Þjóðviljinn - 18.02.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.02.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663. UOÐVIUINN Þrlðjudagur 18. febrúar 1986 40. tölublað 51. örgangur. Kjötsala Niðurgreitt kjöt til Kanans Hernámsliðið á Keflavíkurflugvellifœr kindakjötá niðurgreiddu verði. Eitttonn af nautahakki selt til reynslu á 160 kr. kílóið Herinn á Keflavíkurflugvelli fær íslenskt lambakjöt á sama verði og það er selt á úr landi og nýtur því íslenskra útflutnings- bóta. Svo virðist sem Kaninn ætli BSRB Tíðindalítið Tilboð ríkisins sem lagt var fram á sunnudaginn felur í reynd í sér áframhaldandi kjaraskerð- ingu. 7% launahækkanir á árinu bæta ekki upp áætlaðar verðlags- hækkanir, sagði Kristján Thorl- acius formaður BSRB í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. Samninganefnd ríkisins lagði fram tilboð í fyrrakvöld sem í flestu er áþekkt fyrra tilboði og var því í meginatriðum hafnað, enda gert ráð fyrir aðeins 7% hækkun iauna á árinu og ófull- nægjandi tryggingum. Kristján sagði í gær að BSRB legði áherslu á aukinn kaupmátt og kaupmáttartryggingu, en vildi vinna áfram á þeim grundvelli að færa verðbólgu niður. Samningafundir stóðu enn þegar blaðið fór í prentun í gær- kvöldi og var þar tíðindalítið. -gg Reykjavíkurskák- mótið Urslitin í gær Hansen-Nikolié..................Vt.'h De Firmian7Byrne..............'/t-'/z Geller-Miles...................'/t-'h Seirawan-Saloff...................bið Margeir-Tal....................'/t-'h Larserv-Zaltsman..................bið Jóhann-Benjamin...................1-0 Guðm. Sigurjónsson-Helgi......'/t-'/i Fedorowicz-Gheorghiu.............0-1 L. Christiansert-Adianto.........0-1 Lein-Donaldson....................bið Alburt-Wilder.....................1-0 Schussler-Quinteros...............0-1 Browne-J. Kristiansen.............0-1 Jón L.-Ásgeir...................'h-'h Hannes-Kudrin....................0-1 Dlugy-Hoi.........................bið Dehmelt-Kogan.....................1-0 Reshevsky-Davíð...................1-0 Bragi-Ligternik................y2-'/2 Þorsteinn-van der Sterren........0-1 Schiller-Welin....................0-1 KarF-Róbert.......................1-0 Remlinger-Burger..................bið Þröstur Þ.-Sævar..................1-0 Ólafur-Pyhala.....................1-0 Jung-Björgvin.....................bið Guðm. Gislason-Yrjölá.............0-1 Herzog-Karklins...................bið Haukur-Leifur..................'/2-V2 Kristján-Benedikt.................bið Dan-JónG..........................bið Guðm. Halldórsson-Jóhannes........1-0 ÞrösturÁ.-Hilmar..................bið Tómas-Lárus.......................bið Árni-Haraldur.................’/2-'/2 Áskeli-HalldórG...................1-0 Staðan eftir 6. umferð: Með 51/2 vinning: Hansen. Með 4W vinning: Jóhann, Nikolió, Byrne, Miles, Gheorg- hiu, Adianto, Kudrin. Með 4 vinninga: DeFirmian (bið), Tal, Helgi, Guðmund- ur, Margeir, Gellerk, Alburt, Quinteros. Allmörgum biðskákum er ólokið og gætu þær breytt stöðunni eitthvað. Sjá síðu 19 að leika sama leikinn varðandi fyrirhuguð kaup sín á nauta- hakki, því hann vill ekki greiða nema 160 kr. fyrir kflóið en hakk úr úrvalskjöti kostar 370 kr. kfl- óið til íslendinga. Eftirlitsmaður frá hernum hef- ur verið að skoða íslensk slátur- hús að undanförnu, en hann á eftir að skila skýrslu um þau og fyrr er ekki hægt að gera samn- inga um nautakjötssölu til hers- ins, sagði Magnús Friðgeirsson hjá búvörudeild SÍS í gær. Hann sagði að SÍS ætlaði að gera smá tilraun og senda 1 tonn af nautahakki á Keflavíkurflug- völl og myndi herinn greiða 160 kr. fyrir kílóið. Hann sagði það verð alltof lágt ef um framtíðar- viðskipti yrði að ræða, nema þá útflutningsbætur kæmu til. - S.dór Kosningar Guðmundur P. formaður Iðju Bjarni Jákobssonféll semformaður. Listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk um 65% atkvœða. Guðmundur Þ. Jónsson: Mjög ánœgður. Guðmundur Þ. Jónsson var kjörinn formaður og Hildur Kjartansdóttir varaformaður Iðju, félags verksmiðjufólks í stjórnar- og trúnaðarmannaráðs- kjöri hjá félaginu sem lauk á laugardagskvöld. Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs hlaut 64,5% greiddra atkvæða en listi Bjarna Jakobssonar fyrrum for- manns félagsins hlaut 34,4% at- kvæða. „Ég er mjög ánægður með þessi úrslit. Þetta er betri útkoma en ég hafði reiknað með og von- ast til. Þetta er mjög eindregin og afdráttarlaus niðurstaða og við sem stóðum að lista stjórnar og trúnaðarmannaráðs erum að vonum ánægð,“ sagði Guðmund- ur Þ. Jónsson í samtali við Þjóð- viljann í gær. Alls kusu 937 í Iðjukosningun- um af 2434 sem voru á kjörskrá. Þar af hlaut A-listi stjórnar og Guðmundur Þ. Jónsson: Eindregin og afdráttarlaus niðurstaða. Ljósm. E.ÓI. trúnaðarmannaráðs 604 atkvæði en B-listi Bjarna Jakobssonar 322 atkvæði. „Kjörsókn er alveg sæmileg en ég hafði vonast til að þátttakan yrði um 50% Miðað við fyrri kosningar hjá félaginu þá er þessi þátttaka viðunandi, en það skiptir mestu að niður- staðan er mjög skýr og ég reikna með því að hún endurspegli al- mennan vilja félagsmanna,“ sagði Guðmundur. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær aðalfundur Iðju verður haldinn en þá munu formanns- og stjórnarskipti fara formlega fram. „Það eru fyrst og fremst kjara- og samningamálin sem liggja á borðinu hjá okkur. Verkalýðsfélögin eru farin að afla sér verkfallsheimilda og ég geri ráð fyrir að við þurfum að fara að huga að því líka. Kosning- arnar hafa tekið sinn tíma frá mönnum eins og eðlilegt er en þegar samningamálin verða frá bretta menn upp ermarnar og taka á félagsmálunum og félags- starfinu," sagði Guðmundur Þ. Jónsson. - lg. Fjársveltið Mikið áhyggjuefni Magnús E. Guðjónsson hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga: Við höfum mótmælt niðurskurði ríkisins á framkvœmdafé til sveitarfélaganna Þetta er virkilegt áhyggjuefni, sagði Magnús E. Guðjónsson framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga í gær um niður- skurð ríkisframlaga til sameigin- legra framkvæmda svo sem skóla, hafna og sjúkrahúsbygginga. Magnús sagði að Samband ísl. sveitarfélaga hefði strax í haust mótmælt fyrirhuguðum niður- skurði á þessu framkvæmdafé og vakið athygli á því að framlög til allra sameiginlegra framkvæmda ríkis og sveitarfélaga væru lækk- uð nema til byggingar íþrótta- mannvirkja. „Framlögin lækk- uðu sum hver í krónutölu milli ára,“ sagði hann, „þrátt fyrir 30- 35% verðbólgu.“ Sveitarfélögin eru mjög mis- jafnlega í stakk búin til að halda áfram framkvæmdum ef klippt er á ríkisframlagið. Magnús sagði að sum hver hefðu nær engan rekstrarafgang meðan önnur geta varið allt að 30% af tekjum sínum til framkvæmda. „Það segir sig sjálft," sagði Magnús, „að fjár- veitingar ríkisins stýra fram- kvæmdahraðanum sérstaklega skólabyggingum, þar sem ríkinu ber að greiða minnst 50% og allt upp í 75% af byggingarkostnaði. Niðurskurðurinn virkar þannig að byggingarnar eða t.d. hafnirn- ar eru lengur í byggingu. Niður- skurðurinn hefur kannski ekki áhrif á rekstur sveitarfélagsins sem slíks, heldur hitt að bygg- ingatíminn lengist hvort heldur er um skóla eða hafnir að ræða. Þá hefur Jöfnunarsjóðsframlagið farið lækkandi á undanförnum árum og þó nokkur leiðrétting fengist við afgreiðslu fjárlaga varð eigi að síður ekki nema 17- 18% hækkun á því milli áranna 1985 og 1986,“ sagði hann. _ ÁI Innbrot Miklar skemmdir hjá skógræktinni Húsið er vaktað af Vara en samt hefur tvívegis verið brotist inn á þremur mánuðum Brotist var inn í afgreiðsiu Skógræktar ríkisins í Fossvogsdal um helgina. Ekkert fémætt var þar að fínna en miklar skemmdir voru unnar á staðnum. Fyrir tveimur árum var brotist þarna inn og miklar skemmdir unnar á staðnum. Þá var ákveðið að fá Vara til að annast þjófa- vörslu. Samt var brotist þarna inn í desember sl. og svo aftur nú. Verðirnir koma á staðinn 4-5 sinnum á nóttu og líta eftir. Þjóf- arnir virðast bara bíða þar til þeir eru farnir og fara þá inn á eftir þeim. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.