Þjóðviljinn - 21.02.1986, Qupperneq 13
HEIMILIÐ
fermetra veislu- og fundarsalur
og er lítið eldhús við hlið hans. Er
salur þessi mjög hentugur til að
halda stórafmæli eða fermingar-
veislur í, auk þess sem húsféiagið
getur þingað í salnum. Þá er einn-
ig að finna stórar sólarsvalir sem
snúa í hásuður á efstu hæðinni.
íbúðirnar eru allar með svalir
og snúa þær allar í suður.
-Sáf
—i—I
;ki
utum
gengur hugmyndin upp eða ekki.
Þá er alltaf gott að geta lagt hana
til hliðar og snúið sér að öðru.
Þetta er sjálfsagt svipað og hjá
rithöfundum eða öðrum lista-
mönnum. Það er stundum
nauðsynlegt að geta lagt hug-
mynd í salt í ákveðinn tíma og þá
getur maður séð hvort hún er ein-
hvers virði eða hvort rétt sé að
gefa hana alveg frá sér.“
Valdimar hefur bara unnið í 3
ár sjálfstætt sem arkitekt en er þó
orðinn mjög þekktur á þessum
skamma tíma.
„Sóley opnaði margrar dyr
fyrir mig og nú orðið er mjög
auðvelt fyrir mig að koma hlutum
frá mér á framfæri. En það má
ekki gleyma því að þó nafnið sé
orðið þekkt í faginu þá eru það
verkin sem ráða úrslitum. Sjálfs-
krítik er nauðsynleg í þessu sem
öðru. Ég hef reynt að vara mig á
þessu. Það er betra að veifa öngu
tré en röngu. Það hefur verið mitt
lán að vera ekki að veifa lélegum
hlutum. Á alþjóðlegum húsgagna
markaði er samkeppnin það
hörð að hlutirnir verða að vera
mjög úthugsaðir til að það borgi
sig að markaðssetja þá. Með-
göngutími Sóleyjar var mörg ár
og velgengni hennar þakka ég
fyrst og fremst því að hvergi var
kastað til höndunum. Það var
með þessu sama hugarfari, sem
ég réðst í hönnun Búsetablokkar-
innar.“
-Sáf
Búseti eygir glufu
Lánaflokkur úr tíð Svavars Gestssonar sem félagsmálaráðherra
getur kannski bjargað Búsetablokkinni
Hönnun Búsetabiokkarinn-
ar og forsendur fyrir bygging-
arkostnaði miðuðust við að
húsið yrði byggt í einum
áfanga og var áætlaður bygg-
ingatími um eitt ár. Á þeim for-
sendum sótti Búseti um lán úr
Byggingarsjóði verkamanna á
sínum tíma. Svarið við láns-
umsókninni fékkst svo sl.
haust og var þá aðeins heimil-
að lán til 15 íbúða í stað 46,
eins og koma til með að vera í
húsinu.
Forsvarsmenn Búseta hafa
sagt að ekki sé hægt að hefja
framkvæmdir við húsið nema lán
fáist til allra íbúðanna á kjörum,
sem viðráðanleg séu fyrir félagið.
Málið horfir þvf þannig við nú að
fáist ekki lán til að byggja allar 46
íbúðirnar, þá verður að hætta við
húsið og skila lóðinni aftur.
En félagsmenn Búseta eru ekki
af baki dottnir og þykjast nú
eygja glufu á húsnæðislöggjöfinni
til að fá lán til byggingar þrjátíu
og einnar íbúðar til viðbótar.
1981, í tíð Svavars Gestssonar
sem félagsmálaráðherra, var
opnaður nýr lánaflokkur F-lána
úr Byggingarsjóði ríkisins, en
samkvæmt honurn er leyfilegt að
veita ián til byggingar leiguíbúða,
sem reistar eru á vegum sveitarfé-
laga, félagasamtaka og sjálfs-
eignastofnana og verða í þeirra
eigu. Hefur Búseti nú sótt um
þessi lán og er beðið viðbragða
yfirvalda við umsókninni.
Byggingarsjóður ríkisins lánar
í dag um 29% af byggingarkostn-
aði til einstaklinga. Meginþorri
þeirra tekna tekur jafnframt líf-
eyrissjóðslán en slíkt geta húsn-
æðissamvinnufélögin ekki gert,
því telja forsvarsmenn Búseta
rétt að lánshlutfall til leiguíbúða
sé hærra en til íbúða í einkaeign.
Þá er bent á að sjóðurinn kemur
aðeins einu sinni til með að lána
til þessara íbúða.
Málið er nú í höndum Alex-
anders Stefánssonar, félagsmála-
ráðherra, og hefur hann leitað
lögfræðilegs úrskurðar í þessu
máli, en að sögn mun hann per-
sónulega vera hlynntur þessari
lausn á málinu. Fari svo að svarið
verði jákvætt og Búseti fái úthlut-
að úr Byggingarsjóði ríkisins geta
framkvæmdir hafist í vor og
fyrstu íbúarnir með Búsetarétt
flutt inn í full frágengna Búseta-
blokk vorið 1987.
-Sáf
/
ELDHUSIÐ ER H)ARIA HEIMIUSINS
Eldhúsið er sannarlega hjarta heimilisins. Það er í senn vettvangur matseldar, og alls sem því fylgir,
og mótsstaður fjölskyldunnar. IKEA hefur gert drauminn um óskaeldhúsið að veruleika. IKEA býður margar
gerðir eldhúsinnréttinga á óviðjafnanlegu verði.
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 108 Reykjavík. Sími 686650.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13