Þjóðviljinn - 27.03.1986, Page 2

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Page 2
af skrímslinu í miðbœnum Stundum þegar ég er aö velta fyrir mér lífinu og tilverunni, hamingjunni og óhamingjunni og fleiru af þeim toga, á ég það til aö þakka guöi og forsjóninni fyrir þaö hvaö ég fæ oft aö vera í góöu skapi. Og þá hugsa ég í leiðinni sem svo: - Ætli ég sé ekki gæfumaður? Þegar ég afturámóti er fúll og leiður, hef ég allt á hornum mér og mér finnst allt aö því fánýtt aö vera aö fresta því aö drepast, til þess eins aö hanga áfram í þessu andskotans sálarbasli sem tilveran er. Og þá hugsa ég sem svo: - Ætli ég sé ekki ógæfumaður? Ég hef lengi álitið þaö mikla og ómetanlega auönu aö vera fæddur hérna í Reykjavíkurkvos- inni og aö hafa boriö gæfu til aö ala hér allan minn aldur. í þessari Kvos hefur lífshamingjan brosaö viö mér, hér hefur mig dreymt drauma sem sumir hverjir hafa ræst og hér hef ég unað glaður, vegna þess aö hér þykir mér svo ósköp vænt um svo margt. Hér í þessari sömu Kvos hafa vonir líka brost- iö og stundum hefur maður þurft aö búa viö allskonar skakkaföll og vonbrigöi, sem tilheyra víst lífinu á jöröinni. En þegar ég fer aö rifja slíkt upp, hnippi ég gjarnan í sjálfan mig og hugsa sem svo: - Af þjáningunni sprettur trúin, af trúnni ham- ingjan og svo hætti ég aö plana fortíöina. Ég held mér sé óhætt aö segja aö ég hafi sætt mig við flest þaö sem þessari blessaðri Kvos heyrir og þegar ég segi flest, þá er þaö vegna þess aö ég hef ekki sætt mig viö allt. Og þá er best að lækka flugið og gerast ögn jarðbundnari en hingaðtil. Reykjavíkurflugvöllur hefur um dagana vald- ið mér meiru hugarangri en góðu hófi gegnir, líklega vegna þess aö meö tilvist hans finnst mér mannlegri skynsemi varpaö fyrir róöa en heimskunni hampaö. Mér finnst stundum einsog þessi flugvöllur í miöbænum í Reykjavík sé einskonar minnis- varöi um andlega lömun, tilfinningaleysi og tröll- heimsku mannanna og ég fæ ekki meö nokkru móti skilið hvers vegna þessi undarlega flug- stöö í hjarta borgarinnar er ekki aflögð og flug- umferö beint á Miönesheiöina, á flugvöll sem þar er og innanvið hálftíma akstur frá bænum okkar. Þegar ég var krakki aö læra einhverskonar gamaldags landafræði var okkur kennt þaö að Island skiptist í mannabyggöir og óbyggöir. Okkur var kennt aö landsmenn heföu snemma fariö aö hallast aö því aö búsældarlegra væri fyrir neöan snjólínu en fyrir ofan hana. Þegar menn fóru svo aö setjast aö í Reykja- vík, mun þaö ekki síst hafa verið vegna þess aö menn töldu þar snjóléttara en á fjöllum uppi. Á fjöli hlupu engir nema bandíttar, óbótamenn, sauöaþjófar og aörir andskotar samfélagsins. Meö tímanum myndaöist hér svo þéttbýliskjarni meö götum, veitum, Ijósum og síma aö ógleymdu steinsnari á vinnustaö. Grundvöllurinn aö Reykjavík var víst lagöur áöur en menn voru orðnir tiltakanlega lang- skólagengnir og enn var stuöst viö mannvit, öðru nafni kommonsens. Þegar bretar gengu hér á land í stríösbyrjun varð þeim fyrst fyrir aö velja Vatnsmýrina í miöri Reykjavík fyrir flugvallarstæði. Þetta var af mörgum talið brandari aldarinnar og var lengi haft til marks um heimsku breta. Þegar tæknimenntaöir ameríkanar komu svo hingað til aö „vernda” okkur var þessi flugvöllur við Kvosina í Reykjavík dæmdur óhæfur vegna fáránlegrar legu sinnar og Keflavíkurflugvöllur byggöur á Miönesheiöi. En reykvíkingar héldu tryggð viö skrímslið í miöborginni sem hefur oröið til þess aö bú- sældarlegustu svæöin innan borgarmarkanna eru í auðn, en búseta þeirra sem vilja búa í Reykjavík hefur flust uppfyrir snjólínu heiðanna umhverfis borgina. Um daginn rann flugvél full af farþegum útá Skerjafjarðarbrautina, og munaöi hársbreidd að hún færi inní hlaðinn bensínbíl. Næst hrapar sjálfsagt vél ofaní miðbæinn meö tilheyr^ndi afleiöingum. Maöur veigrar sér viö aö hugsa þá hugsun til enda. 70-80% afnota vallarins eru í þágu einkaflug- manna og sportflugmanna, svo þegar öll kurl koma til grafar viröist Ijóst aö hann hljóti aö eiga aö víkja. Engum manni meö öllum mjalla getur dottiö í hug aö flugvöllur eigi aö vera í miðbænum í Reykjavík stundinni lengur. Reykjavíkurflugvöllur er bæöi háskalegur og vistfræöilegt hneyksli. Hann er móðgun við bæjarbúa. í Vatnsmýrinni á aö rísa blómleg byggö og fagurt mannlíf fyrir neðan snjólínu, þar sem gatnageröargjöld veröa engin, einfaldlega vegna þess aö asfaltið, rafmagnið, síminn, heita og kalda vatnið og frárennsliö er allt á staönum. Aö ekki sé nú talað um sólskiniö og blíðuna, sem þeir búa ekki viö sem þurfa að hírast á jöklum uppi. Og svo þegar bölvaöur flugvöllurinn er farinn úr blessaöri Vatnsmýrinni verður Kvosin mesti unaðssælureitur á jarðríki og þá get ég hugsað sem svo: - Ætli ég sé ekki gæfumaður? Ballett Stöðugir ferða- langar Sunnudaginn eftir páska frum- sýna Þjóðleikhúsið og íslenski dansflokkurinn ballettsýninguna Stöðugir ferðalangar en hún er byggð á þremur ballettum eftir hollenska danshöfundinn Ed Wubbe. Stjórnar Wubbe sýning- unni í félagi við Ton Wiggers. { sýningunni dansa 13 félagar úr fslenska dansflokknum ásamt bandaríkjamanninum Patrick Dadey og japananum Norio Mamiya en þeir hafa báðir dans- að í Hollandi um árabil. Tónlist við sýninguna er eftir John McDowell, Arvo Part og svo er marokkönsk þjóðlagatónlist flutt af Samira Ben Said og hljóm- sveit.. Búningar eru eftir Heidi de Raad og Sigurjón Jóhannsson en Árni Baldvinsson lýsir. Patrick Dadey og Katrín Hall á æfingu á Stöðugum ferðalöngum eftir holl- endinginn Ed Wubbe. Ed Wubbe hefur getið sér gott orð, fyrst sem dansari við Neder- lands Dans Theatre og síðan sem dansahöfundur. Hefurhann sam- ið á annan tug balletta og unið utan heimalandsins í Þýskalandi en síðar á árinu mun hann semja balletta fyrir þekkta ballettflokka á Ítalíu, Englandi og í Svíþjóð. ÞH Upp og niður Á dögunum var Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra spurður að því hvort Framsóknarílokkurinn væri í lægð um þessar mundir. Hann svaraði því til að flokkur- inn væri ekki í lægð en hann færi svona upp og niður. Ing- imar Elíasson sendi okkur þessa vísu í tilefni svars for- sætisráðherra: Ég er sannfærður um og segi með hægð mér sýnist að nú verði friður, flokkurinn nú hann fer ekki lægð, hann fer bara upp og niður. ■ Reknir úr Natóveislu All skringileg staða kom upp á hinu háa alþingi á mánu- dagskvöldið þegar brjóta átti á bak aftur verkfall mjólkur- fræðinga. Stjórnin rauk upp til handa og fóta með lagafrum- varp til þess að stöðva samn- ingaviðræður sem komnar voru á rekspöl, en þegar leita átti afbrigða til þess að taka frumvarpið til umræðu um kvöldið, kom í Ijós að stjórnin hafði ekki meirihluta til þess. Ástæðan var sú aö á sama tíma var Carrington lávarði og Natóherra haldin mikil veisla og stjórnarþingmenn og ráöherrar gátu ekki látið sig vanta í þau herlegheit. Fyrir bragðið þurfti hins vegar að fresta þingfundi þar til herr- arnir höfðu verið kallaðir úrl Natóveislunni, og herma| Þjóðviljaheimilir að þeir hafii verið snautlegir margir hverjir og skringilegirtil augnanna. ■ Mathiesenar klofnir Það er ekki burðugt ástandið’ á íhaldsheimilinu í Hafnarfirði þessa dagana. Einar Th. Mathiesen heildsali og annar forystumanna Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði á yfir- standandi kjörtímabili rauk á dyr og skellti hurðum ásamt fjölskyldu sinni á íulltrúaráð- fundi flokksins á dögunum eftir að honum hafði verið bol- að burt af listanum fyrir kom- andi kosningar. Einar hefur hótað sérframboði og miklar ólgur eru meðal íhaldsmanna í bænum vegna ástandsins. Sjálfsagt líður þó engum eins illa og bróður Einars, Matthí- asi A. Mathiesen utanríkis- ráðherra. Hann varð að gera upp við sig á fulltrúaráðsfund- inum áðurnefnda þar sem framboðslisti flokksins var samþykktur hvort hann ætti að standa með Einari bróður sínum eða samþykkja listann þar sem sonur hans Þorgils Ottar handboltakappi var meðal frambjóðenda. Matthí- as valdi soninn og bróðirinn rauk á dyr. ■ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.