Þjóðviljinn - 18.02.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.02.1986, Blaðsíða 14
MINNING Þorlákur G. Ottesen Fœddur 20. júlí 1894 - Dáinn 3. febrúar 1986 Mér finnst ég verða að segja fáein orð í tilefni andláts föðurafa míns, Þorláks G. Ottesen, því vegna starfa míns erlendis gefst mér ekki færi á að fylgja honum síðasta spölinn og vera viðstadd- ur útför hans. Ég var svo lánsamur að fá að hitta hann rúmri viku fyrir and- látið og átti þá við hann innilegar samræður sem mér finnst hugljúft að minnast nú. Ég hafði aðeins þriggja daga viðdvöl að þessu sinni og var ferðin farin vegna frétta af veikindum hans. Við höfðum annars mælt okkur mót þegar sumarið væri gengið í garð. Hann var mjög hress og lék á als oddi þegar mig bar að garði, og við nutum endurfundanna góða stund og ræddum um það sem á daga hafði drifið þau síð- astliðin fjögur ár sem við höfðum ekki hist og notið félagsskapar hvors annars. Minni hans og frásagnarhæfi- leiki var með ólíkindum, og hann gat meira að segja látið það eftir sér að leiðrétta rangminni mitt um fáein atriði, sem kom mér til að hugsa um þá ótrúlegu stað- reynd að hann var á 92. aldursári. Þótt vel liti út um heilsu hans þennan dag og bjartsýni ríkti um að bati væri innan sjónmáls, hrakaði heilsu hans næstu nótt, og þegar sú stund nálgaðist að við yrðum að kveðjast, þá leyndist sú vissa í hugskoti beggja að mjög vafasamt væri um endurfundi hér á þessari jörð svo báðir kviðu kveðjustundinni. Orðin virtust standa föst og þögn ríkti um stund, en að lokum var það hann sem tók frumkvæðið, klappaði mér á öxlina og sagði: „Heyrðu vinur minn, ég ætla nú ekkert að vera að reka þig, en ég held að það sé best að við kveðjumst núna og svo fáum við bara að gera ráð fyrir að við hittumst að sumri“. Úr svip hans mátti lesa bæði festu og skapstillingu sem eitt augnablik hafði vikið veikindunum til hliðar til þess að leysa þetta vandamál okkar beggja. Pessi viðbrögð hans lýsa betur en flest annað manninum á bak við grímuna. Sterkur vilji, hertur í baráttu lífsins, og mýkt sem svo auðveldlega fann samhljóm með mönnum og skepnum. í fjölskyldu okkar hefur hann ætíð verið sú þungamiðja og sá styrkur sem nauðsynlegur er til að halda saman svo stórum hópi, en niðjar hans eru um það bil 60 talsins. Hann hefur verið ekkju- maður síðan 1954 og síðustu 15 árin hefur hann búið á Selásbletti 7 í Reykjavík ásamt klárunum sínum, 4-5 að tölu. Þar hefur hann ætíð haft opið hús fyrir ætti- ngja og vini, sem eru margir, og þar fékk enginn að ganga um garða án þess að þiggja rausnar- legar veitingar sem hann fylgdist grannt með að væru gerð góð skil og bragðað væri á hverri sort sem fram var borin. Hann var af bændum kominn, einn margra í stórum systkina- hópi, en í bernsku fluttist hann til afa síns og föðurbróður að Ing- unnarstöðum í Kjós. Þar mótað- ist skapgerð hans við iðjusemi og þolgæði sem seinna kom að góð- um notum í lífinu. Hugur hans hneigðist að fé- lagsstörfum og þar beindi hann kröftum sínum að baráttu verka- fólks á þeim tímum þegar mest umbrot voru í mótun þjóðfélags- ins og baráttan háð til að tryggja sér og sínum réttindi til brýnustu lífsnauðsynja. Hestar og hestamannafélagið Fákur voru honum hjartans mál. Hann var lengi formaður Fáks og átti stóran þátt í uppbyggingu þess félags. I því starfi kom hon- um að góðum notum sá hæfileiki að eiga auðvelt með að um- gangast fólk með ólíkar skoðanir, og því átti hann að vinum og kunningjum marga þá sem ekki voru á sama máli í pólitíkinni, en í hestamennsku og öðrum góðum félagsskap lætur fólk ekki slíka hluti spilla ánægjunni. Af börnum hans sex lifa fimm dætur. Sonur hans Friðrik, faðir minn, lést 1978, og var það hon- um erfið raun. Hann var alla tíð mjög heilsuhraustur, en seinustu árin hefur hann kennt þess sjúk- dóms sem varð honum að aldur- tila. Hann sagði við mig nú seinast þegar við ræddum saman, að sér fyndist hann hafa verið lán- samur maður og lífið hefði verið sér ríkt, svo eiginlega væri ekki yfir neinu að kvarta, ef þessi fyrsta sjúkrahúsvist yrði jafn- framt hans síðasta. Hann slyppi þá við þá skapraun að verða ósjálfbjarga og öðrum til byrði síðustu æviárin. Hann væri einnig þakklátur fyrir þá hjálp og aðstoð sem hann hefði orðið aðnjótandi seinustu árin, en þó kannski öðr- um fremur Sigríði dóttur sinni og manni hennar á meðan hann lifði, en það var oftast til þeirra sem hann leitaði um aðstoð við útréttingar eða hjálp á heimilinu. Þá er ekki annað eftir en að kveðja þennan aldna heiðurs- mann og ættarhöfðingja okkar með kæru þakklæti fyrir allt. Hvíl í friði. Noregi, 10. febrúar, 1986 Pétur Ottesen Sagt er að til þess að skilja nú- tímann sé nauðsynlegt að þekkja fortíðina. Hvort sem að þessi staðhæfing er rétt eða röng, er augljóst að velmegunarþjóðfélag okkar íslendinga varð ekki til af sjálfu sér. Það var skapað að til- stuðlan forfeðra okkar, fólks sem að barðist af hörku, atorku og vongleði, til þess að við sem á eftir kæmum mættum lifa lífinu betur á mannsæmandi hátt. Það er allt of auðvelt fyrir okkur,sem teljumst til yngri kynslóðarinnar, að gleyma því að það viðurværi sem við höfum í dag hefur ekki alltaf verið sjálfsagður hlutur og að það sem við köllum sjálfsögð mannréttindi, svo sem almenn menntun, heilbrigðisþjónusta, atkvæðaréttur, verkalýðsfélög, verkfallsréttur, og ótal margt fleira, var ekki til staðar og ekki virt. Öll þessi sjálfsögðu mannréttindi varð verkalýður þessa lands að taka sér, oftast nær með mikilli hörku og krafðist það oft bæði mikilla fórna og ósjaldan þjáninga. Þetta baraítufólk, sem við eigum svo mikið að þakka, er nú óðum að hverfa af sjónarsvið- inu og nú hefur verið borinn til grafar einn hinna síðustu, Þorlák- ur Ottesen. Afi minn, þar sem ég gat ekki auðsýnt þér virðingu mína og þakklæti með því að fylgja þér til grafar, langar mig að nota tæki- færið og rita þér nokkur kveðju- orð.í staðinn. Margs er að minn- ast og margt er að þakka, en það sem þó leitar helst á er fortíðin. Það er hverjum manni nauðsyn- legt að þekkja uppruna sinn og sögu, að finnast hann eiga sér stað í rás tímans og hlutdeild í því er gerist í umhverfi hans. Og þér get ég þakkað það, að saga lands míns og þjóðar er mín eigin, að fyrir tilstuðlan þína finnst mér ég hafa tekið óbeinan þátt í atburð- um líðandi aldar. Sögur af kaupstaðarferðum, þegar gengið var úr Brynjudal til Reykjavíkur, og sögur af lífinu í vesturbænum og af verkalýðsbaráttunni, eru ekki gamlar atvikssögur sem falla munu í gleymsku, heldur raun- verulegir atburðir sem í gegnum frásagnir hafa tekið á sig líkam- lega mynd og eru orðnir hluti af minni reynslu. Samkennd og þekkingu á þjóð minni og menningu get ég þakk- að þér, afi minn, og þar af leiðandi skilning á stöðu minni og hlutverki. En nú er kveðjustund- in runnin upp, orð eru fátækleg og þakklæti fánýtt nema sýnt sé í verki. Það eina sem í mínu valdi er, er að tryggja það að mín börn muni hljóta í arfleifð skilning og virðingu fyrir forfeðrum sínum og því sem að þeir framkvæmdu. Að þau muni finna til þakklætis yfir því að vera það sem þau eru, Islendingar. Mig langar til þess að kveðja þig með orðum mesta ritsnillings sögunnar, Williams Shakespear- es, þeim er hann lagði Edgar syni Gloster lávarðar í munn í tilefni andláts Lés konungs: „The night of this sad time we must obey; Speak what we feel, not what we ought to say. The oldest hath borne most: we, that are young shall never see so much, nor live so long. Kristín Atladóttir. HVAÐ ER AÐ GERAST í ALÞÝÐUBANDALAGINU? Alþýðubandalagið í Njarðvík Félagsfundur Alþýðubandalagið í Njarðvík heldur félagsfund fimmtudaginn 20. febrúar kl. 20.30 í matsal Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Dag- skrá: 1) Undirbúningur fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á vori komanda. 2) Inntaka nýrra félaga. 3) Önnur mál. Allir Alþýðubandalagsfélagar og aðrir stuðningsmenn eru hvattir til að mæta. - Undirbúningsnefndin. Alþýðubandalagsfélag Ólafsvíkur Forval Vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor, ferfram forval sunnudag- inn 23. febrúar í Mettubúð frá kl. 13 - 17. Rétt tll þátttöku hafa allir félagsmenn og yflrlýstir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins. Eftirtaldir eru í framboði í forvalinu: Guð- mundur Jónsson, trésmiður, Haraldur Guðmundsson, skip- stjóri, Heiðar Friðriksson, verkamaður, Herbert Hjelm, verka- maður, Margrét Jónasdóttir, húsmóðir og verkamaður, Rúnar Benjaminsson, vélstjóri, Sigríður Sigurðardóttir, húsmóðir og verkamaður, Sigurjón Egilsson, sjómaður. Þeir sem vilja kjósa utankjörstaðar snúi sér til einhvers eftirtal- inna: Jóhannes Ragnarsson s: 6438. Heiðar Friðriksson s: 6364. Rúnar Benjamínsson s: 6395 og Sigríður Sigurðardóttir s: 6536. Félagar eru hvattir til að taka þátt í forvalinu. - Alþýðubanda- lagsfélag Ólafsvikur. AB Reykjavík Viðtalstími borgarfulltrúa er á þriðjudögum kl. 17.30 til 18.30. Á þriðjudag 18. febrúar mætir Guðrún Ágústsdóttir. Guðrún AB Akranesi Árshátíð verður haldin laugardaginn 1. mars nk. í Rein. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.00. Fjölbreytt skemmtiatriði. Nánar auglýst síðar. - Skemmtinefndin. Málefnahópar Alþýðubandalagsins Hafið áhrif! Vettvangur flokksins fyrir umræður og stefnumótun. Hóparnir eru opnir öllum félögum og stuðningsmönnum Alþýðubandalagsins. í þeim sitja fulltrúar þingflokks og framkvæmdastjórnar. Mennta- og menningarmál: 2. fundur þriðjudaginn 18. febrúar kl. 17.00. Meðal viðfangsefna: Menningarstefna stjórnvalda, skólamál og verkmenntun í landinu. AB og verkalýðshreyfingin: 1. fundur þriðjudaginn 18. febrúar kl. 20.00. Meðal viðfangsefna: vextir, skattar og önnur ríkisfjár- mál. Einnig lánsfjármál og erlendar skuldir. Herinn - Nato - friðarbaráttan: 2. fundur miðvikudaginn 19. febrúar kl. 20.00. Meðal viðfangsefna: skilgreining áfanga að því lokamarkmiði að ísland verði herlaust, hlutlaust og friðlýst iand. Fleiri hópar fara af stað á næstunni: Valddreifing - lýðræði, jafnréttismál, sjávarútvegsmál o.fl. Fundarstaður er Miðgarður, Hverfisgötu 105, 4. hæð. Félagar og stuðningsmenn! Skráið ykkur í málefnahópa Al- þýðubandalagsins hið fyrsta á skrifstofu flokksins Hverfisgötu 105 og látiðs skrá ykkur á fundi. Síminn er 17500. Alþýðubandalagið í Reykjavík Spilakvöld verður í kvöld þriðjudaginn 18. febrúar og hefst það kl. 20.00 stundvíslega í Miðgarði, Hverfisgötu 105,4. hæð. Gestur kvöldsins ' er Guðrún Helgadóttir alþingismaður. Guðrún LAL-félagar athugið! l_AL-fólagar og annað áhugafólk um landbúnaðarmál er boðað til fundar í Miðgarði Hverfisgötu 105 4. hæð nk. föstudag 21. febrúar á milli kl. 15 og 19. Miðstjórnarmenn á leið í bæinn eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á dagskrá fundarins verður staða landbúnaðarins, bú- marksmálið, stefnumótun í landbúnaðinum o.fl. - Stjórn LAL. AB Selfoss Almennur félagsfundur verður haldinn mánudaginn 24. febrúar kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7. Fundarefni: Uppstillinganefnd leggur fram tillögur sínar um fram- boðslista vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor. Félagar eru hvattir til að mæta. Heitt á könnunni. - Uppstillinga- nefnd. AB Kópavogur Bæjarmálaráð boðar til fundar fimmtudaginn 20. febrúar kl. 20.30 í Þinghóli. Dagskrá: 1) Atvinnumál, 2)Önnur Mál. - Stjórnin. >ESKULÝÐSFYLKINGIN Þriðjudagur 25. febrúar kl. 20.30 Fundaröð um sósíalisma Baldur Óskarsson segir frá dvöl sinni í Tansaníu og sýnir myndir. Allir velkonnir! Stjórnin Baldur BYGGÐAMENN AB. Ráðstefna 15.-16. mars Ráðstefna Byggðamanna Alþýðubandalagsins um sveitarstjórn- armál og undirbúning kosninga 15. - 16. mars. Ráðstefnan er ætluð frambjóðendum Alþýðubandalagsins og öðrum áhuga- mönnum um sveitarstjórnarmál. Fyrirhuguð dagskráratriði: 1) Kosningarundirbúningur, hagnýt atriði, 2) Réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna, 3) Málsmeðferð í sveitarstjórnum, 4) Bók- hald og fjárreiður. 5) Samskipti sveitarstjórna og ríkisins, 5) Starf Alþýðubandalagsins að sveitarstjórnarmálum. Þeir sem áhuga hafa á að sækja þessa ráðstefnu tilkynni það til skrifstofu Alþýðu- bandalagsins Hverfisgötu 105, sími 91-17500. - Stjórn Byggða- manna Alþýðubandalagsins. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.