Þjóðviljinn - 18.02.1986, Blaðsíða 1
VBHORF
ÍÞRÓTTIR
Samningaviðrœðurnar
Dreptu
Arangurslaust þóf
Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: Biðjumfólkað vera viðbúið átökum.
Jón Kjartansson Vestmannaeyjum: Þettaþófer ekki til neins.
Magnús Gunnarsson VSÍ:
Rosalegt efmenn eru aðfara með þetta allt tilfjandans öðru sinni
að var engin bjartsýni ríkj-
andi eftir að samningafundi
ASÍ og VSÍ var frestað kl. 19 i
gærkveldi. Ásmundur Stefánsson
forseti ASÍ sagði að nákvæmlega
ekkert hefði miðað á fundinum og
ekkert það gerst um helgina sem
gæfi tilefni til bjartsýni. Jón
Kjartansson úr Vestmannaeyj-
um, sagðist engan tilgang sjá í
þessu þrefi, hann gæti allt eins
farið heim eins og sitja yfir þessu.
Magnús Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri VSÍ sagði að sér
þætti það hroðalegt ef menn ætl-
uðu að fara með þetta allt til and-
skotans öðru sinni, eins og hann'
sagði orðrétt.
Ásmundur Stefánsson var
spurður um fundarherferðina
sem forystumenn ASÍ fóru um
helgina. Hann sagði að fundirnir
hefðu tekist vel og að það væri
alveg ljóst að fólk skilur nauðsyn
þess að verkalýðsfélögin fái verk-
fallsheimild ti! að auka á þrýst-
inginn. Án hans virtist lítið ætla
að miða. VÍS ætlaði greinilega
ekki að hreyfa sig fyrr en farið
væri að þrýsta alvarlega á.
Fundir voru haldnir í Reykja-
vík, Borgarnesi, ísafirði, Akur-
eyri, Egilsstöðum, Höfn íHorna-
firði, Vestmannaeyjum og á Sel-
fossi.
Mörg félög höfðu boðað til
funda í gærkveldi til að afla verk-
fallsheimilda. Dagsbrún í
Reykjavík og Eining á Akureyri
eru þegar búin að afla sér verk-
fallsheimilda.
- Sdór
flugu á dag
Sydney - Randaflugur, mo-
skítóflugur og önnur illa séö
kvikindi hafa ef tii vill fengið
aðila til að berjast fyrir réttind-
um þeirra.
Forseti konunglegu samtak-
anna gegn ofbeldi á dýrum
(RSPCA), Hugh Wirth, sagði ný-
lega að samtökin myndu kannski
koma umræddum kvikindum til
hjálpar ef vísindalegar rannsókn-
ir leiddu í ljós að skordýrin sættu
grimmilegum dauða.
En hinn sjálfskipaði flugna-
morðingi, Frank Peters, var ekki
á alls kostar ánægður með þessar
fyrirætlanir. „Ætlar þetta fólk að
dreifa hjartalínuriti flugna?“
spurði Peters. Peters þessi setti af
stað herferð á síðasta ári sem
hann nefnir: „Dreptu flugu á
dag“. Sú herferð mun hafa skilað
dauða 44.000 flugna hingað til.
- IH/Reuter
Hattu
kjafti!
Browne lœtur í sér heyra í
hita leiksins
Haltu kjafti - skaust á bjagaðri
íslensku út úr hinum litríka
bandaríska skákmanni, Walter
Browne, yfir fremstu bekkina á
Hótel Loftleiðum á sunnudag,
þegar honum þótti hávaðinn í
áhorfendum keyra úr hófi.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sat með fót sinn í
gifsi á fremsta bekk, næstur
Browne, en var sem hogginn í
granít og kippti sér ekkert upp,
enda athugasemdinni ekki beint
til hans.
Browne, sem er þekktur fyrir
hressileik við taflborðið, lenti í
æðisgengnu tímahraki í skák
sinni við Nikolic, og um tíma
æstist hann svo að við borð lá að
hann tefldi með svitaholunum.
Áhorfendur tóku þátt í spenn-
unni með þeim afleiðingum að
vinurinn sagði þeim að halda
kjafti á því ástkæra ylhýra.
-ÖS
Sjá bls 19 og 20
Browne sat þungbrýndur yfir skák sinni í gær og lét hann áheyrendur fá það óþvegið á móðurmáli þeirra eftir að háreysti trufluðu méistarann um of. Ljósm.
Sig.
Stöðvið
uppboðin!
Troðfullt Háskólabíó á
sunnudag mótmælir
mannréttindabrotum
semframin eru á tugþús-
undum húsbyggjenda
Það var húsfyllir á fundi sem
áhugamenn um úrbætur í hús-
næðismálum og samtökin Lög-
vernd gengust fyrir í Háskólabíói
á sunnudaginn. Þar var samþykkt
harðorð ályktun þar sem m.a.
segir að ráðamenn hafi gengið á
milli bols og höfuðs á húsnæðis -
kaupendum. Efnahagsstefna
stjórnvalda hafi viðhaldið lágtax-
taþjóðfélagi þar sem verðtryggð
lán rjúki upp í óðaverðbólgu.
Fundurinn leggur á það áherslu
að stöðva verði nauðungarupp-
boðin án tafar. - v.
Sjá bls. 3
Framkvœmdir
Ríkið sveltir sveitarfélögin
Sveitarfélöginfá nú aðeins eina krónu afhverjum tveimur til framkvœmda miðað
við árið 1983. Mestur er niðurskurðurinn á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum
Við hverja krónu sem nú er á
(járlögum til sameiginlegra
framkvæmda ríkis og sveitarfé-
laga, þyrfti að bæta við annarri til
að ríkisframlagið næði sama
verðgildi og það gerði á árinu
1983. Þessi gífurlegi niður-
skurður ríkisstjórnarinnar hefur
valdið sveitarfélögum um allt
land ómældum erfiðleikum og
sem dæmi má taka að til
sjúkrahúsa- og heilsugæslustöðva
er nú aðeins varið 40% þess fjár-
magns sem varið var í sama mála-
fiokk 1983. ,
Á bls. 17 í Þjóðviljanum í dag
er gerð grein fyrir þessum niður-
skurði ríkisstjórnarinnar á fram-
lögum til grunnskóla, dagvistar-
heimila, mennta- og fjölbrauta-
skóla, sjúkrahúsa og heilsugæsl-
ustöðva, hafnarframkvæmda og
flugvallarframkvæmda. Samtals
er nú varið til þessara fram-
kvæmda 494,5 miljónum króna á
verðlagi miðs þessa árs en fyrir
þremur árum nam framlagið á
sama verðlagi 985,2 miljónum!
Niðurskurðurinn nemur 49,8%
og ríkisframlagið þyrfti að hækka
um 99,2% til að ná sama verð-
gildi og 1983.
Hlutfallslega er niðurskurður-
inn mestur á sjúkrahúsum og
heilsugæslustöðvum aðeins tvær
krónur af hverjum fimm sem til
ráðstöfunar voru 1983. Hafnar-
framkvæmdir hafa einnig verið
skornar mikið eða um 35% og
mennta- og fjölbrautaskólar fá
aðeins eina krónu af hverjum
tveimur sem rann til bygginga
þeirra 1983.
Á sama tíma 1984, 1985 og
1986 hefur niðurskurðurinn á
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem
er eini verðtryggði tekjustofn
þeirra, numið samtals 407 milj-
ónum króna og ljóst er að smærri
sveitarfélög í landinu ráða nú
ekki við að byggja upp þá þjón-
ustu sem nauðsynleg er fyrir íbúa
þeirra. _ áj.
Sjá bls. 17 og 20