Þjóðviljinn - 18.02.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.02.1986, Blaðsíða 3
FRÉITIR Húsnœðisvandinn Mannréttindi þverbratin Ahugamenn um úrbœtur íhúsnœðismálum og Lögverndskora á stjórnvöld að leysa vandann að var engin hálfvelgja í mál- flutningi þeirra sem tóku til máls á baráttufundi Lögverndar og Áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum í Háskólabíói á sunnudaginn. Þar var mótmælt kerfisbundnum árásum ríkis- valdsins á þá sem hafa verið að koma sér þaki yfir höfuðið og úr- bóta kraflst án tafar. Ályktun fundarins er á þessa leið: „Á liðnum misserum hefur stöðugt verið gengið á mannréttindi tugþúsunda manna á íslandi. Ráðamenn hafa gengið milli bols og höfuðs á húsnæðis- kaupendum. Engu er líkara en þeir hafi ákveðið að þessi þjóðfé- lagshópur ætti að gjalda húsnæð- iskaupa með byrðum sem eru öllu venjulegu fólki ofviða. Efnahagsstefna ríkisstjórnar- innar og samningar á vinnumark- aði hafa viðhaldið lágtaxta- þjóðfélagi, þar sem samnings- bundin laun liggja frosin niðri meðan verðtryggð lán hafa rokið upp í óðaverðbólgu. Enginn venjulegur húsnæðiskaupandi hefur getað risið undir þessari byrði. Við hafa bæst óeðlilega háir vextir bæði á almennum markaði og á húsnæðislánum líf- eyrissjóðanna. Afleiðingarnar eru m.a. þær að fólk hefur orðið gjaldþrota, efnt hefur verið til nauðungarupp- boða og þúsundir manna hafa lent í hringiðu bankaviðskipta og rándýrrar lögfræðiþjónustu. Hlutskipti margra er tvöfaldur vinnudagur, stöðugar fjárhagsá- hyggjur og börnin og fjölskyldu- iífið gjalda vinnuþrælkunnarinn- ar og fjárhagsástandsins. Það hefur komið til örvæntingar, fé- lagslegrar upplausnar og per- sónulegrar ógæfu. Öll þessi atriði eru til komin vegna pólitískra ákvarðana valdamanna í íslensku þjóðfé- lagi. Og stundum hafa þeir sem síst skyldu meðtekið þessa stefnu. Þannig hafa t.d. lífeyris- sjóðirnir hækkað vexti á verð- tryggðum lánum verulega. Við viljum borga raunvirði þess sem við kaupum, en við viljum láta reikna rétt. Launafólk berst í bökkum og getur ekki meira. Eftir ríkisstjórnina stendur minn- isvarði svikinna loforða í húsnæð- ismálum. Það sem stjórnvöld hafa tekið af launafólki og skuld- ugum húsnæðiskaupendum á' undanförnum árum á ekki að vera samningsatriði aðila vinn- umarkaðar á kostnað kauptaxta. Við viljum fá aftur það sem tekið hefur verið frá okkur með mis- gengi og óeðlilega háum vöxtum. Við hljótum að leggja áherslu á eftirfarandi: 1) Það verður að stöðva nauðungaruppboðin. 2) Það verður að greiða til baka það sem tekið var af fólki með óréttmætum hætti á síðustu árum. 3) Verði lán húsnæðisstofnunar hækkuð og aðrar breytingar gerðar til bóta, þá verður að tryggja það að þeir sem festu kaup á húsnæði á undanförn- um árum geti gengið inn í þetta nýja kerfi. 4 4) Vexti af húsnæðislánum verð- ur að lækka í 2% a.m.k. Þessu beinum við til ríkisstjórnar- innar, stjórnmálaflokkanna, samtaka launafólks og at- vinnurekenda sem stjórna líf- eyrissjóðunum okkar. 5) Það verður að hækka húsnæð- islánin þannig að allir hafi möguelika á að koma sér upp húsnæði. Húsnæði heyrir til mannréttinda. 6) Kaupmáttur samningsbund- inna launa verður að hækka þannig að venjulegt fólk geti staðið undir eðlilegum fjár- hagslegum skuldbindingum vegna húsnæðiskaupa. Og þessu er beint til þeirra sem semja um launin fyrir okkur.“ LÍN Ólafur situr enn Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra hefur enn ekki orð- ið við kröfu stúdenta i H.í. um að skipa Guðmund Auðunsson í stjórn LÍN fyrir hönd SHÍ í stað Olafs Arnarsonar sem lagt hefur fram afsögn sína. Björk Vilhelmsdóttir formað- ur SHÍ hefur undanfarna daga gert mikið til að ná sambandi við ráðherrann með þeim árangri, að henni hefur verið lofað viðtali á morgun. - gg Selfoss Þorvarður efstur Þorvarður Hjaltason varð langefstur í forvali Alþýðubanda- lagsins á Selfossi, en seinni um- ferð þess fór fram um helgina. Hlaut hann 3227 stig samtals. í öðru sæti varð Kolbrún Guðna- dóttir með 2612 stig, Sigríður Ól- afsdóttir í 3. sæti með 1025 stig og í 4. sæti varð Bryndís Sigurðar- dóttir með 1019 stig. 80% félaga í AB Selfoss kusu í forvalinu, en það var bundið við þá félaga sem eiga lögheimili á Selfossi. Ekki er hér um að ræða bindandi úrslit en uppstillinga- nefnd gerir tillögur að framboðs- lista á félagsfundi nk. mánudag. Húsavík Kristján sigraði Kristján Ásgeirsson varð efst- ur í forvali Alþýðubandalagsins og óháðra á Húsavík um síðustu helgi. Alls tóku 114 þátt í forval- inu, sem er um það bil 40% af kjósendum Alþýðubandalagsins í síðustu bæjarstjórnarkosning- um. Röðin í forvalinu varð þessi: 1. sæti: Kristján Ásgeirsson. 2. Valgerður Gunnarsdóttir, 3. Örn Jóhannsson, 4. Hörður Arnórs- son, 5. Regína Sigurðardóttir, 6. Arnar Björnsson. -S.dór ísfir&ingar voru vígreifir og veifuðu kröfuspjöldum en allt kom fyrir ekki. MH-ingar fóru með sigur af hólmi og sannfærðu dómarana um að leyfa ætti kannabisefni á Islandi. Ljósm. Sig i -ógBSr fff. <* ' í mS&unBS m yHHT.C' “'>» W ' * * JLj mmmL * j.-sss&iw wrnmmm. LM .i in ’GSDCSeS 'MF VáSr Mœlskukeppni MH keppir til úrslita við MR tti að leyfa ræktun og neyslu kannabisefna á íslandi? Sú var að minnsta kosti skoðun rök- ræðusveitar Menntaskólans við Hamrahlíð, í keppni sl. föstu- dagskvöld þar sem áttust við sveitir MH og Menntaskólans á ísafirði í mælskukeppni fram- haldsskólanna. Sveit MH inga fór með sigur af hólmi í viðureigninni við Isfirð- ingana. Vestfirðingarnir færðu rök fyrir þeirri skoðun að leggja ætti íslensku krónuna niður og taka upp erlenda mynt í staðinn. Var álit dómaranna að MH-ingar hefðu fært betri rök fyrir sinni skoðun og fóru því þeir með sigur af hólmi. Þetta sama kvöld kepptu nem- endur úr Menntaskólanum í Reykjavík við nemendur Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og unnu MR-ingar. Munu þeir keppa til úrslita í Mælskukeppni fram- haldsskóla við MH-inga 5. mars nk. í Háskólabíói. Banaslys Þrír fórust Mjólkursvindl Sættir tókust Samkomulag hefur náðst um ágreiningsefni í deilu starfs- manna í Mjóikursamsölunni í Reykjavík við forstjóra fyrirtæk- isins eftir að trúnaðarmenn Leiðrétting Þau mistök urðu við vinnslu Glætunnar í síðasta föstudags- blaði þar sem fjallað var um gleðileikinn Lysiströtu að í greininni var á einum stað talað um harmleik. Beðist er velvirð- ingar á þessu. starfsmanna fengu að sjá lista yflr þær verslanir sem keyptu stolna mjólk af nokkrum starfsmönn- um. Ólafur Ólafsson aðaltrúnaðar- maður Dagsbrúnar sagði í gær að starfsmenn teldu sig hafa trygg- ingu fyrir því að eigendur versl- ananna slyppu ekki við rannsókn í málinu og því hefðu menn talið ónauðsynlegt að halda aðgerðum áfram. Mikið gekk á um helgina vegna afgreiðslubannsins og létu margir þeirra kaupmanna sem fengu ekki afgreidda mjólk reiði sína bitna á trúnaðarmanni starfs- manna og hótuðu honum öllu illu. Aðrir kaupmenn þökkuðu hins vegar starfsmönnum fyrir framtakið og sögðu nauðsynlegt að fram kæmi á skýran hátt hverj- ir hefðu tekið þátt í þessum þjófnaði. Miklar sögur ganga nú á höfuð- borgarsvæðinu um þær verslanir sem eiga að hafa keypt mjólk af starfsmönnum. Þjóðviljinn hefur fyrir því heimildir að hér er ein- ungis um að ræða smærri verslan- ir og að enginn stórmarkaður er þar með. _ig./_v. Umferðin tók sinn toll fyrr og um helgina. Tveir piltar létust í árekstri mótorhjóls og fólksflutn- ingabifreiðar skammt frá Kögun- arhól í Ölfusi á föstudagskvöld og tveir piltar aðrir slösuðust í árek- strinum. Þá lét kona lífið er hún missti stjórn á bifreið sinni fyrir sunnan Straumsvík sl. laugardag. Slysið á laugardaginn varð skammt fyrir sunnan álverið í Straumsvík. Munu tildrög þess hafa verið þau að er áætlunarbif- reið fór fram úr fólksbílnum missti ökumaðurinn, kona um fimmtugt, stjórn á honum. Kast- aðist bíllinn út af veginum og lést konan af sárum sínum á Borgar- sjúkrahúsinu í Reykjavík skömmu síðar. Þriðjudagur 18. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.