Þjóðviljinn - 18.02.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.02.1986, Blaðsíða 8
MANNLIF Tveir ungir skíöamenn á leið í brekkurnar. Það kostar nokkra bið eins og sjá má en áhugafólk um skíðaíþróttina lætur slíkt ekki á sig fá. Mynd Sig. ..w Líf og fjör í Bláfjöllum Góð nýting á brekkunum. Mynd Sig. Það var bjart yfir Bláfjalla- svæðinu þegar Þjóðviljamenn beygðu inn á afleggjarann við Rauðuhnjúka sunnudag einn fyrir nokkru. Þetta var stuttu eftir hádegi og greinilegt að mikill fjöldi manns var á sömu leið. Þegar ekið var inn á bflastæðin við skíðasvæðin var varla nokk- urt svæði laust. En það var mikil hreyfíng á fólki, með þolinmæði og útsjónarsemi mátti finna eitt og eitt laust stæði. Þorsteinn Hjaltason, fólkvangsvörður, tjáði okkur að í eins góðu veðri og var þennan dag kæmu á fjórða þúsund manns á svæðið. Hann sagði að þrátt fyrir þennan mikla fjölda væri sjaldgæft að örtröð myndaðist á svæðinu, lyftur væru það margar og fólksfjöldinn dreifðist nokkuð jafnt yfir dag- inn. „Hvað varðar endurbætur“, sagði Þorsteinn, „er þó brýnast að umferðarmál verði bætt. Það er bráðnauðsyniegt að hringakst- ur sé um svæðið, það er ótækt að bflar sem eru að koma á svæðið þurfi að mæta þeim sem eru að fara. Vegurinn er það þröngur að lítið má út af bera til þess að um- ferðaröngþveiti myndist. Þetta er á áætlun fyrir næsta ár og ég er að vona að það haldist“, sagði Þorsteinn. Inni í skála Bláfjallanefndar var margt um manninn. Þar er veitingasala sem fólk notar sér óspart. En mikið var um að fólkið snæddi sitt nesti í eigin bílum. En það eru ekki allir í einkabfla- bransanum. Upp í Bláfjöll eru tíðar rútuferðir úr nærliggjandi byggðrlögum, jafnvel ofan af Skaga og frá Selfossi. Þorsteinn sagði að nú væri verið að innrétta húsnæði í kjallara skálans sem væri ætlað þeim sem vildu bregða sér inn fyrir og snæða nestið sitt. Það var greinilegt á öllu að fólk skemmti sér hið besta í Bláfjöll- um þennan góðviðrisdag, skíða- menn hafa tekið gleði sína aftur eftir snjóleysi síðasta vetrar. Þar tala myndir Sigurðar sínu máli. -IH Bjarki Karlsson heitir hann þessi lyftuvörður við eina af minni lyftunum. „Fín vinna “, sagði hann. „Fullt af fallegu kvenfólki". Mynd Sig. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlftjudagur 18. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.