Þjóðviljinn - 07.03.1986, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 07.03.1986, Qupperneq 4
LEIÐARI Aukin réttindi fiskverkafólks Þegar aö loknum samningum benti Þjóövilj- inn á, aö aukið atvinnuöryggi fiskverkafólks væri einn jákvæöasti áfangi samninganna. í sama streng tók Sigrún Clausen, einn af leið- togum Verkamannasambandsins, en í viðtali við Þjóöviljann taldi hún þetta einmitt einn merk- asta þáttinn í niðurstöðu þeirra. En með samn- ingunum fékk fiskverkafólk loksins sömu rétt- indi og annað landverkafólk, og hefur nú fjög- urra vikna uppsagnarfrest í stað viku áður. Það er ekki ofsögum sagt, að fiskverafólk er einn mikilvægasti starfshópurinn í landinu. Tæpast er hægt að benda á aðra starfsgrein, þar sem jafn fáir skapa jafn mikil verðmæti. Þess vegna skaut það skökku við, að einmitt þetta fólk bjó við miklu meira óöryggi um atvinnu en nokkrir aðrir. Óréttlát lög ollu því, að atvinnurekendum var kleift að segja fólki sem starfaði að fiskverkun upp störfum með nánast engum fyrirvara. Hrá- efnisskortur var að lögum lagður að jöfnu við bruna og skipstapa, og gerðist eitt .af þessu þrennu var atvinnurekendum sem sagt leyfilegt að fleygja starfsfólki sínu út af launaskrá án svo að segja nokkurs fyrirvara. Með sérstökum Hæstaréttardómi sem féll í ársbyrjun 1985 var meira að segja úrskurðað að atvinnurekendum í fiskvinnslu var heimilt að segja upp starfsfólki sínu vegna hráefnisskorts jafnvel þótt hann væri beinlínis skipulagður af atvinnurekendum sjálfum. Þetta þýddi í raun, að fyrirtæki í fiskvinnslu gátu ákveðið að láta skip sín sigla með aflann, og tekið starfsfólk í fisk- vinnslunni út af launaskrá á meðan. Þessi dóm- ur staðfesti þannig, að með skipulagskúnstum gátu fyrirtækin vikist undan allri ábyrgð gagnvart starfsfólki sínu, og fórnað afkomu þess hvenær sem var fyrir gróða í útlöndum. Það er vert að benda á, að þetta réttindaleysi Þjóðviljinn hefur undanfarið greint frá því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur látið sér sæma að hækka leigu öryrkja, sem framleigja húsnæði af borg- inni, um 67 prósent á sama tíma og lífeyrir ör- yrkjanna hefur einungis hækkað um 5 - fimm - prósent. Þessar aðfarir gegn hóp, sem erfitt á með að bera hönd fyrir höfuð sér, eru auðvitað ekkert annað en hreint siðleysi. Þessa siðlausu afstöðu kórónuðu svo Sjálfstæðismenn í gær, bitnaði fyrst og fremst á konum, sökum þess hvernig kynjaskiptingu innan greinarinnar er háttað. Og það er vert að minna á, hvernig ýmis stórfyrirtæki í útgerð hafa iðkað þann gráa leik að færa starfsfólki sínu í jólagjöf tímabundinn brottrekstur. Það er því fagnaðarefni að með samningum er nú atvinnuöryggi fiskverkafólks loksins í höfn. Fiskverkafólk er einn mikilvægasti starfs- hópur í íslensku atvinnulífi, og honum þarf að búa hin bestu kjör. með því að samþykkja í félagsmálaráði að hækkunin skyldi ekki vera nema 40 prósent! Þetta er auðvitað algerlega út í hött. Ef borgin ætlar að hækka húsaleigu hjá öryrkjum, þá er réttast að menn séu samkvæmir sjálfum sér, og hækki leiguna um það sama og ríkið hækkaði lífeyrinn - um fimm prósent! Allt annað er siðleysi! -OS. Siðleysi Sjálfstæðisflokksins KUPPT OG SKORID 99 Óreiða í bokhaldi“ Það var fróðleg klausa um Alu- suisse í Morgunblaðinu á dögun- um. Þar segir sem svo, að hlut- hafafundur hins svissneska ál- hrings muni hafa krepping fullan vandræða þegar hann kemur saman í apríl: „ásakanir um ó- reiðu í bókhaldi og þaðan af verra, uppsagnir yfirmanna og taprekstur". í klausu þessari segir m.a. frá því, að Alusuisse sé nú sakað um að ofreikna á síðasta ári afskriftir sínar um sem svarar fjórum milj- örðum íslenskra króna. Síðan segir: „Petta er ekki fyrsta sinni sem Alusuisse hefur verið sakað um misferli. 1981 sakaði ríkisstjórn íslands fyrirtœkið um að reyna að komast hjá skatti með því að of- reikna verð á súráli, sem álverið í Straumsvík keypti. Starfsemi fyrirtœkisins í Ástral- íu hefur hnekkt áliti þess. Ástral- íustjórn heldur fram að dótturfyr- irtœki Alusuisse, Austraswiss, hafi reiknað útflutningsverðmæti súráls of lágt. Stjórnin vill fá 30 milljón dollara skaðabœtur (120 milljónir ísl. kr.) og hótar að stöðva útflutning fyrirtœkisins". Hér eru sem sagt bæði rifjaðar upp ásakanir þær sem bornar voru fram í ráðherratíð Hjörleifs Guttormssonar um „hæjtkun í ■ hafi“ og ný dæmi úr Ástralíu sama eðlis. Þetta er allt nokkuð fróðlegt. Eins og menn vita hefur það verið hörð stefna í Morgunblaðinu að slá skjaldborg um ÍSAL og mömmu þess í Sviss. Allt tal um vafasamt bókhald „og þaðan af verra“ hefur verið stimplað sem illkynjað tilræði kommúnista við viðskiptafrelsið, framfarirnar og framtíðina. Það er því merkilegt í Mom; sjálfu sér, að klausa sem þessi skuli komast inn í Morgunblaðið athugasemdalaust. Kannski er skýringuna helst að finna í því, að klausan um „Alusuisse í vand- rœðum" er þýdd beint upp úr breska vikublaðinu The Econ- omist. Engu líkara en að á Morg- unblaðinu séu einhverjir enn svo lítt lífsreyndir, að þeir átti sig ekki á því, að laumukommar smygla allsstaðar inn sínum áróðri - líka inn á virðulegt breskt borgaramálgagn sem Morgunblaðið hefur keypt einka- rétt á að birta úr. En vel á minnst: þegar sjón- varpsmenn höfðu Ragnar Hall- dórsson milli tannanna í fyrra- kvöld þá datt þeim vitaskuld ekki í hug að spyrja út í jafn ósæmilega hluti eins og vandræði móðurfyr- irtækis ÍSAL. Þegar fallstykki úr fjármálaheiminum koma í þátt- inn Á líðandi stundu eru þeir ekki um annað spurðir en laxveiði og tímahrak í mörgum nefndum. Orkuverð - ætlar þú nú að fara spyrja um það líka? Palme er feimnismál Margir hafa tekið til máls um mikilhæfan foringja sænskra jafnaðarmanna, Olof Palme. Norðurlandaráð minntist Palme áður en fundur þess hófst í Kaupmannahöfn nú í vikubyrj- un. Og Páll Pétursson, fráfarandi forseti ráðsins, komst vel að orði og smekklega um hinn fallna leið- toga. Forsætisráðherrar Danmerkur og Noregs, sem báðir eru leið- togar hægrí flokka, komust heiðarlega frá sínum minningar- ræðum. Og þegar þeir með sínum hætti minntust merkilegra starfa Olofs Palme þá varð manni Alusuisse í" vandræðum ^SAKANIR um óreiðu í bókhakli og af fyi huj flol er I þin tím verra, uppsagnir ATRUNAÐARGOÐl Hinhliðin áÖIvu I myrtur T¥ elfregnin frá Siríþjóð að- • i„„m>rHaor« lim ósjálfrátt hugsað til þess leiðara, sem Morgunblaðið birti um morðið á forsætisráðherranum sænska um síðústu helgi. Þar var þess getið að Olof Palme hafi verið heimskunnur maður og áhrifamaður og harð- skeyttur stjórnmálamaður. En leiðarahöfundur veigrar sér við að nefna, þótt ekki væri nema einu orði, hvaða mál það voru sem Olof Palme lét mest til sín taka. Þess er hvergi getið að „heimskunnur“ var Palme fyrir virk afskipti sín af friðarbaráttu, afvopnun, bættri stöðu smáþjóða og þróunarríkja. A sínum tíma urðu Morgun- blaðsmenn feiknalega reiðir Olof Palme vegna afstöðu hans til stríðsins í Víetnam. Einatt létu þeir sem Palme hefði með af- i stjómmálum af jafn miklum hrótt.i ocrhann. stöðu sinni svikið herfilega Bandaríkin og þá Vesturlönd eins og þau legðu sig. Og það er engu líkara en að þetta „frávik" frá því sem blaðið stóra telur æskilega hegðun norræns stjórnmálaleiðtoga muni í bráð og lengd koma í veg fyrir að það telji hann hafa afrekað nokkuð það sem minnast mætti með já- kvæðum hætti. Þeir reynast einatt mjög lang- ræknir Aðalstrætismenn og lítt örlátir í anda, Við hvert tækifæri Það hefur reyndar lengi verið ein af furðum blaðamennskunnar hve rækilega Morgunblaðsmenn nota hverja smugu til að koma að afar sérkennilegu hatri á sænsku velferðarþjóðfélagi. Engu líkara stundum en það samfélag sé þeim meiri þyrnir í augum en sjálft So- vétið. I sama blaði og fyrrgreindur leiðari var einmitt þýdd klausa um útför Ölvu Myrdal. Þar er far- ið nokkuð svo háðulegum orðum um blysför sem farin var til „heiðurs þessum dýrlingi jafnað- arstefnunnar“ og minnt á það að Olof Palme hafi þakkað Ölvu Myrdal framlag hennar til bar- áttu fyrir friði og réttindum kvenna. Þessu er svo svarað með því að rifja það upp að fyrir meira en hálfri öld féll Alva Myrdal eins og fjölmargir menntamenn, bæði til vinstri og hægri, í gryfju hæpinna mannfræða og erfðafræða, sem töldu æskilegt að stefna . að kynbótum á fólki, m.a. með því að koma í veg fyrir að vangefið fólk gæti aukið kyn sitt. Þetta er svo tekið sem dæmi um að „vofa alrœðishyggjunnar“ hafi lengi riðið húsum í Svíþjhóð og svo er þessu hér slengt fram: „t því þjóðfélagi sem Alva Myrdal og flokksbrœður hennar sköpuðu ríkir enn yfirlœtisleg fyrirlitning á réttindum og frelsi einstaklingsins". Við vitum að sönnu ekki úr hvaða mannréttindasöðli höf- undur klausunnar, Chris Mosey, getur dottið. Mannræktarhug- myndirnar gömlu höfðu reyndar mest áhríf á breska íhaldsmenn og bandaríska löggjöf - allt þar til praxís Hitlers kvað þær að mestu í kútinn í bili. En þessi sérstæðu minningarorð um Ölvu Myrdal minna enn einu sinni á það, að þegar komið er að því að sverta í Morgunblaðinu sænskt samfélag, þá er lítið sem hundstungan ekki finnur. -ÁB DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgafandi: Útgáfulélag Pjóöviljans. Rltatjórar: Ami Bergmann, Össur Skarphéðinsson. Rltatjómarfulltrúl: Oskar Guómundsson. Fréttaatjórl: Valþór Hlöðversson. BiaAamann: Alfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason, Ingólfur Hjörfeifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Víöir Sigurðsson (íþróttir), Pröstur Haraldsson. Handrlta- og prófarkalaatur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Ljóamyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útllt: Saevar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofuatjórl: Jóhannes Harðarson. Skrtfatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbrelðaluatjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýalngaatjóri: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Auglýaingar: Asdis Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Sfmvarala: Katrin Anna Lund, Sigriður Krístjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Blistjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgraiðalustjórl: Baldur Jónasson. Afgraiðala: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkayrsla, afgrelðaia, auglýaingar, ritatjórn: SIAumúla 6, Reyk|avik, afml 681333. Umbrot og setning: Prentamlðja ÞjóAviljana hf. Prentun: BlaAaprent hf. VarA I lausasölu: 40 kr. HelgarblöA: 45 kr. ÁskrlftarverA á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUHNN Föstudagur 7. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.