Þjóðviljinn - 27.03.1986, Side 6
Jg
áttl
m mm X ^
jorð i
Afríku“
Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um
Karen Blixen og frœgustu bók
hennar, Jörð í Afríku
Karen Blixen er meðal
fremstu rithöfunda á Norður-
löndum á þessari öld. Hún er
líka einn sá vinsælasti. Bækur
hennar seldust í stórum upp-
lögum bæði austan hafs og
vestan, því í Ameríku varð hún
fræg fyrst. Fyrirfjórum árum
kom út þar í landi vel unnin og
bráðskemmtileg ævisaga
Karenar eftir skáldið og
gagnrýnandann Judith
Thurman. Bók sína kallar hún:
Isak Dinesen. The Life ofa
Storyteller( St. Martin’s
Press, New York, 1982).
Spjallið hér á eftir byggist á
þeirri bók og frásögnum Kar-
enar sjálfrar í Jörð iAfríku. Sú
bók er í sviðsljósinu núna
vegna þess að ameríkanar
hafa enn gert vel við Karen
Blixen og búið til stórmynd
eftirævisögunni nýju og Jörðí
Afríku. Mál og menning gaf
það verk út árið 1952 í þýð-
ingu GíslaÁsmundssonarog
það hefur nú verið endur-
prentaðfyrir UGLUNA, ís-
lenska kiljuklúbbinn.
Karen Blixen átti hundrað ára
afmæli í fyrra. Hún fæddist árið
1885, næstelsta barn foreldra
sinna, og var skírð Karen Christ-
entze. Stéttaruppruni hennar var
blandaður. í móðurætt stóðu að
henni traustir (og leiðinlegir)
borgarar, en heillandi (og úr-
kynjaðir) landeigendur í föðu-
rætt. Karen hugsaði mikið um
uppruna sinn alla tíð, og það var
böl hennar hvað hún dáði aðra
ættina takmarkalaust og var til-
finnanlega upp á hina komin.
Faðir hennar hét Wilhelm Dines-
en, mikill ævintýramaður þar tii
hann settist að með Ingeborg
Westenholz í Rungstedlund,
skammt frá Dyrehaven og ekki
langt frá Kaupmannahöfn. Hann
var vinur bókmenntafræðingsins
Georgs Brandes og skrifaði
nokkrar bækur sjálfur.
Karen bar snemma höfuðið
hátt, hún var tilfinninganæmt
barn og viðkvæmt, þótti fyrtinn
krakki og fullur lífsorku. Og hún
var eftirlæti föður síns. Þegar- og
þá sjaldan að hann var heima, fór
hann með henni í langar göngu-
ferðir og kenndi henni á náttúr-
una. Hann fann hvað hún hafði
ríkt ímyndunarafl og ýtti undir
það með ráðum og dáð. Hann
laðaði hana frá kvennaheiminum
innanhúss, þar sem móðirin beið
með systurnar tvær og litlu dreng-
ina, að spennandi karlaheimi sín-
um. Þessar stundir með föðu-
rnum voru Karen óendanlega
dýrmætar og sér þeirra víða stað,
beint og óbeint, í verkum hennar.
Sárasta sorgin
En þegar Karen var tíu ára
framdi faðir hennar sjálfsmorð,
vonsvikinn maður og smitaður af
sárasótt. Áhrif þessa atburðar á
eftirlætið hans getur hver og einn
ímyndað sér, enda hafa
gagnrýnendur séð sjúklegar
föðurbindingar skína í gegnum
sögur hennar. Einnig má sjá
hvernig sambandið við föðurinn
endurtekur sig í samskiptum
hennar við aðra karlmenn. Hún
vill eins og þá vera kyrr, vera
hornsteinn í lífi hins frjálsa karl-
manns sem kemur og fer.
Á gelgjuskeiðinu var Karen
unglingur í nútímaskilningi, full
af uppreisn gegn móðurfólkinu
og siðuðum kvennaheiminum í
Rungstedlund sem henni fannst
hafa fordóma gagnvart föðurnum
dáða og vilja gleyma honum sem
fyrst. Henni þótti meira gaman
að vera hjá þjónustufólkinu og
Isak Dinesen á efri árum.
hlusta á mergjaðar sögur um ást-
ir, girnd, svik og hefndir, en hella
tei í bolla fínu frúnna hjá móður
sinni og þola innantómt yfirstétt-
arhjal þeirra. Henni leiddist
óumræðilega siðprútt og svip-
laust bernskuheimilið og fékk
ævinlega þunglyndisköst þegar
hún kom í heimsókn til móður
sinnar seinna meir.
Karen byrjaði ung að skrifa
sögur og smáleikrit fyrir sjálfa sig
og fjölskylduna. Hún dáði Georg
Brandes í fjarlægð, ekki síst af því
að hann hafði verið vinur föður
hennar, en henni tókst ekki að
hitta hann fyrr en hún stóð á fer-
tugu. Hins vegar las hún allt sem
hann skrifaði, og hann kveikti í
henni rómantískan loga með rit-
um sínum um rómantísku stefn-
una. Sá logi brá birtu á flest það
sem hún skrifaði upp frá því og
sjálf var hún rómantísk í skapi og
fasi. Fyrsta sagan sem hún birti
fjallaði um yfirdrifna ást á
dauðanum, hún hét „Einbúarn-
ir" og kom í Tilskueren, virtu
bókmenntatímariti, árið 1907. Þá
var Karen rúmlega tvítug.
Karen Dinesen skrifaði og
málaði, gekk um skeið í listaskóla
og dreymdi listamannsdrauma.
A hinn bóginn var stöðugt ýtt á
hana - eins og aðrar konur fyrr og
síðar - að giftast og stofna heim-
ili. Listamannslíf var ekki fyrir
konur. Togstreitan bjó líka í Kar-
en sjálfri. Arfurinn var tvenns
konar og leitaði í gagnstæðar átt-
ir, ævintýralöngunin, listhneigð-
in og ástríðurnar frá föðurnum,
siðprýðin og löngunin til að lifa
öruggu lífi frá móðurinni. Hún
varð ástfangin af frænda sínum í
föðurætt, Hans Blixen-Finecke,
sænskum aðalsmanni, en hann
vildi ekkert með hana hafa. Ást-
arsorgin var sár og setti mark sitt
á Karen í nokkur ár. Af öllum
sorgum fannst henni ástarsorgir
ævinlega verstar. Tvfburabróðir
Hans, Bror Blixen, gekk hins
vegar opinskátt á eftir Karen og
tókst að lokum að fá hana til að
játast sér með því að lofa að flytj-
ast með henni úr landi en ætlast
ekki til að hún settist að á kúabúi
ættarinnar á Skáni.
Bror Blixen-Finecke barón
þótti ekki eins laglegur og sjarm-
erandi og tvíburabróðir hans, en
hann var skemmtilega ósvifinn
strákur og hafði enga hugsjón
aðra í lífinu en að skemmta sér
sem mest og best. Móður Karen-
ar þótti hann ekki góður ráðahag-
ur. auk þess óttaðist hún að dóttir
hennar elskaði þennan tilvonandi
mann sinn lítið. Þó sagði Karen
löngu síðar að framan af hefði
hún verið hamingjusamari með
Bror en hún varð nokkru sinni
aftur á ævinni.
Til Afríku
Góðborgararnir í móðurætt
Karenar lögðu fram fé til að ungu
hjónin gætu keypt land til
nautgriparæktar í Afríku. Bror
fór á undan þangað, hætti við
nautgriparæktina en keypti í
staðinn kaffiplantekru í Kenya.
Það var örlagaríkt. Á þessu svæði
var regn of stopult og jarðvegur
of súr til að kaffi yxi nógu vel.
Reyndar hefði jörðin hentað
miklu betur til að hafa þar kúabú,
eins og næsti eigandi hennar átt-
aði sig á.
Síðla árs 1912 lagði Karen af
stað til Afríku til að hitta unnusta
sinn. Móðir hennar og systir tóku
sig upp og fylgdu henni á skipsfjöl
í Napolí. Hún hafði með sér mik-
inn farangur, ættarsilfur, kristal,
stóreflis málverk og glæsileg hús-
gögn, til að búa sér og Bror
menningarheimili í þessari fjar-
lægu heimsálfu. Daginn eftir að
hún steig á land í Mambasa giftu
þau sig. Svaramaður Brors var
Wilhelm prins af Svíþjóð. Hann
lýsir brúðinni þannig:
Hún er grönn, vel vaxin, gáfuleg
augun silja djúpt, andlitsdrœttir
reglulegir undir þungu og miklu,
kastaníubrúnu hári. Kjóllinn sem
hún ber er einfaldur en velsniðinn
og greinilega œttaður úr fyrsta
flokks tískuhúsi. Fögur og glœsi-
leg ung kona, komin langt frá öllu
þess háttar. Hún er komin hingað
ein til að sameina örlög sín og
mannsins sem stendur hjá henni.
Engin fjölskylda, engir vinir
nema þeir sem hún hefur kynnst á
leið sinni.
Karen Dinesen var orðin Kar-
en Blixen barónessa, kaffiræktar-
bóndi í Kenya. Hún dvaldi í Afr-
íku í átján ár við erfiðar aðstæð-
ur, því kaffiræktin vildi aldrei
ganga vel. Þessi ár lagði hún listir
að mestu á hilluna, gaf sig alla
búskap, villidýraveiðum og öðru
sem fylgdi lífinu í Afríku. Hins
vegar skrifaði hún mikið um veru
sína þar eftir að hún var komin
aftur heim til Danmerkur. Hún
varð undir eins hrifin af
innfæddum íbúum álfunnar, þeir
höfðuðu, fannst henni, til djúp-
stæðra tilfinninga hjá henni,
„bernskudrauma, hjartfólginna
ljóða sem ég hafði lesið fyrir
löngu ...“ Gamall kikujúi minnist
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. mars 1986