Þjóðviljinn - 07.03.1986, Blaðsíða 9
HEIMURINN
Svíþjóð
Fyrsta vtsbendingin
Teikningin sem birt var ígœrþykir benda til að morðinginn séaf suðrœnu bergi brotinn og er
nú verið að rannsaka möguleg tengsl Kúrda við morðið
Teikningin sem birt var í gær, lögreglan segist viss um að þannig líti morðinginn
út.
Stokkhólmi — Sænska lögregl-
an leitar nú að manni á þrítugs-
aldri, grönnum og dökkum á
hörund í rannsókn sinni á því
hver myrti Olof Palme, forsæt-
isráðherra Svíþjóðar.
Með rafeindatækni hafa sænskir
og vestur-þýskir sérfræðingar sett
saman mynd eftir teikningu 22
ára gamallar konu sem mætti
morðingjarium á götu og rissaði
síðan upp af honum mynd.
Myndin var birt í sænskum blöð-
um í gær og strax eftir að blöð
komu út hringdu hundruð manna
í lögregluna til að gefa upplýsing-
ar um hver morðinginn væri.
Myndin sem lögreglan birti er
mjög skýr og sögðu talsmenn
hennar að þeir væru vissir um að
þannig liti morðinginn út.
Sérfræðingarnir frá Vestur-
Þýskalandi unnu þar alla síðustu
nótt með stúlkunni sem sá morð-
ingjann fyrir viku síðan.
Nú virðist rannsóknin helst
beinast því að Kúrdar eigi þátt í
morðinu. íhaldsblaðið sænska,
Svenska Dagbladet sagði í for-
síðufrétt í gær frá því að hinn
vinstri sinnaði Verkamanna-
flokkur Kúrda, (PPK), væri þeir
líklegustu sem gætu hafa myrt
Palme. Blaðið sagði frá því að
sérstakur hópur lögreglumanna
væri nú að athuga hvort tengsl
gætu verið milli PPK og morðsins
á Palme. Blaðið hefur það eftir
leynilögreglumanni að „PPK
hafði góða ástæðu til að myrða
hann.“
Sænska leyniþjónustan mun
hafa nefnt það í skýrslu árið 1984
að PPK hefði í hyggju hefndarað-
gerðir gegn Palme vegna afstöðu
stjórnar hans til flokksins. Tveir
menn sem sagðir eru meðlimir í
PPK eru nú að afplána lífstíðar-
dóma í fangelsi í Svíþjóð. Myndin
af hinum grunaða manni er hins
vegar fyrsta vísbendingin í þá átt
að lögreglan leiti nú manns af er-
lendum uppruna.
Ráðherra í sænsku stjórninni
sem sér um innflytjendamál,
sagði um síðustu helgi að hann
óttaðist að útlendingahatur
myndi aukast að mun ef morðingi
Palmes reyndist vera útlending-
ur. En hinn nýi forsætisráðherra
Svíþjóðar, Ingvar Carlsson sagði
hins vegar að lýðræði í Svíþjóð
væri það sterkt að slíkur ótti væri
ástæðulaus.
ERLENDAR
FRÉTTIR
HJÖRLBFSSONl/R £ U1 E R
Og þetta
tíka...
Washington — Annar yfirmaður
bandarísku leyniþjónustunnar
CIA hefur sagt af sér embætti. Með
afsögn hans opnast nú leiðir fyrir
þá aðila innan CIA sem vilja stór-
auka stuðning við and-
kommúnískar skæruliðasveitir
víða um heim.
Moskvu — Sovésk geimflaug tók í
gær fyrstu litmyndir af Halley hal-
astjörnunni. Sovéskir vísinda-
menn segja að myndirnar sýni að
innviðir Halley halastjörnunnar
séu úr þéttum kjarna. Sovéska
geimflaugin sem tók myndir af
Halley er aðeins sú fyrsta af flaug-
um sem koma til með að mynda
stjörnuna, margar þjóðir hafa með
sér samstarf um rannsóknir á
halastjörnunni.
Túnis — Agreiningur innan forystu
PLO kemur nú í veg fyrir að PLO
hefji aftur viðræður við Hussein
Jórdaniukonung en fyrir nokkru
siitnaði upp úr viðræðum við
þessa aðila um framtíð Palestínu.
Vín — Fyrrum aðalritari Samein-
uðu Þjóðannna, Kurt Waldheim,
hóf í gær kosningabaráttu sína
fyrir því að verða valinn forseti
Austurríkis í maí næstkomandi.
Hann segist viss um að ásakanir i
hans garð um að hann sé fyrrum
nasisti, muni ekki hafa áhrif i kosn-
ingunum. Hann neitar harðlega
öllum sakargiftum.
Jóhannesarborg — í gær varð
sprenging í skrifstofum samtaka
sem berjast fyrir þvi að Nelson
Mandela verði látinn laus úr fang-
elsi. Miklar skemmdir urðu á hús-
næðinu og talsmenn samtakanna
segjast þess fullvissir að sprengju
hafi verið komið fyrir.
Filippseyjar
Herinn spilltur
Kommúnistar vilja hreinsun íher Filippseyja
Manila—Skæruliðar kommún-
ista sögðu í gær að stjórn
landsins yrði að hreinsa til í
hernum ef hún vildi uppfylla
þær vonir sem almenningur í
landinu byndi við hana.
Þessi yfirlýsing NPA kom ein-
um degi eftir að stjórnin lét fjóra
helstu foringja kommúnista lausa
úr fangelsi. Sú ákvörðun stjórn-
arinnar hafði mætt mikilli and-
stöðu innan hersins. Fulltrúi
NPA, Hins nyja þjóðarhers,
sagði að sú ákvörðun Aquino að
setja Juan Ponce Enrile í stöðu
varnarmálaráðherra og Fidel
Ramos sem yfirmann hersins
væri ekki í samræmi við þær vonir
sem bundnar hefðu verið við hinn
nýja forseta.
„Það verður að athuga það að
þessir nýju yfirmenn hersins voru
stuðningsmenn harðstjórnar
Marcosar og þó þeir hafi verið
snöggir að snúast á sveif með hin-
um nýja forseta landsins er vafa-
samt að telja þá til lýðræðiselsk-
andi manna,“ sagði í yfirlýsingu
kommúnista.
Yfirlýsing þessi var gefin út í
höfuðstöðvum kommúnista í Bic-
ol. Þargerðu sveitirkommúnista,
lögreglumönnum fyrirsát á mán-
udaginn og létust 15 lögreglu-
menn og einn óbreyttur borgari.
Spánn
Spánn úr Nató?
Skoðanakannanir benda mjög sterklega til þess að
Spánverjar vilji úrsögn úr Nató
Madrid — Samkvæmt svo til
öllum skoðanakönnunum sem
birtar hafa verið undanfarandi
daga um áhuga fólks fyrir aðild
Spánar að Nató, munu Spán-
verjar segja nei í atkvæðag-
reiðslunni um þetta mál sem
fram fer á miðvikudaginn í
næstu viku.
Skoðanakannanir fjögurra
dagblaða spá því að meirihluti
spánverja muni segja nei við
spurningunni hvort Spánn eigi að
vera áfram í Nató. Meirihlutinn
fyrir neituninni verður á bilinu 4
til 10 % samkvæmt könnunum
blaðanna. Þessar kannanir voru
birtar í Madrídarblöðunum E1
Pais og Diario 16. Einnig í Barce-
lona blöðunum La Vanguardia
og E1 Peiodico. Hin opinbera
stofnun fyrir félagsfræðilegar
kannanir var einnig með skoð-
anakönnun um þetta mál. Niður-
staðan þar var sú að meirihluti
væri fyrir aðild, upp á 1%. Sam-
kvæmt spænskum lögum er bann-
að vera með skoðanakannanir f
fimm daga fyrir atkvæðagreiðslu.
Varaforsætisráðherra Spánar,
Alfonso Guerra, viðurkenndi í
gær að skoðanakannanirnar
sýndu ósigur stjórnarinnar. „Við
munum auka átak okkar til að
tryggja jákvætt svar þjóðarinnar
við aðild að Nató,“ sagði hann.
Þjóðaratkvæðagreiðslan er
ekki bindandi en Felipe Gonzales
forsætisráðherra Spánar hefur
lýst því yfir að hann muni draga
aðild landsins að Nató til baka ef
þjóðin segi svo í atkvæða-
greiðslu.
Frá 27. þingi sovéska kommúnistaflokksins. Ef vel er rýnt má þekkja Gorbatsjoff í ræðustól.
Sovétríkin
Flokksþinginu lokið
Gorbatsjoffhnýtti í Bandaríkjastjórn og tilkynnti nýjaforystu í
lokaræðu sinni
Moskvu — Mikhail Gorbatsjoff,
leiðtogi sovéska kommúnist-
aflokksins, gagnrýndi Banda-
ríkin í lokaræðu sinni á 27.
þingi sovéska kommúnista-
flokksins sem lauk í gær. Til-
kynnt var um miklar breytingar
í forystu flokksins.
Gorbatsjoff sagði að Banda-
ríkjastjórn vildi einhverja sér-
staka tegund varna fyrir sig en
sagði að Sovétríkin myndu ekki
fylgja neinni árásarstefnu í fram-
tíðinni. Hann sagði að kominn
væri tími til að byggja alþjóðas-
amskipti á einhverju haldbetra
en vopnum. „Því miður eru enn
ákveðnir aðilar í heiminum sem
vilja helst varnir sem byggðar eru
eftir pöntun.../...Það er eins og
ákveðnir aðilar hreinlega hræðist
þau tækifæri sem nú bjóðast til
þess að breyta á róttækan hátt og
til frambúðar, samskiptum Sov-
étríkjanna og Bandaríkjanna,"
sagði Gorbatsjoff.
Gorbatsjoff tilkynnti ígær nýja
forystu í kommúnistaflokknum.
Þar á meðal er Anatólí Dobryn-
in, sendiherra Sovétríkjanna í
Washington og Alexandra Bíry-
ukóva, 57 ára gömul, fulltrúi í
verkalýðsfélagi verslunarmanna.
Hún er fyrsta konan sem tekur
sæti í æðstu stjórn Sovétríkjanna
frá því Yekaterína Fúrtseva var
menntamálaráðherra en hún fór
úr framkvæmdanefndinni árið
1961. Bíryukóva var áður ein af
mörgum konum í hinni fjöl-
mennu miðnefnd. f miðnefndinni
voru tilkynntar allt að því helm-
ings mannabreytingar og eru þær
sagðar staðfesting á gagnrýni
Gorbatsjoffs á leiðtogatíð Brésn-
effs.
í lok ræðu sinnar hvatti Gor-
batsjoff alla Sovétmenn til að
leggjast á eitt með flokknum um
að „endurnýja hið sósíalíska
heimili okkar,“ eins og hann orð-
aði það.
Föstudagur 7. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9