Þjóðviljinn - 21.02.1986, Page 24

Þjóðviljinn - 21.02.1986, Page 24
Aðalsími: 681333. Kvóldsími: 681348. Helgarsfmi: 81663. UÖÐVIUINN Föstudagur 21. febrúar 1986 43. tölublað 51. örgangur. Samningarnir Enga samninga um niðurskurð Kristján Thorlacíus: Frjálshyggjan semfelst íþví að skera niður opinbera þjónustu er andverkalýðssinnuð. Trúiþvíekki. r Eg vil benda á, að sú frjáls- hyggja sem felst í því að skera niður opinbera þjónustu er and- verkalýðssinnuð og ég trúi því ekki að Alþýðusambandið sé að semja um slíkt, sagði Kristján Thorlacíus í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, en í blaðaviðtali á mið- vikudag lýsti forsætisráðherra því að hluta af kostnaðinum við að greiða niður verðbólguna ætti að mæta með niðurskurði. Talaö er um aö mæta kostnaði við að koma verðbólgunni niður í 7 prósent með því að lífeyrissjóð- irnir verji allt að 750 miljónum í kaup á skuldabréfum ríkissjóðs. Afganginum af kostnaðinum, sem er álíka há upphæð og kemur úr lífeyrissjóðunum, á að mæta með niðurskurði samkvæmt því sem Steingrímur Hermannsson sagði í viðtali við DV á miðviku- dag. „Allt launafólk í landinu tapar á því að þjónusta sé skorin nið- ur,“ sagði Kristján í gær. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að stærsti hiuti opinberra út- gjalda fer í sjúkraþjónustu, menntakerfið og almannatrygg- ingakerfið og allt eru þetta félags- leg atriði, sem tók verkalýðs- hreyfinguna áratugi að ná fram. Það væri kaldhæðni örlaganna ef Alþýðusambandið færi að semja þetta af okkur með frjálshyggju- öflunum, að verkalýðshreyfingin yrði til að skera þetta niður. Ég trú; því ekki að þeir ætli sér það. Þetta hljómar ekki ólíkt því að það sé Hannes Hólmsteinn sem ráði ferðinni ef þetta er satt,“ sagði Kristján að lokum. -Sáf Grundarfjörður Augastaður á nýju skipi Grundfirðingar hyggjast bjóða ískip ístað Sigur- fara sem þeir misstu Grundfirðingar hyggjast bjóða í nýtt skip í stað Sigurfara II, sem tapaðist frá bæjarfélaginu á dögunum. Fundur var haldinn í Siglunesi h/f og þar var samþykkt að halda hlutafélaginu áfram. Þar var ákveðið að kaupa skip til Grundarfjarðar og gert verði til- boð í það á næstu dögum. Siglunes h/f var upphaflega stofnað til að endurheimta Sig- urfara II til Grundarfjarðar, en Akurnesingar keyptu skipið af Fiskveiðasjóði nú á dögunum. Formaður Sigluness h/f er Hjálm- ar Gunnarsson sem var aðal- eigandi Sigurfara II meðan það var í eigu Grundfirðinga. Þeir Grundfirðingar sem Þjóðviljinn hafði samband við í gær, kváðust ekki vilja gefa upp nafn skipsins sem ætlunin er að bjóða í að svo stöddu. GÞR/AS ísafjörður íhaldið á móti jafnrétti Bæjarstjórn ísafjarðar hefur ákveðið að setja á laggirnar starfsmatsnefnd og að hún endur- meti sérstaklega störf kvenna innan bæjarkerfisins með það fyrir augum að hækka þær innan launastigans. Athygli vakti að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Jafnréttisnefnd ísafjarðar, Guð- mundur H. Ingólfsson var tillög- unni andvígur og greiddi atkvæði gegn henni við afgreiðslu málsins. Tillöguna flutti bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins, Þuríður Pétursdóttir. í henni segir m.a. að endurmat á störfum kvenna eigi að fela í sér nýtt verðgildi á hefðbundnum kvennastörfum og að þættir eins og þjónusta, umönnun og uppeldi verði metn- ir til jafns við ábyrgð, frumkvæði og stjórnunarþætti hefðbundinna karlastarfa. Stefnt er að því að hið nýja mat liggi fyrir áður en komið verður að sérkjarasamningum. Tillaga Þuríðar var samþykkt með 5 at- kvæðum gegn 2. _ Námsmannahanastél Albert: nei Sverrir: já Verkfræðinemar í bjóði hjá menntamálaráðherra Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra bauð til sín í Rúg- brauðsgerðina öllum verkfræði- nemum í gærkvöldi og bauð þeim uppá snittur og snafs einsog hver gat í sig látið. Þessi atburður var í tengslum við árshátíð verkfræðinemanna sem framin var eftir hanastélið hjá ráðherra. Það fylgir sögunni að forystu- mönnum í skemmtanalífi verk- fræðinema hugkvæmdist fyrst að biðja Albert Guðmundsson iðn- aðarráðherra um að sýna þvílík- an rausnarskap en ráðherrann treystist ekki til. -m Friðarár Mikill áhugi friðarsinna Samstarfshópur íslenskrafriðarhreyfinga. Opinberir aðilar tregir tilþátttöku. Friðardagur um páska. Friðarskip í júlí að er mikill áhugi á að minna á friðarár Sameinuðu þjóð- anna sem nú stehdur yfir, og það eru margar hugmyndir í skoðun, sagði Steinunn Harðardóttir, for- maður Menningar- og friðarsam- taka íslenskra kvenna í samtali við Þjóðviljann í gær, en hún er fulltrúi sinna samtaka í sam- starfshóp íslenskra friðarsam- taka sem stofnaður hefur verið í tilefni af friðarárinu 1986. Það hefur ekki borið mikið á því hér á landi að líðandi ár hefur verið tileinkað friði í heiminum. Nú er hins vegar von um að bætt verði úr því. Samstarfshópurinn hefur verið starfandi í nokkrar vikur og hefur ýmsar áætlanir á pijónunum. Steinunn sagði í gær að stefnt væri að því að gera einn dag um páskana að sérstökum friðardegi. Skipulagðarverðaað- gerðir í tilefni af komu friðarskips hingað í júlí, en þetta skip kemur hingað á vegum Friðarsamtaka norðurhafa. Áform er uppi um ýmislegt fleira. Opinberir aðilar á Islandi hafa hingað til ekkert aðhafst í tilefni af ári friðarins, þrátt fyrir að allar aðildarþjóðir S.Þ. hafi verið hvattar til að sinna þessu máli með öflugum fjárframlögum og öðrum stuðningi við friðarsinna. Nágrannaþjóðir okkar hafa orðið við þessari áskorun og er ætlunin að reyna að ýta íslenska kerfinu í sama farveg. Samtökin sem eiga aðild að samstarfshópnum eru auk Menn- ingar- og friðarsamtaka kvenna, samtök lækna og eðlisfræðinga, Samtök herstöðvaandstæðinga, Friðarhópur fóstra, Kjarnorku- vopnalaust ísland, íslenska frið- arnefndin og Friðarhreyfing kvenna. -gg Steinunn Harðardóttir. Ýmislegt í bígerð á friðarári. Mynd Sig. Menntaskólanemar Yfir 70% vinna með námi Vaxandi vinna unglinga meðfram námi ímenntaskólum. Yfir 70% vinna í 4. bekk. 60% allra nema í Menntaskólanum við Sund vinna meðfram námi Yfir 70% nemenda í fjórða bekk menntaskólans við Sund vinna með náminu, samkvæmt niðurstöðum úrtakskönnunar sem gerð var nýlega í skólanum. Ari Trausti Guðmundsson kenn- ari við skólann telur að töluvert fleiri nemendur vinni í ár heldur en í fyrra meðfram námi. í skólanum eru 820 nemendur og er talið að um 500 þeirra vinni með náminu, en í úrtakskönnun í fyrra kom fram að um helmingur þeirra vinnur með námi. í 1. bekk vinna 38.6% með námi, í 2. bekk 55.3%, í 3. bekk 65.5% og í 4. bekk 70.3%. Ef allir eru teknir með kemur fram í könnuninni að 54% nemenda vinna með náminu. Hins vegar er reiknað með að heildartalan sé enn hærri, eða 58%, þarsem ekki náðist til margra nemenda vegna vinnu þeirra. Af hverju vinna krakkarnir sf- fellt meira?„Til að geta lifað. Það vinna flestir með skólanum, mað- ur þarf á þessu að halda til að geta keypt föt, skólabækur, farið í bíó og skemmt sér,“ sagði einn við- mælandi Glætunnar í Þjóðviljan- um í dag, en þar er greint nánar frá þessari könnun og talað við nokkra krakka og einn kennara í Menntaskólanum við Sund. -óg Sjá bls. 5-6

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.