Þjóðviljinn - 18.02.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Urbóta krafist
Húsnæði heyrir til mannréttinda.
Því miður virðast þeir sem hafa undirtökin í
þjóðfélaginu í dag ekki skilja þennan einfalda
sannleik. Þeir hafa knúið upp á þjóðina láglaun-
stefnu, sem enn er ekki séð fyrir endann á. Þeir
hafa hækkað vexti í nafni útlendrar kreddus-
stefnu.látiðláninhækkaí takt við verðbólguna en
fryst launin. Afleiðingin er sú að nauðungarupp-
boð hafa aldrei verið fleiri í sögu lýðveldisins.
Ástandið er orðið þannig, að það þykir ekki
lengur í frásögur færandi þó barnmörg fjöl-
skylda tapi ofan af sér húsnæði á uppboði þeg-
ar ekki er lengur til fyrir skuldum og öll sund
harðlokuð. Það er ekki lengur frétt, þó Lögbirt-
ingablaðið þurfi að gefa út sérútgáfur til þess að
auglýsa nauðungarsölu á húseignum fjöl-
skyldna. Nauðungaruppboðin eru einfaldlega
orðin hluti af hinni íslensku tilveru, rétt einsog
rigning á sunnudögum. Þau eru hætt að hræra
okkur. Þau gerast einfaldlega of oft til þess að
menn kippist við. Þetta er sannleikur málsins,
og hann er beiskur.
Það er alveg sama hverju stjórnvöld lofa. Þau
hafa svikið allt. Fyrir kosningarnar lofuðu báðir
núverandi stjórnarflokka 80 prósent lánum til
húsnæðiskaupa, sem áttu að greiðast á 40
árum. Það var svikið. í júní á síðasta ári átti líka
að gera sérstakt átak til að leysa vanda þeirra,
sem höfðu lent verst í misgengi lána og launa
eftir kjaraskerðinguna 1983. Það var líka svikið.
Það er sérstök ástæða til að rifja upp afdrif
hinna svokölluðu júníráðstafana. Þær áttu að
greiða úr vanda hinna verst settu, létta lána-
byrði þeirra og aðstoða þá til að greiða til baka
af okurlánunum. Sömuleiðis áttu þær að útvega
fjármagn í Húsnæðisstofnunina, þannig að hún
gæti sinnt lagalegri skyldu sinni. Ráðstafanirnar
fólust meðal annars í sérstakri hækkun á
áfengi, sem átti að skila 30 miljónum í húsnæð-
iskerfið á síðastliðnu ári. Jafnframt átti að
hækka söluskatt um eitt stig, og útvega þannig
250 miljón krónur í byggingasjóðina. En herr-
arnir sem fara með valdið og dýrðina gleymdu
lítilræði. Þessar hækkanir leiddu nefnilega sjálf-
krafa til hækkana á lánskjaravísitölunni. Þar-
með hækkuðu lán húsbyggjenda enn frekar.
Samkvæmt upplýsingum Þjóðviljans olli þetta
sérstökum 90 miljóna skatti í viðbót á húsnæð-
iskaupendur í landinu.
Þetta gengur auðvitað ekki lengur. Það bullar
og sýður í fólki ekki síst þeim sem hófu íbúða-
kaup með loforð stjórnvalda um úrbætur að
leiðarljósi. Meðal þessa fólks hefur orðið til
óskipulögð hreyfing sem sker á alla hefð-
bundna pólitíska flokka. Þessi hreyfing nær um
allt landið. Hún er einsog sofandi risi, sem ekki
veit afl sitt. Á vegum þessarar hreyfingar, sem
stundum kallast Sigtúnshópurinn eða húsnæð-
ishreyfingin, var haldinn góður og fjölmennur
fundur um helgina í Háskólabíói, í samvinnu við
Lögvernd. Mikil stemmning var á fundinum, og
það er Ijóst að verði ekki gerðar raunhæfar úr-
bætur hið fyrsta, þá er eins líklegt að risinn vakni
og sendi valdhöfum landsins vænan löðrung.
Þar voru settar fram kröfur, sem Þjóðviljinn
tekur hells hugar undir, Þessar kröfur eru:
„ 1) Það verður að stöðva nauðungaruppboðin.
2) Það verður að greiða til baka það sem tekið
var af fólki með óréttmætum hætti á síð-
ustu árum.
3) Verði lán húsnæðisstofnunar hækkuð og
aðrar breytingar gerðar til bóta, þá verður
að tryggja það að þeir sem festu kaup á
húsnæði á undanförnum árum geti gengið
inn í þetta nýja kerfi.
4) Vexti af húsnæðislánum verður að lækka í
2% a.m.k. Þessu beinum við til ríkisstjórn-
arinnar, stjórnmálaflokkanna, samtaka
launafólks og atvinnurekenda sem stjórna
lífeyrissjóðunum okkar.
5) Það verður að hækka húsnæðislánin
þannig að allir hafi möguleika á að koma
sér upp húsnæði. Húsnæði heyrir til
mannréttinda.
6) Kaupmáttur samningsbundinna launa
verður að hækka þannig að venjulegt fólk
geti staðið undir eðlilegum fjárhagslegum
skuldbindingum vegna húsnæðiskaupa.
Og þessu er beint til þeirra sem semja um
launin fyrir okkur.“ -ÖS
KUPPT OG SKORIÐ
Fráttir
af Sakharof
Mál hins ágæta sovéska vísinda-
manns og andófsmanns, Andrei
Sakharofs, koma öðru hvoru til
umfjöllunar í fjölmiðlum. Eins
og vera ber hafa fjölmiðlar á okk-
ar slóðum reynt sem best að fylgj-
ast með þeim ofsóknum, sem
þessi hugrakki maður hefur sætt
af hálfu stjórnvalda í sínu landi,
en það hefur verið hægara sagt en
gert. Eins og kunnugt er, hefur
verið lagt á það mikið kapp, að
sem fæst spyrðist af þeim hjónum
í útlegð þeirra í borginni Gorkí,
og mikið appírat hefur verið sett
upp til að fylgja eftir þeirri ein-
angrun. Oft hafa liðið mánuðir
svo að enginn vissi neitt með
vissu, ekki heldur nánir ættingj-
ar, sem nú eru búsettir á Vestur-
löndum. Og síðan þegar fréttir
berast, ganga þær einatt hver á
aðra rétt eins og ætlunin sé að
rugla umheiminn sem mest í rím-
inu. Þannig gerist það til dæmis á
síðustu vikum og mánuðum, að
vaktar eru góðar vonir hjá þeim
sem láta sér annt um
mannréttindamálstað og velferð
Sakharofs með þvf að kona hans
fær að fara úr landi til að leita sér
lækninga. Skömmu síðar er
slegið á þær vonir þegar haft er
eftir sovéskum embættismanni
að aldrei muni Sakharof fá að
fara úr landi. Og enn var það
núna um helgina, að vesturþýska
vikuritið Spiegel taldi sig hafa
komist að því, að nú komi senn
að því, að Sakharof fái að vera
frjáls ferða sinna.
Áskorun í
Morgunblaöinu
Morgunblaðið birti um helgina
frásögn úr Observer, sem blaðið
hefur keypt einkarétt á, og er hún
byggð á bréfum frá Sakharof þar
sem segir frá baráttu hans síðustu
mánuði og þeirri herfilegu með-
ferð sem hann hefur mátt sæta á
sama tíma og var þó slæm fyrir. í
framhaldi af því er birtur leiðari í
blaðinu þar sem skorað er á sjón-
varpið að sýna nú leikna heimild-
armynd um Sakharofhjónin. í
leiðaranum segir á þessa leið:
„Fyrir skömmu efndu íslensku
ríkisfjölmiðlarnir til einskonar
kjarnorkuviku í tilefni af því að
sjónvarpið sýndi kjarnorkuhörm-
ungamyndina Prœði frá Bret-
landi. Morgunblaðið leyfir sér nú
í tilefni af því, að okkur berast
nýjar og sannar fréttir af því
hvernig níðst er á Sakharov, að
endurtaka fyrri áskoranir um að
íslenska ríkissjónvarpið sýni
leikna heimildamynd um þau
Andrei Sakharov og Yelenu
Bonner. Hún var gerð 1984, þeg-
ar Sakharov þjáðist mest á hér-
aðssjúkrahúsinu í Gorkí, og
leikur Jason Robards Sakharov.
Spóla með þessari merku mynd
hefur verið fáanleg á mynda-
bandaleigum hér. Fœri vel á því,
að ríkisfjölmiðlarnir efndu til jafn
mikillar áróðursherferðar vegna
Sakharov-myndarinnar og
Þráða. “
Athugum þetta nánar.
Það er vitanlega ofur eðlilegt
að bera fram ósk um að sýna til-
tekna mynd í sjónvarpi og öllum
má í þessu dæmi vera augljóst að
tilefnið er mikilvægt. Og vissu-
lega á Andrei Sakharof og mál-
staður hans alla þá athygli skilda
sem fjölmiðlar yfir ráða.
En hitt hlýtur svo að vekja
mikla furðu, hvers vegna í ó-
sköpunum leiðarahöfundur
Morgunblaðsins telur nauðsyn
bera til þess að spyrða saman ósk
sína um að Sakharofmyndin sé
sýnd og mynd þá breska um ógnir
kjarnorkustríðs, sem sjónvarpið
sýndi fyrir skemmstu og vakti
mikla og verðuga athygli.
Það er nefnilega engu líkara en
að þessum dagskrármálum tveim
sé stillt upp sem einskonar kaup-
skap. Eins og verið sé að segja:
nú hafa andstæðingar kjarnorku-
vígbúnaðar fengið sína Þræði - og
nú viljum við fá Sakharofmynd í
staðinn. Þetta hljómar fáránlega,
vitum við vel, en hvað á lesand-
inn að halda?
Hræðsla
við umræðu
Það er ekkert leyndarmál svo-
sem, að Sjálfstæðismenn í út-
varpsráði jafnt sem ráðamenn á
Morgunblaðinu eru ekki sérlega
hrifnir af þeim kvikmyndum,
leiknum og heimildarmyndum,
sem fjalla um kjarnorkuvá. Þeir
neita því ekki að slíkar myndir
geti verið merkilegar. En það er
augljóst, að þeir óttast jafnan, að
slíkar myndir vekji upp óþœgi-
legar spurningar um stöðu Is-
lands í vígbúnaðarkapphlaupi,
hugrenningar um kjarnorku-
sprengju sem á ísland félli. Og
alla slíka umræðu, öll slík hugs-
anatengsli telja þeir bersýnilega
óholla fyrir Nató og herstöðva-
pólitíkina hér. Því kemur leynt og
ljóst fram viðleitni til að draga úr
gildi slíkra mynda, þegja um þær,
skjóta þeim á frest. A eftir kvik-
myndinni Þrœðir átti að koma
heimildarmynd um skylt efni, en
var frestað („nóg komið í bili“).
Sú mynd verður að vísu sýnd
seinna - en sem fyrr segir, allt er
þetta gert með tregðu mikilli og
fýlusvip. Þykkjan leynir sér held-
ur ekki í orðalagi Morgunblaðs-
ins „fœri nú vel á því að ríkisfjöl-
miðlarnir efndu til jafn mikillar
áróðursherferðar vegna Sakhar-
ovmyndarinnar og Þráða“.
Eitt það fáránlegasta í öllu
saman er að engu er líkara en
stillt sé upp sem einskonar and-
stœðum baráttu gegn kjarnorku-
vá og Andrei Sakharof. Rifjum
það upp, að ágreiningur Sakha-
rofs við sovéska valdhafa hófst
einmitt á því, að hann vildi beita
áhrifum sínum til að stöðva til-
raunir með vetnissprengjur í and-
rúmsloftinu. Ýmsirtelja, að hann
hafi fengið Krúsjóf til að hugsa
ráð sitt rækilega, en svo hafi hers-
höfðingjarnir fengið að ráða
ferðinni áfram. Upp úr því skerp-
ist áhugi Sakharofs á málfrelsi og
möguleikum á að gagnrýna og
hafa áhrif á ákvarðanir, sem
varða líf og hag okkar allra, og
þangað liggur beinn vegur til
djarfrar mannréttindabaráttu
hans.
Hin undarlegi hræringur sem
Morgunblaðið ber fram í leiðara
sínum er jafn mikið út í hött og
hann er smekklaus.
- ÁB.
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Guðlaugur
Arason, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason,
Mörður Ámason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Friðþjófsson,
Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Handrlta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Utlit: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgrelðslustjórl: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, rítstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 40 kr.
Helgarblöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuðl: 450 kr.
4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þrlöjudagur 18. febrúar 1986