Þjóðviljinn - 18.02.1986, Blaðsíða 15
SKÁK
Úrslit
4. umferð
Larscn-Hansen.................0-1
Browne-Tal...................
Byrne-Nikolic................Xh-Vi
Jóhann-Gheorghiu.............xh-xh
Jón L.-Saloff..................0-1
Welin-DeFirmian...............0-1
Seirawan-Zaltsman............V2-V2
Schussler-Miles...............0-1
L.Christiansen-Kogan.........xh-xh
Kudrin-Benjamin..............V2-V2
Karl-Helgi...................V2-V2
Lein-Remlinger................ 1-0
Geller-H0i.................... 1-0
Margeir-Wilder................ 1-0
Adianto-Quinteros............. 1-0
Guðm.Sigurjónsson-Björgvin.... 1-0
Dlugy-Sævar..................xh-xh
Alburt-Pyhala................. 1-0
Fedorowicz-Róbert............. 1-0
Reshevsky-J. Kristiansen......0-1
Davíð-Ligternik............... 1-0
vanderSterren-Burger.......... 1-0
Benedikt-Dolandson............0-1
Haukur-ÁsgeirÞ................0-1
PrösturP.-Karklings..........V2-V2
Jung-Bragi.....................0-1
Ólafur-Herzog................. 1-0
Guðm. Halldórsson-Porsteinn... xh-xh
Jóhannes-Leifur..............V2-V2
Kristján-Hannes...............0-1
Yrjölá-PrösturÁ................bið
Dehmelt-JónG.................. 1-0
Dan-Tómas..................... 1-0
Halldór-Schiller..............0-1
Áskcll-Haraldur................0-1
Árni-Hilmar..................xh-xh
Lárus-Guðm. Gíslason..........0-1
5. umferð
Saloff-Hansen..................0-1
Miles-DeFirmian................bið
Tal-Jóhann...................V2-V2
Nikolic-Browne................ 1-0
Byrne-Lein.................... 1-0
Gheorghiu-Guðm.Sigurjónsson V2-V2
Zaltsman-Geller..............xh-xh
Adianto-Margeir..............V2-V2
Kogan-Seirawan................0-1
vanderSterren-Larsen...........0-1
Kudrin-L.Christiansen........V2-V2
Benjamin-Karl................. 1-0
Helgi-Welin................... 1-0
Donaldson-Alburt.............V2-V2
J.Kristiansen-Jón L............bið
Davíð-Fedorowicz..............0-1
Ásgeir-Dlugy...................bið
Quinteros-Remlinger........... 1-0
Björgvin-Schussler.............0-1
Wilder-Ólafur................. 1-0
Höi-Bragi....................xh-xh
Sævar-Hannes...................0-1
Bcnedikt-Reshevsky.............0-1
Ligternik-Guðm. Halldórsson... 1-0
Leifur-Dehmelt.................0-1
Pyhala-Þröstur P.............V2-V2
Karklins-Porsteinn.............0-1
Róbert-Jóhannes................1-0
Burger-Pröstur Á.............. 1-0
Schiller-Dan.................;. 1-0
Yrjölá-Haukur................xh-xh
Haraldur-Jung..................0-1
Hilmar-Tómas.................xh-xh
JónG.-Árni.................... 1-0
Guðm. Gíslason-Halldór........ 1-0
Lárus-Áskell.................. 1-0
Já,
hann
kann
aðtefla
Hansen vann fimm
fyrstu. Davíð og Hannes
Hlífar koma á óvart
Svo er sagt að Hansen hinn danski
hafí sagt eftir að hann hafnaði í neðsta
sæti á afmælismóti Skáksambandsins
í fyrra að hann skyldi koma hingað
aftur og sýna íslendingum að hann
kynni að tefla. Hann hefur svo sann-
arlega staðið við orð sín og að kvöldi
sunnudags hafði hann unnið allar
sínar skákir. Engu er hlíft. Tveir ís-
iendingar, Bandaríkjamaður, sam-
landi hans Larsen og nú síðast Rúss-
inn Salov liggja í valnum. Það er
óhætt að segja að þessi hægláti Dani sé
maður helgarinnar á þessu móti.
íslensku stórmeistararnir halda
sínu striki og eru allir með 3 og V2
vinning eftir helgina og eiga því góða
möguleika í toppbaráttunni. Margeir
vann bandaríska alþjóðlega meistar-
ann Wilder á laugardaginn en Helgi
sigraði Svíann Welin á sunnudag.
Helgi hefur teflt örugglega og ekki
tekið áhættu en hann lætur höggið
ríða þegar færi gefst. Margeir tók sig
vel á eftir tapið í fyrstu umferð og
vann þrjár skákir í röð. Þeir Guð-
mundur og Jóhann tefldu báðir við
Gheorghiu frá Rúmeníu um helgina
en hann er afar traustur skákmaður.
Jóhann tefldi auk þess við Tal og varð
sú viðureign jafntefli þótt Tal virtist
hafa vænlega sóknarstöðu um tíma.
Hinum titilhöfunum íslensku hefur
gengið upp og ofan. Jón L. lék sig í
mát gegn Salov en var þá að vísu kom-
inn með verri stöðu. Karl er með
helming vinninga en Sævar og
Haukur hafa minna en við mætti bú-
ast.
Norrænir
starfsmenntunarstyrkir
Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar
veita á námsárinu 1986-87 nokkra styrki handa Islendingum til
náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum
ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða
menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða framhalds-
skólum iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem
ekki er unnt að afla á Islandi. - Fjárhæð styrks í Danmörku er
15.000 d.kr., í Finnlandi 13.600 mörk, í Noregi 16.800 n.kr. og í
Svíþjóð 9.800 s.kr. miðað við styrk til heils skólaárs. - Umsóknir
skulu berast menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja-
vík, fyrir 1. apríl nk. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í
ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
14. febrúar 1986.
Hjúkrunarfræðingar
Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga eru lausar til um-
sóknar:
Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð Mið-
bæjar, Reykjavík: Staðan verður veitt frá og með 1.
maí 1986.
Hálf staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð
Miðbæjar, Reykjavík, frá 1. apríl 1986.
Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á
Egilsstöðum, frá 1. júní 1986.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf í hjúkrun, sendist heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu fyrir 15. mars 1986.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
10. febrúar 1986.
Curt Hansen er efstur á Reykjavíkurskákmótinu og hefur hann fullt hús stiga, unnið fyrstu fimm skákir sínar. Ljósm.
óþekktur.
Fyrir utan aðalskáksalinn er teflt í
tveim sölum í kjallaranum. Þangað
safnast smám saman hinir stigalægri
og reynsluminni skákmenn en hinir
hærri detta þangað niður öðru hvoru.
Stigahæsti maður mótsins, breski
stórmeistarinn Miles, lenti þangað
eftir tapið í fyrstu umferð og Finninn
Yrjölá, Hollendingurinn Ligternikog
Daninn Hpi hafa allir dvalið þar um
sinn. Það er þó engin skötnm að sitja
þar því þar tefla margir öflugir skák-
menn. þar á meðal fyrrverandi ís-
landsmeistarar og Reykjavíkurmeist-
arar svo nokkuð sé nefnt. Þarna eru
tefldar margar spennandi skákir og
áhorfendur hafa að sumu leyti betri
aðstöðu til að fylgjast með því þar er
ekki jafnmikil þröngog í aðalsalnum .
Keppnin í kjallaranunt og reyndar
mótinu öllu fær á stundum nokkurn
svip af landskeppni þar sem íslend-
ingar eru að keppa gegn heiminum,
þ.e. þeim erlendu keppendum sem
tefla á mótinu. Áhorfendur fylgjast
þá spenntir með hvort landanum
auðnist að vinna á einhverjum út-
lendingnum, og sakar þá ekki að sá
sem í hlut á hafi mörg stig eða beri
titla og nafnbætur.
Meðal slíkra sigra um helgina má
nefna að Bragi vann Jung, Ólafur
Herzog og Þorsteinn Karklins. Einn-
ig má telja hér með nokkra
jafnteflispunkta en þá má aldrei van-
meta.
Unglingarnir á mótinu hafa staðið
sig vel. Þrestirnir báðir hafa teflt við
erfiða andstæðinga en haldið sínum
hlut allvel og Hannes Hlífar teflir
hvasst og skemmtilega. Hann vann á
sunnudag Sævar Bjarnason en það er
ekki auðvelt.
Ásgeir Þór, Þorsteinn og Bragi
hafa líka staðið sig vel miðað við hvað
þeir hafa lítið teflt undanfarið.
*
Svarta staðan er hættuleg. Riddari
hvíts á d5 er stórveldi. drottning hans
ygglir sig framan í kóng svarts og peð-
ið á f5 fylgir henni eins og Ketill
skrækur Skugga-Sveini. Staða svörtu
drottningarinnar á d-línunni er vara-
söm vegna hróksins á dl. Biskupinn á
e5 valdar svörtu kóngsstöðuna og
miðar jafnframt á kóngsstöðu hvíts
en hann er eiginlega einn að verki.
Svartur hyggst því leika á a5-a4 til að
opna hróknum á a8 leið en hvítur á
leikinn. Hann hirðir ekki um peðið á
f4 enda væri 21. Rxf4 Db4 honum
ekki í hag. Hann kemur síðasta
óvirka manninum sínum í ieikinn og
undirbýr um leið snotra gildur.
21. Hh-el - a4 22. f6 (!) - Bxf6 23.
Re7+ - Hxe7 24. Hxd6 - Hxel+ 25.
Hdl - Hxdl+ 26. Dxdl - axb3 27. c3 -
He8 28. Dxb3 - He7 29. Db6
Svartur hefur að vísu hrók, biskup
og peð upp í drottninguna en menn
hans ná aldrei að vinna saman. Hvítur
skapaði sér frípeð á drottningar-
vængnum sem kostaði á endanum bi-
skupinn og var þá eftirleikurinn
auðveldur.
Hannes Hlífar Stefánsson hefur
teflt mjög skemmtilega á mótinu og
er alveg óhræddur við flækjurnar.
Skákir hans eru hinar æsilegustu á að
horfa. Á sunnudaginn tefldi hann
með svörtu gegn Sævari Bjarnasyni,
fórnaði peði í byrjuninni og náði
mikilli sókn.
Hvítt: Sævar Bjarnason
Svart: Hannes Hlífar Stefánsson
1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rc3 - c5 4.
cxd5 - cxd4 5. Dxd4 - Rc6 6. Ddl -
exd5 7. Dxd5 - ...
Hvítur vinnur peð en á meðan
kemur svartur mönnum sínum á vett-
vang. Það getur vel verið að megi
taka peðið en það er áhættusamt og er
þarflaust að rekja afbrigði um það.
Það hvort svona fórnir eru þegnar
ræðst af stíl skákmannsins og smekk.
7.... - Bd7 8. Rf3 - Rf6 9. Ddl - Bc5
Svartur hefur unnið tvo leiki.
10. e3 - De7 12. a3 - ...
ím
Það er hæpið að hvítur hafi efni á
svona leikjum í jafn opinni stöðu.
Hann þarf endilega að koma biskup-
um sínurn út og finna kóngi sínum
skjól til frambúðar.
11. ...-0-0-012.Dc2-Kb813.Be2-
g5
Hannes teflir skarpt og skemmti-
lega. Það er hættulegt að taka þetta
peð og það er hættulegt að taka það
ekki.
14. b4 - g4 15. bxc5 - gxf3 16. gxO -
Leiðin 16. Bxf3 Re5 17. Be2 Bc6
18. 0-0 eða 18. f3 lítur ekki vel út.
13.. .. - Dxc5 17. Bb2 - Ra5 18. Hcl -
Hc8 19. Bd3 - ...
Þetta reynist ekki vel. Betra var 19.
Ddl sem hótar 20. Rc4 eða Rd5. Þá
koma upp miklar flækjur. Ef svartur
víkur drottningunni undan til f5 gæti
komið 20. Re4 eða 20. Dd6+ Ka821.
Hdl. Hér er um marga möguleika að
ræða og ekki gott að tæma slíka stöðu
í fljótu bragði.
19.. .. - Dg5 20. Ke2 - Hh-e8 21. h4 -
21. ... - Hxe3+
Molar hvítu stöðuna.
22. Kfl - Df4 23. Be2 - Hxf3 24.
Bxf3 - Dxf3 25. Hgl - Bf5 26. Ddl -
Bd3+ 27. Re2 - He8 28. Hc2 - Rc4 29.
Bd4 - Rd5 30. Hg3 - Rd-e3+ 31. Kgl -
Rxdl 32. Hxf3 - Bxc2 33. Hg3 - Hd8
Svartur hefur nú manni meira og
hvítur gafst upp nokkrum leikjum
síðar.
IÐNAÐARINS
Davíð Ólafsson hefur átt við
harðvítuga andstæðinga að etja á
þessu móti. Á laugardaginn mætti
hann Hollendingnum Ligternik sem
er alþjóðlegur meistari. Þeir tefldu
Sikileyjarbyrjun og eftir 20. leik
svarts kom upp þessi staða:
abcdefgh
Hvítt: Davíð
Svart: Ligternik
RANNSÓKNASTOFNUN
BYGGINGARIÐN AÐARINS
Fræðsiumiðstöð iðnaðarins vekur athygli á eftir-
töldum námskeiðum á næstunni sem ætluð eru bygg-
ingamönnum.
Námskeið um glugga og glerjun, frágang og endur-
nýjun, verður endurtekið dagana 3.-5. mars n.k., kl.
16.00 til 20.15. Verð kr. 4.000,-
Námskeið í steyputækni um hönnun og gerð
steinsteypu og nýjungar í steypugerð, fer fram 10. og
11. mars nk. kl. 09 til 16.00. Verð kr. 2.500,-
Námskeið um útveggjaklæðningar, um frágang og
festingar, efni á markaðnum og kostnað, verður haldið
17.-19. mars n.k., kl. 09-16.00. Verð kr. 6.500.-
Öll námskeiðin fara fram á Rannsóknastofnun bygg-
ingaiðnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík.
Innritun og upplýsingar hjá Fræðslumiðstöð iðn-
aðarins í símum 687440 og 687000