Þjóðviljinn - 18.02.1986, Blaðsíða 6
VIDHORF
Riddarar ræfildómsins
Olga Guðrún Árnadóttir skrifar
íslensk alþýða lifir skelfilega
tíma. Þúsundir fjölskyldna lepja
dauðann úr skel, þrátt fyrir taum-
lausan þrældóm og ítrustu spar-
semi í hvívetna. Húsnæði er selt
ofan af úttauguðu og örvona
fólki, börnin ganga umhirðulaus
ár eftir ár, eða hírast á yfirfullum
stofnunum, þar sem aðbúnaður
er oft svo slæmur að vitsmuna- og
sálarlífi barnanna er stefnt í voða.
Aldraðir og öryrkjar líða skort.
Fátækt og örbirgð eru viður-
kenndar staðreyndir í íslensku
þjóðfélagi í dag. Og afleiðingarn-
ar eru á hvers manns vitorði:
drykkjuskapur og ofbeldi, óham-
ingja, uppgjöf, hjónaskilnaðir,
sjálfsmorð.
Á síðum Þjóðviljans hefur
mikið verið fjallað um ábyrgð
ríkisstjórnarinnar á þessu hörm-
ungarástandi. Og víst er um það,
að sjaldan eða aldrei hefur annar
eins þorparalýður setið við
stjórnvölinn í þessu landi, - sam-
viskulausir gróðahyggjumenn,
lygarar og óábyrgir froðusnakk-
ar, sem hafa frá fyrstu stundu
sameinast um að hlunnfara al-
menning og hrifsa af honum
hverja ögn af sjálfsvirðingu. En
við hverju er líka að búast, þegar
úlfarnir eru settir til að gæta
lambanna? Hverjum dettur í hug
að heildsalar, atvinnurekendur
og ríkisbubbar beri hag hins vinn-
andi manns fyrir brjósti? Ríkis-
stjórn hinna ríku hefur aðeins
gert það sem við mátti búast af
henni. Auðvaldið er samt við sig,
hvar sem það kemst að með gráð-
uga lúkuna.
Einhverjir hefðu nú ætlað að
háttalag þessara kumpána yrði
þó til þess að ruska við verkalýðs-
„Látum ekki bjóða okkur
áframhaldandi baktjaldamakk og
hrœðsluáróður. Látum ekki telja okkur
trú um, að við séum þriðjaflokks
manneskjur, sem eigi ekkert betra skilið
en þrældóm og vonleysL
hreyfingunni svo um munaði, -
að illvirki þeirra í garð almenn-
ings yrðu það vopn sem verka-
lýðsforystan gæti hent á lofti og
notað gegn óvininum. En raunin
varð önnur. Stjórnvöld hafa
fengið að valsa frítt um völlinn og
sparka launafólki milli sín einsog
tuðru, án þess að verkalýðsfor-
ystan hafi gert nokkra
mannsæmandi tilraun til að
skakka leikinn. Samningsréttur-
inn var afnuminn, kaupgjaldsvís-
italan tekin úr sambandi, okur-
vextir lagðir á húsnæðiskaupend-
ur, heilbrigðis- og menntakerfi
nánast lögð í rúst - og á meðan
horfa forsvarsmenn launafólks
bara í aðra átt!
Þessir menn, sem fara með
fjöregg íslenskrar alþýðu, virðast
helst álíta það hlutverk sitt að
draga kjarkinn úr verkalýðnum
og kenna honum að þegja. Þeir
hafa vanið fólk af því að gera
kröfur um mannsæmandi líf, þeir
hafa gert röksemdir auðvaldsins
að sínum eigin, og lagt sig svo
dyggilega fram um að skilja
reikningsdæmi kapítalistanna að
ekkert tóm hefur orðið hjá þeim
til að skoða reikningsdæmi
heimilanna. Enda er nú svo kom-
ið, að fullfrískt, strangheiðarlegt
og ósérhlífið fólk á besta aldri
getur ekki lengur séð fjölskyldu
sinni fyrir lágmarksþörfum.
Þannig hafa Ásmundur og fé-
lagar gætt hagsmuna umbjóð-
enda sinna.
Og áfram skal haldið píslar-
göngunni. Nú hafa þessir riddar-
ar ræfildómsins lagt fram enn eitt
bænaskjalið til ríkisstjórnarinn-
arr, í fullu samráði við vini sína -
atvinnurekendur, - og stæra sig
hiklaust af því hve kröfur þeirra
séu hógværar og lítillátar: „Vilj-
iði ekki vera svo vænir, elsku
Steingrímur minn og Þorsteinn
og hinir góðu strákarnir, að gefa
þessum þriðja flokks lýð sem við
erum að vasast fyrir, örlitla hung-
urlús til viðbótar? Það gæti orðið
svolítið vandræðalegt fyrir okkur
alla ef gjörvöll stétt launamanna
hrykki upp af á einu bretti.“ Hvar
er samviska þessara manna?
Hafa hagfræðingar kannski ekk-
ert svoleiðis að burðast með?
Ábyrgð Alþýðubandalagsins,
sem heldur hlífiskildi yfir þessari
lágkúru ár eftir ár og kýs odda-
menn hennar til metorða innan
flokksins, er svo kapítuli út af
fyrir sig. Hverra hagsmunir þar
hafa ráðið ferðinni er mér tor-
skilið, en vfst er að ekki eru það
hagsmunir launafólks. Verka-
lýðsforkólfarnir eru ekki verka-
lýðurinn! Alþýðubandalagið á
ekki að vera handbendi verka-
lýðsforkólfa sem sitja á svik-
ráðum við hugsjónir sósíalista.
Þjóðviljinn má ekki vera mál-
gagn þeirra sem lama baráttu-
þrek og réttlætiskennd alþýðu
manna. Ef Alþýðubandalagið
getur ekki haldið uppi nauðsyn-
legri og réttlátri gagnrýni á verka-
lýðsforystuna getur það heldur
ekki vænst þess að hinn svikni
lýður flykkist undir merki þess.
Það er vafasamt gagn að baráttu-
FLÓAMARKAÐURINN
Ryksuga i geymslunni?
Á ekki einhver gamla, en not-
hæfa ryksugu sem hann vill
gefa mér? Mig sárvantar eina til
að renna yfir gólfin með. Þarf
ekki að vera merkileg, þar sem
ég ætla að nota hana á gólf-
dúka en ekki teppi. Vinsam-
legast hringið í síma 681333 og
biðjið um Olgu.
Herbergi óskast
til leigu sem fyrst. Upplýsingar í
síma 21935.
Til sölu
fiskabúr 140 lítra með öllu til-
heyrandi. Upplýsingar í síma
53206.
ísskápur
Tvískiptur Atlas ísskápur til
sölu. Hæð 140 cm, breidd 60
cm. Verð kr. 5.000.-. Upplýs-
ingar í síma 688492.
íbúð óskast
Tveggja herbergja einstak-
lingsíbúð óskast til leigu sem
fyrst. Fyrirframgreiðsla mögu-
leg. Vinnusími 22229, heima-
sími 26293.
Starfandi
danshljómsveit
vantar æfingahúsnæði sem
fyrst. Upplýsingarísíma78181,
Sigurður Hrafn eða í síma
14403 Magnús.
Gott herbergi
til leigu. Aðgangur að eldhúsi
geturfylgt. Leigist áðeins reglu-
samri konu. Upplýsingar í síma
32440.
Gestalt-námskeið
Terry Cooper heldur Gestalt-
námskeið í Reykjavík helgina
22. og 23. febrúar. Fáein pláss
laus. Upplýsingar hjá Daníel í
síma 29006 á daginn og í síma
18795 á kvöldin.
Barnapía óskast
Okkur vantar barngóða stúlku
eða strák til að passa 11/2 árs
gamlan dreng í u.þ.b. 3 tíma
seinni part dags og e.t.v. ein-
staka kvöld. Búum nálægt Há-
skólanum. Uppl. ísíma 621454.
Einar ærslabelgur
2 mán gamall högni er á göt-
unni. Vantar gott heimili. Uppl. í
síma 38129, eftir kl. 18.
Eldhúsinnrétting
Bráðabirgða, eða notuð, ódýr
eldhúsinnrétting óskast keypt.
Upplýsingar í síma 41292.
Ingibjörg
14 mánaða óskar eftir
barngóðri konu til að líta eftir sér
og heimilinu kl. 10 til 15, fimm
daga vikunnar. Býr við Laufás-
veg. Uppl. í síma 17162, Þór-
unn og Sigurður.
Er ekki einhver
sem þarf að losa sig við gamla
segulbandstækið sitt, hægind-
astóla, teketil, kaffikönnu og
annað búdót? Við þiggjum af
þér með þökkum allt slíkt. Uppl'.
í síma 44461 milli kl.16 og 19.
Ef þig vantar
allskonartuskur, fatnað, sæng-
urföt og annað sem hægt er að
nota í vefnað t.d. í tuskumottur,
þá á ég eitthvað handa þér. Þarf
að losna við úr skápunum.
Hringdu í síma 53206.
Tvíburakerra óskast
Óska eftir að kaupa tvíbura-
kerru. Uppl. í síma 671064.
Orsakir
.Framhald af bls.5
einfalt reikningsdæmi. Að öðru
jöfnu hefði verð innfluttra afurða
því hækkað um 5-6% í íslenskum
krónum á tímabilinu en ekki 30%
eins og raun ber vitni. í öllum
þessum útreikningi er því þó
sleppt að dollarinn, sá gjaldmiðill
sem við fáum greitt með, hækk-
aði ævintýralega á þessu tímabili
og því höfðu útflutningsatvinnu-
vegirnir í raun átt að fá stöðugt
meira fyrir hvern dollar en ekki
minna. Öll vörukaup okkar í ann-
ari mynt en dollara urðu nefni-
lega ódýrari.
Gróðinn
Ef þróun opinberrar neyslu,
launa og gengis er skoðuð sér-
staklega sýnir það sig sem sagt að
verðlag hefði átt að fara lækkandi
allt kjörtímabilið en ekki hækk-
andi. Af mögulegum orsakavöld-
um verðbólgu er aðeins einn ótal-
inn, gróðinn. Allar orsakir verð-
bólgu hljóta því að vera þróun
hans tengdar. Því ef laun, erlent
kostnaðarverð og skattar hækka
ekki þá er vöruverðshækkunin
einfaldlega aukin álagning. Líta
má á verðbólgu áttunda áratugar-
ins sem togstreitu milli fram-
leiðenda útflutnings og fram-
leiðenda á heimamarkaði annars
vegar og hins vegar milli gróða og
launa. A víxl fengu hagsmunaað-
ilarnir leiðréttingu með gengis-
breytingum, verðbótum launa og
hækkun vöruverðs. Það ríkti
ósætti um tekjuskiptinguna. Með
frystingu gengis og launa en
frjálsu verðlagi ákváðu
stjórnvöld að hagsmunaaðilar á
heimamarkaði skyldu fá að á -
kveða sín ámilli hvernig þjóðar-
kakan, umbun vinnu allra lands-
manna, skiptist. Þegar seljendur
framleiðslu og þjónustu á innan-
landsmarkaði væru búnir að auka
álagninguna við sitt hæfi, þá væri
verðbólgan úr sögunni.
En gróðinn jókst ekki bara
vegna meðvitaðrar græðgi ein-
stakra fyrirtækja, heldur einnig
vegna eðlis verðbólgunnar. I
verðbólgusamfélagi er nefnilega
hluti álagningarinnar ekki gróði
heldur birtingarform verðbólg-
unnar. Við álagningu í verð-
bólguþjóðfélagi verður að taka
inn í reikning þá staðreynd að
næsta sending vörunnar verður
dýrari. Ef verðbólgan er 50% og
þú kaupir naglalager fyrir
milljón, selur síðan naglana með
50% álagningu á einu ári þá fer
álagningin í að kaupa jafn stóra
sendingu. Þegar verðbólgan er
síðan sett í afturábakgír og næsta
sending verður ekkert dýrari þá
rennur álagningin óskipt í hendur
vöruseljandans. Á þetta bentu
fulltrúar verkalýðshreyfingarinn-
ar og kröfðust lækkunar álagn-
ingarprósentu. Að mati ríkis-
stjórnarinnar flokkuðust verð-
lagsákvarðanir undir afskipti af
frjálsu spili markaðsaflanna og
komu því ekki til greina.
En þó óbreytt álagningarprós-
enta í hjaðnandi verðbólgu sé
hrein aukning á gróða, þá rennur
gróðinn ekki óskiptur til vöru-
seljandans eins og forðum. Fram
á sjónarsviðið kom nýr hluthafi í
gróðanum, sparifjáreigandinn.
Meðan verðbólgan þjónaði til-
gangi sínum þá saug samfélagið
til sín spariféð á neikvæðum vöxt-
um. Með frjálsum vöxtum ofan á
vísitölu sem hækkaði hraðar en
allt annað, þutu raunvextir um-
fram innlenda verðbólgu í 10-
20% og 30-40% miðað við gengi.
Þetta voru langhæstu raunvextir í
heiminum. Utflutningsfyrirtæki
rekið á lánsfé greiddi allt að því
jafnt í laun og raunvexti. Það er
útúrsnúningur að halda því fram
að fyrirtækið sé rekið með tapi þó
það geti ekki greitt sparifjár-
eigendum slíkan arð.
f loforðum ríkisstjórnarinnar
vegna komandi samninga felast
dögum gegn ríkisstjórninni, ef
Ásmundur Stefánsson, Guð-
mundur J. og þeirra nótar eiga
áfram að vera sá valkostur sem
fólki er boðið upp á.
Nú skora ég á þá sem enn geta
vettlingi valdið að rísa upp og
berjast! Gegn þessari ríkisstjórn,
sem hefur rænt okkur aleigunni,
og gegn þeim forsvarsmönnum
launafólks, sem opnuðu henni
allar gáttir á ránsferðum hennar.
Látum ekki bjóða okkur áfram-
haldandi baktjaldamakk og
hræðsluáróður. Látum ekki telja
okkur trú um, að við séum þriðja
flokks manneskjur sem eigi ekki
betra skilið en þrældóm og von-
leysi. Við höfum aflið, þó okkur
hafi verið meinað að nota það
þegar mest reið á. Aðildarfélög
launþegasamtakanna mega ekki
umbera það enn eina ferðina, að
fyrir þau sé samið um minna en
ekki neitt. Fólkið þolir ekki meir,
og á ekki að þurfa að þola meir.
Það þyrftu forystusauðimir helst
að fara að skilja.
Snúum nú vöm í sókn, og
reynum að byggja upp launþega-
hreyfingu sem trúir á mátt sinn og
megin, og er reiðubúin að berjast
fyrir réttlátu þjóðfélagi. Veljum
til forystu fólk sem ber virðingu
fyrir þörfum hins almenna manns
og slær hvergi af kröfum um
mannsæmandi líf launafólki til
handa. í dag emm við einsog
hópur barinna rakka. Við þurf-
um að fá vonina og lífsgleðina aft-
ur!
Olga Gudrún Árnadóttir
er tveggja barna móðir
og rithöfundur.
Hún starfar nú sem setjari hjá
bókaforlagi Máls og menningar.
þrjú fyrirheit, stöðugt gengi,
verðlækkun opinberrar þjónustu
og lækkun búvara. Um verðlækk-
un opinberrar þjónustu er það
eitt að segja að hún er engin
kjarabót. Hún hefur í för með sér
minni ríkistekjur og aukna skatt-
heimtu, sem allir vita að kemur á
launþegana eða aukna skulda-
byrði ríkissjóðs á þeim okurvöxt-
um sem nú viðgangast. Það er
annars furðulegt að verkalýðsfor-
ysta sem mat félagsmálapakka og
þar með aukna skattheimtu til
kjarabóta á síðasta kjörtfmabili
skuli meta lækkun skatta og sam-
drátt í opinberri þjónustu til
kjarabóta á þessu kjörtímabili.
Um vaxtalækkunina er það eitt
að segja að henni er ætlað að birt-
ast í nafnvöxtum en ekki raun-
vöxtum. Með dvínandi verð-
bólgu lækka að sjálfsögðu
nafnvextir en það eru vextir um-
fram verðbólgu, raunvextirnir,
sem hráir fólkið. Það er gróði
sparifjáreigenda á neyð heimil-
anna sem þarf að lækka, en um
það fást engin loforð.
En alvarlegust eru fyrirheitin
til sjávarútvegs og bænda. Land-
búnaðarvörur skulu lækka og
gengið standa kyrrt. Enn á sjáv-
arútvegurinn að borga brúsann
með röngu gengi. Þær jákvæðu
markaðsaðstæður sem nú hafa
skapast á olíu- og fiskmörkuðum
verða að skila sér til fiskiðnaðar-
ins. Bæði stendur fiskvinnslan
mjög höllum fæti vegna okur-
vaxta og gengistaps og hins vegar
verður hann að geta borgað betri
laun. Eignaupptakan í sjávarút-
vegi er nóg að sinni og mál að
linni. Ég held að verkalýðshreyf-
ingunni væri nær að krefjast
kjarabóta en láta vinnuveitend-
um það eftir að ákveða hvernig
þeir borga hana. Það er löður-
mannlegt að krefjast þess að
landsbyggðin borgi brúsann enn
einn ganginn.
Sigurður Gunnarsson
Fáskrúðsfirði
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. febrúar 1986