Þjóðviljinn - 06.03.1986, Síða 14

Þjóðviljinn - 06.03.1986, Síða 14
Jóhann Helgason LANDBUNAÐUR Hlunnindi nýtt í auknum mæli Laxeldisstöð í undirbúningi við Skógalón. Þriðja stórstöðiníN-Þing Jóhann Helgason, bóndi í Leirhöfn. Ef við byrjum á því að rabba um tíðarfarið - það er nú okkur sveitamönnunum alltaf ofarlega í huga - þá var vorið gott f ram að Hvíta- sunnu. Þá kom vonsku hret og kuldar héldust áfram BÚVÉLAR UM ALLTLAND Dráttarvélar Plógar Mykjudælur Haugsugur Mykjudreifarar Áburöardreifarar Ávinnsluherfi Sláttuþyrlur Sláttutætarar Heyþyrlur Múgavélar Heykvislar Heybindivélar Rúllubindivélar Heyhleösluvagnar Baggafæribönd Heydreifikerfi Heyblásarar og matarar Flórsköfur Mjaltatæki V V Mjólkurkælitankar OPIÐHUS OG ÞETTA ER AÐEINS HLUTI AF ÚRVALINU fram um miðjan júní. Gróður var hinsvegar kom- inn vel af stað fyrir hretið. Það er Jóhann Helgason, bóndi í Leirhöfn sem svo segir frá veðurfari á Norð- austurlandi. - Tíðarfar skánaði svo seinni- partinn í júní og hélst svo þar til viku af júlí. Þá gekk í óþurrka, sem héldust fram yfir göngur. Heyskapur gekk því ákaflega hægt og á Sléttu lauk honum ekki fyrr en í október. Nokkru skárri var þó heyskapartíðin innan til í héraðinu. Hey eru yfirieitt mikil en úr sér sprottin og hrakin og fóðurgildið eftir því. I nóvember setti niður mikla fönn og var þá farið að hýsa fé sem er mun fyrr en venjulegager- ist. Vegna blota rann fönnin svo smám saman í hjarnhellu og síð- an svell. í febrúar hlánaði og tók þá svellin nokkuð upp en þau eru þó mikil enn. Gætum við því átt von á kali í vor. En stórhríð hefur aldrei komið í vetur. Jú, fólki fækkar á bæjum, sumsstaðar aðeins eftir öldruð hjón en það er a.m.k. ekki mikið um það, að jarðir fari í eyði. Og í Núpasveit og Öxarfirði er tölu- verð endurnýjun og ungt fólk við búskapinn. Hlunnindi eru hér víða, reki, æðarvarp og silungsveiði og er nú farið að nýta þau í auknum mæli. Allar jarðir á Sléttu hafa einhver hlunnindi, og bændur sinna þeim með öðrum búskap. f Núpskötlu á Sléttu er þó ungur bóndi sem heita má að stundi eingöngu hlunnindabúskap, en þar er bæði silungsveiði og reki. Laxeldi er stundað hér í stórum stíl hjá ísnó í Kelduhverfi og Ár- laxi við Krossdal. í undirbúningi er svo enn ein eldisstöð, við Skógalón í landi Ærlækjarsels, en þar er sjóðandi vatn alveg á yfir- borðinu. Að þessu fyrirtæki standa Keldunes- og Öxarfjarð- arhreppar og fleiri. Þarna er mikið háhitasvæði og afsöluðu landeigendur háhitasvæðinu til hreppanna, sem svo hafa með höndum alla samningagerð. En nú held ég að Hjalti fari að óróast, sagði Jóhann, en hann starfar í búfjárræktarnefnd Bún- aðarþings, undir stjórn Hjalta Gestssonar, og átti að réttu lagi að vera mættur á nefndarfund. - Kannski ég hætti þó á að minnast hér á tvennt enn: loð- dýrarækt og riðuveiki, en loð- dýrarækt er orðin hér í töluverð- um mæli, líklega á einum 20 býl- um. Riðuveikin hefur herjað mjög í Kelduhverfi. Undirskriftasöfnun hefur fram um niðurskurð sauðfjár á svæðinu milli Jökulsár og Skjálfandafljóts og má heita að einhugur sé um þær aðgerðir. Verður þá fé lógað í haust þar sem riðu hefur orðið vart sl. 5 ár og svo áfram þar sem riðu kann að verða vart á þessu svæði. Og þar með hvarf Jóhann á vit búfjárræktarnefndar. -mhg Laxárdalur Aðför að bændum Atvinnumálanefnd Laxárdals- hrepps kom saman til fundar 26. febrúar sl. og samþykkti ályktun þar sem segir m.a.: „Atvinnumálanefnd Laxár- dalshrepps lýsir áhyggjum sínum yfir útfærslu þeirrar stjórnunar, sem nú hefur verið komið á í mjólkurframleiðslu. Að vísu ber að fagna ákvörðun um svæðabú- mark og hvetur nefndin til að ráð- stöfun þessi verði í framtíðinni heima í héraði. Hitt ber að harma, að fullvirðimark bænda skuli ákveðið svo seint á verð- lagsárinu, og mun það augljós- lega leiða til ringulreiðar í mjólk- urframleiðslu, það sem eftir lifir ársins.“ í ályktun atvinnumálanefndar Laxárdalshrepps er þess m.a. krafist að stjórnvöld kaupi um- framframleiðslu fyrstu 5 mánaða verðlagsársins, að gerðar verði ráðstafanir til að þeir, sem staðið hafa í uppbyggingu til mjólkur- framleiðslu á allra síðustu árum, fái viðunandi fullvirðismark þeg- ar í stað til þess að standa undir búrekstri sínum og að gerðar verði ráðstafanir til að þeir, sem séð er að rísa ekki undir kröfum um nútímalega mjólkurfram- leiðslu og hafa ekki getu eða áhuga á að bæta þar um, eigi kost á að hætta mjólkurframleiðslu og taka sér annað fyrir hendur. Verði þá búmark þeirra til ráð- stöfunar innan svæðisins. Bændur Eiaum aftur á lager slógmeltu á aðeins kr. 4,50 pr. kg. í einu kg af slógmeltu eru u.þ.b.: 15% MELTANLEG PRÓTEIN 4%-6% FITA 2% SALT OG STEINEFNI Sýrustigið er alltaf lægra en 4,5 ph. Vinsamlegast hafið samband við okkur og fáið nánari upplýsingar. Glettingur hf. Þorlákshöfn Símar 3757 og 3557.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.