Þjóðviljinn - 18.02.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.02.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Sauðárkrókur ___t_________ Ákveðnir að fa flugvöll Stefán Guðmundsson bœjarfulltrúi: Hér er nóg af heitu vatni til að leggja hitaleiðslur íflugbrautina. Húsavík og Egilsstaðir keppa við Sauðárkrók um varaflugvöll fyrir millilandaflugið Við keppum að því mjög ákveð- ið að fá þennan flugvöll, enda mæla allar rannsóknir sem gerð- ar hafa verið til þess að hér yrði öruggasti flugvöllurinn. Hvergi er betra aðflug og hér fellur sjaldnast niður flug vegna veðurs, sagði Stefán Guðmunds- son bæjarfulltrúi á Sauðárkróki í samtali við Þjóðviljann í gær. Sauðkrækingar hafa talað um aðTéggja hitalagnir í flugbrautina til að koma í veg fyrir ís og snjó á brautinni. Einstaka menn fyrir norðan hafa haldið því fram að ekki væri nóg um heitt vatn á Króknum til þess arna. „Það er eins og hver önnur fjar- stæða. Við eigum yfrið nóg af heitu vatni. Við höfum verið með hitaveitu hér síðan 1952 og enn höfum við ekki þurft að dæla vatni upp úr borholum okkar, að- eins notað sjálfrennandi vatn. Það væri líka nóg að bora eina eða tvær holur, hér er nóg af heitu vatni,“ sagði Stefán. Hann sagði að gerin Jóns Karlssonar um þetta mál í einu bæjarblaðinu á dögunum væri útí hött og aðeins skrifuð til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Jón hefði auk þess staðið í próf- kjörsslag þegar hann skrifaði greinina. - S.dór Éttann sjáifur. Akranes Ordbogsredaktor Ved Den arnamagnæanske kommissions Ord- bog over det norrone prosasprog er en stilling som redaktor ledig til besættelse pr. 1. juli 1986 eller snarest derefter. Nodvendige kvalifikationer til stillingen er grun- digt kendskab til norront sprog og norron litterat- ur, samt til ordbogens primære forklaringssprog dansk. Kendskab til moderne islandsk sprog er onskeligt, ligeledes leksikografisk erfaring. Nærmere oplysning om stillingens indhold fás ved henvendelse til Den arnamagnæanske kom- missions sekretær tlf. 01 54 22 11 / 2164. Ansættelse vil ske i henhold til gældende over- enskomst mellem finansministeriet og Dansk magisterforening. Indkomne ansogninger vil blive bedomt af et af Kommissionen nedsat fagkyndigt udvalg. Ind- stillingen i sin helhed vil blive tilstillet ansogerne. Kommissionen træffer afgorelse i sagen. De arbejder, ansogerne onsker inddraget ved bedommelsen af deres kvalifikationer, bedes indsendt sá vidt muligt í 3 eksemplarer. Ansogninger stiles til Den arnamagnæanske kommission og indsendes til rektor for Koben- havns universitet, der er kommissionens for- mand,“Frue Plads, 1168 Kebenhavn K. An- segningsfristen er d. 15. marts 1986 kl. 10.00. Lausar stöður Lausar eru til umsóknar eftirtaldar hlutastöður við læknadeild Há- skóla íslands, sbr. 10. gr. laga nr. 77/1979 um Háskóla íslands: Hlutastaða lektors í eiturefnafræði. Staðan erætluð sérfræðingi og skal hann jafnframt sinna eiturefnafræðilegum rannsóknum, þar á meðal réttarefnafræðilegum rannsóknum í Rannsóknastofu í lyfja- fræði. Hlutastaða lektors í klíniskri lyfjafræði. Staðan erætluð sérfræðingi í lyflæknisfræði er starfi á lyflæknisdeild spítala í Reykjavík og er æskilegt að hann sinni jafnframt tilraunum í klínískri lyfjafræði á vegum Rannsóknastofu í lyfjafræði. Hlutastaða lektors í lyfjafræði. Umsækjandi skal hafa læknis- menntun eða sambærilega menntun. Hann skal annast kennslu I grunnlyfjafræði (sérhæfðri eða samhæfðri lyfjafræði) og jafnframt annast nokkra rannsóknavinnu í Rannsóknastofnun í lyfjafræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðu- neytinu fyrir 20. mars 1986. Menntamálaráðuneytið 13. febrúar 1986 Blaðberar óskast Tjarnargata Skerjafjöröur Hamraborg DIÚÐVILJINN Sími 681333 Á myndinni er starfsmaður stofnunarinnar við tæki sem hefur það hlutverk að toga út skrifborðsskúffu og ýta henni inn aftur í sífellu. Með því má á skömmum tíma komast að raun um hvort tiltekin vara uppfyllir gæðakröfur. Ljósm. E.ÓI. Iðntœknistofnun Lyklavöltl afhent að var mikið um dýrðir hjá Iðntæknistofnun sl. föstudag - og mjög að vonum. Þá fór fram afhending nýbyggingarinnar á Keldnaholti, sem ætla má að valdi tímamótum í starfi stofnunarinn- ar. Var fyrsta skóflustungan að byggingunni tekin í apríl 1983. Nýbyggingin er 1148 m2 að grunnfleti en efri hæðin 510 ferm. Samanlagt rúmmál er 5855 rúmm. Eldra hús stofnunarinnar á Keldnaholti er 900 ferm. Heildarhúsnæði Iðntæknistofn- unar hefur ekki aukist að grunn- fleti með nýbyggingunni. En nú fyrst hafa deildir hennar samein- ast undir einu þaki í ágætu hús- næði, rúmgóðu og björtu, og starfsskilyrði hennar öll þannig stórlega batnað frá því, sem áður var. Menntamálaráðherra Sverrir Hermannsson afhenti Albert Guðmundssyni iðnaðarráðherra bygginguna, dr. Vilhjálmur Lúð- víksson framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs og formaður byggingarnefndar, lýsti skipulagi rannsóknasvæðisins á Keldna- holti, Gunnar Sch. Thorsteins- son, stjórnarformaður flutti ávarp og dr. Ingjaldur Hanni- balsson forstjóri lýsti bygging- unni, sem hinum fjölmörgu gest- um var síðan boðið að skoða. Hlutverk Iðntæknistofnunar er að vinna að tækniþróun og aukinni framleiðni í íslenskum iðnaði með því að veita iðnaðin- um í heild, einstökum greinum hans og iðnfyrirtækjum sérhæfða þjónustu á sviði tækni og stjórn- unar og stuðla að hagkvæmri nýt- ingu íslenskra auðlinda til iðnað- ar. Það má vera öllum ánægjuefni að Iðntæknistofnun hefur nú fengið mun betri aðstöðu en áður til þess að þjóna þessu þýðingar- mikla hlutverki. - mhg Guðbjartur efstur Guðbjartur Hanncsson skóla- stjóri varð hlutskarpastur í for- vaii Alþýðubandalagsins á Akra- nesi sem fram fór á sunnudaginn. Guðbjartur fékk alls 103 atkvæði og 57 í fyrsta sætið, en Jóhann Ársælsson skipasmiður fylgdi fast á eftir með alls 101 atkvæði. Kjós- endur voru 139. f þriðja sæti lenti Ragnheiður Þorgrímsdóttir kennari, Gunn- laugur Haraldsson safnvörður varð fjórði, Jóna K. Ólafsdóttir húsmóðir fimmta og Þorbjörg Skúladóttir nemi lenti í sjötta sæti. „Við erum mjög ánægðir með þessa útkomu, þetta er öflugt fólk sem örugglega á eftir að vinna vel. Þátttaka í forvalinu var með ágætum. 90% flokksfélaga hér kusu og um helmingur þeirra 139 sem skiluðu seðli er óflokks- bundinn. Það er rétt að minna á að þetta stóð yfir í aðeins fjóra tíma, þannig að við sniðum okkur nokkuð þröngan stakk hvað það snertir," sagði Ársæll Valdimars- son formaður uppstillingarnefnd- ar í samtali við Þjóðviljann þegar úrslitin voru orðin kunn. -gg Tímarit Dynskógar Héraðsrit V-Skaftfellinga Nýlega er komið út rit Vestur-Skaftfellinga, Dynskógar, hið þriðja í röðinni.Ritið er að þessu sinni rúmar 250 bls. og á bókarspjaldi er mynd af Jóhann- esi S. Kjarval listmálara, en all- stór hluti ritsins er helgaður eitt hundrað ára minningu lista- mannsins. Sr. Sigurjón Einarsson á Kirkjubæjarklaustri hefur skráð sagnir um Kjarval eftir allmörgum Skaftfellingum auk þess sem Erró rifjar upp fyrstu kynni sín af málaranum. Sigur- laug Helgadóttir frá Þykkvabæ, Brandur Stefánsson, Vík og Vil- hjálmur Bjarnason frá Herjólfs- stöðum rita þætti um hann. Þá eru birtar myndir af ýmsum verk- um Kjarvals, sem eru í eigu V- Skaftfellinga og allmargar þeirra prentaðar í lit. Björgvin Saló- monsson segir frá kynnum Kjar- vals og Halls Hallssonar, tannlæknis og birt eru nokkur bréf Kjarvals til Halls og kvæði eftir listamanninn. Margvíslegt annað efni er í ritinu. Afgreiðslu til áskrifenda ann- ast Björgvin Salómonsson, Skreiðarvogi 29, 104 Reykajvík, sími 99-68-18-27. - mhg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.