Þjóðviljinn - 30.01.1986, Page 9

Þjóðviljinn - 30.01.1986, Page 9
BUSYSLAN Þorramatnum þarf að breyta Jón Óttar Ragnarsson: Súrmetið meinhollt en feitmetið varasamt í þorratroginu kennir ýmissa grasa, þó grænfóðrið sé samt lítt aberandi innan um feitan lundabagga, hrútspunga, hangiketið og annað kjötmeti, súrt eða sultað. Hér á árunum áður þótti feitmetið hin besta hollustufæða í skammdeginu þegar allra veðra var von. Nú er hinsvegar öldin önnur og feitmetið á bannlista næring- arfræðinga. Þjóðviljanum lék forvitni á að vita hver skoðun næringarfræðinganna væri á þorrablóti landans og varð Jón Óttar Ragnarsson fyrir vaiinu. Jón Óttar sagði að sér litist að sumu leyti vel á þennan sið, en að öðru leyti miður. Sagði hann að súrsaði maturinn væri mjög já- kvæður þar sem sýran minnkar fituna, kemur í staðinn fyrir salt og skolar því út að hluta til. í staðinn fyrir saltið fyllir sýran kjötið af steinefnum og vítamín- um sem eru í mysunni. Þetta gildir þó ekki þegar snuð- að er á sýrunni einsog einhver brögð munu vera að í verslunum og edik eða önnur „dauð“ sýra er notuð í staðinn fyrir mysuna til að flýta fyrir súrsuninni. Aðal' gallinn við þorramatinn er hinsvegar sá að alltof mikið af honum er feitmeti og sú fita er að langmestu leyti dæmigerð harð- feiti sem sest innan á æðarnar. „Þorramatnum þarf að breyta frá því sem nú er. í fyrsta lagi með því að minnka fituna í feitustu hlutunum um helming frá því sem nú er og í öðru lagi með því að nota eingöngu „lifandi" mjólk- ursýru." Jón Óttar sagði að bæði væri til lifandi og dauð sýra á markaðn- um. I þeirri sýru sem notuð skal við að súrsa mat þurfa að vera gersveppir og mjólkursykur. Gersveppirnir gerja mjólkursyk- urinn yfir í mjólkursýru á meðan eitthvað er eftir af sykrinum. Um leið og hann er uppurinn verður svo að skipta um sýru því þá fer sýrumagnið að lækka og matur- inn á á hættu að skemmast. „Mjög mikilvægt er að liíandi sýra sé notuð. Allt annað er al- gjör útþynning á aðferðinni og nái edikið yfirhöndinni og gamla aðferðin gleymist er þorramatur- inn dauðadæmdur.“ Jón Óttar sagði að sumt af þorramatnum væri hrein hollust- ufæða. Sem dæmi um það nefndi hanns sviðasultuna, hvalrengið, selshreifa og hrútspunga. Þá taldi hann mjög auðvelt að draga úr fituinnihaldi blóðmörs og lifrar- pylsu. Feitmetið er hinsvegar ekki eins hollt og varasamt fyrir full- orðna karlmenn og konur yfir fimmtugt neyta þess. Kostir þorr- amatsins eru hinsvegar mjög margir og því full ástæða til að halda honum við í breyttu formi. Hvað hangikjötið varðaði þá er allt í lagi fyrir heilsuhraust fólk að borða það í hófi ef það er ekki mjög feitt. Reyktur matur er samt ekki hollur og er mjög gott að drekka glas af appelsínusafa með hangikjötinu. Hvalrengi, hákarl og selshreif- Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin er tempruð. ar eru meinholl fæða einsog allt jórturdýrum, rollum og nautgrip- sem kemur úr sjónum. Það sem um og einkum er fitan af þessum einkum ber að varast er kjöt af skepnum varasöm. - Sáf Jón Óttar Ragnarsson. % jVú bjódum ■sSwssi*5-—■* íSfeSSi® gott fiœfirgóóum ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.