Þjóðviljinn - 21.02.1986, Side 21

Þjóðviljinn - 21.02.1986, Side 21
Gunnlaugur Halldórsson arkítekt Einn af frumkvöðlum íslenskr- ar nútímalistar, húsameistarinn Gunnlaugur Halldórsson, er horfinn okkur að fullu. Hann andaðist að kvöldi dags fimmtudaginn 13. febrúar. Gunnlaugur Pétur Kristján, eins og hann hét fullu nafni, fæddist í Vestmannaeyjum þann 6. ágúst árið 1909 og var því tæplega 77 ára er hann lést. Foreldrar Gunn- laugs voru þau hjónin Halldór læknir Gunnlaugsson og kona hans Anna Sigrid Thorp. Að gagnfræðaprófi loknu hóf hann ungur nám í húsagerðarlist við Fagurlistaskólann í Kaupmanna- höfn og lauk þaðan prófi árið 1933 aðeins 24 ára gamall. Strax við heimkomuna haslaði hann sér völl í starfsgrein sinni og hóf að ryðja nýjar brautir í íslenskri list. Tveim árum áður hafði hann raunar þegar látið að sér kveða svo um munaði. Sumarið 1931 vinnur hann að því, svo að segja í miðju námi og í góðu skjóli Sig- urðar Guðmundssonar aðeins 21 árs gamall, að móta sum þeirra húsa er tíðindum hafa sætt í ís- lenskri nútímalist, byggingar á borð við hús Hauks Thors við Smáragötu, Georgs Ólafssonar við Freyjugötu og Stefáns Thor- arensens við Sóleyjargötu. Af þessu má sjá hve Gunnlaugur var óvenju bráðþroska listamaður. Hann skapar ekki einungis full- burða verk rúmlega tvítugur heldur brýtur hann blað með þeim í íslenskri sjónlistarsögu. Ég kem ekki auga á jafn ungan íslenskan listamann annan vinna slíkt afrek. Strax frá upphafi sjálfstæðs starfsferils rak hvert stórvirkið annað frá hendi Gunn- laugs og varð ekki lát á meðan kraftar entust. Yrði of langt má! að teja það allt upp hér, en nefna má Verkamannabústaðina við Hringbraut, hús Félagsgarðs við Hávallagötu, hús Magnúsar Víg- lundssonar við Garðastræti, við- bótina við Landsbankann, Bún- aðarbankahúsið í Austurstræti og Reykjalund í Mosfellssveit, í fyrstu í samvinnu við Bárð ísleifs- son. Seinna tóku þeir höndum saman Gunnlaugur og Guð- rnundur Kr. Kristinsson. Af þeirra hálfu spruttu verk eins og Háskólabíó, háhýsin við Sól- heima og hús Sparisjóðs Reykja- víkur við Skólavörðustíg. Þegar í skóla varð Gunnlaugur Halldórsson gagntekinn af hug- sjón „funktionalismans" og vann í anda hans alla tíð, ruddi stefn- unni braut hérlendis en aðhæfði íslenskum staðháttum á einkar látlausna en persónulegan máta. Yfirlætisleysi Gunnlaugs sem listamanns hefur því miður, í há- vaðasömum heimi, valdið því að hann hlaut ekki þá almennu viðurkenningu sem honum bar. Gunnlaugur Haildórsson hefði auðvitað átt fyrir löngu að skipa heiðurslaunasess. Tíminn mun hins vegar leiða í ljós að undir yfirlætisleysi verka hans búa sí- gild listeinkenni, sem seint munu fyrnast, fái þau svo sem annar merkur húsagerðararfur íslensk- ur að vera í friði fyrir grimmum greipum listblindra manna. Þótt undarlegt megi virðast við fyrstu sýn var módernistinn Gunnlaugur Halldórsson fyrsti húsameistarinn hérlendis sem vann við endurgerfingu gamalla húsa. Viðgerð og viðbætur á. Bessastaðastofu árið 1941 eru enn sem komið er einn glæsileg- asti árangur á því sviði. Gunn- laugur sýndi í verki og sannaði hvernig nýtt og gamalt getur unað í farsælli sambúð sé tillits- semi gætt. Kynni okkar Gunnlaugs Hall- dórssonar hófust fyrir hartnær fjórum áratugum: Ég átti því láni að fanga að vinna fyrir hann og með honum, en einkum að ræða við hann um sameiginlegt hugð- arefni, byggingarlistina. Þar var ég auðvitað þiggjandinn og þá mörg góð ráð. Hann jók mér víð- sýni og umburðarlyndi. Ég hefi frá upphafi kynna litið á hann sem meistara minn. Ég votta Guðnýju Klemens- dóttur hinum góða lífsförunaut og börnum þeirra hjóna mína dýpstu samúð. Hörður Ágústsson Hópur íslenskra arkitekta er ekki stór og munar um hvern einn. Síðastliðinn fimmtudag lést einn hinna eldri úr hópnum og er nú skarð fyrir skildi. Gunnlaugur Halldórsson fæddist í Vestmannaeyjum 6. ág- úst 1909, sonur hjónanna Hall- dórs Gunnlaugssonar héraðs- læknis og konu hans Önnu, af dönsku bergi borin, fædd Thorp. Gunnlaugur útskrifaðist úr Gagnfræðaskóla Akureyrar 1925, dvaldist í Menntaskóla Reyjavíkur árin 1925-1926. Hann fór til náms í byggingar- list í Kaupmannahöfn og útskrif- aðist sem arkitekt frá Hinu Kon- unglega Akademi 10. maí 1933. Að námi loknu kom hann heim, hóf störf við fag sitt og rak sjálfstæða teiknistofu alla tíð síð- an. Gunnlaugur kvæntist Guðnýju dóttur Klemensar kennara og bónda að Vestri Skógtjörn á Álftanesi. Á Álftanesi reistu þau Guðný og Gunnlaugur hús er þau nefndu Hof. Þar ólu þau upp fjögur börn sín. Eitt þeirra, Halldór, dó á unglingsárum sínum en Guðný lifir mann sinn ásamt þrem börn- um þeirra. Um störf Gunnlaugs má rita langt mál. Hann kom heim til starfa frá byltingasömu um- hverfi. Stokkhólmssýningin 1930 var nýgengin um garð og það öldurót sem hún skóp var að breiðast um norðurálfuna studd af áhrifum Bauhaushreyfingar- innar frá Weimarlýðveldinu. Líkt og þeir félagar okkar, sen komu heim til starfa á þessum árum, var Gunnlaugur ákafur brautryðjandi þeirra viðhorfa til byggingarlistar og híbýlahátta sem einkenna þessar breytingar. Hin síðari ár hafa menn haft tilhneigingu til að tala um funks- jónalismann sem stílfyrirbæri og kenna við það sem kallað var funkisstíll. Það stílfræðilega fyrir- bæri átti rætur að rekja til kub- isma málaralistarinnar og var teflt fram sem formalistisk and- stæða stílruglings og eftiröpunar eldri stíltegunda. Verk Gunnlaugs bera ekki merki þess formalisma heldur þeirrar yfirveguðu hógværðar og látleysis sem einkennir fágaðan funksjónalisma. Þar sem saman fer vandlega unnin planmynd er byggist á notagildi húsrýmis og hagkvæmri notkun byggingarefn- is og útliti sem sýnir án alls prjáls not og eðli byggingarinnar. Um framlag Gunnlaugs og samtímamanna hans þarf að rita sögu til skilnings á þýðingu starfs íslenskra arkitekta á einu þýðing- armesta skeiði byggingarlista- sögu okkar, þegar Reykjavík er að breytast í borg og þéttbýlis- staðir eru að verða að kaupstöð- um um land allt. Það verður ekki gert hér en minnt á þá skuld sem við eigum að gjalda Gunnlaugi og þeint hin- um úr hópnum sem látnir eru. Spor Gunnlaugs liggja víða og skulu hér örfá nefnd. Gunnlaugur gegndi formanns- starfi í arkitektafélögunum þ.e. Akademiska arkitektafélaginu og Arkitektafélagi íslands árin 1928-1941, 1947-1950 og 1958- 1961. Þá var hann formaður stjórnar Byggingarþjónustu Arkitektafélags Islands frá stofn- un, 1959-1971. Hann gegndi aftur formennsku í stjórn Byggingar- þjónustunnar eftir að hún var gerð að sjálfseignarstofnun. Af einstökum verkum Gunn- laugs skulu hér aðeins nefnd nokkur sem ég held að hann hafi helst borið fyrir brjósti. Fyrst er að nefna byggingar S.Í.B.S. að Reykjalundi sem hann vann við allt frá upphafi til dauðadags. Fyrst í samstarfi við Bárð Isleifsson, síðar einn, en unt tíma nteð Guðntund Kr. Kristins- son sem samstarfsmann. Viðbyggingin við Bessastaði, lagfæringar og breytingar því samfara, ber gott vitni nærfærni funksjónalistans og virðingu hans fyrir eiginleikum eldri bygging- arlistar. Þá rná nefna hús Búnaðar- bankans í Austurstræti, Amts- bókasafnið á Akureyri. Stöðvar- hús Búrfellsvirkjunar og Há- skólabíó teiknaði Gunnlaugur í samstarfi við Guðmund Kr. Kristinsson. Ekki má gleyma einu umdeildasta verki Gunn- laugs þ.e. fyrstu viðbyggingunni við Landsbankann. Sú lausn var í samræmi við þá tillitssemi sem funksjónalistar sýndu eldri stíl- fy'irbærum, að apa ekki eftir heldur brjóta í blað og aðlaga nútímahugmyndir og formtákn hinu gamla. Þá er vert að minnast á eitt af fyrstu verkum Gunnlaugs, verka- mannabústaðina austan Hofs- vallagötu. Það verk, ungs arki- tekts á skilið sérstakt umtal svo rækilega sem það sver sig í ætt funksjónalismans og grundvöll hugsjónaheims funksjónalist- anna. Gunnlaugur hafði mikinn áhuga á skipulagsmálum og lét þau ntikið til sín taka. Hann sat árum saman sem fulltrúi Bessa- staðahrepps í samvinnunefnd um skipulag höfuðborgarsvæðisins. Hann var jafnframt mikill áhrifa- maður um skipulag og bygging- armál síns sveitarfélags. Gunnlaugur mun hafa átt fyrstu hugmyndina að miðbæjar- kjarna í Kringlumýrinni og hafði drjúg áhrif á mótun aðalskipulags Reykjavíkur 1962-1983. Hann bar um árabil hitann og þungann af skipulagsvinnu við nýja mið- bæinn. Einnig skipulagði Gunn- laugur ásamt þeim Guðmundi Kr. Kristinssyni og Manfreð Vil- hjálmssyni fyrstu byggðina í norðurhlíðum Fossvogsdals. Árum saman vann Gunn- laugur að tveim verkefnum sem voru fullbúin til framkvæmda en hætt var við. Það voru byggingar fyrir Tóbaks- og áfengisverslun- ina á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar og Borgarbóka- safn Reykjavíkur, sem hann vann að í samstarfi við Guðmund Kr. Kristinsson. Fyrir margháttuð störf fyrir arkitektafélagið og framlag sitt til íslenskrar byggingarlistar var Gunnlaugur gerðu heiðursfélagi Arkitektafélags íslands. Hann hlaut einnig aðrar opinberar viðurkenningar fyrir störf sín. Eins og áður er sagt er bráð þörf á að fjalla faglega og fræði- lega um framlag frumherjanna úr hópi langmenntaðra arkitekta. Það verður ekki gert hér þó að vert væri. Þessum kveðjuorðum skal því lokið og Gunnlaugi þakkað það sem hann gerði vel og lét eftir sig til handa komandi kynslóðum hluta af menningararfi okkar. Guðnýju og börnum þeirra og þeirra nánustu sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Skúli H. Norðdahl arkitekt F.A.I. FRA LESENDUM Þakkað og svarao Ekki má minna vera, en ég þakki fyrir heimsend baráttu og kynningarblöð frambjóðenda Alþýðubandalagsins - skoðana- bræðra minna. Einnig minnist ég lítilega á flokks og kosningatengd efni. Nú er það einu sinni svo, að ekki dugir útlitslég andlitslyfting ein og sér, heldur er hún aðeins, greiðari aðgangur að góðu, eða lélegu efni. Það olli mér bæði taugatitringi og heilabrotum til skamms tíma, hvað stjórnmála- skrif Þjóðviljans um innlend og innanborgar málefni voru illa rekin. Satt best að segja fundust mér þau vera átakanlega slöpp. Það mun hafa verið um ára- mótin ’84-85 að ég merkti beittari skrif í þessum málaflokki, hvass- ari áherslur, meir afgerandi mál- flutning, og mátti ekki seinna vera. Breyting þessi og skrif munu kallast: Efnisleg andlitslyfting, gerir blaðið verðmætara og áhug- averðara og selur það. Þannig er mál með vexti, að hvorki flokkur né blað getur ver- ið, né á að vera, sérbakað vínar- brauð fyrir einn eða neinn. Þes- svegna lysi ég einnig ánægju minni með hreinskilin skoðana- skifti / opnar umræður á síðum Þjóðviljans fyrir forval. Einnig það kallast: Éfnisleg andlitslyft- ing, gerir blaðið verðmætara og áhugaverðara og selur það. Nú er það svo, að herra KONFEKT-KUBBUR - borg- arstjórinn okkar, sem lifir nær eingöngu á súkkulaði sem kaup- menn við Laugaveginn færa hon- um, breiðir töluvert úr sér bæði á velli, sem og í fjölmiðlum. í þess- ari grein fær hann auðvitað sitt útmælda pláss. Ég drep hér á tvö atriði, sem virðist hafa orðið hon- um til framdráttar, við upphaf ferils, og fram á þennan dag. Flestir andstæðingar hans virðast hafa valið þann framgangsmáta að fara vel að honum, lempa hann til og fara að með góðu, koma vel fyrir hreint afskrifa heildargagnrýni á þennan mann, það sem hann stendur fyrir og þá sem að baki honum standa. Að- eins leiðrétta faglegar skekkjur fagleg smáatriði, sem fara úr- skeiðis. Hvortveggja þarf að vera til staðar, til þess að hægt sé að tala um andstöðu. Endalausar vífi- legar ályktanir, málalengingar, málamiðlanir gagna ekki. Máls- varar okkar verða að hafa kraft, kjark, kjaft og heilsu, þar sem þeim er ætlað að beita sér og berj- ast. Annarsvegar út á meðal fólksins og skeleggir málsvarar í borgarstjórn. Bakmennirnir (skugga-borgarmálaráð) eða (skugga-borgarstjórn) á að smíða ráð, tillögur og ályktanir og á þá einnig að vera hægt að vísa fólki, sem leitar hjálpar úrlausnar að- stoðar. Það á að vera vel heima í heilbrigðiskerfinu og helst að sitja þar í nefndum og ráðum. Annað sem hefur verið Davíð til framdráttar eru fjölmiðlar. Eðlilegt getur talist, að odda- maður eigi nokkuð greiðan að- gang að fjölmiðlum. Það hefur Davíð einnig átt. Verra er, að þar hefur hann ekki verið gagnrýndur né sýnt það aðhald, sem eðlilegt getur talist. Frétta- menn spyrja sjaldan annarrar og þriðju spurningar um sama efni. Rýna ekki í svar, ganga ekki eftir svörum, láta sér nægja eitt rug- lingslegt svar, sem oft er út í bláinn - þetta á ekki aðeins við umDavíð. Einnig hafaverið uppi tilburðir, að gera úr honum meiriháttar gáfumann með elegans. Ætla honum hæfileika, sem hann hefur í raun ekki. Menn geta t.d. ort ljóð, gefið út plötur/heilu ljóðabækurnar og allir vita, að þeir geta ekki ort, nema þeir sjálfir. Út af fyrir sig getur það verið ærið broslegt að sjá mann settan í hlutverk, sem hann ræður ekki við. En það er jafnfram ótuktar- skapur. Kjánaleg ósvífni er leiði- gjörn til lengdar. Þessi tilraun fjölmiðla, að gæta sparnaðar í garð innlends skemmtiefnis, er því dæmd til að mistakast - því miður. Ég vil í lokin, gera orð Reynis Ingibjartssonar, félaga míns að mínum. Tilvitnun úr Þjóðviljan- um: „Þjóðviljinn á að vera miðill, ekki málpípa. Flokkurinn bar- áttutæki ekki hagsmunahópur, ætíð reiðubúin íyrir fólkið. ...Baráttuviljinn er þó mikilvæg- astur úr því, sem komið er mál- um. Messagutti hjá Davíð vil ég heldur ekki vera.“ Eiríkur Björgvinsson Laugarnesvegi 72 Reykjavík. Föstudagur 21. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.