Þjóðviljinn - 01.03.1986, Page 14
MINNING
\
Sigrún Bjamadóttir
fœdd: 19. okt. 1917 dáin: 23. febr. 1986
Það er fyrsti góudagur. Kon-
udagurinn. Ég kaupi blóm,
nokkra rauða túlipana, sem ég
ætla að gleðja frænku mína með,
sem hefur verið veik og liggur á
sjúkrahúsi.
Það er milt og gott veður. Ég
geng inn í sjúkrahúsið, inn í
sjúkrastofnuna þar sem hún
liggur. Ég nálgast rúmið hennar
með hægð, því mér er ljóst að ég
stend hér í návist dauðans. Líf
hennar er að fjara út. Það er að
slokkna á skarinu. Ég sit um
stund ein við dánarbeðinn henn-
ar, og þakka henni fyrir allt. Signi
síðan náinn og bið guð að blessa
hana. Ég geng hnípin út úr stof-
unni og finn að ég átti þessari
konu skuld að gjalda.
Áður en ég veit af er ég komin
út úr sjúkrahúsinu, og finn hvað
það er gott að ná andanum úti í
góða veðrinu. Ég held ennþá á
blómunum, rauðum túlipönum,
sem eiga eftir að springa út. Hvað
á ég að gera við þessi blóm? Án
þess ég eiginlega viti af, er ég
komin á leið til þeirra hjónanna
Ágústu Óskarsdóttur og Magn-
úsar Sigurðssonar á Kleppsvegin-
um. Gústa frænka á að fá þessi
blóm. Auðvitað. Hún brást
aldrei þessari einmana móðurs-
ystur okkar og Magnús studdi
hana alltaf til góðverkanna.
Sigrún Bjarnadóttir hét hún,
var fædd á Eyrarbakka 19. okt.
1917. Foreldrar hennar voru þau
hjónin Bjarni Vigfússon frá
Söndum í Meðallandi og seinni
kona hans Sigríður Hösku-
ldsdóttir frá Stóra Klofa í Lands-
sveit.
Sigríður og Bjarni áttu þrjú
börn saman, en áður átti Bjarni
afi minn 7 börn með fyrri konu
sinni, sem var Skaftfellingur eins
og hann. Hún lést um 1910.
Bjarni og Sigríður bjuggu á
Eyrarbakka, þar misstu þau tvö
börn sín. Þegar Sigrún var tíu ára
og ein eftir af börnunum, fluttu
þau á Akranes.
Þar byggði afi þeim bæ, sem
hann nefndi Bjarnastaði. Þar bjó
þessi litla fjölskylda, afi og Sig-
ríður, ásamt dótturinni Sigrúnu
og Ágústu dótturdóttur afa, sem
þau Sigríður ólu upp frá frum-
bernsku, en móðir hennar hún
Lína var alltaf vinnukona á Kol-
viðarhóli. Þetta var kyrrlát fjöl-
skylda. Ég man oftast eftir afa í
litlu smíðahúsi áföstu við bæinn,
með hefilspæni í svörtu vaðmáls-
buxunum og í gráu skegginu sem
náði niður á bringu, og timbur-
lyktinni af honum, þegar við litlu
telpurnar kúrðum okkum í
skeggið, eða þegar hann stóð við
aflinn í smiðjunni sinni. Hann var
völundur í höndunum og áttum
við barnabörnin hans marga fal-
lega hluti sem hann smíðaði
handa okkur, allt frá trédúkkum
og rúmum, að stærri hlutum eins
og kommóðum.
Sigríður móðir Sigrúnar var ein
af þessum hljóðu alþýðukonum,
sem unnu verk sín af fórnfýsi og
veittu af fátækt sinni.
Við þessa kyrrlátu önn ólst Sig-
rún upp. Hún var vel gefin til
munns og handa, sótti nám sitt
vel, sem var auðvitað lítið annað
á Akranesi en barnaskólinn. Á
sumrin vann hún ýmis störf við
hæfi unglinga, gætti barna, vann í
fiskvinnu og annað slíkt. Á ung-
lingsárum sínum missti hún báða
foreldra sína, og upp úr því verð-
ur hún að standa á eigin fótum.
Þá fer hún til Reykjavíkur, lærir
að sauma og verður meistari í
þeirri iðn. Hún var mjög hög í
höndum og sóttust margir eftir
verkum hennar. Hún var í mörg
ár fyrir saumastofunni Feldi, sem
þá var stórt fyrirtæki. Kápur frá
Feldi þóttu fínar.
Á þessum árum var hún glöð
og falleg ung stúlka. Hún giftist
aldrei, en átti einn son, Baldur,
með Magnúsi Ásmundssyni úr-
smiði í Reykjavík. Baldur er
starfsmaður hjá Alþýðusamb-
andi fslands, mikill tölvumaður,
hagur í höndum eins og hann á
kyn til. Hans kona er Jónína Þor-
steinsdóttir. Þau eiga þrjá syni,
einn son átti Baldur áður, hann
Bjarna litla, sem var augasteinn
ömmu sinnar.
Það urðu snögg umskipti í lífi
Sigrúnar eftir að hún átti Baldur.
Lífsbaráttan var enginn leikur þá
fremur en nú, fyrir einstæða
móður í Reykjavík.
Hún barðist fyrir framtíð
drengsins síns og nú saumaði hún
mest heima hjá sér, til þess að
hún gæti annast drenginn um
leið. Hún hafði alltaf nóg að gera,
og þegar fram í sótti komust þau
þokkalega af. Á sumrin dvaldi
hún alltaf í sumarleyfi með Bald-
ur litla hjá okkur á Akranesi,
fyrst hjá foreldrum mínum, en
síðan hjá mér og þá kom hún
stundum með Bjarna litla. Bald-
ur var snemma stæltur og fjörug-
ur strákur, og hefur komið sér vel
áfram.
En svo missti hún heilsuna, og
varð smátt og smátt að öryrkja og
það má segja að upp frá því hafi
líf hennar verið þrautaganga.
Milli sjúkrahúsa, reyna þó öðru
hvoru að vinna eitthvað. Síðast
dvaldi hún að Ási í Hveragerði og
þar var hún farin að una hag sín-
um vel. Sátt við örlög sín, sem
ekki urðu umflúin. Og sáttust við
lokin, að fá nú að yfirgefa þennan
líkama sem svo lengi ivar búinn
að vera til tafar á lífsgöngunni.
Sigrún frænka mín var góð
kona, skemmtileg og glaðlynd,
meðan hún var og hét. Aldrei
hallaði hún orði að nokkrum
manni, var aðeins þakklát og
gladdist einlæglega yfir öllu sem
gert var fyrir hana. Hún var tilbú-
in að leggja öðrum lið af mætti
sínum. Henni á ég að þakka að ég
gat lokið námi. Þegar hvergi var
hægt að fá húsnæði í Reykjavík, á
stríðsárunum, skaut hún yfir mig
skjólshúsi, þótt hún hefði aðeins
eitt herbergi. Hjá henni leið mér
vel og fannst ég aldrei geta full-
þakkað henni.
Hennar dýpsta gleði var að sjá
drengina hans Baldurs vaxa úr
grasi, fá að fylgjast með uppvexti
þeirra.
Enginn var Sigrúnu eins góður
og Gústa, sem ólst upp með
henni. Þau hjón Ágústa og
Magnús voru hennar athvarf,
skjól og hlíf. Fyrir það var hún
þakklát og við öll hin, sem allt of
oft stóðum álengdar.
Blessuð sé minning Sigrúnar
og megi ljós kærleikans sem hún
bar til ástvina sinna, verða ljós á
vegi þeirra.
„Næsta skipt er nú um kjör,
grátur er í gleði snúinn,
guðleg hvíld og rósemd búin,
stríði breytt í friðarför".
H.J.
Bjarnfríður Leósdóttir
Akranesi.
Samvinnuferðir
13 miljóna
hagnaður
Velta Samvinnuferða-Landsýn
á síðasta ári var nær 450 milj-
ónir króna og hagnaður af rekstr-
inum nam rúmlega 13 miljónum.
Þetta kom fram á aðalfundi fyrir-
tækisins sem haldinn var nýlega
I frétt frá ferðaskrifstofunni
segir að reksturinn hafi á síðasta
ári gengið mun betur en
bjartsýnustu menn hafi þorað að
vona og varð veruleg aukning á
fjölda farþega. Farþegar í skipu-
lögðum hópferðum á vegum
Samvinnuferða - Landsýn voru
um 10.200, farþegar í áætlunar-
flugi voru um 8.900 og fyrirtækið
tók á móti 6.200 erlendum ferða-
mönnum í fyrra.
DV-maðurinn
Aminntur
Þorgeir Ástvaldsson, forstöðu-
maður rásar tvö, sagðist hafa rætt
við Eirík Jónsson, blaðamann á
DV, og beðið hann að gera grein
fyrir því að hafa svarað lesenda-
bréfi í þættinum Dæmalaus ver-
öld sl. sunnudag, sem hann hefði
átt að svara á öðrum vettvangi.
„Það er ekki rétt að Eiríkur
hafi verið víttur heldur sagði ég
honum að þetta væri ámælisverð
misnotkun á miðlinum og var
hann áminntur um að þetta end-
urtaki sig ekki“, sagði Þorgeir.
Þorgeir sagðist álíta þetta jað-
armál og ekki vilji gera úlfalda úr
mýflugu. Þá sagðist hann hafa
heyrt að Eiríkur mismunaði fjöl-
miðlum í þætti sínum, en Eiríkur
hefði neitað því. Tók Þorgeir það
svar gilt en sagði að fylgst yrði
með þættinum framvegis.
-Sáf
HVAÐ ER AÐ GERAST í ALÞÝÐUBANDALAGINU?
AB Siglufirði
Aðalfundur
verður haldinn sunnudaginn 2. mars kl. 17.00 að Suðurgötu 10.
Dagskrá:
1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Samningarnir. 3) Önnur mál.
AB Akureyri
Forval stendur yfir
Alþýðubandalagið á Akureyri minnir á yfirstandandi forval. Skrif-
stofan í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 er opin fram á föstudag á milli
kl. 17 og 19 en laugardaginn 1. mars (síðasta forvalsdaginn) er opið
frá kl. 14 tll 18. Munið opið hús á laugardag í Lárusarhúsi! -
Uppstillingarnefnd.
AB Vestmannaeyjar
Félagsmálanámskeið
verður haldið í Alþýðuhúsinu dagana 7. - 9.
mars nk.
Námskeiðið hefst fyrri daginn kl. 20.00.
Allir félagar og stuðningsfólk velkomið.
Leiðbeinandi verður Baldur óskarsson. '
AB Norðurlandi vestra
Almennir fundir
Kristín Á Ólafsdóttir,
varaformaður Alþýðu-
bandalagsins, og Ragn-
ar Arnalds alþingismað-
ur mæta á almennum
fundum:
Á Blönduósi
(Félagsheimili)
laugardag 1. mars kl.
16:00
Á Hvammstanga
(Félagsheimili)
laugardag 1. mars kl. 20:30
Á Skagaströnd
(Félagsheimili)
sunnudag 2. mars kl. 16:00
Á Sauðárkróki
(Villa Nova)
laugardag 8. mars kl. 16:00
Á Siglufirði
(Alþýðuhúsinu)
sunnudag 9. mars kl. 16:00
Ragnar
Kristín
AB Egilsstöðum
Áríðandi fundur
í hreppsmálaráði verður haldinn sunnudaginn 2. mars kl. 20.30 í
Valaskjálf.
Fundarefni: Framboðsmál, 2) Kosningastarfið, 3) Önnur mál.
Mætið vel og stundvíslega.
Undirbúningsnefnd
AB í Kjósarsýsiu
Vetrarfagnaður
í Mosfellssveit
verður haldinn í Þrúðvangi (Álafossi)
laugardaginn 1. mars og hefst fagnaður-
inn kl. 20.30. Gestur kvöldsins verður
Svavar Gestsson formaður Alþýðu-
bandalagsins. Allir velkomnir. - Nefndin.
Svavar
Málefnahópar Alþýðubandalagsins
Hafið áhrif!
AB og verkalýðshreyfingin: Næsti fundur verður haldinn mánu-
daginn 3. mars kl. 20.30.
Fjárhags- og viöskiptamál: Næsti fundur verður haldinn þriðju-
daginn 4. mars kl. 20.30. Á dagskrá: 1) Seðlabankinn, 2)
verðlags- og neytendamál.
Valddreifing - lýðræði: 1. fundur miðvikudaginn 5. mars kl.
20.30. Rætt um m.a. atvinnulýðræði, launamannasjóði og dreif-
ingu valds um landið.
Allir fundirnir eru haldnir í Miðgarði Hverfisgötu 105 4. hæð.
Hóparnir eru opnir öllum félögum AB og stuðningsfólki.
Alþýðubandalagið
AB Selfoss og nágrennis
Starfshópar um bæjarmál
Nú er að hefjast vinna starfshópa um málefni bæjarins. Fyrstu
fundir hópanna verða sem hér segir:
1. Atvinnumál mánudaginn 3. mars, 2. Fræðslu- og menn-
ingarmál og æskulýðs- og íþróttamál þriðjudaginn 4. mars, 3.
Almennar tryggingar, félagshjálp, heilbrigðis- og húsnæð-
ismál miðvikudaginn 5. mars, 4. Umhverfis- og skipulagsmál
fimmtudaginn 6. mars.
Allir fundirnir verða að Kirkjuvegi 7 og hefjast kl. 20.00. Félagar
og stuðningsfólk er hvatt til að mæta og taka þátt í mótun stefnu-
skrár félagsins fyrir bæjarstjórnarkostningarnar í vor.
Listafólk
AB Keflavíkur og Njarðvíkur
Félagsfundur
verður haldinn fimmtudaginn 6. mars kl. 20.30 í húsi Verslunar-
mannafélagsins Hafnargötu 28. Frummælendur verða: Svavar
Gestsson formaður Alþýðubandalagsins sem ræðir um
stjórnmálaástandið og kosningarnar í vor og Tryggvi Þór Aðai-
steinsson framkvæmdastjóri MFA sem ræðir um fræðslu- og
félagsmál verkalýðshreyfingarinnar.
Stjórnin
Abl. Akureyri
Opið hús
Opið hús verður í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 181. mars kl. 14-18.
Fjölbreytt dagskrá. Munið forvalið. Stjórnin.
AB Akranesi
Góufagnaður á Akranesi
Góufagnaður Alþýðubandalagsins á Akranesi verður haldinn í Rein
laugardaginn 1. mars og hefst hann með borðhaldi kl. 20.30. Húsið
verður opnað kl. 20.00.
Ræðumaður. Össur Skarphéðinsson ritstjóri. Spilverkog söngur:
Ragnar Skúlason, Jónina Magnúsdóttir, Ragnheiður Þóra og
Anna Margrét, Ingibjörg Gestsdóttir. Spurningakeppni. Diskó-
tekið Dísa leikur fyrir dansi.
Miðapantanir í símum 3036 og 2251 eftir kl. 20.00. Einnig
fimmtudagskvöldið í Rein kl. 21-22. Sími 1630. - Skemmtinefndin.
AB Reyðarfjarðar
Samkoma í Félagslundi
laugardagskvöldið 1. mars kl. 20.30. Á dagskrá verður: Pólitísk
ávörp, kosning kosningastjórnar, samþykktir félagsins, upplestur
og söngur, kaffiveitingar.
Gestir fundarins verða Steingrímur J. Sigfússon og Helgi Seljan.
Allir velkomnir til að njóta góðs félagsskapar. - Undirbúnings-
nefnd.
AB Bessastaðahrepps og Garðabæjar
Fundur 3. mars
Fundur verður haldinn í Alþýðubandalagsfélagi Bessastaðahrepps
og Garðabæjar mánudaginn 3. mars kl. 20.30 í safnaðarheimilinu
Kirkjuhvoli.
Dagskrá:
1. Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga - prófkjör.
2. Afmæli Þjóðviljans.
3. Innheimta félagsgjalda.
4. Önnur mál. Framkvæmdastjórn.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. mars 1986