Þjóðviljinn - 30.01.1986, Side 13

Þjóðviljinn - 30.01.1986, Side 13
________BORGARMAL____________ Fjárhagsáœtlun Reykjarvíkurborgar Hvað segja fulltrúar minnihlutans? Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir nýbyrjaö i undir forystu Sjálfstæöisflokksins og baö fulltrúa I mundur Þ. Jónsson Alþýðubandaiagi, Kristján Ben- ár - kosningaár - var afgreidd á maraþonfundi í flokkannaaðsvaraþvíáhvaðþeirheföueinkumlagt ediktsson Framsóknarflokki og Sigurður Guö- borgarstjórn fyrir skömmu. Þjóðviljinn innti nokkra áherslu viö gerö fjárhagsáætlunarinnar. Þeir sem mundsson Alþýðuflokki. borgarfulltrúa minnihlutans álits á fjármálastjórn | svara eru Guðrún Jónsdóttir Kvennaframboöi, Guö-I Kvennaframboð Áframhaldandi skuldasöfnun „Fjárhagsáætlun meirihlutans er fyrst og fremst kosninga- plagg“, sagði Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi Kvennaframboðs- ins, þegar Þjóðviljinn leitaði álits hennar á afgreiðslu áaetlunarinn- ar. „Það er auðsjáanlega gert ráð fyrir að hægt sé að reka borgar- sjóð áfallalaust fram yfir kosning- arívoren uppúr þvíverðurþessi áætlun marklaust plagg.“ Sem dæmi um hversu lítið mark væri takandi á fjárhagsáætl- uninni benti Guðrún á að fram- undan væru samningar hjá starfs- mönnum Reykjavíkurborgar, en ekki væri gert ráð fyrir launa- hækkunum á fjárhagsáætluninni. Launagreiðslur væru því vanáætl- aðar og á móti því kemur að tekj- uhliðin stenst ekki. Tekjumegin er gert ráð fyrir ríflega 100 milljón króna tekjum af gatna- gerðargjöldum og til að sú tekju- áætlun standist þarf mikið að breytast og komast mikill fjör- kippur í byggingar en frekar er útlit fyrir áframhaldandi sam- drátt í íbúðabyggingum en aukningu. Guðrún sagði að þessi fjár- hagsáætlun bæri sömu einkenni og fyrri fjárhagsáætlanir, áfram- haldandi skuldasöfnun hjá borg- arsjóði. I áætluninni er gert ráð fyrir að borgin greiði 240 milljónir vegna skulda sl. árs. Ástæðan fyrir þeim skuldum var rangt mat í Grafarvogi, þar var undirbúið fyrir byggingar og göt- ur malbikaðar langt fram yfir það sem nauðsyn var á miðað við eftirspurn eftir lóðum. Mikið bruðl er í rekstri borgar- innar að mati Guðrúnar. Áþreifanlegasta dæmið um það Framsóknarflokkurinn Greinilega komið að kosningum Kristján Benediktsson, borg- arfulltrúi Framsóknarflokksins, telur að fjárhagsáætlun Reykja- víkur fyrir áriö 1986 sé dæmigerð fjárhagsáætlun íhaldsmanna á kosningaári. „Hún bersömu ein- kenni og margarfjárhagsáætlan- ir íhaldsins þegar kosningar standa fyrir dyrum." Kristján sagði að samkvæmt áætluninni ætlaði Reykjavíkur- borg að eyða miklu á árinu og ráðast í miklar framkvæmdir, enda sé skattheimtan höfð í há- marki. Hinsvegar er fjárhagur borgarinnar síður en svo góður þar sem verulegur skuldabaggi er frá síðasta ári. „Mér sýnist óum- flýjanlegt að aukið verði við þennan skuldabagga á þessu ári.“ Hinsvegar á að verja miklu fjármagni í skipulagsmál, þrátt fyrir að engin eftirspurn sé í lóðir. Blaðamaður spurði Kristján hvert hans álit væri á því að eyða 73 milljónum króna í afmælishá- tíðina. Kristján sagðist vera á þeirri skoðun að það eigi að halda myndarlega upp á afmælið, það sé hinsvegar umdeilanlegt hvern- ig að því sé staðið. „Ég sé ekkert eftir peningunum, sem varið er í afmælið, ef það er gert á skynsamlegan hátt.“ Sagðist hann vera meðmæltur tæknisýningunni, sem ráðgert er að koma upp í borgarleikhúsinu. Telur hann mikla þörf á slíkri sýningu, sem eigi að vera varan- leg og geti bæði íslendingar sem og erlendir ferðamenn notið hennar. En hvernig finnst Kristjáni Da- víð Oddsson hafa staðið sig það kjörtímabil sem nú er senn á enda? „Ég er ekki rétti maðurinn til að fella dóm um störf borgar- Kristján Benediktsson: fjármálastaða borgarinnar er ekki góð og skulda- bagginn á eftir að aukast. stjórans, þar sem ég er pólitískur andstæðingur hans og afstaða mín mótast af því. Sumt af því sem Davíð hefur gert er vel gert og annað miður. Það hefur ekk- ert farið leynt að Davíð er ein- ráður, en það hefur ekki bitnað svo mjög á okkur í minnihlutan- um, heldur fyrst og fremst á sam- herjum hans. Nú, Davíð hefur dregið skipulega úr áhrifum borgarfulltrúanna, t.d. rneð því að fækka þeim og ætla að draga úr nefndarstörfum á vegum borg- arinnar. Þetta er dæmi um skynd- iákvörðun, sem mun auka mið- stýringu og vald borgarstjórans, og er í fullu samræmi við fram- gangsmáta núverandi borgar- stjóra. Hann vill ráða og helst ráða einn.“ Að lokum var Kristján spurður að því hver yrðu helstu baráttu- mál Framsóknarflokksins í kom- andi borgarstjórnarkosningum. Sagðist hann ekki vera rétti maðurinn til að koma með stefn- uyfirlýsingar nú fyrir Framsókn, þar sem hann myndi ekki gefa kost á sér í borgarstjórnarkosn- ingunum í vor. - Sáf Guðrún Jónsdóttir: fjárhagsáætlunin er kosningaplagg þar sem áfram- haldandi skuldasöfnun er óhjá- kvæmileg. er 73ja milljón króna afmælis- veislan, sem hún telur að sé þó vanmetið, sem á að skila sér í tveim sýningum til borgarbúa en meirihluti fjárins á að fara í veisluhöld og risnu. Varanleg verðmæti af hátíðinni verða því lítil sem engin. Guðrún sagði að þrátt fyrir öll loforð meirihlutans um lækkun skatta, þá hafi borgarbúar aldrei þurft að greiða eins mikið í beina og óbeina skatta til borgarinnar. Nemur hækkunin um 250-480% á sama tíma og laun verkakonu hafa hækkað um 170%. Það kem- ur henni því ekkert á óvart þó borgarsjóður hafi komið út með hagnaði 1984, en þá voru laun stöðvuð og skert verulega. „Mín kynni af þessum meiri- hluta eru þau, að hann ráði bara við að stjórna þegar ríkisstjórnin gengur harðast fram í kjaraskerð- ingum." Guðrún sagði að á þessu kjör- tímabili hefði Kvennaframboðið flutt á fjórða hundrað tillögur í borgarstjórn en ekki ein einasta verið samþykkt. „Það hefur ekkert verið farið leynt með að það er einn ntaður sem stjórnar borginni og í kring- um hann er hjörð sem stígur spor- ið eftir pípu hans. Valdahroki þessa manns lýsir sér ekki bara í framkomu hans við borgarfull- trúa því hann tekur ákvarðanir án þess að spyrja kóng eða prest og skákar í skjóli meirihlutavalds síns. Slíkt bitnar ekki síst á borg- arbúum sjálfum. Davfð er borg- arstjóri þeirra sem eiga eitthvað undir sér.“ - Sáf Alþýðubandalagið Áhersla á félagsmálin „Þaö sem einkennir fjármála- stjórn Sjálfstæöismanna er að þeir ráöa við þetta í góöæri, en þegar harðnar á dalnum, þá fer allt úr böndunum hjá þeim. Þaö er eftirtektarvert viö þessa nýaf- greiddu fjárhagsáætlun að meirihlutinn er ennþá að nærast á kjaraskerðingu launafólks. Ef laun væru að raungildi þau sömu í dag og árið 1982, þá yrði íhaldið að taka 633 miljónir af fram- kvæmdafé þessarar áætlunar beint upp í launagreiðslur, en kaupránið er nú orðið 33.8% frá því þessi borgarstjórnarmeirihluti tók við völdum," segir Guðmund- ur Þ. Jónsson borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins. „Til viðbótar þessu þá er gert ráð fyrir tekjum uppá 122 miljón- ir í dráttarvöxtum. Fólk þarf að borga þessa dráttarvexti af því að það getur ekki staðið í skilum eftir að búið er að taka svo stór- lega af launum þess. Það ber þvi allt að sama brunni og eftii reynsiunni að dæma þá má ráð- gera að þessi upphæð verði mun hærri en ráð er gert fyrir. Það er einnig rétt að benda á að íhaldsmeirihlutinn hefur ekki umgengist þessar fjárhagsáætlan- ir sínar af mi'killi háttvísi. Til dæmis var Ölfusvatnslandið keypt framhjá allri fjárhagsáætl- un, ísfilm og ísbjörninn, ailt er þetta franthjá áætlun og þannig er fé borgarbúa fært yfir til einka- aðila án þess að nokkurt formlegt samþykki sé fyrir því í fjárhagsá- ætlun. Einnig seldu þeir togara BÚR á 30 miljónir undir mark- aðsverði, sem sannaðist er aðrir togarar sömu gerðar voru seldir. Umgengni þeirra sjálfra um eigin fjárhagsáætlun er því í hæsta máta undarleg." Hver voru helstu stefnumál Al- þýðubandalagsins við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar? „Þunginn í okkar tillögum vat aukin félagsleg þjónusta og alveg Guðmundur Þ. Jónsson: þunginn í til- lögum Alþýðubandalagsins er aukin félagsleg þjónusta. sérstaklega að tekið verði á hús- næðisvanda gamla fólksins. Við lögðum til að með stóraukinni uppbyggingu íbúða fyrir aldraða yrði leystur vandi um 600 eldri borgarbúa á næstu 4-5 árum. Sérfróðir menn telja að slík ráð- stöfun til viðbótar því að halda i horfinu rnyndi leysa að stærstuni hiuta þann gífurlega vanda sem við stöndum frammi fyrir í þessu efni. Með okkar áætlun vísuðum við til svipaðs átaks sem gert var hér í borginni með framkvæmdar- nefndaríbúðunum þegar bragga- hverfunum var útrýmt. Þá kom til samstarf ríkis, borgar og verka- lýðshreyfingar og við lögðum til að söntu aðilar tækju nú aftui saman höndum og leystu þetta aðkallandi vandamál. Eins og vænta mátti fékk þetta engai undirtektir hjá meirihlutanum, enda segir það mest um hug borg- aryfirvalda að á öllu þessu kjör- tímabili hefur engin ný íbúð verið opnuð fyrir aldraða frá því að Droplaugarstaðir tóku til starfa sem vinstri stjórnin stóð fyrii uppbyggingu á,“ sagði Guð- mundur Þ. Jónsson. - Ig. Alþýðuflokkurinn Hrikaleg mistök Það er auðvitað óyggjandi dæmi um hrikaleg mistök núver- andi meirihluta borgarstjórnar í stjórnun og stefnumótun að þrátt fyrir að undanfarin þrjú ári hafi borgin hafí fullar hendur ijár, ríf- andi tekjur, og stjórnað hafi verið við bestu skilyrði, sé því nú lýst yfir að fjárhagur borgarinnar muni vcrða afar þröngur á þessu ári, sagði SigurðurE. Guðmunds- son borgarfulltrúi Alþýðuflokks- ins, þegar Þjóðviljinn innti hann álits á frammistöðu Sjálfstæðis- manna í borgarstjórn þar sem af er kjörtímabilinu. Sigurður sagði að hægt væri að nefna ótal dæmi um mistök meiri- hlutans í stjórnun og stefnu- mótun. „Það má nefna í þesu sambandi svakalega umframfjárfestingu í lóðum í borginni, þar sem liggur um hálfur miljarður króna sem enginn veit hvenær rnuni skila sér í borgarsjóð. Þetta eru mistök sem ekki hefðu komið til ef skynsamlega hefði verið staðið að málurn. Kaupin á Ölfusvatni. Þar kaupir borgin land á 60 miljónir en þarf ekki á þvíað halda fyrr en í fyrsta lagi eftir aldamót, kannski aldrei. Þetta hefur vafalaust verið enn einn greiðinn við vinafólk Davíðs, en gerir borginni óleik. Þá má nefna að meirihlutinn hefur mikið verið að fárast yfir því að borgin hafi þurft að greiða talsverðar fúlgur með Bæjarút- gerðinni sem var. En það kom hins vegar ekki til að tillögur mín- Sigurður E. Guðmundsson. ar um að einum togara BÚR eða fleirum væri breytt í frystitogara væru samþykktar. Þess í stað voru togarar seldir til annarra fyr- irtækja sem hafa gert þá að gull- skipum. Með þessu hefði verið hægt að vinna fyrirtækið út úr vandanum. Þetta eru þrjú dæmi af ótal- ■mörgum", sagði Sigurður. Fimmtudagur 30. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.