Þjóðviljinn - 21.02.1986, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 21.02.1986, Qupperneq 9
Anna Hólmfríður og Guðmundur J. með tvíburana og á milli þeirra situr Vala Sigríður þrælmontin af því að hafa eignast svona myndarlega bræður. Fjallasýnin mikils viroi Það er ekki óalgengt að heyra íslendinga, sem dvalið hafa erlendis, halda því fram, að þeir hafi orðið fyrir meira menningaráfalli (kúltúrsjokki) við að flytjast aftur heim en þegar þeir fluttu út, það jafnvei þó þeir hafi flust til fjarlægra heimsálfa. Ástæðan fyrir þessu áfalli er eflaust sú, að í útlegðinni verða fjöllin blá og mennirnir miklir. Svo þegar menn eru aftur komnir heim og eru í návígi við íslenska samfé- lagið reynist það mun minna en haldið var og fjöllin þau vilja gleymast í amstri hversdags- ins. „Ég ætti erfitt með að búa til lengdar þar sem ekki sést til fjalla,“ segir Guðmundur J. Ara- son, líffræðingur, sem flutti aftur upp til íslands fyrir tveim árum eftir fimm ára námsdvöl í London. „Og ef satt skal segja þá verð ég mun meira var við fjalla- sýnina nú en áður. Þegar ég bjó í London þá saknaði ég ekki beint fjallanna, en þó gæti ég vel trúað því að það að sjá ekki til fjalla hafi haft einhver ómeðvituð áhrif á mig“. Miðalda- hugsanaháttur Guðmundur býr í leiguhús- næði á Hringbrautinni með Önnu Hólmfríði Yates, blaðamanni og þrem börnum þeirra, Völu Sig- ríði sem er þriggja ára og tvíbur- unum Rögnvaldi og Ara Hlyni, sem eru fjögurra mánaða. Guð- mundur er uppalinn í Reykjavík en Anna er ensk-íslenskra ætta og alin upp í Bretlandi. Þau Guð- mundur og Anna kynntust þegar hún stundaði nám í íslensku við Háskólann. Þau fluttust út og bjuggu í fimm ár í London einsog fyrr sagði. Anna, sem er breskur ríkisborg- ari, vann á meðan Guðmundur sótti framhaldsnám í líffræði. Vala Sigríður er því fædd úti en tvíburarnir hér heima. „Mér fannst mun betra að eignast strákana hér, en Völu úti,“ segir Anna. „Á báðum stöðunum var reyndar hugsað vel um mann, en í London var allt svo stórt í sniðum þannig að ekki var hægt að hlúa að hverjum og einum sem skyldi. Það var mun ópersónulegra en hér.“ - En hvað með fæðingarorlof? „Fæðingarorlofið er mun verra í Bretlandi en hér, þó þessir fjórir mánuðir sem ég fæ séu ekkert til að hrópa húrra yfir. Ef þú hefur Rættvið Guðmund J. Arason og Önnu Hólmfríði Yates, blaðamann, semfluttu til íslandsfrá Londonfyrir tveimárum verið í fastri vinnu í tvö ár áttu rétt á 12 vikna fríi með um 90% af launum.“ - Hvað tekur við núna þegar fjögurra mánaða orlofinu lýkur? „Það er nú það. Maður hefur ekki efni á því að vinna úti vegna þess að barnapössunin er svo dýr að maður hefur heldur ekki efni á því að vinna ekki úti. Kostnaður- inn við barnapössunina er álíka mikill og launin. Setji ég börnin öll til dagmömmu kostar það um 30.000 kr. Þó er ástandið skömm- inni skárra hér en í Englandi. Þar er ekkert gert ráð fyrir að konur með börn vinni úti. Þær eiga að vera heima og hugsa um börnin." „Miðaldahugsanagangurinn er jafnvel verri þar en hér,“ skýtur Guðmundur að. Að rata í frumskóginum „Við fluttum hingað í apríl 1984,“ segir Guðmundur, „og við fengum hvorugt vinnu til að byrja með. Reyndar var ég enn á náms- lánum og notaði sumarið til skrifta en Anna fór fljótlega að vinna hjá Icelandic Rewiev, sem blaðamaður og þýðandi. Það bjargaði okkur að við vorum heppin með leiguhúsnæði og erum nokkuð örugg með að geta haldið íbúðinni." íbúðin sem þau Guðmundur og Anna leigja er stór þriggja herbergja íbúð og greiða þau 12.000 kr. á mánuði fyrir hana. „Auðvitað höfum við hugleitt möguleikana á því að komast í eigið húsnæði, einsog allir aðrir,“ heldur Guðmundur áfram, „en Guðmundur gaf sér tíma frá rabbinu við blaðamann til að skipta á tvíbur- unum og einsog sjá má er hann kunn- áttumaður í faginu, enda í helmingi betri æfingu en aðrir pabbar. Myndir: Sig. það erekki beint hægt að segja að ástandið sé uppörvandi." Anna gerir okkur grein fyrir því hvernig slíkum málum er hag- að í Bretlandi. Þar gengur fólk að öllum lánum á einum stað, stofn- un sem hefur sama hlutverk og Húsnæðisstofnun hér. Þar er gerð greiðsluáætlun fyrir kaup- anda og reiknað nákvæmlega út hver greiðslugetan er. Út frá þeirri áætlun er fólki sagt hversu stórt húsnæði það getur keypt sér og er hægt að fá allt að 95% af kaupverði lánað. Mjög algengt er að ungt fólk spari reglulega inn á ákveðinn reikning í tvö ár og brúi þannig mismuninn á láninu og kaupverði. „Hérna þarf maður að rata sjálfur í frumskóginum," segir Guðmundur og þar með eru hús- næðismálin afgreidd í bili og við snúum okkur að öðru. Dýrt að lifa „Verðlagið er mun hærra hér en í Englandi," segir Anna. „Launin eru líka ívið lægri hér. Mestu munar þó um verðlagið þó einstaka hlutir séu ódýrari hér einsog húshitunin. Að meðaltali er helmingi dýrara að lifa hér en í London.“ „Þetta kemur svo fram í því að vinnuálagið er mun meira hér en úti, þó ég sé ekki rétti maðurinn til að dæma þar um, þar sem ég var í námi úti, en vinn á rann- sóknastofu Háskólans hér. Það vegur svo upp á móti þessum langa vinnudegi hér að mun minni tími fer í ferðir til og frá vinnu. í London er ekki óalgengt að fólk þurfi að ferðast í tvo tíma daglega." „En vinnuálagið hér verður til þess að fólk hittist ekki nema við hátíðleg tækifæri," segir Anna. „Ef maður ætlar að hitta vinafólk þarf helst að panta það með mán- aða fyrirvara. Það er hvimleitt þetta almenna tímaleysi sem hrjáir alla á íslandi." Jákvæð heimkoma „Við vorum sammála um að flytja til íslands,“ segir Guð- mundur, „það þó Anna eigi sínar rætur í Englandi. Móðir hennar er íslensk og hún á stóran frænd- garð hér.“ „Lífið er miklu stressaðra í stórborg einsog London og Reykjavík er miklu öruggara um- hverfi að ala börn í en London,“ heldur Anna áfram. „Svo er ekk- ert atvinnuleysi hér. Það var því ekkert undarleg ákvörðun þegar við ákváðum að flytjast til ís- lands.“ „En þetta er engin endanleg ákvörðun um hvar við ætlum að búa í framtíðinni. Við ákváðum að reyna þetta í nokkur ár og meta svo stöðuna aftur. Hingað til hefur þetta verið mjög ánægju- legt og jákvætt," segir Guðmund- ur að lokum og þarf að fara að sinna tvíburunum, en blaðamað- ur tekur kompu sína, þakkar fyrir sig og hverfur út í vorveðrið á þorranum, mun hressari í bragði og með endurnýjaða trú á, að þrátt fyrir allt sé kannski ekki svo bagalegt að vera búsettur hér norður á hjara veraldar. -Sáf Föstudagur 21. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.