Þjóðviljinn - 18.02.1986, Blaðsíða 7
Umsjón:
Sigurður Á.
Friðþjófsson
DJODVILJINN
Málefni fatlaðra
Enn langt
íland
Greiningar- og ráðgjafarstöð
ríkisins flytur í hentugra húsnœði,
en tugir barna bíða eftir aðfáþar
nauðsynlega þjónustu
Fullyrða má að á síðustu árum
hefur orðið veruleg breyting til
batnaðar á félagslegri þjónustu
við fatlað fólk þótt enn vanti
mikið á að hún sé fullnægjandi.
Samkvæmt fjárlögum yfirstand-
andi árs er gert ráð fyrir að varið
verði 420 milj. kr. til rekstrar-
kostnaðar stofnana og þjónustu
fyrir fatlaða á vegum félagsmála-
ráðuneytisins. Þar að auki eru til
ráðstöfunar vegna stofnkostnað-
ar 80 milj. kr. í Framkvæmda-
sjóð fatlaðra, en þar er átt við
bæði líkamlega og andlega fatlað
fólk.
Tryggja jafnrétti
Markmiðið með lögum um
málefni fatlaðra er að tryggja
þeim jafnrétti og skilyrði til að
lifa eðlilegu lífi í þjóðfélaginu. f
samræmi við það hefur verið unn-
ið að skipulegri uppbyggingu á
þjónustu fyrir fatlaða um allt
Íand.
Stjórnarnefnd málefna fatl-
aðra er skipuð 7 fulltrúum. Er
verkefni hennar m.a. að gera til-
lögur um úthlutun úr Fram-
kvæmdasjóði fatlaðra. Stjórn-
arnefndin fer einnig með stjórn
Greiningar- og ráðgjafarstöðvar
ríkisins, sem nýlega hefur tekið
til starfa, eins og skýrt hefur verið
frá hér í blaðinu.
Landinu er skipt í 8 þjónustu-
svæði og eru þau hin sömu og
kjördæmin og fræðsluumdæmin.
A hverju svæði er 7 manna svæð-
isstjórn þar sem samtök fatlaðra
eiga þrjá fulltrúa, 2 eru fulltrúar
sveitarfélaga og svo héraðslæknir
og fræðslustjóri.
Margvísleg þjónusta
Komið hefur verið upp marg-
víslegri svæðisbundinni þjónustu
fyrir fatlaða svo sem sambýli,
sem á þessu ári verða orðin 21,
vernduðum vinnustöðum,
skammtímafóstruheimili, með-
ferðarheimili, þjónustumið-
stöðvum, leikfangasöfnum, sum-
ardvalarheimili, æfingar-
stofnunum o.fl.
Samkvæmt lögunum geta for-
eldrar eða framfærendur fatlaðra
barna undir 18 ára aldri fengið
fjárhagsaðstoð og á sl. ári fengu
framfærendur 300 barna slíkar
greiðslur. Heimilt er og að veita
fötluðum fjárhagslega aðstoð
vegna námskostnaðar og vinnu í
heimahúsum. Á nokkrum svæð-
um fer fram atvinnuleit fyrir fatl-
aða. Fjöldi fatlaðra á sambýlum
og öðrum fámennum visteining-
um er um 150 manns. Um 140
manns er á öðrum vistheimilum
og um 400 manns stunda vinnu á
vernduðum vinnustöðum.
Þeir Valgeir Eyjólfsson og Valtýr Ármannsson voru að leggja síðustu hönd á
innréttingunaþegarþessarimynd varsmellt af. Mynd Sáf.
Jón Oddur var kampakátur er tíðindamenn Þjóðviljans litu við í Kjarvalshúsi fyrir skömmu. Ljósm. Sig.
Greiningar- og ráðgjafarþjón-
usta ríkisins, sem nú hefur tekið
til starfa, er í tveimur einbýlishús-
um á Seltjarnarnesi og hvorugu
þó hentugu. Þar verður megin
áhersla lögð á að mæta brýnustu
þörfum, sem er mat og meðferð á
fötlun forskólabarna. Samt fer
því fjarri að unnt sé að fullnægja
þörfinni á þessu svið með núver-
andi aðstöðu og starfsliði. í Kjar-
valshúsi er listi yfir 40-50 börn,
sem þangað hefur verið vísað á
undanförnum 3 árum og ekki hef-
ur verið unnt að sinna og stöðugt
berast nýjar tilvísanir. Á sl. ári
sóttu um 160 manns þjónustu á
athugunardeildinni og mikill
hluti þeirra þarf áframhaldandi
þjónustu á Greiningar- og ráð-
gjafarstöðinni. Um 30 af eldri
skjólstæðingum stöðvarinnar
eiga að hefja skólagöngu næsta
haust og þurfa ítarlegt mat fyrir
þann tíma. Þriggja ára börn og
yngri, sem vísað er til stöðvarinn-
ar og sett í forgangshóp verða að
bíða í nokkra mánuði áður en út-
tekt á fötlun þeirra fer fram.
Nefnd, sem fjallað hefur um
starfsemi Greiningarstöðvarinn-
ar telur, að um 180 börn úr hverj-
um árgangi muni leita til stöðvar-
innar. Sýnir þetta hversu brýnt
það er, að stöðinni verði búin
betri aðstaða. Þarf bæði til að
koma hentugra húsnæði og veru-
leg aukning á starfsliði.
Nú starfa við stöðina, sálfræð-
ingar, talkennarar, félagsráð-
gjafi, sérhæfðir barnalæknar,
endurhæfingarlæknir, sjúkra-
þjálfarar, þroskaþjálfar og sér-
hæfðar fóstrur. Auk þess eru svo
til ráðgjafar barnageðlæknir og
sérkennarar fyrir blinda. Flest er
þetta fólk í hlutastörfum.
Starfsemin fer fram með
tvennu móti á göngudeild og at-
hugunardeild. Flest yngstu börn-
in eru á göngudeildinni en hin
eldri á athugunardeildinni. Þang-
að koma börnin daglega til dag-
vistunar í nokkrar vikur og eru í
umsjá sérþjálfaðra fóstra,
þroskaþjálfa og annarra sérfræð-
inga. Síðan er leitað meðferðar-
úrræða úti í þjóðfélaginu um ráð-
gjöf veitt um meðferð.
-mhg
Akranes
Skóli reistur af nemendum
Nemendur verknáms í Fjölbraut reistu skólahús
Tvær nýjar kennslustofur
voru teknar í gagnið hjá Fjöl-
brautarskóla Akraness i upp-
hafi þessa árs. Skólastofur
þessar eru í sér húsi, sem
nemendur við verknámsdeild
Fjöibrautaskólans hafa reist
sjálfir og var vinnan við húsið
hluti af námi þeirra.
Þegar blaðamaður Þjóðviljans
var staddur uppi á Skaga fyrir
nokkrum dögum, ákvað hann
að skoða þetta mannvirki. Tveir
nemendur voru að leggja síðustu
hönd á verkið er blaðamaður
knúði dyra. Það voru þeir Valgeir
Eyjólfsson, sem er Strandamað-
ur og Valtýr Ármannsson,
innfæddur Skagamaður.
Þeir eru báðir í húsasmíðanámi
og Ijúka í vor. Var Valgeir að
festa upp fatahengi, en Valtýr að
ganga frá skránni á útidyrunum.
Tjáðu þeir blaðamanni að
nemendur hefðu byrjað að smíða
einingarnar í húsið í fyrravetur og
hefði svo verið hafist handa við
að reisa það sl. haust. Var húsið
að mestu fullfrágengið fyrir jól,
utan að eftir var að draga í raf-
lagnir. Til að hægt væri að nýta
skólastofurnar á vorönn, var
ákveðið að útskrifaðir rafvirkjar
sæju um þann þátt byggingar-
innar, í stað þess að bíða eftir
rafvirkj anemendunum.
Það vor um sex nemendur sem
tóku að sér að byggja húsið undir
yfirumsjón Ólafs Ólafssonar,
sem er aðalennari í verknáms-
deildum. Teikningar eru hannað-
araf Magnúsi Óiafssyni. í annarri
stofunni fer fram teiknikennsla
en hin er notuð undir alhliða
kennslu.
Sögðu piltarnir að þetta hefði
verið mjög lærdómsríkt og mun
meira lifandi nám en yfirleitt er
boðið upp á í verknámskennslu.
Vonuðust þeir til að framhald
yrði á svona framkvæmdum.
Þórir Ólafsson, skólameistari,
sagðist ekki búast við framhaldi á
þessu, að minnsta kosti ekki í bili,
því þetta væri háð fjárveitingum
til skólans. Sagði hann að þetta
hefði verið gert í tilraunaskyni og
hefði tilraunin heppnast mjög
vel, nemendur hefðu skilað fyrsta
flokks vinnu og skólinn myndi
búa lengi að verki þeirra.
-Sáf
Þrlðjudagur 18. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7