Þjóðviljinn - 21.02.1986, Page 6

Þjóðviljinn - 21.02.1986, Page 6
GLÆTAN meö skólanum -------- pT^ctir í bekknum vinna ó&d^Smáói^eison. .Flesdr ekKert hækkað í ár~ peninð n'e retdrun'jm Pétur Gautur Svavarsson nemandi í 4. bekk: „Já, ég vinn með skólanum. Ég vinn í Bóka- verslun Snæbjarnar á laugar- dagsmorgnum og stundum á virk- um dögum milli 4 og 6. Svo stilli ég út í glugga fyrir þá öðru hverju. Mig langar endilega að taka það fram að kaupið mitt hef- ur ekki hækkað um krónu í eitt ár. Ég er með 110 kr. í dagvinnu- laun og 175 kr. í næturvinnu. Ég talaði við framkvæmdastjórann og hann lét mig fá 2000 kr. í launauppbót og síðan ekki sög- una meir. Launin mín eru svona kringum 3000 á mánuði. Það eru engin laun, búin á 10 dögum". Attu einhvern afgang af sumar- kaupinu? „Nei, og samt vann ég eins og brjálæðingur í allt sumar. Ég vann á skyndibitastað frá kl. 11 á morgnana til 1 á nóttunni og líka hjá Snæbirni öðru hverju í afleys- ingum. Égkeypti mér bíl fyrir 30 þúsund en hitt fór í föt og skemmtanir. Um jólin vann ég hjá Snæbirni og fékk þar 15000 í laun en ég hafði látið skrifa hjá mér skólabækurnar og þegar búið var að draga það frá voru 3000 kr. eftir. Færðu peninga hjá foreldrun- um? „Já, svona 2000 á mánuði og stundum bensín á bílinn. Aður gat maður keypt sér buxur, farið í bíó og skemmt sér fyrir svona 2 þúsund kall en nú dugir þetta bara fyrir buxum“. Af hverju heldur þú að nemar vinni með skólanum í meira mæli en áður? „Nú leyfa krakkar sér meira. Fara í ferðalög o.fl..“ Hvað ætlar þú að gera eftir menntaskólann? „Ég ætla að reyna við mynd- listarskólann. Mig langar helst að fara í lestarferðalag í sumar (Inter-rail), vinna mér svo inn peninga og fara í hnattferð í ár og svo vona ég að myndlistarskólinn taki við“. Guðmundur Þorri Jóhannesson nemandi í 4. bekk: „Ég vinn með náminu. Reyndar er það hér í skólanum, ég er eftirlitsmaður í tölvuherberginu 6-7 tíma á viku. Við félagarnir vorum svo mikið hérna í tölvunum að okkur var boðin vinna við að hafa eftirlit með því að ekki séu læti og að- stoða nema ef eitthvað kemur upp á. Launin eru svona sirka 3500 á mánuði“. Att þú eitthvað eftir af sumar- kaupinu? „Já, því ég vann mjög mikið í sumar. Ég vann í Grasköggla- verksmiðjunni í Gunnarsholti og þar fékk ég frítt fæði og húsnæði og útborguð laun voru um 25000 á mánuði. Peningarnir fara aðal- lega í föt, skemmtanir, skóla- bækur, SVR miða, bíó og bara að lifa. Svo keypti ég mér tölvu en ég fékk hana á mjög góðum kjörum. Hefurðu nægan tíma til að læra heima? „Þetta er fyrsta árið sem ég vinn með náminu og mér finnst ég hafa nægan tíma fyrir heima- námið“. Vinna margir í þínum bekk með skólanum? „Já, flestir held ég og líklega er meira um það að stelpur vinni en strákar. Þær fá svo margar vinnu í sjoppum t.d.“. Hvað ætlar þú að gera eftir að þú útskrifast? „í sumar ætla ég að fá vinnu við tölvu og svo ætla ég í tölvunám í Háskólanum í haust“. Steinunn Hildur Hauksdóttir er nemandi í 1. bekk: „Nei, ég vinn ekki. Mamma og pabbi gefa mér peninga eins og ég þarf. Ég eyði 700-800 kr. á viku, annars fer mikið af þessu í strætómiða. Svo gefur amma mér stundum pening o.fl..“ Fékkst þú gott kaup í sumar? „Ég var reiðskólakennari í Þúfu í Kjós og fékk frítt fæði og 1 sjoppu skólans. ar9reu)a^^^ Ljósm. E.Ol. húsnæði. Svo fékk ég 6 tonn af heyi því ég á hesta og 5000 í pen- ingum eftir sumarið. Annars gerði ég þetta ánægjunnar vegna en ekki til að þéna mikinn pen- ing". Vinna margir í þínum bekk með skólanum? „Ég held ekki. Við höfum eng- an tíma. Við erum í skólanum til 6 á daginn og svo þarf maður að læra á kvöldin“. Óskar Örn Eiríksson nemandi í 1. bekk: „Nei, ég vinn ekki með skólanum og ég held að ég eigi ekki eftir að gera það. Ég hef varla tíma, það er nóg að læra og svo er ég í kórnum". Hvað gerðir þú í sumar? -Ég vann hjá ístaki við að steypa einingar í flugstöðina og í hitaveiturör. Ég fékk svona 26-30 þúsund í laun á mánuði. Þetta var erfið vinna og mikil yfirvinna. Ég vann þarna í tvo og hálfan mán- uð. Svo vann ég í jólafríinu við hreingerningar“. I hvað fara peningarnir þínir? „Þeir fara í skemmtanir og föt. Ég fæ peninga hjá mömmu og pabba en þau setja það skilyrði að ég fari sparlega með þá. Ég fer með svona eitt til tvö þúsund á viku“. Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir (1) When the going get’s tough - Billy Ocean (2) Sara - Starship (3) In a livetime - Clanad (4) Sanctify yourself - Simple Minds (5) West end girls - Pet Shop Boys (6) Burning heart - Survival (7) Living in America - James Brown (8) Great Wall of China - Rikshaw (9) Boarder line - Madonna (10) Rebel yell - Billy Idol Grammið (9) 1. Raindogs -Tom Waits (1) 2. Holidays in Europe - Kukl (6) 3. Kona - Bubbi Morthens (2) 4. Once upon a time - Simple Minds (-) 5. Mcalla - Clannad (-) 6. From the cradle to the grave - Sub Humans (-) 7. Steve McQueen - Prefab Sprout (-) 8. Kill me in the morning - Float up CP (-) 9. The missins Brazilians - Warzone (-) 10. Biography - Bob Dylan Rás 2 (2) 1. How will I know - Whitney Houston (1) 2. Gaggó-Vest - Eiríkur Hauksson, Gunnar Þórðarson ofl. (8) 3. Rebel yell - Billy Idol (5) 4. Burning heart - Survivor (3) 5. Gull - Eiríkur Hauksson, Gunnar Þórðarson ofl. (4) 6. The sun always shines on TV - Ah-ha (-) 7. Sanctify yourself - Simple Minds (9) 8. Walk of life - Dire Straits (7) 9. The Great Wall of China - Rikshaw (-) 10. Borderline - Madonna 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.