Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 9
Brynjólfur Eyjólfsson ásamt syni sínum Halldóri Bjarka. Mynd: Sig. Stjórnvöld hundsa friðardrið Brynjólfur Eyjólfsson frá Samstarfshópi friðarhreyfinga: Erlendis veita stjórn völd fé til friðarstarfs á alþjóðlegu friðaráriSP Aö samkomunni í Gerðubergi á páskadag standa 10 f riöarsam- tök: Friðarhópurfóstra, Samtök um friðaruppeldi, Samtök lækna gegn kjarnorkuvá, Samtök ís- lenskra eðlisf ræðinga gegn kjarnorkuvá, Samtök um kjarn- orkuvopnalaustísland, Friðar- hreyfing íslenskra kvenna, Frið- arhópurlistamanna, íslenska friðarnefndin, Samtök her- stöðvaandstæðinga og Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna. Brynjólfur Eyjólfsson eðlis- fræðingur er einn þeirra sem staðið hafa að undirbúningi Friðarpáska og sagði hann að þeir væru haldnir í tilefni af því að nú stendur yfir friðarár Samein- uðu þjóðanna. „Partur af tilgang- inum er að benda fólki á að ís- lensk stjórnvöld virðast ekkert ætla að gera úr þessu friðarári. Víðasthvar erlendis eru veittir peningar í friðarstarf og menn settir í það á launum að hrinda af stað starfi að friðarmálum. Einu svörin sem fengist háfa frá stjórnvöldum hér er að Félagi Sameinuðu þjóðanna hafa verið falið að sinna friðarmálum í ár en frá þeim samtökum hefur ekkert heyrst nema það að hugsanlega verði eitthvað gert síðar á árinu." — Er samstarfshópurinn með fleira á prjónunum? „Já, í maí er von á bandarískri konu í heimsókn en hún flúði frá Bandaríkjununi til Kanada ásamt manni sínum á sínum tíma vegna þess að hann vildi komast hjá að gegna herskyldu í Víetnam. Þessi kona, Bonnie Sherr Klein, hefur gert kvikmynd um konur, frið og völd, friðarmál frá sjónarhóli kvenna, og verður hún sýnd hér. Einnig er meiningin að í júlí komi hingað friðarskip sem samtök í Skotlandi gera út á Norður- Atlantshafi í sumar. Auk þess er verið að ýta á ýmislegt en hópur- inn hefur lítið fé umleikis og því er erfitt fyrir okkur að takast á hendur einhverjar skuldbinding- ar. í Gerðubergi verður teikniað- staða fyrir börn og verða bestu myndirnar sem þar verða til send- ar á sýningu á friðarmyndum barna í Nottingham á Englandi. Sú sýning er til komin fyrir frum- kvæði bresku friðarsamtakanna CND sem heyja baráttu fyrir af- námi kjarnorkuvopna. Seinna verður sýningin svo sett upp í Lundúnum á vegum Félags Sam- einuðu þjóðanna. Ólíkt hafast menn að hér og þar,“ sagði Brynjólfur. —ÞH Krokket í Kína Krokket, sem fólk tengir yfir- leitt við enskar garðveislur, slær í gegn um þessar mundir í Henan í Kína Þá mun þessi leikur einnig vera mjög vinsæll meðal ellilífeyris- þega í borginni Wuxan í austur hluta landsins. Dagblað alþýð- unnar í Kína sagði nýlega að aldr- að fólk væri sérstaklega hrifið af þessum leik vegna þess að leikur- inn krefðist ekki mikilla líkam- legra átaka og væri ekki hættu- legur. Ekki var minnst á hvort jarðarber og rjómi væru borinn fram meðan á leiknum stæði, eins og þeir gera víst í Englandi. Mengaður heilag- leiki Hið heilaga fljót hindúa, Ganges á Indlandi, er ekki bara heilagt heldur einnig afskaplega skítugt og mengað enda skola ekki bara hindúar syndir sínar af sér í íljótinu. í það rennur skólp og annar úrgangur frá yfir 100 borgum og bæjum. Mengunin í fljótinu er orðin svo mikil að tví- vegis hefur kviknað í því. Bíll frá Hreyfli flytur þig þægilega og á réttum tíma á flugvöllinn. Þú pantarfyrirfram Við hjá Hreyfli erum tilbúnir að flytja þig á Keflavikurflugvöll á réttum tíma i mjúkri límosinu. Málið er einfalt. Þú hringir í síma Ó8-5522 og greinir frá dvalarstað og brottfarartima. Við segjum þér hvenær bíllinn kemur. Eitt gjald fyrir hvern farþega Við flytjum þig á notalegan og ódýran hátt á flugvöllinn. Hver farþegi borgar fast gjald. Jafnvel þótt þú sért einn á ferð borgarðu aðeins fastagjaldið. Viö vekjum þig Ef brottfarartírni er að morgni þarftu að hafa samband við ollur milli kl. 20:00 og 23:00 kvöldið áður. Við getum séð um að vekja þig með góðum fyrirvara. ef þú óskar. Þegar brottfarartími er siðdegis eða að kvöldi nægir að hafa samband við okkur milli kl. 10 00 og 12:00 sama dag. UREYFILL Ó85522 TRYGGIR ÞÉR ÞÆGINDI FYRSTA SPÖLINN Fimmtudagur 27. mars ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.