuveganna þoli ekki
eitt né neitt,“ sagði Ásmundur
Stefánsson, forseti ASÍ í viðtali
við Þjóðviljann. Og í Morgun-
blaðinu hristir Magnús Gunnars-
son höfuðið fúll á svip og segir að
sér þyki „þessar tillögur slæmar
og tel það ekki boða gott að hefja
viðræður með svona tölu.“ í DV
sama dag er Magnús enn viðskot-
averri út f tillögur ASÍ og segir:
„Það er augljóst að hér er verið
að ræða um algerlega óraunhæfar
kröfur. Samkvæmt þeim stefnir í
áframhaldandi ójafnvægi í efna-
hagsmálum. Þessar kröfur leggj-
ast því illa í okkur og ég get ekki
leynt því að þetta veldur mér von-
brigðum".
A næstunni má svo gera ráð
fyrir því, að atvinnurekendur
notfæri sér út í æsar tök sín á ríkis-
fjölmiðlunum, auk Mogga og
DV, til að ráðast harkalega gegn
fréttnæmum kröfum verkalýðs-
samtakanna. Þess vegna er
nauðsynlegt að menn hafi skiln-
ing á kröfum verkalýðshreyfing-
arinnar, og séu brynjaðir í
slaginn.
Góðæri
Það verður að segjast einsog
er, að það er meir en falskur tónn
í áróðri atvinnurekenda um að
þjóðarbúið hafi ekki efni á því að
hækka laun fólksins í landinu.
Lítum á staðreyndir:
Kaupmátturinn hélt áfram að
lækka á síðasta ári, þrátt fyrir að
ekki sé hægt að segja annað en
góðæri hafi ríkt til sjávar og
sveita. Árið 1985 var metaflaár í
tonnum talið, og þess utan er
ekki annað hægt að segja en verð-
lag á útflutningsvörum okkar hafi
verið ágætt. Á árinu jukust þann-
ig útflutningstekjur um 7,5 prós-
ent, og landsframleiðsla jókst um
2,5 prósent. Þess má svo geta að í
spám fyrir þetta ár er gert ráð
fyrir 5 prósent aukningu afla og
sj ávarvöruframleiðslu.
Engar
kjarabætur
Þrátt fyrir að árið í fyrra hafi
þannig verið þjóðinni hagstætt
hvað framleiðslu og hagvöxt
varðar, þá kom það í engu fram í
bættum kjörum.
Þvert ofan í það sem málgögn
ríkisstjórnarinnar hafa sagt, þá
hélt kjaraskerðingin áfram á ár-
inu. Framfærslukostnaður hækk-
aði til dæmis um 34 prósent en
kaupmáttur dagvinnutekna um
aðeins 29 prósent. í heild
minnkaði því kaupmáttur dag-
vinnuteknanna um 5 prósent á ár-
inu, þrátt fyrir góðæri.
Utlitið er ekki heldur ýkja
glæsilegt um þessar mundir. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Hagstof-
unni er verðbólgan nálægt því að
vera um 40 prósent á ársgrund-
velli. Þetta þýðir í raun, að verð-
hækkanir á mánuði eru í kringum
2,5 til 3,5 prósent. Þannigerstöð-
ug kjararýrnun í gangi, meðan
kaupið er óbreytt. Samkvæmt
upplýsingum Ásmundar Stefáns-
sonar, forseta ASÍ, verður
kaupmáttur í lok febrúar um
fimm prósentum lakari en hann
var að meðaltali á síðasta ári,
verði engar leiðréttingar gerðar.
Ekki má heldur gleyma því, að
frá maí 1983, þegar stjórnin tók
við valdataumum, hafa kjörin
rýrnað um þriðjung.
Þannig hníga öll rök að því að
nú verði verulegar og varanlegar
kjarabætur samþykktar:
í fyrsta lagi hefur mikil kjar-
askerðing átt sér stað á undan-
gengnum árum, sem nauðsynlegt
er að leiðrétta.
í öðru lagi er fyrirsjáanlegt, að
töluverð kaupmáttarrýrnun verði
að veruleika verði launin ekki
hækkuð mjög fljótlega.
í þriðja lagi hefur verið góðæri
til sjávar og sveita sem ekki hefur
komið launafólki til góða, heldur
runnið óskipt í vasa atvinnurek-
enda.
Steini
skattaglaði
Stjórnvöld hafa hins vegar sýnt
það, að þau hyggjast alls ekki
koma til móts við sanngjarnar
kröfur verkalýðshreyfingarinnar.
Ekkert sýnir það betur en sú
staðreynd, að f upphafi samning-
alotunnar hefur Þorsteinn Páls-
son, fjármálaráðherra, kosið að
kasta nýjum skattahækkunum
einsog blautum sjóvettling fram-
an í fólk. Með því að velja
jafnviðkvæman tíma og upphaf
samningalotu er auðvitað verið
að storka samtökunum, hræða
þau, sýna að kjarabótakálið
verður ekki svo auðveldlega sop-
ið úr ríkisstjórnarausunni.
Skattagleði ríkisstjórnarinnar
undirstrikar hins vegar nauðsyn-
ina á umtalsverðum launahækk-
unum.
Alögur
á álögur ofan
Til upprifjunar má benda á
helstu afrek ríkisstjórnarinnar á
skattasviðinu. Til dæmis hækk-
uðu lyf og læknisþjónusta um 33
prósent þann 6. janúar, og höfðu
þá á veldistíma stjórnarinnar
hækkað alls um 340 til 733 pró-
sent, en á sama tíma hafa laun
verkamanna hækkað um aðeins
140 prósent.
Loforðið um lækkun á tekju-
skatti upp á 400 miljónir var snar-
lega brotið eftir að Þorsteinn
varð fjármálaráðherra. Hann
beitti sér líka fyrir því að setja á
vörugjald á sætabrauð og kökur
sem mun hækka verð á þessum
vörum um fjórðung til neytenda.
Þess má geta að mánuði áður en
vörugjaldið var tilkynnt hafði
einmitt Þorsteinn sjálfur lýst yfir,
að ekki kæmi til greina að setja
slíkt vörugjald!
Dómsgjöld voru nýverið
hækkuð urn helming, og svoköll-
uð skírteinagjöld um 100 prósent
að meðaltali, þó dæmi væru um
allt að 300 prósent hækkun á
sumum algengum skírteinum.
Flugvallarskattur var hækkað-
ur um 300 prósent. Árið 1978,
þegar þáverandi stjórn kom á flu-
gvallarskatti kallaði Mogginn
það í miklum vandlætningartóni
„átthagafjötra". Morgunblaðið
hefur hins vegar af einhverjum
ástæðum gleymt að geta þess, að
nú er það sjálfur Sjálfstæðis-
flokkurinn sem hefur forgöngu
um að herða „átthagafjötrana".
Ríkisstjórnin ákvað líka að
hækka gjaldskrá Pósts og síma
um 17 prósent, og ætla þó ekki að
láta nema 4 prósent af þeirri
hækkun renna í stofnunina sjálfa.
Afgangurinn, 13 prósent, á að
fara í ríkissjóð. Þannig er ríkis-
stjórnin farin að nota Póst og
síma sem einskonar útibú frá
Gjaldheimtunni.
Gjaldskrá rafmagnsveitnanna
hækkaði líka um 14 til 17 prósent
þann fyrsta janúar síðastliðinn,
og Ríkisútvarpið hækkaði sín
gjöld á sama tíma unt 15 próseni.
Það er sjálfsagt að minna á, að
skömmu áður hafði þó Pálrni
Jónsson, formaður fjárveitinga-
nefndar lofað því fjálglega fyrir
hönd stjórnarinnar, að hækkunin
yrði einungis 6-8 prósent.
„Féskjálg“ augu
Síðast en ekki síst má svo
minna á, að það hefur komið
fram opinberlega að skattpró-
sentan verði hækkuð fyrir þetta
ár.
Það eina sem ríkisstjórnin virð-
ist því hafa dug til að gera þessa
dagana er að setja á endalausa
skatta. Skattar á skatta ofan er
eina úrræði Þorsteins Pálssonar,
þó það sé einsog menn minni að
hann hafi kornið inn í stjórnina til
þess að skera niður skatta. Það
hefur ekki tekist bærilegar en svo
að hann er um þessar mundir að
skrifa sig inn í íslandssöguna sent
skattaglaðasti fjármálaráðherra
lýðveldisins, og á honum sannast
orð Ófeigs Skíðasonar í Banda-
mannasögu „að margra manna
augu verða féskjálg".
Skattagleði ríkisstjórnarinnar
og fjármálaráðherra sér í lagi eru
auðvitað aðeins forsmekkurinn
af því sem koma skal. Forsætis-
ráðherra hefur lýst yfir, að ekki
verði um neina aukningu
kaupmáttar að ræða á þessu ári,
og ungir sjálfstæðismenn vilja
minnka kaupmáttinn. Þetta færir
heim sanninn um að verkalýðs-
hreyfingin verður að þjappa sér
saman og standa fast á sínu.
Hér má enginn bregðast, því
mikið er í húfi.
Össur Skarphéðinsson
Laugardagur 18. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5