Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 8
Páskahátíðin Friðarmál í brennidepli Samtök herstöðvaandstœðinga með fund á Borginni á laugardag og Samstarfshápur friðarhreyfinga með dagskrá í Gerðubergi á páskadag Um páskana verður mikið um að vera hjá friðarsinnum. Á laugardaginn minnast Samtök herstöðvaandstæðinga þess á Hótel Borg að daginn eftir, 30. mars, verða liðin 37 ár síðan ís- land gerðist aðili að Nató. Og daginn eftir efnir Samstarfshópur friðarhreyfingatil dagskrárí Gerðubergi. Ersúdagskráliðurí starfsemi friðarhreyfinganna á friðarári Sameinuðu þjóðanna. Hótel Borg laugardag Fundur SHA hefst á Hótel Borg kl. 14 á laugardag en húsið verður opnað hálftíma áður. Þar les Jónas Árnason rithöfundur smásögu sína sem nefnist Hattur- inn, Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son flytur tónlist og Ijóð, þjóð- verjinn Jan Wuster segir frá friðarbaráttunni í Vestur- Þýskalandi, Páll Bergþórsson veðurfræðingur flytur aðalræðu dagsins og loks tekur Bubbi Morthens lagið við eigin undir- leik á gítar. Að þessu loknu verður hlé en síðan hefjast pallborðsumræður um stöðuna og stefnuna í friðar- baráttunni. I þeim umræðum taka þátt fulltrúar 8 friðarhreyf- inga auk SHA en einnig gefst fundargestum kostur á að leggja orð í belg. Fundarstjóri á Borg- inni verðurÆvar Kjartansson en ráðgert er að fundinum ljúki um fimmleytið. Gerðuberg páskadag Dagskráin í Gerðubergi hefst kl. 15 á sunnudag og verður á þremur stöðum í húsinu. I aðal- salnum hefst hún á ávarpi séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur en aðrir sem ávörp flytja eru María Jóhanna Lárusdóttir, Árni Hjart- arson og Ólafur Ragnar Gríms- son sem fjallar um Olof Palme og friðarfrumkvæði sex þjóðarleið- toga. Milli ávarpa les Éinar Bragi upp, Helga Bachmann les ljóð, Eyvindur Erlendsson flytur Bréf Seattle indíánahöfðingja til Bandaríkjaforseta, Kristinn Sig- mundsson syngur einsöng og tón- listarmennirnir Kolbeinn Bjarna- son, Páll Eyjólfsson og Sigur- björn Einarsson leik listir sínar. Loks flytja nemendur úr Pjálfun- arskóla ríkisins við Stjörnugróf leikþáttinn Síðasta blómið undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur við tónlist Atla Heimis Sveinssonar. í hliðarsal verður sérstök dag- skrá fyrir börn þar sem lesnar verða sögur, sungið og fleira gert. Þar verður einnig teikniaðstaða og gefst börnunum kostur á að teikna friðarmyndir en þær sem bestar þykja verða sendar á al- þjóðlega sýningu á friðarmynd- um barna sem haldin verður í Bretlandi síðar á árinu. Kaffistofan verður opin allan tímann en milli kl. 16 og 17 flytur Háskólakórinn þar hluta úr Sól- eyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum. Á göngum Gerðubergs verða til sýnis veggspjöld um friðarmál og frekara starf sam- starfshópsins á friðarári verður kynnt. Dagskránni lýkur um kl. 18. —ÞH Ingibjörg Haraldsdóttir formaður Samtaka herstöövaandstæðinga. Samtök herstöðvaandstœðinga Vígbúnaðar- öflin í sókn Ingibjörg Haraldsdóttir formaður SHA: Sú hlið vígbúnaðar- kapphlaupsins sem snýr að okkur má ekki gieymast „Við efnum til þessa fundar á laugardaginn til að minna á aðild íslands að Nató og til að benda friðarsinnum á að ef þeir slaka á kröfum sínum um brottför hersins og úrsögn úr Nató færa vígbún- aðaröflin sig upp á skaftið," sagði Ingibjörg Haraldsdóttir kennari og formaður Samtaka her- stöðvaandstæöinga þegar Þjóð- viljinn ræddi við hana um f und SHA. „Það hefur vissulega slaknað á kröfunni um úrsögn úr Nató innan ákveðinna hópa upp á síð- kastið. En framkvæmdirnar sem nú eru í gangi og fyrirhugaðar á vegum hersins og Nató eru það miklar að vígbúnaðaröflin hafa greinilega sótt í sig veðrið. Þar má benda á framkvæmdirnar í Helguvík, komu F-15 orrustuvél- anna, ratsjárstöðvarnar og um- ræður sem orðið hafa um að gera varaflugvöll fyrir Nató og Banda- ríkin, hugsanlega á Sauðárkróki. Samtök herstöðvaandstæðinga eru friðarsamtök og þess vegna þótti okkur rétt að bjóða öðrum friðarsamtökum til viðræðna um stöðuna og hvernig best sé að heyja friðarbaráttuna. Vitaskuld er meiningarmunur á milli sam- taka en við í SHA leggjum á það áherslu að sú hlið sem snýr að okkur, aðildin að Nató, vígbún- aðurinn hér á landi og í hafinu umhverfis okkur þar sem bæði Bandríkin og Sovétríkin eru að verki, megi ekki gleymast. Að þessu sinni ákváðum við þó að láta vera að bjóða Varðbergi, töldum rétt að bjóða aðeins þeim samtökum sem berjast gegn hug- myndunum um ógnarjafnvægið,“ sagði Ingibjörg. —ÞH Andsvar Japana við stjörnustríði Japanir veita stórfé til lausna á umhverfismengun, þverrandi auð- lindum, málefnum aldraðra og offjölgun mannkyns Japanirundirbúanú rarinsóknaáætlun sem gæti orðið sú umsvifamesta í veröldinni ef frá er talin stjörnustríðsáætlun Reagans. En í stað þess að nota vísindi og tækni til að gera hernum kleift að færa út landamæri sín í geimnum hyggjast Japanir leysa jarðbundnari vandamál fólks. Á fundi leiðtoga vestrænna ríkja í Tokyo í maí næstkomandi kynnir japanski forsætisráðherr- ann, Ysuhiro Nakasone, áætlun- ina sem kosta á 4 miljarða sterl- ingspunda og Japanir hyggjast greiða að mestu leyti. Áætlunin verður kölluð „já- kvætt framlag Japana í þágu heimsbyggðarinnar á rannsókna- sviðinu". Henni er ætlað að leita „grundvallandi lausna“ á vand- amálum eins og umhverfismeng- un, þverrandi auðlindum, mál- efnum aldraðra og offjölgun mannkyns. Þessi vandamál á að leysa með því „að finna nýjar við- miðanir fyrir vísindi og tækni sem eru í samræmi við manninn og náttúruna". Japanir hyggjast koma á alþjóðlegu vísindasam- starfi til að vinna að þessum mál- um. Rannsóknaverkefnin verða ákvörðuð af nefnd viðurkenndra vísindamanna, væntanlega frá fleiri löndum en Japan. Áhersla verður lögð á rannsókn lífvera, sérstaklega mannslíkamans. Þ.á.m. verður hin æðri starfsemí heilans könnuð, svo sem minn- ingar og dómgreind, og ónæmis- kerfi líkamans. Aðstandendur áætlunarinnar telja að hún muni hraða samruna hinna ýmsu greina vísinda. Japanir hafa töluverða reynslu af umfangsmiklum rannsóknaá- ætlunum. S< ’ ’mi má nefna áætlunina u. ’ þróa fimmtu tölvukynslóðina. Nvja áætlunin mun þó taka tvöfalt lengri tíma en sú áætlun og kosta 50 sinnum meira. Hún er líka ólík fyrri áætl- unum að því leyti að hún nær til fleiri landa. M.a. verður lagt fé til rannsóka í öðrum ríkjum. Japönum finnst tími til kominn að Ieggja sinn skerf til vísind- anna. Með því móti snúa þeir frá fyrri háttum, að flytja inn tækni, beita henni í innlendum iðnaði og flytja árangurinn út. Einnig hefur verið litið á áætl- unina sem andsvar við stjörnu- stríðsáætluninni. Enda þótt ein- stök japönsk fyrirtæki kynnu að taka þátt í bandarísku áætluninni kemur stjórnarskráin í veg fyrir það að japanska stjórnin taki þátt í hernaðarbrölti af því tagi. Ef af þessari áætlun Japan verður markar hún tímamót hvað varðar tækniþróun án tengsla við vopn- asmíði. -ÁÓ (Byggt á New Scientist). Yasuhiro Nakasone forsætisráðherra Japans mun í maímánuði kynna nýja rannsóknaráætlun fyrir leiðtogum iðnríkjanna. Hún er andsvar Japana við stjörnustríði Reagans og miðast við að leysa jarðbundnari vandamál fólks en þau sem Reagan fæst við. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Fimmtudagur 27. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.